Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl 1983 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI _ TIL FÖSTUDAGS ‘IrnrvjAfriZ'izsr'iJU Þjóðveldisbærinn að Stöng í Þjórsárdal. Hef aldrei skemmt mér viðlíka vel Sveinn Sveinsson skrifar: „Velvakandi. Hrafnista í Reykjavík og í Hafnarfirði bauð okkur vistmönn- unum á báðum stöðum í ferðalag í síðustu viku. Komið var að Skál- holti þar sem tekið var fram snarl og neytt úti á grænni grundu. Síð- an var haldið að þjóðveldisbænum að Stöng í Þjórsárdal og sungið alla leiðina. Þar var fremst í flokki Jóhanna ráðskona á Hrafn- istu í Reykjavík og ágætur gítar- leikari, og síst vildi ég gleyma að nefna fararstjórann okkar, Ingi- björgu Ásgeirsdóttur. Ég er nú orðinn 83 ára gamall og hef ferðast talsvert um landið okkar, en aldrei skemmt mér við- líka vel og í þessari ferð.“ Hvar er séreign þess sem unnið hefur heima? Kona skrifar: „Kæri Velvakandi. í útvarpsþættinum „Símatími — Hlustendur hafa orðið" að kvöldi 27. júní sl. var hreyft máli, sem ég hef mikið velt fyrir mér, vegna þess hversu ósanngjarnt það er og langt frá því að vera í anda lýðræðis og jafnréttis. Það lýtur að lífeyrissjóðum og skiptum hjóna, þegar skilnaður verður. Skilnaðarmál hlýtur alltaf að vera tilfinningamál, og fjármál geta vissulega aukið á erfiðleikana nema því aðeins ef til vill, að fólk hafi verið svo skynsamt að gera kaupmála og haldið öllu sér. Það ráðlegg ég öllum að gera, þvi að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Og margt getur komið manni í opna skjöldu. Eftir 28—30 ára hjónaband er- um við konur enn ofurseldar duttlungum eiginmanna okkar og duttlungarnir eru þeirra einka- mál. En konan situr eftir og kemst að því, sem hún hefur reyndar alltaf vitað, en e.t.v. ekki skilið: Það að vinna á heimili, fæða og ala upp börn telst ekki til starfa. Það er ekki einu sinni til umræðu, svo furðulegt sem það kann að virðast. Ef við viljum ekki verða börn- unum okkar til byrði, sem öll hafa nóg með sig, eru okkur allar leiðir lokaðar eftir þetta langt hjóna- band. En það mál, sem ég hef mestan hug á í þessu sambandi, er að brjóta niður hefð þá, sem líf- eyrissjóðirnir hafa komið á: Karl- inn á þar falda séreign, sem ekki má hrófla við, þegar eigum hjóna er skipt samkvæmt 50%-reglunni við skilnað. En hvar er þá sérgrein þess sem unnið hefur á heimilinu? Lífeyrissjóðirnir eru þannig heilmikið tromp fyrir karlinn. Hann getur fengið stór lán, sjúkrapeninga og dagpeninga, elli- laun (a.m.k. 65% af launum), dán- arbætur fyrir maka, ef hann stofnar til hjúskapar á nýjan leik o.s.frv. Og öll þessi réttindi hefur hann áunnið sér í sambúðinni með greiðslum af sameiginlegu fé hjónanna. En konan fær ekkert. Ég veit til þess, að það hefur verið farið i mál út af slíku lífeyr- issjóðsmáli og viti menn: Málið vannst af hálfu konunnar. En hljótt hefur verið um það. Ég skora á allar konur, sem standa í svona leiðindamáli eftir mörg og ströng ár, að hugsa um þetta.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þessir hringdu . . . Yrðu ekki lengi að seljast upp H.R.H. hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Ég ætla að biðja lista- hátíðarnefnd að reyna að fá Duran Duran á listahátíð. Ef D.D. kæmi hingað mundu miðarnir ekki vera lengi að seljast upp. Flestir vina minna halda upp á D.D. og svo er um fleiri. Én mér finnst það alveg út í hött að vera að fá Kiss hingað á listahátíð. Krakkarnir sem halda upp á Kiss halda að það sé eitthvað flott. Ég er viss um, að það eru jafnmargir á móti því og með því að fá þá hljómsveit hingað. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Hann sagði, að við ramman reip væri þar að draga. Rétt væri: Hann sagði, að þar væri við ramm- an reip að draga. (Ath.: ... að þar væri við ramman (mann) að draga reip(i). Að draga reip við einhvern er að vera í reiptogi við hann.) Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem glöddu okkur með nærveru sinni og gjöfum í tilefni gullbrúðkaups okkar. Sérstaklega þökkum við börnum okkar, tengdabörnum og barnabörnum fyrir góðar gjaf- ir, hlýhug og alla aðstoð við okkur á þessum tímamót- um. Guð veri með ykkur öllum. Óskar Gudmundsson og Marta Einarsdóttir, Traðarkotssundi 3, Rvík. — GEÐVERNDARFÉLAGÍSLANDS k FULLGILT ÖRYRKJABANDALAGSFÉLAG ~ PÓSTGÍRÓ 3-4-5-6-7-9 I Dregiö verður 15. júlí 1983 | ATHUGIÐ — ÁHUGAVERÐA VINNINGA v . Hirslur Hirslur eru til margra hluta nauðsynlegar og hjá okkur eru til hirslur í hvert einasta herbergi í húsinu þínu. Veggskápar í einingum og samstæðum i stofur með geymslurými fyrir dúka, matarstell, hnífapör, uppáhalds- glösin þín og verðmætustu bækurnar undir gleri, og margar hillur sem þú getur sett á styttur, skálar og fleiri hluti sem þú vilt hafa fyrir augunum hvern dag vegna þess aö þeir eru þér kærir. Skápar í sjónvarpsherbergið, útvarps- videó- og plötuspilaraskápar, plötuskápar og raunar skápar fyrir hverskonar tæki og „græjur" sem þú átt. Bókaskápar sem allsstaðar eru til prýöi. Skápar í herbergi barnanna, unglinganna og í herbergi húsbóndans og húsfreyjunnar. Allt þetta fæst hjá okkur í ótal stærðum, gerðum og viðartegundum á hagstæðu verði með góðum greiðslukjörum. Gefðu þér góðan tíma UÚSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.