Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 fHttgusiÞiiifrtfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Bókmenntaverðlaun forseta Islands Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tilkynnti í Vestfjarðaför sinni að stofn- aður skyldi bókmenntasjóður og úr honum fengju rithöf- undar viðurkenningu 17. júní ár hvert. Upphæð verðlauna miðist við árslaun lektors við Háskóla íslands og verði skattfrjáls. Stjórn sjóðsins skipi einn tilnefndur af for- seta íslands, einn tilnefndur af Rithöfundasambandi ís- lands og einn tilnefndur af Félagi gagnrýnenda. Forseti gaf yfirlýsinguna um bók- menntaverðlaunin á Hrafns- eyri, fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar, enda eiga þau að tengjast nafni hans. Tilkynn- ing forseta íslands um þenn- an sjóð hefur vakið miklar umræður. f senn er nauðsyn- legt að huga að formlegri og efnislegri hlið málsins. Tökum efnisþáttinn fyrst. Bókaþjóðin íslenska getur ekki verið því andvíg að rit- höfundar séu heiðraðir fyrir verk sín og létt sé undir með þeim fjárhagslega og með opinberum stuðningi. Marg- víslegar ráðstafanir hafa og verið gerðar til að beina fjár- munum til rithöfunda, og má benda á að minnsta kosti sex opinberar leiðir sem til þess eru farnar. Um efnislega hlið þessa máls sagði Ingimar Er- lendur Sigurðsson, stjórnar- maður í Félagi íslenskra rit- höfunda, hér í blaðinu í gær: „Það er löngu tími til kominn að íslendingar sjálfir hafi ráð og rænu á slíkum heiðri, en láti ekki eingöngu aðrar þjóð- ir um að verðlauna íslenskar bókmenntir, rithöfunda og þjóð.“ Njörður P. Njarðvík, formaður Rithöfundasam- bandsins, sagði: „Verðlaunin finnst mér fyrst og fremst vera stórkostlegur atburður." Enginn vafi er á því að und- irrót verðbólgunnar má að verulegu leyti rekja til veik- burða ríkisstjórna og vanmáttugs framkvæmda- valds. Engu að síður sjást þess víða merki að almenn- ingi finnst nóg komið um ýmsar athafnir framkvæmda- valdshafa. Sú ákvörðun hefur til dæmis vakið almenna reiði að alþingi skuli ekki hafa ver- ið kallað saman til funda strax að kosningum loknum. Því er á þetta minnst hér og nú að svipaðrar reiði hefur orðið vart vegna tilkynningar forseta íslands um bók- menntaverðlaunin. Formleg hlið málsins sætir gagnrýni. Forseti íslands getur sam- kvæmt stjórnarskrá lýðveld- isins ekki borið neina ábyrgð á stjórnarathöfnum. Allar embættisgerðir forseta eru meðundirritaðar af ráðherr- um og aðeins með þeim hætti öðlast þær stjórnskipulegt gildi. Hvorki fjárveiting til verðlaunasjóðsins né skatt- frelsi nær hins vegar fram að ganga nema alþingi sam- þykki. Þegar forseti tilkynnti um stofnun sjóðsins sagði hún að Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, hefði veitt munnlegt samþykki. í Tíman- um, málgagni forsætisráð- herra og Framsóknarflokks- ins, er í fyrradag frá því skýrt í forsíðufrétt að forsætis- ráðherra Steingrímur Her- mannsson hafi ekki vitað um tilkynningu forseta fyrr en hún birtist opinberlega. Nú er hins vegar upplýst að þetta er ekki rétt, því að fjármála- ráðherra ræddi við forsætis- ráðherra um málið. Bæði Al- bert Guðmundsson og Stein- grímur Hermannsson segja, að formlega hafi orðið mistök við framkvæmd þessa máls. En forsætisráðherra lætur sem það skipti engu og hefur af þeim sökum hlotið harða gagnrýni frá Birni Þ. Guð- mundssyni, prófessor og for- seta lagadeildar Háskóla ís- lands. Líkt og venjulega skáka handhafar fram- kvæmdavaldsins í því skjóli að alþingismenn láti þetta mál yfir sig ganga eins og til dæmis ákvörðunina um að kalla ekki saman sumarþing. Virðing alþingis krefst þess þó að staldrað sé við og málið ígrundað. Menn eru kjörnir á þing til annars en að leggja blessun sína yfir mistök framkvæmdavaldsins. Hitt formsatriðið sem vert er að íhuga er skipan manna í stjórn sjóðsins. Samræmist það ábyrgðar- og hlutleysi forsetaembættisins, að forseti íslands skipi mann í stjórn slíks verðlaunasjóðs? Hverjir eru í Félagi gagnrýnenda og hvernig verða menn félagar í því? Eiga tónlistar- eða myndlistargagnrýnendur að taka ákvörðun um bók- menntaverðlaun? Hvað um Rithöfundasamband íslands? Hvað sem lögum þess líður er ljóst að það kemur ekki leng- ur fram fyrir hönd allra rit- höfunda. Að þessum málum er nauðsynlegt að huga ekki síður en hinni stjórnskipu- legu hlið. Enginn vafi er á því að stórhuga yfirlýsing forseta íslands um bókmenntaverð- launin á eftir að skipta rit- höfundum og bókaþjóðinni í fylkingar. Betra að byrja snemma og eiga ágúst frían Staldrað við hjá Kristjáni á Neðra-Hálsi í byrjun heyskapar I GÆR var heitasti dagurinn sem komið hefur í sumar suðvest- aniands. Hitinn í Reykjavík komst í 17,5 stig um miðjan dag i gær og var svipaður í nágrannasveitum. Biaðamaður og Ijós- myndari Morgunblaðsins notuðu daginn til að bregða sér upp i Kjós og heimsóttu þar Kristján Oddsson, bónda að Neðra-Hálsi, og konu hans, Dóru Ruf, en hún er ættuð frá Sviss. Þau búa með 32 mjólkurkýr auk 20 kálfa og geldneyta. Kristján var ásamt heimilisfólkinu að hirða í vothey er blaðamenn bar að garði, en gaf sér samt tíma til að spjalla við okkur. Hann sagðist hafa byrjað að slá á laugardag og byrjaði að verka í vothey. Kristján var fyrstur í Kjósinni til að hefja slátt, eins og oft áður, og þó víð- ar væri leitað, því við urðum ekki varir við að neinir aðrir væru byrjaðir á leið okkar upp í Kjós. Hann sagðist oftast byrja um eða uppúr 20., þannig að hann væri á svipuðum tíma og oft áður. Aðspurður af hverju hann væri þetta langt á undan öðr- um, svaraði Kristján: „Ég er eingöngu með kúabúskap og er því með túnin alfriðuð á vorin. Ég held að það skipti sköpum því þar sem fé er beitt á tún tekur það broddinn á vorin um leið og hann kemur upp og seinkar öllum gróðri mjög við það. Ég stefni líka alltaf að því að byrja heyskap eins snemma og mögulegt er til að hafa tím- ann fyrir mér við þetta verk, og hafa þá frekar ágúst frían ef vel gengur." Hvernig er sprettan? „Ég byrjaði á að slá nýrækt sem var mjög vel sprottin en annars hefur gras á öðrum tún- um einnig sprottið mjög vel eft- ir að fór að rigna, alveg sér- stakiega vel miðað við hvað horfurnr voru í raun slæmar í vor. Það veður sem verið hefur að undanförnu er ágætt að nota í votheyið en túnin eru orðin það vel sprottin að hægt verður að slá þar um leið og tíðin leyf- ir. Það lítur því ágætlega út með sumarið, ef veðurskilyrði verða sæmileg," sagði Kristján á Neðra-Hálsi. Kristján Oddsson bóndi í Neóra-Hálsi í Kjós að gær ásamt vinnumönnum, Bjarka Þór Guðmunds Kristján á dráttarvél sinni að hirða hey með heyhl Frá einni holu til ai með borgarstjórn í g Hvert ætli kúlan hafi farið? Davíð Oddsson horfir spámannlega út á völlinn, en Jón Tómasson er fullur efasemdar á svipinn. Glæsilegt högg ... í grasið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.