Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 t HRÓBJARTUR GUOJÓNSSON, Austurbraut 6, Keflavík, er lést miövikudaginn 22. júní, veröur jarösunginn föstudaginn 1. júlí kl. 2 frá Keflavíkurkirkju. Ágúst Hróbjartsson, María Blöndal. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BJARNI ÞÓRODOSSON, fv. póstafgreiöslumaöur, Blönduhlíö 3, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 1. júlí kl. 10.30. Kristín Bjarnadóttir, Sigurbjörn Þór Bjarnason, Guörún Stephensen, Guöjónía Bjarnadóttir, Alfreö Eyjólfsson og barnabörn. t Ástkær faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR GÍSLASON, fyrrverandi veitingamaður, Tryggvagötu 16, Selfossi, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 2. júli kl. 2. Bryndís Brynjólfsdóttir, Hafsteinn Már Matthíasson, Árni Brynjólfsson, Ingibjörg Guömundsdóttir, Guörún Hulda Brynjólfsdóttir, Árni Sigursteinsson, Þórunn Mogensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróöir minn, HALLDÓR SIGURÐUR GUOLAUGSSON, vélstjóri, Langeyrarvegi 15, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, föstudaginn 1. júlt kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Magnea Guölaugsdóttir. t Faöir okkar, JÓSEP EINARSSON frá Borgum, Skógarströnd, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1. júlí kl. t Móöir okkar, SVANA JÓNSDÓTTIR, Lönguhlíö 25, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 1. júlí kl. 13.30 Stefanía Gísladóttir, « Páll Gíslaaon. Minning: Einar Ingiberg Jóhannsson Fæddur 15. janúar 1929. Dáinn 23. júní 1983. Lífshlaupið er óráðin gáta hverjum og einum frá upphafi til loka, eða þar til skeiðið er á enda og því veit enginn sinn næturstað fyrir enn að kveldi. Þá er það ekki síður hulið, hversvegna hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar út- hlutar lífsgæðum svo ójafnt milli barna sinna, sem raun er á, bæði hvað varðar heilsu og aðra velferð. Fimmtudaginn 23. júní sl. þegar sól er hæst á lofti og lengstur dag- ur hér við norðurbauginn slokkn- aði lífsstrengur Einars Ingibergs Jóhannssonar, en svo hét hann fullu nafni. Þrátt fyrir að sorg- arstundin bar ekki óvænt að, þá getur ekki hjá því farið að ákveðn- ar tilfinningar og söknuður sverfa strengi aðstandenda. Einar var búinn að berjast við sjúkdóm sinn í nær tíu ár. Það má þvi telja það nær víst að hann hefur verið sadd- ur lífdaga og hvíldinni þakklátur, jafnframt því að geta hafið ný störf í fyrirheitna landinu og ekki er að efa að margt skyldmenna og vina sem á undan honum er flutt yfir móðuna miklu mun styðja hann og styrkja til að átta sig á breytingunni. Einar var fæddur 15. janúar 1929 á Skeiði í Fljótum, næst yngstur af þrettán alsystkinum. Ég sem þetta rita er einn úr þeim hópi. Foreldrar okkar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, Ingimundar- sonar og móðir hennar Guðrún Björnsdóttur, og Jóhann Bene- diktsson, Stefánssonar og móðir Jóhanns var Ingibjörg Pétursdótt- ir Jónssonar bónda á Sléttu í sömu sveit. Forfeður Einars voru harð- gert bændafólk, sem bjó í harð- býlli sveit og varð að bjargast af eigin rammleik. Þessa eiginleika forfeðra sinna erfði Einar ríku- lega, enda harðdugiegur og eftir- sóttur til starfa og vel liðinn með- al starfsfélaga. Níu ára að aldri missti Einar forsjá móður sinnar er hún hlaut varanlegt heilsutjón og dó ári síð- ar, en þetta ár var hann hjá systur sinni, en síðan hjá föður sínum og stjúpu, þar til hann fór út á vinnu- markaðinn, sem var strax og aldur leyfði, en ekki mun hann hafa ver- ið nema á sextánda árinu þegar hafið heillaði hann, sem var hans vettvangur lengst af uppfrá því, meðan heilsan leyfði. 11. janúar 1956 sté Einar sitt stærsta hamingjuspor er hann bast órjúfanlegum böndum heit- konu sinni Kristínu Zophanias- dóttur frá Eskifirði. Þeim var sambúðin farsæl og eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem eru í þessari aldursröð: Vilborg, og á hún einn son, Einar Berg, sem var mikið uppáhald afa síns, Jökull, giftur Björgu Sigurðardóttur ljósmóður, og Steinar, öll búsett í Keflavík, yngst er Helga Björk, sem enn er í föðurgarði. Veturinn 1959—’60 sat Einar í Stýrimannaskólanum með góðum tilstyrk konu sinnar og lauk þaðan skipstjóraréttindum á fiskiskip. Vorið 1960 fluttust þau Kristín og Einar til Keflavíkur og áttu þar heima til 1980 að þau fluttu heim- ili sitt til Reykjavíkur. f allmörg ár var Einar neta- maður á Hallveigu Fróðadóttur áður en hann fór í Stýrimanna- skólann og bar góðan hug til þess skips og skipsfélaga sinna. Éftir að hann hafði áunnið sér réttindi til að vera sjálfur með skip, þá er mér kunnugt um að hann var með Mumma og síðast Víðir II úr Garðinum þegar fótum er kippt undan honum vegna heilsubrests, þá á besta aldri rétt rúmlega 43 ára. Þessi örlög voru honum þung og heimilinu erfið. Honum var það Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröar- för fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÞORBERGS Á. JÓNSSONAR, Hölsgötu 8, Neskaupstaö. Gísli Sigurbjörnsson, Dagmar Þorbergsdóttir, Sigurbjörn Þorbergsson, Halldór Þorbergsson, Hörður Þorbergsson, Rannveig Þorbergsdóttir, Ágúst Þorbergsson, barnabörn og Þórhildur Sandholt, Guömundur Stefónsson, Erna Petersen Kragh, Valgeröur Jónsdóttir, Sssvar Jónsson, Hulda Eiósdóttir, barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför bróöur okkar, JÓNS SVEINSSONAR, Miklaholti, Biskupstungum. Eiríkur Sveinsson, Magnús Sveinsson, Guórún Sveinsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Krossaskilti t Sendum innllegar þakkir öllum hinum fjöldamörgu, sem vottuöu okkur samúö og hlýju viö andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, SIGRÍOAR LOFTSDÓTTUR, Garöabæ, Grindavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks í Keflavíkurspítala, sem veittu henni kærleiksríka umönnun. Jón Danielsson og börn. Sendum í póstkröfu um allt land. SKILTAGERDIN MARKG Dslshrauni 5, Hafnsrfiröi, sími 54833. mikill styrkur að kona hans stóð honum stöðug við hlið og eru henni færðar bestu þakkir fyrir tryggð hennar og styrk, sem oft reyndi mikið á, á löngum veikind- aferli eiginmannsins, en í mót- vindum rifaði hún segl og sigldi í höfn. Einari var ljóst að lokadag- ur kæmi einhvern tíma, engu síður en hin hefðbundnu vertíðarlok sjómannsins. Óskaði hann þess að fá að hvíla í kirkjugarði Keflavík- ur, því þaðan sæi hann vel yfir fiskimiðin. Þannig var hugur hans lengst af bundinn við hafið, þar sem fengs væri að vænta búi og þjóð til framdráttar. Á þessari stundu eru Einari færðar kveðjur frá systkinum hans ásamt þökk fyrir samfylgd- ina og ósk um góða heimkomu. Minningin lifir um góðan dreng. Þessari stuttu bróðurkveðju lýk ég með því að færa Kristínu og börn- um samúðarkveðjur. Útför Einars fer fram í dag kl.14.00 frá Keflavíkurkirkju. Guðmundur Þegar ég frétti lát föðurbróður míns, Einars Jóhannssonar, setti mig hljóðan. Þótt Einar hafi lengi verið veikur af sjúkdómi þeim, er dró hann til dauða, bregður manni samt. Einar Jóhannsson var fæddur í Skeið í Fljótum, sonur hjónanna Jóhanns Benediktssonar og Sig- ríðar Jónsdóttur, er bjuggu þar. Hann var ellefta barn þeirra hjóna er upp komust. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum við hin ýmsu störf er þá tíðkuðust. Árið 1956 gekk hann að eiga eft- irlifandi konu sína, Kristínu Soph- aníasdóttur, frá Eskifirði. Þau bjuggu lengst af í Keflavík, þar sem þau byggðu sér notalegt heimili og alltaf var gott að heim- sækja, enda mikil gestrisni á því heimili. Þeim varð fjögurra barna auðið og eru þau í þessari aldurs- röð: Vilborg, Jökull, Steinar og Helga Björk, og eitt barnabarn áttu þau, eftirlætið og sólargeisl- ann hans afa síns, Einar Berg. Þegar ég frétti lát Einars, var mér hugsað til þess tíma er ég kynntist honum hvað mest. Það atvikaðist þannig að ég, strákling- urinn, aðeins 15 ára gamall, bað hann um skipspláss á humarbát sem hann var skipstjóri á sumarið ’69 og naut ég þar frændsemi hans, en hann réð mig í skipspláss, og varð það upphaf að langri og góðri viðkynningu okkar. Hann reyndist mér góður húsbóndi og frændi. Hjá honum hófst sjó- mennska mín og hjá honum lærði ég hvað sjómennska er. Einar var hæglætismaður en ákveðinn og stjórnsamur og var gott að vinna undir hans stjórn. Hann stundaði sjó alla starfsævi sína, þar til hann veiktist af sjúkdómi þeim er fór með sigur af hólmi. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Einari góða viðkynn- ingu og allt gott er við áttum sam- an. Eiginkonu og börnum og öðr- um aðstandendum sendi ég mínar alúðar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau. „Far þú í fridi, friður (;uðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Sæmundur Jón Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.