Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 41 fclk f fréttum VEISLUFÖNG á vœgu verði ÁMAN ÁRMÚLA 2 1 Sam Habatoid er fjórdi eiginmaöur Yoko Ono og fimmtán árum yngri en hún. Yoko Ono giftist á iaun YOKO Ono hefur gift sig með mikilli leynd, sagði nú nýlega í bandaríska vikuritinu „Star“. Þar sagði einnig aö nýi maður- inn hennar vœri Sam Habatoid, 35 ára gamall fornmunasali, en Yoko Ono stendur nú á fimmt- ugu. Ef rétt reynist er þetta fjóröa hjónaband Yoko Ono. Fyrst var hún gift kvikmyndaframleiðand- anum Anthony Cox, þá jaþanska tónlistarmanninum Toschi lchiy- angi og síöan John Lennon, sem lét lífið fyrir hendi moröinga 8. desember 1980. Yoko Ono hefur látiö lítið fyrir sér fara eftir lát Lennons þótt hún hafi aö vísu veriö orðuö viö ýmsa menn. Hún hefur búið ein meö syni þeirra, Sean, í stóru og glæsilegu húsi og ekki fariö út nema vera viss um að hafa ekki fréttamannaskarann á hælum sér. Eins og alkunna er haföi Yoko Ono mikið vald yfir John Lennon, næstum yfirnáttúrulegt vald aö því er vinir þeirra sögöu, og hún hefur lengi reynt að rækta meö sér ýmsa dulræna hæfileika. Það fór heldur aldrei á milli mála aö þaö var Yoko, sem mestu réö í sambúöinni meö John Lennon. Hún réö t.d. öllu um peningamál- in en í þeim efnum tók hún aldrel mikilvæga ákvöröun án þess aö leita fyrst góöra ráöa hjá for- spáum miðli. Yoko Ono er nú ein af ríkustu konum í heimi og er sagt, aö rúmir tveir milljaröar ísl. kr. hafi komið í hennar hlut viö dauöa Lennons. Sam Habatoid hefur oft sést í fylgd meö Yoko en hann er kaup- sýslumaöur og þau hafa átt viðskipti saman. Þau voru nú fyrir skemmstu á viöskiptaferöa- lagi í Ungverjalandi og þá létu þau gefa sig saman aö því er sagöi í „Star“. TÍSK USÝNING Islenska ullarlínan'83 Módelsamtökin sýna íslenska ull 1983 að Hótel Loftleiðum alla föstudaga kl. 12.30 -13.00 um leið og Blómasalurinn býð- ur upp á gómsæta rétti frá hinu vinsæla Víkingaskipi með köldum og heitum réttum. Verið velkomin í hátíðarskapi á hátíðardaginn. íslenskur Heimilisiðnaður, Rammagerðin, Hafnarstræti 3, Hafnarstræti 19 HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÚTEL Frækinn náms- árangur + UNGUR námsmaður af íslensku bergi brotinn, Othar Hansson, vann ný- lega til svokallaðra Nation- al Merit-verðlauna fyrir frækinn námsárangur í menntaskóla sínum. Hlýtur hann $1.000 styrk til háskólanáms, en hann hyggst leggja stund á rafmagnsverkfræði eða tölvuvísindi. Othar er sonur hjónanna Elínar Þorbjörnsdóttur og Othars Hanssonar sölu- stjóra Coldwater Seafood Corporation og fluttist til Bandaríkjanna þriggja ára gamall með foreldrum sín- um. „Fegurstl kroppur árslns“ + Victoria Principal brá sér heim til Los Angeles nú fyrir nokkru og tók þar viö verðlaunum, sem tímaritiö „Peoþle" veitti henni. Haföi það efnt til skoðanakönn- unar meöal lesenda sinna um hin ólíklegustu efni og m.a. um þaö, hver væri „Fegursti kroppur árs- ins“. Þaö reyndist vera „Pam“ og var myndin tekin af henni þegar hún kom til aö taka viö viöur- kenningunni. ÍSLENSKIR TÖLVUSPILAKASSAR • Sterkir, vandaðir og ódýr- ir. • Mikið úrval leikja fyrir- liggjandi. Hver leikur aö- eins 1500 kr. • Samsettir úr einingum. Auðveldar viögerðir. • Myntinntak stillanlegt fyrir hvaöa mynt sem er. • Stór myntkassi (3 mánuð- ir). • Margir nýir leikir koma é markaöinn í hverjum mánuði. • Hentugir fyrir sjoppur, fé- lagsheimili, spilasali og billjardstofur. • Sýningarkassi á staönum. TÖLVUBÚÐINHF Skipholti 1, Reykjavík. Sími 25410.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.