Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 37 fjölgreindur maður og ágætur iæknir. Kynni okkar hófust ekki að neinu ráði fyrr en Guðmundur gerðist starfandi sérfræðingur við háls-, nef- og eyrnadeild Borg- arspftalans fyrir rúmum 4 árum síðan, er hann tók að sér stjórnun og uppbyggingu einingar þeirrar er rannsakar jafnvægis- og heyrnartruflanir sjúklinga. Frá þeim tíma áttum við að heita má dagleg tjáskipti saman. Miðlaði hann okkur starfsbræðrum sínum af þekkingu sinni og reynslu, en í þeim samræðum vorum við hinir oftast þiggjendur, en hann veit- andi. Það var mikill fengur fyrir íslenska læknastétt og ekki síst þann stóra hóp manna og kvenna hérlendis, sem leita þurfti lækn- inga í sérgrein þessari að fá vel menntaðan sérfræðing í fræðum þessum í þann mund er Guðmund- ur hafði lokið sérnámi sínu og hóf sérfræðings-praxis sinn hér í borg árið 1948. Hann hafði þá numið fræði þessi í allmörg ár við merkar menntastofnanir í Amer- íku með góðum vitnisburði. Nokkrum árum áður höfðu tveir merkir íslenskir læknar í fræðum þessum iátist fyrir aldur fram og var það fámennri sérgrein eins og háls-, nef- og eyrnalæknisfræðinni mikið áfall. Það má því segja, að Guðmundi og nokkrum öðrum starfsbræðrum er höfðu full- menntað sig í sérgrein þessari nokkurn veginn samtímis hafi verið beðið með óþreyju af öllum almenningi og þeim tekið tveim höndum við heimkomu. Enda leið ekki á löngu þar til Guðmundur hafði komið á fót viðamiklum praxis í sérgrein sinni, sem hann stundaði allar götur síðan með að- stoð konu sinnar, frú Guðríðar, þar til hann var numinn á brott með svo sviplegum hætti. Sjúkl- ingahópur sá er Guðmundur stundaði þennan hálfa fjórða ára- tug er því orðinn ærið stór og eiga því margir um sárt að binda við fráfall hans. Guðmundur Eyjólfsson var einn þeirra dugmiklu ungu íslensku lækna er lagði fyrir sig sérnám í framandi landi á árum síðari heimsstyrjaldar. Þá lögðu menn beinlínis lífið í hættu við að kom- ast á áfangastað. Sökum stríðsins voru meginlönd Evrópu lokuð ís- Eiríkur Ingimundar- son — Minningarorð Kveðja að vestan Það er 21. júní, við brottflutt eyjafólk fylgjumst spennt með fréttum kvöldsins þegar sagt er frá komu forsetans til Flateyjar. En því miður urðu ekki allar frétt- ir kvöldsins gleðitíðindi, ungu pilt- arnir sem létust I eldsvoða á hafi úti daginn áður, eru nefndir, og við heyrum að einn þeirra er Ei- ríkur Ingimundarson sem eitt sinn var sumardrengur foreldra minna í Skáleyjum. Þessa daga sem liðnir eru síðan fréttin kom hafa minningarnar um Eirík sótt svo fast á hugann. Hún amma hans, sem ung var vestur í eyjum, rifjaði upp gömul kynni og bað foreldra mína fyrir þennan dótturson sinn, hún bar svo mikla umhyggju fyrir drengn- um sínum, e.t.v. nokkrar áhyggjur líka. Ég man að mér fannst það erfitt hlutskipti fyrir þau, sem sjálf voru orðin sumargestir heima í Skáleyjum og bæði komin á efri ár, að fara enn að bæta á sig vandalausu barni, 9 ára gömlu. Ekki hvatti ég þau, en þau höíðu alla tíð gert öðrum greiða þegar þau gátu og það réð úrslitum. Og hann Eiríkur litli kom, ósköp lítill eftir aldri og seinþroska að sjá, en hann leyndi á sér drengurinn því hann var kjarkmikill og harður af sér þegar á reyndi. Það kom best fram fyrra sumarið sem hann var, þegar hann meiddi sig illa á hendi, þá sýndi hann mikinn kjark og æðruleysi. Honum var bara mikið kappsmál að láta ekki leiksystur sína sjá sig grenja, eins og hann orðaði það og við það stóð hann, en vegna meiðslanna, sem voru nokk- uð mikil, varð styttra í sumardvöl- inni en áformað var. Næsta sumar var hann á fjar- lægum slóðum með foreldrum sín- um en næsta sumar þar á eftir, 1974, endurnýjaði hann kynnin við Skáleyinga og var mikið af sumr- inu. Ég efast ekkert um að ýmsa örð- ugleika hefur þessi litli drengur orðið að yfirstíga þegar hann þurfti svona ungur að fara frá öll- um sínum nánustu, en ég held að þetta hafi orðið honum góður þroskatími, hann hændist að fólk- inu og skildi eftir góðar minningar í hugum okkar sem kynntumst honum. Hann var svo orðheppinn og glettinn oft hann Eiríkur og ýmis tilsvör hans hafa geymst. „Var það ekki hann Eiríkur litli okkar sem sagði þetta,“ kom gjarnan hjá pabba, eftir að minnið fór að bila, en hann hafði alltaf svo gaman af hnyttnum svörum hjá krökkum. Þó að kynnin væru lítil eftir að hann fór sumarið ’74, þá fréttum við stundum frá honum og ég hugsa til þess með innilegu þakk- læti núna, hvað það gladdi for- eldra mína, þegar hann tvisvar sinnum gaf sér tíma til að koma við hjá þeim hér í Stykkishólmi þegar hann var á ferðalagi með skólasystkinum. í seinna skiptið var það fyrir tveimur árum, það urðu síðustu samfundir þeirra. Þau hittust líka gömlu leiksystk- inin, hún dóttir mín sem ekki mátti sjá hann gráta, þau glödd- ust yfir samfundunum og hann hló að því að hún, sem var aðeins ári eldri en hann, var orðin mamma. Við Skáleyingar sendum for- eldrum, sratrum og öðrum vanda- mönnum Eiríks innilegar samúð- arkveðjur við sviplegt fráfall hans. Við vildum að þau fyndu það nú að hann ávann sér vináttu okkar, sem kynntumst honum sem ungum dreng vestur í eyjum eða eins og önnur dóttir mín sagði sem var honum samtíða: „Okkur þótti öllum vænt um hann Eirík." Hann faðir minn er orðinn sjúklingur og orðar ekki hugsanir sínar á þann veg sem áður var. En með tilliti til fyrri orða hans segj- um við: „Guð blessi hann Eirík litla okkar.“ Það er hinsta kveðja til hans frá Sigurborgu og Gísla, börnum þeirra og barnabörnum. María Gísladóttir, Stykkishólmi lenskum læknum er á sérnám hugðu, en flestir leituðu til Banda- ríkja Norður-Ameríku eða Eng- land í þeim efnum. Sjóleið frá ís- landi til þessara landa á þeim tíma var mikil áhættuför, enda kafbátahernaður Þjóðverja í al- gleymingi og engu hlíft er í skot- mál komst. Þau hæfðu því vel orð skáldsins, sem sagði: „Þungur er fótur er stíga skal frá strönd og stikla á báruhryggjum I önnur fjarlæg lönd“. Guðmundur lét slíkt ekki á sig fá, hann hafði ákveðið að sérmennta sig í Banda- ríkjum Norður-Ameríku í háls-, nef- og eyrnalæknisfræði og tók sína ungu brúði með sér í þessa för, sem fyrst var heitið til Skot- lands og þaðan til Ameríku. Siglt var allan tímann í svonefndri skipalest, og tjáði Guðmundur mér, að þau hafðu oft komist í hann krappan í ferð þessari, sem tók rúman mánuð, og stóð á end- um, að vistir allar voru þrotnar, bæði vott og þurrt, er í höfn var komið. í Vesturheimi dvaldist svo Guðmundur um 5 ára skeið við sérnám sitt. Guðmundur kvæntist 3. júlí 1944 Guðríði Sigurjónsdóttur, skipstjóra í Reykjavík Jónssonar Mýrdal. Áttu þau í farsælu hjóna- bandi þrjá sonu, sem allir lifa föð- ur sinn. Við samstarfsmenn Guð- mundar við háls-, nef- og eyrna- deild Borgarspítalans söknum vin- ar í stað. Guðmundur var dagfarsprúður maður og einkar þægilegur í allri umgengni. Hávaðamaður var hann enginn, en fastur fyrir og ákveðinn ef því var að skipta og lét engan troða sér um tær, hnytt- inn í svörum, humoristi ef því var að skipta og miðlaði okkur hinum títt af gnægtabrunni frásagnar- gleði sinnar, öllum til óblandinnar ánægju. Hans er því sárt saknað af öllu samstarfsfólki hans hér á deildinni. Ég vil fyrir hönd alls starfsliðs háls-, nef- og eyrnadeildar Borg- arspítalans, votta frú Guðríði Sig- urjónsdóttur, börnum og vensla- fólki, okkar dýpstu samúð á þess- ari sorgarstundu. Stefán Skaftason. Kennaratal á íslandi Önnur útgáfa Kennaratals á íslandi er í undirbúningi. í henni veröa æviágrip kenn- ara, sem ekki eru í fyrstu útgáfunni eöa hófu kennslustörf eftir 1962. Ennfremur veröa birtar viöbætur viö æviágrip þeirra sem eru í fyrri útgáfu. Skrifið eftir eyðublöðum eöa hafiö samband viö Sigrúnu Haröardóttur. Þeir sem þegar hafa fengiö eyöublöö til útfyllingar eru vinsamlegast beönir aö skila þeim sem fyrst. Kennaratal á íslandi Pósthólf 2, Hafnarfiröi. Sími 72915. Við bjóóum f leira en gott gler! í verslun okkar færð þú flest það sem til þarf við frágang og viðhald glugga og hurða þakrenna og veggeininga. Viðgerðarefni fyrir ótrúlegustu aðstæður. Allt ísetningarefni á einum stað - og ráðgjöf fagmanns í kaupbæti. % GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.