Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 27 Jennifer Bate með orgeltónleika í kvöld HÉR á landi er nú stödd breski orgelleikarinn Jennifer Bate, en hún kom hingað á vegum Tónlist- arfélags Fljótsdalshéraðs og er það í annaö sinn sem hún er hingað komin á þess vegum. Jcnnifer hélt tónleika á Egilsstöð- um um síðustu helgi en í kvöld heldur hún tónleika í Krists- kirkju við Landakot. í spjalli við Mbl. sagði Jenn- ifer Bate að það væri mjög ánægjulegt að leika fyrir ís- lendinga í annað sinn, en hingað kom hún 1980 og lék þá á Egilsstöðum og í Vestmanna- eyjum. Hún hefur á undanförn- um 15 árum ferðast víðsvegar um heim og haft þann háttinn á að vera ekki með eigið orgel, heldur leika á þau orgel sem til staðar eru hverju sinni. Sagði hún þetta fyrirkomulag skemmtilegt, því hún notar yf- irleitt um tvo daga til að kynn- ast hverju hljóðfæri, velur síð- an dagskrá sem hentar og reyn- ir þannig að ná því besta úr hverju orgeli og að hafa sem fjölbreytilegasta dagskrá. Einnig sagði hún val á verkum fara nokkuð eftir því hvort leik- ið væri í kirkju þar sem áheyr- endur sæu hana ekki eða í hljómleikasal. Var hún mjög ánægð með orgelið og hljóm- burð í Krists kirkju. Jennifer Bate Á tónleikunum í kvöld verða verk eftir Mendelssohn, Bach, Vivaldi, Franck, Peeters, Reger og Liszt og er dagskrá hennar nokkuð breytt frá þeirri sem hún flutti á Egilsstöðum en þar voru tónleikar hennar teknir upp fyrir ríkisútvarpið. Tónleikar Jennifer Bate í Krists kirkju verða þeir síðustu sem hún heldur hér á landi að sinni, en á morgun fer hún til Cheltenhaw í Bretlandi þar sem hún leikur á alþjóða tónlistar- hátíð. Rjómabúið hjá Baugs- stöðum opið almenningi EINS og undanfarin sumur veröur gamla rjómabúið hjá Baugsstöðum, aust- an við Stokkseyri, opið almenningi til skoðunar á laugardögum og sunnudög- um í júlí og ágúst, milli kl. 13 og 18. 10 manna hópar og fleiri geta ---------------------------------------- fengið að skoða búið á öðrum tím- um ef haft er samband við gæslu- manninn, Guðjón Sigfússon, Sel- fossi, með góðum fyrirvara. Vatnshjólið og.vélarnar munu snúast í sumar og minna á löngu liðinn tíma þegar vélvæðingin var að hefjast í íslenskum landbúnaði. Opið hús“ 99 © INNLENT Á VEGUM Norræna hússins verður í sumar eins og undanfarin sumur svokallaö „Opið hús“ á fimmtu- dagskvöldum og hefst fyrsta dagskráin í kvöld, 30. júní, kl. 20.30. A þessu fyrsta „Opna húsi“ sumarsins flytur dr. phil. Vésteinn Ólason, dósent við Háskóla ís- lands, fyrirlestur um bókmenntir íslenska bændasamfélagsins. Þá kveða Grímur Lárusson og Magn- ús Jóhannsson rímur og sýndar verða myndir Ósvalds Knudsens, „Hornstrandir" og „Sveitin milli sanda". 18. helgar- skákmótið á Reykhólum HELGARSKÁKMÓT, það 18. í röð- inni, verður haldið að Reykhólum dagana 1.—3. júlí. Það eru tímaritið Skák og Skáksamband íslands sem að mótinu standa. Tefldar verða 7 umferðir eftir Skák-Monrad-kerfi. í tveimur fyrstu umferðunum verður umhugsunartíminn ein klukkustund á mann, en í síðari umferðunum fimm verður umhugsunartíminn lVi klukkustund á fyrstu 30 leikina og síðan hálf klukkustund til að Ijúka skákinni. Meðal keppenda verða margir kunnir skákmenn hér innanlands. Má þar nefna Helga ólafsson, Sævar Bjarnason, Benóný Benediktsson o.fl. 1. verðlaun eru krónur 10 þúsund, 2. verðlaun krónur 7.500 og 3. verðlaun 5 þús- und, en einnig verða veitt verðlaun í öldunga-, kvenna- og unglinga- flokki. Þá eru einnig veitt verð- laun fyrir bestan árpngur í hverj- um fimm helgarskákmótunum. Þátttöku skal tilkynna til tíma- ritsins Skákar. Vitni vantar Slysarannsóknadeild rannsókna- lögreglunnar auglýsir eftir vitnum að árekstri á horni Fellsmúla, Háa- leitisbrautar og Safamýri miðviku- daginn 22. júní síðastliðinn, klukkan 16.50, milli bifreiðanna R-15555 og R-8098. VN/AT HOST SEjlPEN? Túlípanaborginni veröur seint meö oröum lýst, hún kynnir sig best sjálf. Viö minnum hins vegar á aö þessi lífs- glaða heimsbora er aðeins í seilingar- fjarlægö frá spennandi ævintýrum hollenskra » smá : orpajpj-túlípanaakra, baöstrand^Tbb’frðsællé trjálunda þar AMSTERDAM - HOLLAND, eitt og sama ævintýriö! sem þú nartar í nestið meö fjölskyld- unni. Og gleymum ekki vindmyllunum sem margar eru enn í fullum gangi, ostamarkaöinum í Alkmaar, leikveröld - inni í Beekse Bergen, blómauppboð- unum í Aalsmeer og skemmtigörðun- um sem hvarvetna er aö finna. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.