Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 — sem leiddi til dauða 20.000 manna í Líbanon Ghassan Said, sá er skaut sendiherrann á Park Lane, borinn inn í sjúkrabifreið. Um miðjan dag, þann 21. október 1981, kom lágvaxinn og þrekinn Arabi á alþjóðaflugvöllinn í Kuw- ait eftir að hafa ferðast landleiðina frá Bagdad og bókaði flugfarseðil til Lundúna. Þegar hann kom til Heathrow-flugvallar sjö stundum síðar komst hann í gegnum vega- bréfsskoðun án þess að honum væri gaumur gefinn og hraðaði sér niður í miðborgina. í fyrsta sinn, sem breska lög- reglan komst á slóð hans, var rúmum sjö mánuðum síðar er sendiherra fsraela í Lundúnum lá á sjúkrabeði eftir að honum var sýnt banatilræði. Enginn gerði sér það ljóst, en á þeirri stundu voru fyrstu drög- in að nýju blóðbaði í Miðaustur- löndum samþykkt. Ríkisstjórn ísrael samþykkti á fundi sínum eftir banatilræðið á Shlomo Argov að til skarar skyldi látið skríða gegn Palestínumönnum í Líbanon. Á næstu fjórum mán- uðum áttu yfir tveir tugir þús- unda manna eftir að láta lífið. Nafn farþegans frá Kuwait var Nawafal-Rosan. Hann var dæmdur til 35 ára fangelsisvist- ar í Old Bailey-réttarsalnum í Lundúnum fyrir tilræðið við Argov. Auk hans fengu þeir Ghassan Said, sá sem reyndar skaut sendiherrann, og þriðji að- ilinn, Marwan Al-Bann, 30 ára fangelsisdóma. í öllum þeim gögnum sem Scotland Yard safnaði saman vegna máls þessa var hvergi að finna skýringuna á því hvernig tengja mátti saman þetta eina skot, sem hleypt var af í miðborg Lundúna, og herferð ísraela í Líbanon. Lykilinn að henni er að finna í þeirri staðreynd, að Naw- afal-Rosan er ofursti innan leyniþjónustu íraka. írakar voru þegar snemma á síðasta sumri farnir að leita að átyllu til að draga sig út úr styrjöldinni við frani, þar sem æ meira hallaði á þá eftir því sem bardagar drógust á langinn. Hernaðarstaðan hafði breyst þeim mjög í óhag og olíuútflutn- ingur landsins hafði verið stöðv- aður. Innrás fsraela í Líbanon myndi veita írökun nægilega sterka átyllu til að hætta styrj- öldinni við frani. Ef til innrásar kæmi yrði þess farið á leit við æðsta ráð Arababandalagsins, að snúist yrði til varnar gegn sí- onistunum. Sýrlendingum, sem enn voru í Líbanon, yrði nauðug- ur einn kostur að snúast til varnar gegn ísraelum. Hafi þessar hugrenningar átt sér stað í Bagdad er svo mikið víst, að ekki var hugsað út í ör- lög Palestínumanna. Þótt það væri löngu ljóst, að ísraelar væru reiðubúnir að ráð- ast inn í Líbanon var það jafnvel kunnugt, að Palestínumenn, sem hlotið höfðu viðurkenningu æ fleiri ríkja heimsins, höfðu eng- an áhuga á að láta draga sig út í ójafnan hildarleik. Skothvellurinn á Park Lane í Lundúnum reyndist vera kveikj- an. Aðeins örfáum klukkustund- um eftir að fréttist af tilræðinu við Argov hófu ísraelskar her- þotur sig á loft og réðust inn fyrir landamæri Líbanon með sprengjuárásum. Yfirvöld báru fyrir sig „stöðuga áreitni skæru- liða“ er þeir létu til skarar skríða að morgni þess 4. júní. Tveimur dögum síðar hófust að- gerðir undir yfirskriftinni „Frið- ur fyrir Galíleu". Þann 9. júní afhentu frelsis- samtök Palesinumanna, PLO, fréttamönnum í Beirút yfirlýs- ingu þar sern þau neituðu alfarið nokkurri hlutdeild að tilræðinu við Argov í Lundúnum. Skömmu áður höfðu samtök að nafni Al- Asifa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Svo aftur sé vikið að Nawaf- al-Rosan höfðu hann og tveir kunningjar hans unnið kapp- samlega allt frá því hann kom til Lundúna. Aðeins tveimur vikum fyrir tilræðið við Argov var helsta markmið þremenn- inganna að leggja til atlögu við skrifstofur Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þeir voru ekki aðeins með þær í sigtinu heldur og hverja þá byggingu er til- heyrði Arabaþjóðum í Lundún- um. ísraelar voru heldur ekki undanskildir, né þá heldur starfsmenn þessara þjóða í Lundúnum. Ákvörðunin um að ráðast til Rannsóknarnefnd fjöldamorðanna í Beirút. atlögu gegn Argov sendiherra virðist hafa verið tekin mjög snögglega. Hugsanlegt er að skýringin sé sú, að ekki var vitað fyrr en á elleftu stundu, að Ar- gov ætlaði að sitja Dorchester- kvöldverðarboðið. Hinn valkost- urinn er einnig fyrir hendi; að skipun hafi borist með litlum fyrirvara frá Bagdad. Asinn í tengslum við tilræðið var enn frekar undirstrikaður í þeirri staðreynd, að enginn þre- menninganna gerði tilraun til að leyna mikilvægum skjölum í íbúðum sínum og við húsleit fundust einnig vopn. Þrautþjálf- aðir skæruliðar gleyma ekki að eyðileggja slóð sína hafi þeir tíma til þess. Þótt tilræðið við Argov bæri öll merki flýtis hafði það tilætluð áhrif. írakar voru fljótir að færa sér ástandið í nyt. Þann 10. júní þeg- ar ísraelar höfðu hafið umsátur um Beirút gaf stjórnin í Bagdad skyndilega út tilkynningu um einhliða vopnahlé í styrjöldinni við írani, sem þá hafði staðið í 21 mánuð. Bauðst stjórnin til að draga herlið sitt til baka frá ír- önskum landsvæðum innan tveggja vikna. Iranir létu sér fátt um finnast við þessa tilkynningu stjórnar- innar í Bagdad. Viðhorf stjórn- valda þar voru ekki ósvipuð þeim er komu fram hjá vestrænum diplómötum í Beirút við innrás- ina, að írakar væru þeir einu, sem hugsanlega gætu hagnast á einhvern hátt á innrás ísraela í Líbanon. Þótt blóðhaðið í Líbanon hæf- ist á miðju síðasta sumri náði það ekki hámarki sínu fyrr en með fjöldamorðunum í flótta- mannabúðunum við Beirút í september. Með vitneskju ísra- elskra yfirvalda héldu hermenn falangista inn í flóttamanna- búðir Palestínumanna og myrtu að því talið er a.m.k. 700 manns. Hér er ekki ætlunin að tíunda þá atburði. Þeim hafa þegar ver- ið gerð ítarleg skil í fjölmiðlum, fyrst eftir að þeir gerðust og síð- an aftur þegar skýrsla rann- sóknarnefndar fjöldamorðanna var lögð fram um miðjan febrú- ar. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir virtist Ijóst, að Ariel Shar- on, varnarmálaráðherra, yrði að láta af embætti, ella félli stjórn Begin. Sharon þvertók fyrir að segja af sér og sagðist ekki ætla að taka á sig sök allrar stjórnar- innar. „Því skyldi ég höggva af mér höfuðið til þess eins að þið getið setið áfram í bólstruðum stólum ykkar," sagði hann æstur á ríkisstjórnarfundi. Þótt e.t.v. megi segja að niður- stöður rannsóknarnefndarinnar hafi ekki komið verulega á óvart urðu þær Menachem Begin, for- sætisráðherra landsins, geysi- legt áfall. Hann fékk skýrsluna í hendur aðeins 12 stundum áður en hún var gerð opinber og hafði því lítinn tíma til stefnu. „Niður- stöðurnar eru á þann veg, að ég þarf að segja af mér,“ sagði hann mæddur. Dan Meridor, ritari stjórnarinnar, Moshe Nissim, dómsmálaráðherra, og sonur Begin, Benjamin, sem allir voru á heimili forsætisráðherrans er honum barst skýrslan, voru ekki á sama máli. Sögðu skýrsluna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.