Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 Verkfræðilegar lausnir — eftir Friðrik Daníelsson verkfrœðing Eftirfarandi grein birtist í Fréttabréfi Verkfræðingafélags íslands, 10. tbl. 8. árg., og er endurprenluð hér með leyfi höf- undar: Enn einu sinni hefur okkur ver- ið tilkynnt að íslenska þjóðin eigi við efnahagsvanda að stríða, at- vinnuvegirnir séu að stöðvast, verðbólgan æði áfram og að er- lendi skuldabagginn sé að sliga þjóðarbúið. Búið er að sannfæra marga um að auðlindir hafsins séu á þrotum. Svartsýnin er orðin slík að þjóðhollir menn eru farnir að sjá framtíðarsýn þar sem börnin okkar taka á móti uppboðshöldur- um frá erlendum bankastofnun- um, sem eru komnir til að taka togarana og traktorana í brota- járn til að fá eitthvað upp í skuld- irnar. Til þess að fá alla skuldina greidda taka þeir svo virkjanirnar og háhitasvæðin meðan síðasta þorskkóðið syndir i svengdar- krampa í kringum landið í leit að síðustu loðnunni og útflutnings- bótalömbin æða um örfoka landið í leit að síðasta grasstráinu. Börn- in okkar fá kannski vinnu við að gefa gestunum nýræktaðan lax. Ekki er að furða þó að þjóðholl- ustu menn séu orðnir svartsýnir. Það er margsinnis búið að gera ráðstafanir til þess að taka á vandanum en ekkert virðist ganga. Gerum grófan samanburð á okkur og öðrum löndum, sem bet- ur eru stödd: Við setjum okkar fjármuni í einn togarann meðan aðrar þjóðir setja sitt sparifé í nýja tæknivædda framleiðslu, vélmenni og tölvur. Meðan sjóða- kerfið okkar dælir fjármagni í taprekstur og fjárfestingu, sem skilar ekki fjármagni aftur, þefa fjárfestingasjóðir annarra landa uppi fyrirtæki, sem líkleg eru til þess að geta vaxið með nýrri tækni og nýjum markaði og dæla fjármagni þar í. Meðan aðrar þjóðir verðlauna borgara sína fyrir að setja sparifé sitt í arðbær almenningshlutafélög, refsum við okkar borgurum harðlega og hlutafélögunum líka fyrir að sýna arð. Og enn spyrja menn hvernig á að leysa vandann svo dugi. Fyrir verkfræðinga, sem lengi hafa horft upp á bráðabirgðaúr- Friðrik Daníelsson. „Meðan aörar þjóðir verðlauna borgara sína fyrir að setja sparifé sitt í arðbær almennings- hlutafélög, refsum við okkar borgurum harð- lega og hlutafélögunum líka fyrir að sýna arð.“ ræðin án þess að segja margt, er þetta umhugsunarvert. Þeir vita vel að efnahagurinn í landinu byggir á því, að atvinnustarfsemin skili meiri verðmætum en hún þarft til sín. Það verður að sjálf- sögðu ekki framkvæmt með nein- um bókhaldsaðgerðum heldur með tækni og réttri verktilhögun. Með öðrum orðum, lausn vandans er verkfræðileg. Sjóðirnir þurfa að hætta að offjárfesta í gömlu atvinnuvegunum en leita í staðinn að arðbærum iðnaði til þess að fjárfesta í, en reyna að koma fjárfestingarmálum upp- byggðra atvinnugreina yfir á bankana. Sjóðirnir geta aðstoðað betur við að koma nýrri tækni inn í framleiðsluna. Verðlauna þarf fólk í landinu með skattaívilnun- um fyrir að hætta fé sínu í al- menningshlutafélög, þeim mun meira sem fyrirtækin eru arðsam- ari. Og síðast en ekki síst, verk- fræðingar landsins gætu farið að reyna að komast að því hversu margir togarar, frystihús og dráttarvélar þurfi að vera í land- inu og hvar og hvaða fyrirtæki eigi að taka við af þeim, sem hverfa. Að öðrum kosti verða bókhaldslausnirnar notaðar áfram en verkfræðilegu lausnirn- ar látnar sitja á hakanum. Upplýsinga- bæklingur um krydd „KRYDDKVERIÐ" nefnist bækl- ingur sem Haraldur Teitsson, mat reiðslumaður, hefur tekið saman. í bæklingnum er að finna upplýsingar um 70 kryddefni, uppruna þeirra og notkun. í bæklingnum skilgreinir Har- aldur krydd á fimm vegu, þ.e. krydd unnið úr rótum jurta, krydd úr berki jurta, krydd úr ávöxtum eða fræjum jurta, krydd unnið úr blómum og laufkrydd, blöð og stönglar jurta. Sjávarafurðasalan ASCO: Framleiðsla hafin á fisk- réttum til útflutnings FYRIRTÆKIÐ ASCO, Suður- landsbraut 10 í Reykjavík, á eins árs afmæli um þessar mundir. ASCO pakkar og dreifir ýmsum sjávarafurðum en fyrirtækið var upphaflega stofnað til að selja sigl- ingar- og fiskileitartæki. Sú starf- semi varð fljótlega að víkja þvf sala fiskafurðanna krafðist allra krafta fyrirtækisins. Fyrirtækið verslar nú með allar fáanlegar fiskafurðir og leggur það áherslu á að vera með fyrsta flokks hráefni í framleiðsluvörum sínum, vandaða vöru og gott útlit neytendapakkn- inga. Á næstunni mun ASCO hefja framleiðslu á fiskréttum og 1 því skyni er verið að innrétta eldhús í húsakynnum fyrirtækisins. Þessir fiskréttir eru hugsaðir bæði fyrir innanlands- og utan- landsmarkað. Jafnframt er unn- ið að athugun á innflutningi vissra tegunda matvæla, svo sem hveitis og niðursoðinna ávaxta. Hjá ASCO eru nú 9 fastráðnir menn í fullu starfi. Sýnishorn af neytendaumbúðum fyrirtækisins. LUÐA RÆKJUR Unnið að pökkun saltfisks hjá ASCO. Bladburóarfólk óskast! Austurbær Úthverfi Laugavegur 34—80 Barónstígur lægri tölur. Hraunteigur Kirkjuteigur Selvogsgrunnur Kópavogur Kársnesbraut 2—56. Upplýsingar í síma 35408. wgtsnltfftfrtfr Rásadur krossviöur til inni- og útinotkunar Þykkt 10 mm. Stærö 121x250 cm. Finnsk gæöavara á hagstæöu veröi 'tB>ig£pMC».ai.’örui'erxíuMÍ#v BJORNINN Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.