Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 Stjórnmálaþankar - eftirPálH. Árnason • Loks er tekin við ný ríkisstjórn eftir kogningarnar 23. apríl sl. Það urðu mér og sennilega fleirum vonbrigði að Alþýðuflokkurinn skyldi skerast þar úr leik, og kjósa sér heldur niðurrif stjórnarand- stöðunnar áfram, en ábyrg áhrif í tilraun til uppbyggingar í þjóðfé- laginu. Islensk stjórnarandstaða hefir að ég held, ætíð reynst meira eða minna niðurrifsafl. í gegnum eitt- hvert málskrúð glittir oft í hálf- gert hræfugls hlakk yfir því sem miður fer hjá stjórnvöldum og það jafnvel þó stærstu misfellurnar séu þeim alveg óviðráðanlegar. Þannig reyndist einmitt síðasta stjórnarandstaða. Hennar brenn- andi áhugamál var það mest, að koma stjórn Gunnars frá og dæma allt „óalandi og óferjandi" það sem frá henni kom. Þó sló Geir „köttinn úr tunnunni" í þeim leik, er hann gekk í lið með kommum við að koma vísitölufrumvarpi Gunnars fyrir kattarnef. Það átti þó að slá dálítið á efnahagsbrot- sjóinn, sem reið yfir 1. mars. Varð það máske ginningaratriði and- stöðunnar þá, að sýna viðskilnað stjórnarinnar sem ömurlegastan? Stjórn Gunnars átti víðfeðmar vinsældir og aukið fylgi Sjálfstæð- isflokksins var honum að þakka, enda sýndu kosningarnar ótvírætt vantraust á báða arma stjórnar- andstöðunnar, eða forustu hennar a.m.k. Því var það næsta ómaklegt að flokksráðherrar Gunnar3 skyldu ekki fá embætti í nýju stjórninni, þrátt fyrir ágætis prófkjörsfylgi þeirra. „Ég hef alltaf viljaö styðja allar löglegar rík- isstjórnir, af því mér finnst aÖ þær, hver og ein, eigi síðferðilegan rétt á vinnufriði út kjör- tímabil sitt, springi þær ekki innan frá. Það má alltaf deila um öll stjórnunaratriði.“ Efnahagsástandið er óneitan- lega mjög erfitt, máske dekkst vegna áberandi fiskþurrðar í sjón- um, sem alltof stór togarafloti er að keppast við að þurrka upp, eins og síldina áður og síðar loðnuna. Það er þó staðreynd að einstök aflaleysis ár hafa stundum skotið upp kollinum og vonandi er afla- rýrnunin af þeim toga, en ekki af fiskþurrð. Því miður er nú veiðitæknin orðin slík, að auðvelt virðist að ofnýta allt lífríki sjávar, og græðgi mannanna í skjótfenginn gróða hefur aldrei verið nein takmörk sett, þrátt fyrir allt helgigaspur trúarleiðtoganna sem leggja aðaláherslu máls síns á að syngja Drottni hersveitanna (er á sínum tíma lét varpa fyrstu helsprengjunum af himni, á Sód- ómu og Gómorru) lof og dýrð. Hitt virðist meira aukaatriði, að stór hluti jarðarbúa sveiti heilu og hálfu hungri, og eyðimerkur jarð- arinnar fari hraðvaxandi frá ári til árs. Auðæfunum er hins vegar varið til æ fullkomnari eyðingar- tækja og óstöðvandi hernaðar. Væri nú ekki athugandi fyrir frið- arhreyfingarnar að reyna að stofna til keppni milli risaveld- anna um að græða upp eyðimerk- urnar á hnettinum? Mikið væri það dásamleg tilhugsun að Reagan ákvæði allt í einu að verja verð- gildi fyrirhugaðra eldflauga, 16 milljörðum dollara, til slíks rækt- unarátaks. Gasleiðslan frá Síberíu gefur hugmynd um að hægt sé að dæla vatni ærið langt frá stór- fljótum og flóðasvæðum, sé vilji fyrir hendi. En íslensk stjórnvöld láta víst þetta lítið til sín taka. Stjórnarandstaðan virðist söm við sig, með heillaóskir í munninum, en stríðsvöndinn á lofti og há- stemmdan óánægjuáróður í fjöl- miðlum gegn ákvörðunum stjórn- arinnar. Ég hefi alltaf viljað styðja allar löglegar ríkisstjórnir, af því að mér finnst að þær, hver og ein, eigi siðferðilegan rétt á vinnufriði út kjörtímabil sitt, springi þær ekki innan frá. Það má alltaf deila um öll stjórnunaratriði. Ég vona bara að stjórnin sé það sterk að hún standi af sér allar árásir og vinni stóra sigra. Sérstaka þökk vil ég færa henni fyrir að afnema vísitölulögin, þann lagabálk sem valdið hefur mestri garnaflækju í íslensku efnahagskerfi og þjóðlífi, og verður það ætíð sótsvartur blettur á virðingu Alþingis að hafa sett slík lög, og þó ekki síður það, að hafa leikið sér að ósóma þeirra jafn lengi og raun ber vitni, þrátt fyrir viðurkenningu á sýk- ingarmætti þeirra. Heill stjórninni! 29.5. ’83. 1‘áll H. Arnason er bóndi að Vestra 1‘órlaugargerði í V estmannaeyjum. Hamarinn mundaður. Morgunbiaðið/KEE Rannsóknaráð í læknisfræði þinguðu í Reykjavík NÝVERIÐ lauk árlegum tveggja daga fundi samstarfsnefnd- ar rannsóknaráða í læknisfræði, sem 15 lönd í Vestur-Evrópu eiga aðild að. í samstarfsnefndinni, sem var stofnuð 1971, eiga sæti 1—4 fulltrúar frá hverju rannsóknaráði. Auk þess hafa tekið þátt í fundunum tveir fulltrúar bandarísku rann- sóknastofnunarinnar í læknisfræði og fulltrúi Evrópudeildar alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. I»ar eð ekki hefur enn veriö stofnað neitt rannsóknaráð í læknisfræði á íslandi hafa þeir prófessor Tómas Helgason og prófessor Ólafur Bjarnason tekið þátt í þessu samstarfi sem fulltrúar mennta- málaráðuneytisins. F.v. Tómas Helgason prófessor og Henrý Daníelsson prófessor og formaóur nefndarinnar. Fundurinn var haldinn í há- tíðarsal Háskóla íslands. Þar var fjallað um störf undirnefnda samstarfsnefndarinnar og ýmis atriði sem varða stefnumótun í læknisfræðilegúm rannsóknum. Ennfremur var rætt um sam- vinnu við aðrar fastanefndir Evrópsku vísindastofununarinn- ar (European Science Founda- tion). í lok fundarins gaf prófessor ólafur Bjarnason stutt yfirlit yfir íslenskar rannsóknir í lækn- isfræði, dr. Sturla Friðriksson og dr. Ólafur Jensson kynntu rannsóknir erfðafræðinefndar Háskólans og prófessor Hrafn Tulinius kynnti rannsóknir á arfgengi krabbameins í brjósti. Prófessor Henry Danielsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að til- gangur nefndarinnar sem starf- ar innan vébanda Evrópsku vís- indastofnunarinnar í Strassburg væri tvíþættur. Annars vegar að skiptast á upplýsingum varðandi rannsóknir í læknisfræði og miðla þekkingu á notkun þeirra, og hins vegar að örva og hvetja til alþjóðlegrar samvinnu á sviði rannsókna í læknisfræði. Prófessor Danielsson gat sér- staklega um tvö verkefni, sem samstarfsnefndin hefur unnið að á undanförnum árum, rannsókn- ir á geðsjúkdómum og rannsókn- ir í eiturefnafræði. Nýlega hélt undirnefndin, sem fjallar um geðsjúkdóma, fund til að fjalla um á hvaða sviðum væri mest þörf fyrir nýjar rannsóknir í sambandi við langtíma meðferð geðsjúklinga. Sá fundur var haldinn á Ítalíu og er annar fundurinn sem þessi nefnd held- ur, en prófessor Tómas Helgason gegnir formennsku í nefndinni. A fundinum í Reykjavík var ákveðið að halda næsta fund á vegum þessarar nefndar um rannsóknir í sállækningum vorið 1984. Eiturefnafræði er annað rann- sóknasvið, sem samstarfsnefnd læknisfræðirannsókaráðanna hefur sýnt mikinn áhuga á und- anförnum tíu árum, enda mjög mikilvægt í sambandi við um- hverfisvernd og vaxandi efna- iðnað. Fyrir rúmu ári var hrint í framkvæmt áætlun sem miðar að menntun og sérhæfingu lækna og annarra vísindamanna í eiturefnafræði og rannsóknum á því sviði. Er varið til þessa um 2,5 millj. ísl. króna og eru veittir styrkir af þeirri upphæð til ungra vísindamanna til rann- sóknar og náms í eiturefnafræði. Sú kvöð fylgir styrkjunum, að vísindamenn verða að vinna að rannsóknum sínum í öðru landi en sínu eigin, sem er aðili að samstarfsnefndinni, og er það einn liðurinn í starfsemi nefnd- arinnar til að miðla þekkingu og auka samstarf landa í milli. Eins og áður segir var sam- starfsnefnd rannsóknaráðanna í læknisfræði í Evrópu, eða Euro- pean Medical Research Concils, eins og þau nefnast, stofnuð 1971 og hefur ísland verið aðili að starfi nefndarinnar frá byrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.