Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 13 Ungar meyjar að snyrta humar í álmunni sem ekki brann. Svona lítur vinnslusalurinn út eftir brunann. Mbl/ Einar Falur Ingólfsson „Humarvinnslan hefur gengid eins og fyrri ár“ r _ r — segir Olafur B. Olafsson framkvæmdastjóri Keflavíkur hf. en hún brann um miðjan maí. SEM kunnugt er, var mikill bruni í frystihúsinu Keflavík hf. á Suðurnesjum, þann 17. maí sl. í brunanum skemmdist allt hús- ið og standa veggir einir eftir. Þó er undanskilin ein álma sem úr húsinu liggur. Að auki skemmd- ust 55 tonn af óunnu hráefni og rúm 2% af frystum afurðum í frystigeymslu. Getur nærri að tjón á fiski og kostnaður við að bjarga afurðum frá skemmdum nemi 2 millj. kr. en tjón á hús- næði er enn ekki að fullu metið. „Þetta olli mikilli röskun," sagði Ólafur B. Ólafsson fram- kvæmdastjóri Keflavíkur hf. „En búið er að bjarga rekstr- arhliðinni að mestu leyti. Humarvinnslan hefur gengið eins og fyrri ár. Unnið er í álmunni sem ekki brann og humarinn fer í frystigáma því frystiklefinn er ónothæfur. Annað hráefni en humar fer til vinnslu hjá Miðnesi i Sand- gerði, en það er að hluta til með sömu eigendur og Kefla- vik hf. og auk þess með sam- eiginlega tvo togara. Allir sem hjá fyrirtækinu unnu eru komnir í störf hjá Miðnesi, hjá okkur í Keflavík eða hjá öðr- um. Við gátum ekki tekið eins mikið af skólafólki og verið hefur, en þar munar 10 til 12 manns." i sumQíleyfinu I júlí '82 voru 27 úrkomudagarí Reykjavík Reynsla farþeg ans er bezta staðfestingin: „Viö erum búin aö feröast meö mörgum ferðaskrifstofum, erlend- um og innlendum. Útsýn er alveg í sérflokki. Lipurö og öll framkoma starfsfólks Utsýnar eru til mikillar fyrirmyndar frá fyrstu til síöustu handar. Viö þökkum hjartanlega fyrir okkur. Viö fengum sannarlega allt fyrir peningana." Róbert Sigurösson og fjöl- skylda, Dragavegi 4, R. Reykjavík: Austurstræti 17, símar 26611,20100,27209. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. Þrátt fyrir yfirlýsingar fjölmiðla um samdrátt, hafa leiguflugvélar Útsýnar farið fullskipaðar suður í sólarlöndin Aö gefnu tilefni — Útsýnarferóir eru ekki á útsölu — en við bjóðum þér vönduðustu ferðina á lægsta verði miðað við gæði, t.d. STRÖND SÓLBAÐS OG SKEMMTANA COSTA DEL SOL 7. og 14. júlí með völdum gististöðum. FJÚLSKYLDUPARADÍSINA LIGNANO 12. júlí — 10 sæti laus — 26. júlí uppselt. BESTU AOSTÚOU Á MALLORCA Hinn geisivinsæli gististaður — Vista Sol 5. júlí. 4 sæti laus — 26. júlí — fáein sæti. Hvort sem þú velur ferö meö bílferjun- um eða flug og bíl, þegar þú hefur gert upp feröareikninginn verur leiguflug Útsýnar ódýrast. — Ódýrari pr. km en þegar þú ferð með strætisvagni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.