Morgunblaðið - 03.07.1983, Side 44

Morgunblaðið - 03.07.1983, Side 44
44 10 ÁR FRÁ G0SL0KUM I HEIMAEY MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 Ljósmynd Sigurgeir. Húsið Gerði eins og þ*ð lítur út í d»g. Það týndist gjörsaralega í ösku á sínum tíma og voru a.m.k. fjórir metrar niður á þak. Leifur Gunnarsson byggði þetU hús upphaflega og hafði búið í því í nákvæmlega einn mánuð þegar fór að gjósa. Seinna keypti frændi Leifs, Guölaugur Björnsson, húsið og gerði það upp. Ljósmynd Sigurgeir. UppbyggingarsUrfið heldur áfram. Þarna er verið að byggja við Nýjabæjarbraut, skammt frá Eldfellinu. Gerðishverfið á kafi í ösku. ÞetU líkist frekar hálendislandslagi en mannabústöðum. Myndin er tekin í febrúar 1973. Hverfið við ræ GerAishverfið í Eyjum liggur mjög nálægt Eldfellinu, nán- ast við rætur þess. Það lagðist undir ösku og vikur eins og nærri má geta, og voru víða þrír til fjórir metrar niður á þak húsanna í hverfinu. Spáð fyrir goslokum og þróuninni í Eyjum í aprflbyrjun veturinn 1973 þegar eldgosið í Heimaey stóð sem hæst, voru blaðamenn Morgunblaðsins að skrifa greinar í páskablað Morgun- blaðsins og var miðað við tvo mögu- leika í efnisvali. Annars vegar um efni úr fyrndinni byggt á sUðreynd- um, hins vegar efni sem miðaði við árið 2000. Einn af blaðamönnum Morgunblaðsins, Árni Johnsen, rit- aði þá grein um Vestmannaeyjar ár- ið 2000. Þegar enginn gat séð fyrir um endalok gossins varð hann því að spá um goslok, hvar hraunið stöðvaðist, hvernig uppbyggingin fór fram og eitt og annað. Til gamans birtum við nú 10 ár- um síðar glefsur úr þessari grein Árna, því ótrúlega margt úr spá hans hefur gengið eftir, m.a. hve- nær gosinu lauk, en þar munar að- eins tveimur dögum, því síðasta sprengingin sem vart varð við í Eldfellinu varð 17. júní, þótt form- leg goslok væru ákveðin 3. júlí. Þá lætur mjög nærri um spá Árna á því hvað hraunið myndi renna langt inn í bæinn, hann spáði því að frystihúsin fyrir utan Hrað- frystistöðina myndu sleppa, um uppbyggingu nýrra fiskvinnslu- stöðva, að íþróttahöll yrði byggð strax eftir gos, skipalyfta og sitt- hvað fleira, en hins vegar spáði hann hraðari fólksfjölgun eftir gos miðað við fyrir gos, en miðaði þá við önnur vinnubrögð hjá stjórnvöldum en raun varð á. Þá spáir Árni byggð allt suður á Breiðabakka árið 2000 og 8.500 íbúa byggð í Eyjum um aldamótin næstu. Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr grein Árna sem er skrifuð áður en gostímabilið var hálfnað, eða um mánaðamótin marz-apríl. „f dag, 15. júní, á því herrans ári 2000 sit ég við skrifborð mitt að Urðarbóli við Hrafnakletta í Vest- mannaeyjum. Þegar maður er kominn á fimmtugasta og sjötta aldursár gluggar maður gjarnan á stundum í gærdaginn og því ætla ég að hripa hér niður nokkur at- riði úr byggðarsögu Vestmanna- eyja eftir gos, eins og það er kall- að, eða frá því að gosið hætti og ógnin hljóðnaði við bæjardyrnar 15. júní 1973. Þá hættu Foldirnar gömlu austur á Heimaey að gjósa og Foldin varð stillt og prúð í sam- býli við Heimaklett og Helgafell. Eins og menn rekur minni til eyðilögðust tæplega 20% af hús- um bæjarins í eldgosinu. Það var í maí árið slæma að síðasta hraunið rann yfir hús í bænum, en það stöðvaðist við símstöðina. Gosárið var óskaplega erfiður tími fyrir Eyjaskeggja og óvissan sem teygði sig inn í allt líf fólksins var óhugnanlega bítandi vegna þess að innst inni ólu allir þá von í brjósti að komast aftur heim til Eyja. Hún hefur ávallt verið römm sú taug sem rekka dregur föðurtúna til, en eyjafólk er enn Ur grein um Vestmanna- eyjar árið 2000, skrif- aðri í miðju gosi í Eyjum 1973 bundnara umhverfi sínu en annað fólk í því efni og sannaðist það á gosárinu. Eins og gosið var ótrúlegt á sín- um tíma, þá var það ótrúlegt hvað allt fór fljótt í gang í Eyjum eftir að gosinu lauk. I gosinu voru menn bjartsýnir einn daginn, svartsýnir hinn og sumir sigldu á milli, biðu, biðu og biðu í bítandi bið, vonar og óvonar." „Uppbygging Eyjanna hófst af krafti tveimur mánuðum eftir að gosinu lauk og nú eru allir sam- mála um að sú uppbygging var verðugasta verkefni sem Islend- ingar hafa fengið á þessari öld eft- ir stofnun lýðveldis. 5 mánuðum eftir að hreinsun hófst hér á Heimaey á öskunni var því verki lokið, en meginhluti ösk- unnar var fluttur austur fyrir Fell eins og kunnugt er. Fáir trúðu því fyrirfram að unnt væri að hreinsa Heimaey á eins skömmum tíma og raun bar vitni, en fólk var ekki vant skipulagningu og afköstum eins og fullkomnasta tækni bauð upp á. Það var líka ótrúlegt verk sem Landvernd vann með sáningu og græðslu eyjarinnar á tveimur árum. Þá fannst manni eins og áratugir væru liðnir frá því að gosið hófst, en vestur og suður á eyju risu húsaraðir eftir húsaraðir við götu eftir götu og 1976 hafði Vestmannaeyjakaupstaður aftur náð 5.500 íbúa tölu. Samtímis því að askan var hreinsuð úr bænum voru byggðar götur eftir nýja skipulaginu, sem hafði verið gengið frá skömmu fyrir gos.“ „Nú eru líka allir sammála um að kælingin mikla hafði áhrif og átti rétt á sér. Enda, ef á það er litið, verður að gera eitthvað ef nokkur von er, menn láta ekki grafa sig lifandi án þess að berjast á móti. Menn kaupa jú smyrsl upp á vonina. Það hjálpaði mikið þegar byggð- in fór að lifna aftur með komu fólksins að Fiskiðjan og ísfélagið fóru ekki undir hraun og þau auk Vinnslustöðvarinnar og Eyjabergs lögðu mikið kapp á að gera allt klárt um leið og uppbygging bæj- arins hófst. Það skipti öllu máli að athafnamenn bæjarins voru sam- taka sem einn maður að hrinda atvinnulífinu af stað aftur og þáttur Gúanósins mun ávallt verða Eyjaskeggjum hvatning til dáða. Þó var búið að gera teikn- ingar að nýju frystihúsunum, sem reist voru á árunum eftir gos inni í botni. Frystihús sem enn eru þau glæsilegustu og fullkomnustu sem þekkjast. Hver einasti Eyjabátur kom aftur til Eyja, enda höfðu Eyjasjómenn gengið kyrfilega úr skugga um það að þeirra höfn var höfn sem þeir vildu ekki vera án.“ „Um það bil ári eftir að gosið hætti voru 3.000 manns komnir aftur heim til Eyja og eins og fyrr segir tók það 3 ár að ná upp sömu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.