Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 25 moka votheyi í blásara við votheysgryfjuna I syni og Arnari Pálssyni (lengst til hsgri). MornablaiiA/ RAX leðsluvagni á túni á Neðra-Hálsi. Spurningar Morgunblaðsins og greinargerð forseta íslands BókmenntaverÖlaun forseta íslands: EINS OG fram kom í Morgunblaðinu í gær sneri blaðiö sér til forsetaritara í fyrradag og fór þess á leit við hann, að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, svaraði nokkrum spurningum varðandi undirbúning og framkvæmd Bókmenntaverðlauna ís- lands í minningu Jóns Sigurðssonar. Forsetaritari tók niður spurningar Morgunblaðsins þar sem ekki náðist samband viö forseta íslands. Halldór Reynisson, forsetaritari, flutti síðan Morgunblaðinu þau skilaboð í fyrrakvöld að forsetinn teldi ekki rétt að nokkuð kæmi frá embættinu viðvíkjandi mál þetta að svo stöddu. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Vigdís Finnboga- dóttir, þegar gengið var eftir spurningunum, að greinargerðar væri að vænta síðdegis þar sem svör kæmu fram varðandi spurn- ingar Morgunblaðsins. Spurningar Morgunblaðsins Efnislega voru þær spurn- ingar, sem lagðar voru fyrir for- seta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, þessar: Hvernig var stað- ið að undirbúningi sjóðsstofnun- arinnar og við hvaða fulltrúa ríkisstjórnar og Alþingis var rætt? Hvers vegna eru bók- menntir verðlaunaðar öðru fremur? Beðið var um skipulags- skrá sjóðsins. Spurt var hvort forseti teldi stjórnskipulega rétt að hann tilnefni mann í nefndir sem þessa. Einnig var spurt, vegna tilhögunar úthlutunar úr sjóðnum, þar sem Rithöfunda- samband Islands á að tilnefna fulltrúa í úthlutunarnefndina, hvort forseti hfði í því sambandi ekki áhyggjur af þeim klofningi sem væri meðal rithöfunda. Til skýringar má benda á þau um- mæli Ingimars Erlends Sigurðs- sonar í Morgunblaðinu í gær að rithöfundasamtökin í landinu væru tvö. Loks spurði Morgun- blaðið, að gefnu tilefni um flutn- ing á málverki frá Bessastöðum til Hrafnseyrar. Samskonar fyrirspurn var í Velvakanda Morgunblaðsins á þriðjudag og svar birtist í Velvakanda í dag frá Halldóri Reynissyni, forseta- ritara, við þeirri fyrirspurn. Greinargerð forseta íslands Hér fer á eftir sú greinargerð sem Morgunblaðinu barst frá skrifstofu forseta íslands í gær: í nýafstaðinni opinberri heim- sókn forseta íslands til Vest- fjarða tilkynnti forseti fyrirhug- aða stofnun bókmenntaverð- launa forseta íslands í minningu Jóns Sigurðssonar. Var mál þetta tekið upp vegna heimsókn- ar á fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar, Hrafnseyri, og frá því skýrt þegar þangað var komið. Þar voru einnig kynnt frumdrög að stofnskrá verðlaunanna ásamt stuttri greinargerð. Áður en lagt var upp í förina var haft samband við fjármálaráðherra vegna verðlaunanna og hafði hann lýst sig þeim samþykkan. Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir því að málið kæmi til kasta Alþingis, enda stofnskrá aðeins í frumdrögum og atbeini þings er æskilegur við fullmótun hennar og nauðsynlegur til fjár- framlags úr ríkissjóði. Forseti íslands harmar þann misskilning sem skapast hefur um mál sem flutt var af heilum hug til að styrkja með þjóðinni minningu Jóns Sigurðssonar, þjóðfrelsishetju íslendinga. Orð- rétt las forseti upp eftirfarandi á Hrafnseyri: „Frumdrög að stofnskrá eru á þessa leið: 1. Verðlaunin skulu heita Bók- menntaverðlaun forseta ís- lands — í minningu Jóns Sig- urðssonar. 2. Verðlaunin afhendir forseti íslands árlega á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní, þjóðhátíðardegi fslendinga. 3. Verðlaunin skulu veitt fyrir tiltekið bókmenntaverk sem birst hefur (gefið út, leikið í leikhúsi, flutt í útvarpi eða sjónvarpi) á síðastliðnum 5 árum. (Verðlaun afhent 1984 takmarkast þá við árin 1978-1983.) 4. Verðlaunin skulu nema árs- launum lektors við Háskóla íslands og vera skattfrjáls. 5. Val verðlaunaverks er í hönd- um 3ja manna nefndar sem skipuð er til eins árs í senn. Heimilt er að endurskipa nefndarmenn. Einn nefnd- armanna er skipaður af for- seta íslands og er hann for- maður nefndarinnar, annar af stjórn Rithöfundasambands íslands og hinn þriðji af Fé- lagi gagnrýnenda. Greinargjörð máli þessu til stuðnings er á þessa leið: Þjóð okkar þykir vænt um hvert eitt tákn um stórhug á erf- iðum tímum. Bókmenntaþjóðin í norðri á engin slík verðlaun og eiga þó nágrannaþjóðir henni að þakka að þær vita um fortíð sína. Samsvarandi verðlaun eru til í allflestum — ef ekki öllum löndum á vesturhveli jarðar og má þar minna á Pulitzer-verð- launin í Bandaríkjunum eða Goncourt-verðlaunin í Frakk- landi. Á þennan hátt myndi aldrei fyrnast að minnast með virðingu þess manns sem leiddi ísland til sjálfstæðis og frelsis — Jóns Sigurðssonar." anarrar ;olfí ÞAÐ VAR hressileg stemmning á golfvellinum í Grafarholti í gær er borgarstjórn Reykjavíkur mætti þar til leiks ásamt félögum úr Golf- klúbbi Reykjavíkur. Fæstir úr borg- arstjórn hafa nokkurn tíma komið nálægt þessari íþrótt og var golf- klúbburinn meö þessari keppni að endurvekja þann sið að bjóða borg- arstjórninni í golf eins og tíðkaðist á hverju ári hér áður. „Þetta er nú mest upp á grín,“ sagði formaður klúbbsins, Karl Jóhannsson og gekk glaður í bragði út á fyrsta teiginn til að kenna Davíð borgarstjóra tökin á kylfunni. Davíð tók hikandi við kylfunni og tautaði afsakandi: „Ég kann sko ekki bofs í þessu, ég reyndi síðast fyrir fimm árum og sló þá 13 sinnum áður en ég hitti kúluna." Svo mörg urðu höggin ekki út í loftið í þetta sinn, kúlan rúllaði af stað og Karl og Davíð á eftir. Fóru fjórir og fjórir af stað saman og tók það sinn tíma. Þeir sem voru síðastir og þurftu að bíða notuðu tækifærið til að æfa sig á meðan. Til hliðar við húsið var Ingibjörg Rafnar undir leið- sögn meðspilara síns, Rósmundar Jónssonar, að æfa hnébeygjur og sveiflu, og var hún orðin talsvert leikin áður en þau lögðu af stað. Golfvöllurinn er víðáttumikill og dreifðist hópurinn því fljótlega á teigi, flatir og brautir. Hóparnir fikruðu sig frá einni holu að ann- arri, og gekk það bara nokkuð greitt. Til að mynda virtist Mál- hildur Angantýsdóttir taka þessu létt og var ekki að hika við að gefa kúlunni ærleg högg, þó ekki færi hún nú alltaf í rétta átt. Þannig var um fleiri og við fjórðu holu mátti sjá Davíð kylfulausan ráf- andi um grýttan hól í leit að kúl- unni sinni. Ekki voru þó allir við sömu fjöl- ina felldir, Jón Tómasson hafði auðsjáanlega æft þessa íþrótt og sýndi töluverða leikni. Enda fóru leikar þannig að hann og meðspil- ari hans, Gunnar Torfasson, urðu hlutskarpastir í keppninni. — ME. Ingibjörg Kafnar undir leidsögn Rósmundar Jónssonar úr Golf- klúbbi Reykjavíkur. Skattskylda vinninga og verðlauna ÞAÐ HEFIIR vakið athygli varð- andi fyrirhuguð bókmenntaverð- laun forseta íslands að þau skuli undanþegin skattskyldu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru allar aðrar opinberar bók- menntaviðurkenningar skatt- skyldar. Undanþágur frá skatt- skyldu þurfa að eiga sér laga- stoð, annaðhvort í sérlögum eða í ákvæðum skattalaga. Þannig voru Nóbelsverð- launin og einnig Sonning- verðlaunin undanþegin skatt- skyldu með lögformlegum hætti á sínum tíma. Með lögum frá 1976 eru bókmennta- og tónlistarverðlaun Norður- landaráðs undanþegin skatt- skyldu. Almenna reglan í skattalögunum var áður sú að bókmenntaverðlaun voru und- anþegin skatti að einum fjórða. Þetta ákvæði er ekki lengur til staðar þannig að slík verðlaun eru skattskyld. Um aðrar undanþágur frá skattskyldu má nefna að sam- kvæmt ákvæðum í tekju- og eignaskattslögum og í lögum um laun forseta Islands er hann undanþeginn öllum opinberum gjöldum og skött- um. Enn má nefna happdrætt- in. Samkvæmt ákvæðum í sér- stökum lögum, sem sett hafa verið um hvert stóru happ- drættanna, s.s. lögin frá 1973 um Happdrætti Káskóla ís- lands, eru vinningar í þeim undanþegnir skattskyldu. Þá er í tekju- og eignaskattslógum almennt ákvæði sem heimúar fjármálaráðherra að undan- þiggja vinninga í happdrætt- um tekjuskatti. Slík happ- drætti verða að eiga það sam- eiginlegt að vera stuðningur við líknar- eða menningarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.