Morgunblaðið - 13.07.1983, Side 4

Morgunblaðið - 13.07.1983, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Paul ætlaði á kvennafar, en hitti þá Lennon Gluggað í nýútkomna bók um Bítlana I dag eru tuttugu ár liðin frá því Pepper liðþjálfí kenndi hljóm- sveitinni að spila, — svo vitnað sé í textanna alkunna: „It was twenty years ago today/ Sergeant Pepper taught the band to playeins og Bítlarnir orðuðu það. í rauninni má heimfæra þennan texta upp á Bítlana sjálfa því það var árið 1963, fyrir tuttugu árum, að þeir komu fram á sjónarsviðið og lögðu heiminn að fótum sér. Pepper liðþjálfi, sá sem kenndi þeim að spila, var auövitað upptökustjóri þeirra, George Martin. Að vísu kunnu þessir piltar vel til \erka á sínu sviði, en það var George Martin, sem leiddi þá inn á hljómplötumarkaðinn og það var fyrst og fremst á þeim markaði, sem þeir náðu til aödáenda sinna og mótuðu breytt viðhorf nýrrar kynslóðar. Mikið hefur verið ritað og rætt um Bítlana og áhrif þeirra og nýlega kom út í Bandaríkjunum enn ein bókin um þessa frægu hljómsveit. Bókin ber heitið „The Love You Make“, með undirtitlin- um „An Insider’s Story of the Beatles“ og er hún af sérfræðingum talin í hópi hinna merkari sem ritaðar hafa verið um þetta fyrirbæri. Sunnudagsútgáfa „Svenska I)agbladet“ birtir um þessar mundir framhaldssögu sem byggð er á bókinni og skal hér til gamans gluggað í einn kaflann, með innskotum þýðanda, en hér er einkum fjallað um upphafið, er þeir hittust fyrst John Lennon og Paul McCartney. Gins og venjulega var Paul McCartney að hugsa um stelpur þegar hann fór á safnaðarhátíðina. John Lennon hugs- aði með sér þegar hann heyrði fyrst I Paul: „Hann er næstum eins góður ogég ...” I hugum þeirra, sem telja sig til hinnar svokölluðu „Bítlakyn- slóðar", er minningin um fjór- menningana frá Liverpool sveipuð dýrðarljóma og mynd þeirra kem- ur ósjaldan upp í huganum í endurminningunni frá unglings- og uppvaxtarárunum. Raunar finnst manni stundum að lífið á þessum árum hafi að meira eða minna leyti snúist um lögin þeirra og tiltektir og vissulega má segja, að áhrifa þeirra hafi gætt við hvert fótmál, hvort sem menn voru sér þess meðvitandi eða ekki. Gunnar Salander, sem ritar um hina nýútkomnu bók um Bítlana ( „Svenska Dagbladet" nefnir í þessu sambandi áhrif þeirra á sænskar unglingahljómsveitir og getur þar um hljómleika eina í Stokkhólmi sem ollu þáttaskilum. Við, sem upplifðum bítlaæðið hér á landi, minnumst svipaðra tíma- móta, hljómleikanna í Háskólabíói þegar Hljómar frá Keflavík gerðu allt vitlaust, sællar minningar. f hugum okkar var þetta tímabil sem heil eilífð, en þó voru það ekki nema sjö ár, sem Bítlarnir störf- uðu saman. Reyndar komu fjöl- margar aðrar hljómsveitir við sögu í þessari þróun og má þar nefna „Rolling Stones", sem er starfandi hljómsveit enn í dag. En bítlaæðið sem slíkt stóð og féll með þeim sjálfum. í þau sjö ár sem Bítlarnir voru vinsælasta hljómsveit heims höfðu þeir af- gerandi áhrif á kynslóðina sem þá var að vaxa úr grasi. Sögu Bítl- anna lauk þó ekki endanlega fyrr en tíu árum eftir að þeir hættu að starfa saman, þegar John Lennon var myrtur í New York í desember 1980. Og saga þeirra hófst auðvit- að löngu áður en þeir urðu þekktir. Ef til vill má segja að sagan um Bítlana hafi byrjað laugardaginn 6. júlí árið 1957 þegar John Lenn- on og Paul McCartney hittust í fyrsta skipti. Það var í kirkju einni í úthverfi Liverpool, á safn- aðarhátíð. John, sem þá var 16 ára, hafði verið að spila á vöru- bílspalli fyrir utan kirkjuna með hljómsveit sinni „The Quarrymen" og Paul, sem var 15 ára, var mætt- ur á hátíðina til að ná sér í stelpu. Hugurinn allur hjá stelpunum Paul MeCartney kom hjólandi inn á hátíðarsvæðið fyrir framan kirkjuna þar sem fjöldi fólks var saman kominn. Hann var klæddur í svartar, níðþröngar „rokkbuxur" og hvítan hálfsíðan jakka og skyrtuhálsmálið flakandi niður á brjóst. Hárið var smurt með hár- feiti og stór „bylgja" reis upp af enninu í anda Elvis. Það var heitt í veðri þennan laugardagseftir- miðdag, þann 6. júlí 1957, og safn- aðarhátíðin fyrir framan St. Pet- er’s kirkjuna í Woolton, millistétt- arhverfi í Liverpool, stóð sem hæst. Liverpool-lögreglan hafði sent liðsauka á staðinn því það var talsvert heitt í kolunum, og nú átti hljómsveitin „The Quarrymen" að troða upp á vörubílspalli fyrir framan kirkjuna og yfirvöldum fannst vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það var fyrir orð skólafélaga síns, Ivan Vaughan, að Paul kom á hátíðina. Ivan, sem var liðsmaður í „The Quarrymen", bað hann um að koma og hlusta á hljómsveitina og segja sér sitt álit. Hinn ungi McCartney hafði látið tilleiðast, en ekki vegna þess að hann hefði sérstakan áhuga á að hlusta á „The Quarrymen". Ivan hafði nefnilega látið þau orð fylgja, að á hátíðinni gæfist einstakt tækifæri til að krækja í stelpur og þar yrði úrvalið bæði gott og mikið. Stelp- ur voru aðaláhugamál McCartn- eys og hann hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar hann skimaði í kringum sig á hátíðarsvæðinu. Hljómsveitin hóf leik sinn, en Paul hlustaði aðeins með öðru eyr- anu, hugurinn var allur hjá stelp- unum. Seinna um daginn hitti Paul strákana úr hljómsveitinni úti í horni í kirkjusalnum og þar lánaði einn þeirra honum gítar og hann lék nokkur lög, af mikilli list, að því er þeim hinum fannst. í sam- anburði við liðsmenn „The Quarrymen" var hann snillingur. Ekki aðeins að hann spilaði dável heldur urðu strákarnir mjög hrifnir af færni hans við að stilla gítarinn, en sú tækni var ekki þeirra sterkasta hlið, félaganna í hljómsveitinni. Paul hafði þó ekki lært neitt á gítar, en með því að hlusta á útvarpið hafði hann lært hljómana og textana við vinsæl- ustu lögin og þar á meðal var lagið „Twenty Flight Rock“, sem var of flókið til að hljómsveitin næði því. Hann hafði gott tóneyra og söng hárrétt, með léttri og þægilegri rödd og hann náði hæstu tónunum léttilega eins og kórsöngvari. Hann spilaði þetta lag fyrir þá og einmitt þegar fingurnir dönsuðu eftir gítarhálsinum var hann truflaður af drukknum náunga, sem hallaði sér yfir hann og rop- aði, svo að brennivínsínykurinn var að kæfa hann. Þegar Paul leit upp á manninn sá hann að þetta var ekki gamall róni eins og hann hafði haldið, heldur unglingspilt- ur, ekki eldri en sextán eða sautj- án ára. Einhver úr hópnum sagði: „Þetta er John.“ „Hann er blindfullur," hugsaði Paul en sagði aðeins: „Hæ.“ Gegn vilja sínum varð John Lennon stórhrifinn af færni þessa strák- pjakks á gítarinn, en hann var of stoltur til að viðurkenna það, jafn- vel fyrir sjálfum sér. Þegar hann horfði á Paul spila hugsaði hann með sér: „Hann er næstum eins góður og ég.“ Paul, göfuglyndur eins og alltaf, bauðst til að skrifa hljómana og textana að „Twenty Flight Rock“ og hinu vinsæla lagi Gene Vincents, „Be Bop a Lula“, svo að John gæti lært þau. Nokkrum dögum síðar, þegar Paul var að hjóla úti á golfvelli, rakst hann á Pete Shotton, einn af liðsmönnum „The Quarrymen". „Hæ,“ hrópaði Shotton. „Strák- arnir segjast gjarnan vilja fá þig í bandið ef þú hefur áhuga ..." Flókin fjölskyldumál John Winston Lennon fæddist 9. október 1940, á meðan sprengju- flugvélar Görings gerðu heiftar- lega loftárás á Liverpool, svo að öskrin í hinum nýborna sveini heyrðust varla í þrumugný sprengjuregnsins. Hann var ávöxtur af löngu, en hálf losara- legu ástarsambandi Júlíu Stanleys og Fred Lennons. Fundum þeirra hafði borið saman tólf árum áður í Shefton Park í Liverpool. Fred var þá sextán ára og hafði í sömu vik- unni útskrifast af uppeldishæli þar sem hann hafði vaxið úr grasi. Hann bar harðkúluhatt á höfði til að ganga í augun á stúlkunum enda féll Júlía fyrir honum þenn- an dag í skemmtigarðinum. Fred var ekki vel séður í fjöl- skyldu Júlíu en henni fannst þau ágæt saman. Hún fór gjarnan sín- ar eigin leiðir og naut þess á viss- an hátt að ganga í berhögg við vilja fjölskyldunnar. Þau voru saman í tíu ár áður en þau giftu sig og samband þeirra var alltaf fremur laust í reipunum, meðal annars vegna þess að Fred dvaldi oft langdvölum á fjarlægum slóð- um vegna atvinnu sinnar sem þjónn á farþegaskipi. Þau giftu sig í kyrrþey, mest til að friða fjöl- skyldu Júlíu, og þau héldu upp á vígsluna með því að fara saman í bíó. Síðan fór Júlía heim til sín en Fred fór aftur um borð. Tveimur árum seinna fæddist John. Fred var þá á sjónum og þar hélt hann sig. Þegar hér var komið sögu var samband þeirra Júlíu í hálfgerðri upplausn og það eina sem hún hafði af honum að segja var lífeyririnn, sem hún sótti einu sinni í mánuði á skrifstofu skipa- félagsins. Þegar John var átján mánaða gamall hættu greiðslurn- ar að koma frá Fred og Júlía af- skrifaði hann úr lífi sínu. Hún heyrði orðróm um að hann væri fluttur úr landi og bjóst ekki við að heyra meira frá honum. En þegar John var fimm ára birtist Fred skyndilega í Liver- pool. Hann hafði flækst víða um heim og lent í ýmsu sem ekki verð- ur rakið nánar hér. Júlía var lítt hrifin yfir endurfundunum og vildi ganga frá skilnaðinum. Fred féllst á það en bað jafnframt um að fá nokkra daga með syni sínum. Hann fór með John litla í sumar- bústað skammt frá Blackpool, sem einn kunningi hans leigði, og hafði ekki í hyggju að skila syni sínum aftur. Fred og félagar hans höfðu ráðgert að flytja til Nýja-Sjálands og taka John með sér. En skömmu áður en lagt skyldi upp í ferðina birtist Júlía á tröppum sumar- hússins og krafðist þess að fá son sinn aftur. Fred reyndi að fá Júlíu til að fallast á að koma með til Nýja- Sjálands en það eina sem hún hafði áhuga á var að fá son sinn aftur. Fred hélt því hins vegar fram að hann ætti sama rétt til barnsins og hún. Heiftarlegt rifr- ildi braust út á milli þeirra en að lokum kom þeim saman um að láta John sjálfan velja á milli þeirra. Fred kallaði á John sem kom hlaupandi inn í stofuna og varð harla glaður við að sjá móður sína aftur. „Ég ætla að flytja til Nýja- Sjálands en mamma þín fer aftur til Liverpool," sagði Fred. „Með hvoru okkar viltu fara?“ Það dimmdi yfir svip barnsins. John gaut augunum á móður sína og síðan á Fred og sagði: „Ég vil fara með þér.“ Fred horfði sigri hrósandi á Júlíu en hún laut niður að syni sínum og spurði: „Ertu viss?“ John leit feimnislega á hana og síðan á pabba sinn og kinkaði kolli. Júlía kyssti son sinn, kvaddi og gekk út úr húsinu. Þegar hún var komin út á götu heyrði hún hrópin í litla drengnum: „Mamma, mamma, ég vil vera hjá þér.“ Hann sleppti buxnaskálm föður síns, sem hann hafði haldið fast í, og hljóp í átt til hennar. Þetta var það síðasta sem John hafði af föð- ur sínum að segja næstu tuttugu árin. Árið 1965, þegar John var orð- inn heimsfrægur „bítill", kom Fred skyndilega fram á sjónar- sviðið og fékk tuttugu mínútna viðtal við hinn fræga son sinn. í fyrstu sló hann um sig og gagn- rýndi John fyrir það sem honum þótti miður í fari hans og Bítl- anna. Síðan bað hann um lán, en fékk neitun. Nokkrum dögum síð- ar kom hann óboðinn í heimsókn til sonar síns, sem neitaði hins vegar að ræða við hann. Þá fór Fred í fjölmiðla og lét taka við sig viðtöl gegn greiðslu og meðal ann- ars gaf hann út ævisögu sína og söng inn á plötu, en mun hafa haft lítið upp úr krafsinu. Síðan hvarf Fred í mannhafið og er úr sög- unni. Eftir að John flutti aftur heim til Liverpool með móður sinni var hann tekinn í fóstur hjá eldri syst- ur Júlíu, Mimi Smith, og manni hennar George. Þau hjón voru barnlaus og Mimi þótti ákaflega vænt um þennan systurson sinn og hann var hændur að henni. En hún var ströng og trúuð og lét John ganga í sunnudagaskóla á hverjum sunnudegi og hann fékk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.