Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 21 Nú þarf að vinna upp glötuð ár — eftir Birgi Isl. Gunnarsson Hjá Ráðningastofu Reykjavíkur eru nú á fjórða hundrað manns skráðir atvinnulausir auk fjölda skólafólks, sem ekki hefur enn fengið vinnu. Þetta er óvenju slæmt ástand í upphafi aðal- framkvæmdatíma á landinu. Þetta erfiða ástand hlýtur að minna okkur á að það gerist ekki af sjálfu sér, að þær þúsundir manna, sem koma munu á vinnu- markaðinn á næstu árum fái at- vinnu við sitt hæfi við arðbær störf. Til að svo geti orðið þarf fyrirhyggju og framsýni. Allur kraftur úr virkjun- ar- og iðjuframkvæmdum Um mörg undanfarin ár hafa hundruð manna fengið atvinnu á vorin við uppbyggingu virkjana auk þess mannfjölda, sem hefur haft slík störf að fastri atvinnu. Ástæða þess er að sjálfsögðu sú að stjórnvöld, bæði viðreisnarstjórn- in og ríkisstjórnin 1974—1978, höfðu það á stefnuskrá sinni að nýta orkuna í fallvötnum landsins til að auka þjóðartekjur og stuðla að aukinni velmegun í landinu. Síðustu ár hafa úrtölumenn í Al- þýðubandalaginu stjórnað þessum málum með þeim afleiðingum að undirbúningur að nýtingu orkunn- ar er svo skammt á veg kominn, að í rauninni liggur ekki annað fyrir en að virkja fyrir heimamarkað, sem eykst hægt og sígandi. Allur kraftur er nú úr framkvæmdum á sviði orku- og stóriðjumála og þarf því nú að snúa við blaðinu. Þróun í mannafla Á meðfylgjandi línuriti má sjá í grófum dráttum, hver þróunin hefur orðið í mannafla, mælt í ársverkum að meðaltali, sem starfað hefur við byggingu virkj- ana og aðalflutningsvirkja raf- magns frá árinu 1966. Það ár hófst bygging Búrfellsvirkjunar og síð- an komu Sigölduvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun. Aðalverk- efni á þessu sviði í ár eru bygging Birgir ísl. Gunnarsson „Hins vegar liggur sá þáttur alveg eftir, sem snýr að nýtingu orkunn- ar. Það þýðir ekkert að virkja, ef enginn veit hvað á að gera við raf- orkuna. Þess vegna þarf að snúa sér að því af krafti að byggja upp iðn- að, sem nýtt geti þá orku, sem við með góðu móti getum virkjað í landinu.“ Sultartangastíflu og Kvíslar- veitna á Þjórsársvæðinu. Þá verð- ur unnið við Suðurlínu og reiknað er með að framkvæmdir hefjist við Blönduvirkjun síðar í sumar. Tölurnar á línuritinu segja þó ekki nema hálfa sögu, því að á ár- unum fram yfir 1980 var ávallt stór hópur fólks, sem vann við framkvæmdir í orkufrekum iðnaði eða á bilinu 200—300 manns (mið- að við ársverk að meðaltali). Þessi ársverk skiptust einnig mjög mis- jafnlega niður á árið, þar sem að- alframkvæmdatíminn er sumarið og í júlímánuði hefur ávallt verið mesti mannfjöldi við þessi verk- efni. Orkynýtingin Nú þarf að snúa við blaðinu í þessum efnum. Það er einkenni framkvæmda á þessu sviði að þær þarfnast mikils og vandaðs undir- búnings, sem tekur langan tíma. Að því er virkjunarmálin snertir stöndum við vel að vígi í þeim efn- um. Blönduvirkjun er tilbúin til útboðs og rannsóknir vegna Fljótsdalsvirkjunar og frekari virkjana á Þjórsársvæðinu eru í fullum gangi. Hins vegar liggur sá þáttur al- veg eftir, sem snýr að nýtingu orkunnar. Það þýðir ekkert að virkja, ef enginn veit hvað á að gera við raforkuna. Þess vegna þarf að snúa sér að því af krafti að byggja upp iðnað, sem nýtt geti þá orku, sem við með góðu móti get- um virkjað í landinu. Á Orkuþingi 1981 flutti aðstoð- arforstjóri Landsvirkjunar, Jó- hann Már Maríasson, fróðlegt er- indi, þar sem hann m.a. gerði grein fyrir mannaflaþörf í raf- orku- og stóriðjuframkvæmdum til aldamóta. Forsendur voru þær, að fimm stór raforkuver yrðu reist á því tímabili og haldið yrði áfram uppbyggingu orkufreks iðnaðar í sarmræmi við aukna raforku- framleiðslu. Niðurstaða hans varðandi mannafla til raforku- framkvæmda var sú, að á tímabil- inu 1981—2000 myndu um 500 manns hafa atvinnu af þessum framkvæmdum á ári og ef stór- iðjuframkvæmdir voru teknar með, þá myndu um 900—1000 manns hafa atvinnu af þessari byggingarstarfsemi. Ljóst er því að mikið vantar á að þetta hafi gengið eftir, en nú er að breyta um stefnu og setja kraft í þcnnan mikilvæga þátt í okkar þjóðam'n. Birgir ísl. Gunnarsson er alþingis- maður fyrir Sjilfstædisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi og formaöur stjóriðjunefndar. Þetta línurit sýnir, hve dregið hefur úr mannafla við virkjunarframkvæmdir undanfarin ár. Ef staðið hefði verið að virkjunar- og iðjumálum af framsýni, væri nú mun meira fólk að störfum í þessari grein og atvinnuleysi skólafólks og annarra mun minna. Sparneytnir bílar þurfa ekki að vera þröngir og óþægilegir. Það sannar MAZDA 323 BILABORGHF Smiöshöföa 23, sími 812 99. Rúmbesti bíllinn í sínum stærðarflokki! Mazda 323 hefur meira rými, þægindi og betri búnað en sambærilegir bílar og umfram allt er hann ótrúlega sparneytinn. Eftirtalinn búnaður fylgir öllum gerðum: Stillanleg hæd á framsæti - Litað gler i rúðum ■ Rúllubelti • Öryggisljós að aftan • 60 ampera rafgeymir • Quarts klukka • Niðurfellanlegt aftursæti í tvennu lagi • 3 hraða rúðuþurrkur • Tauáklæði á sætum ■ Bensínlok og farangurs- geymsla opnanleg innan frá • Halogen framljós • Stokkur milli framsæta ■ Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf ■ 3 hraða mið- stöð Útispegill stillanlegur innan frá og fjölmargt fleira. Enn* fremur er þurrka og sprauta á afturrúðu í Hatchback gerðum. Nú eftir lækkun innflutningsgjalds, þá er MAZDA 323 á ótrúlega hagstæðu verði: MAZDA 323 1.3 DX 3 dyra Kr. 245.000 MAZDA 323 1.3 DX 5 dyra Kr. 249.500 MAZDA 323 1.3 DX Saloon Kr. 262.300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.