Morgunblaðið - 13.07.1983, Síða 12

Morgunblaðið - 13.07.1983, Síða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Spjallað um útvarp og sjónvarp „Því lætur þú alltaf eins og heimaríkur hundur?u — eftir Ólaf Ormsson Fréttir í sjónvarpi af aukinni laxveiði í ám hér á landi og frétt af silungsveiði bænda á Héraði eru góð tíðindi í rigningarskúr- um dag eftir dag. Sigrún Stef- ánsdóttir fréttamaður er nýlega komin til starfa á fréttadeild sjónvarpsins eftir nokkurt hlé og átti viðtöl við nokkra bændur fyrir austan, sem eru bjartsýnir á silungsveiði í net í sumar og fram á haust. Viðtöl Sigrúnar við austfirska bændur voru skemmtileg. Sigrún hefur margt vel gert fyrir sjón- varpið, bæði sem fréttamaður og stjórnandi einstakra dagskrár- þátta, og ánægjulegt að hún er nú komin aftur til starfa hjá sjónvarpinu. Hún hefur lag á að fá viðmælendur til að tjá sig á skýran hátt og óþvingað. Þrátt fyrir fáar sólskinsstund- ir í júní og júlí þá auglýsir Tív- olíið á Miklatúni í sjónvarpi og útvarpi, enda vantar mikið á að gróði sé af fyrirtækinu og ekki ljóst fyrr en upp er staðið hvern- ig fer, en það heyrir ekki beinlín- is undir skrif um dagskrár ríkis- fjóimiðlanna. Arnþrúður Karlsdóttir er stjórnandi þáttarins „Dropar“ sem er á dagskrá áður en auglýs- ingalestur hefst fyrir kvöldfrétt- ir. Þátturinn er nýr, byrjaði snemma í júnímánuði og er sendur út vikulega á fimmtudög- um. Arnþrúður hefur einkum boðið til sín í þáttinn kunnum dægurlaga- og poppsöngvurum t.d. Bubba Morthens, Ragnari Bjarnasyni, Magnúsi Ólafssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni og 30. júní foringja og hugmyndafræðingi Grýluflokksins, Ragnhildi Gísla- dóttur. í þættinum 30. júní á rign- ingardegi var einnig gestur Arn- þrúðar snyrtifræðingur kven- kyns, sem gaf ráð varðandi húð- krem og sólarolíu. „Dropar" eru ekki sérlega áhugaverður þáttur en heldur ekki leiðinlegur. Ég myndi ekki sakna hans þótt hann hyrfi fyrirvaralaust úr dagskránni. Jónas Árnason las kafla úr bók sinni „Fólk“ i útvarp skömmu fyrir dagskrárlok fimmtudaginn 30. júní. Frásögn frá því á útmánuðum árið 1954. Jónas reri þá á báti sem gerður var út á netaveiðar í Bugtinni í Faxaflóa. Jónas hefur í bókum sínum brugðið upp ógleymanleg- um frásögnum af íslensku al- þýðufólki og þetta fimmtu- dagskvöld las hann einmitt skemmtilega frásögn af skipsfé- Gréta Sigfúsdóttir lögum frá árinu 1954. Baldur Hermannsson, sem skrifar sjón- varps- og útvarpsgagnrýni í DV, gerir lítið úr sögunni og tengir saman pólitík og skáldskap á ómerkilegan hátt. Burtséð frá pólitískum skoðunum Jónasar þá tel ég hann vera í fremstu röð íslenskra rithöfunda. „Náttfari" heitir þáttur í út- varpi í umsjá Gests Einarssonar og kemur frá Akureyri seint á föstudagskvöldum undir mið- nætti. Fyrst var þátturinn á dagskrá í sumarbyrjun og ég hef hlustað á flesta þættina síðan og líkar þeir vel. Gestur hringir í fólk á landsbyggðinni og leitar frétta af mannlífi. Hann fær fólk í heimsókn sem hefur með sér góðar hljómplötur og spjall- ar við það um tónlistina. Þættir Gests eru vandaðir; Gestur er fróður um marga hluti, hefur ágæta útvarpsrödd sem hefur góð áhrif á þá sem eru svona rétt nýlega komnir í náttfötin og eru að búa sig undir að fara inn í draumalandið. Ásgeir Tómasson stjórnar þættinum „Á næturvaktinni" frá klukkan eitt til þrjú aðfaranótt laugardags í útvarpinu. Partí- fólk og aðrir nátthrafnar fá þar tónlist við sitt hæfi. Ásgeir er vel að sér í heimi dægurlagatón- listar og spjallar um tónlistar- menn líkt og þeir séu gamlir kunningjar frá liðnum árum. Hann er vinsæll hjá poppáhuga- fólki og stendur næturvaktina með sóma. Áttatíu ára afmælis Ólafs fimmta Noregskonungs var minnst í sjónvarpinu laugar- dagskvöldið 2. júlí í tíu mínútna þætti. Líf og starf þessa merka manns er athyglisvert. Gaman var að sjá gamlar myndir frá síðari heimsstyrjöld þegar norska konungsfjölskyldan leiddi baráttu norsku þjóðarinn- ar gegn innrásarliði þýsku nas- istanna. Ólafur Noregskonungur ber sig vel þrátt fyrir háan aldur og fáir núlifandi þjóðhöfðingjar eru vinsælli með þjóð sinni en Ólafur fimmti Noregskonungur. „Rósa rafvirki" heitir banda- rísk kvikmynd sem sýnd var í sjónvarpinu laugardagskvöldið 2. júlí klukkan níu. Myndin lýsir hvernig konur í Bandaríkjunum gengu að karlmannsverkum í hergagnaverksmiðju og skipa- smíðastöðvum á stríðsárunum 1939—1945 og hvernig þeim var síðan ýtt af vinnumarkaðinum þegar stríðinu lauk. Fimm konur sögðu frá reynslu inni af atvinnu og aðbúnaði á vinnustað. Þetta var löngu áður en Rauðsokka- hreyfingin varð til með allar sín- ar öfgar og ekki víst að konurnar fimm telji sig eiga mikla sam- stöðu með stúlkunum á rauðu sokkunum. Hvað um það, þessi bíómynd var ágæt. Sunnudagskvöldið 3. júlí byrj- aði í sjónvarpinu nýr skoskur framhaldsmyndaflokkur, „Blómaskeið Jean Brodie". Þætt- irnir eru sjö og gerðir eftir sögu Muriel Spark og í aðalhlutverki, hlutverki kennslukonunnar, sem enn er á besta aldri um eða inn- an við fertugt, er Geraldine McEwan. Sagan gerist í kvenna- skóla í Edinborg kringum 1930, þangað ræðst kerlingin sem kennari tólf ára bekkjar. Hún er ákveðin í skoðunum og full áhuga á starfinu. Jean Brodie er svolítið sérstæð kona, formföst og íhaldssöm varðandi kennslu- störf. í fyrsta þætti er hún í kunningsskap við miðaldra sómamann sem er, að því er virðist við fyrstu sýn, geðþekkur maður. í lok fyrsta þáttar vísar hún honum á dyr eftir mikið ósamkomulag og var áður búin að segja við mannaumingjann „Því lætur þú alltaf eins og heimaríkur hundur"? Fyrsti þáttur þessa nýja framhalds- myndaflokks var góður og sér- staklega kunni ég að meta húm- orinn í þættinum. Ný dönsk sjónvarpskvikmynd „Stundarkynni" eftir Jens Smærup Sorensen var sýnd í sjónvarpinu mánudagskvöldið 4. júlí rétt eftir klukkan níu. Sölu- stjóri hjá stóru fyrirtæki er á leið á helgarráðstefnu með starfsbræðrum sínum og for- stjóra. Hann kemst í kynni við unga stúlku og tekur hana með sér á hótelið og þau elskast eins og vera ber í dör.skum myndum. Annars hangir hópurinn mest aðgerðarlaus yfir glasi á bar á hótelinu og lætur sér leiðast. Fé- lagarnir ræða þó einstaka sinn- um viðskiptamál á milli þess sem þeir þamba bjórinn og drekka eitthvað enn sterkara. Sölustjórinn hefur síðan ekki áhuga á frekari kynnum við stúlkuna enda giftur maður sem hugðist nota stúlkuna eins og hvert annað leikfang. Endirinn var ósköp dapurlegur og myndin í heild ekki áhugaverð. „Mannsheilinn". Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Fræðslumynda- flokkur frá BBC hóf göngu sína í sjónvarpi þriðjudaginn 5. júlí að loknum þýska sakamálaþættin- um „Derrick". Fyrsti þáttur var mjög fróðlegur og sérstaklega áhugaverður þar sem heilinn er eitt mikilvægasta líffæri manns- ins og án hans verður ekki mikið úr framkvæmdum. í fyrsta þætti var viðtal við unga konu sem gekkst undir heilauppskurð þar sem heilinn var klofinn. Hægra og vinstra hvel heilans störfuðu mismunandi eftir aðgerðina og eins og í konunni væru tvær persónur, nokkuð ólíkar. Ýmsir læknar gerðu grein fyrir starf- semi heilans brugðu upp línurit- um og myndum og leikmenn voru stórum fróðari á eftir. Ég fullyrði að hér er á ferðinni eitthvert athyglisverðasta sjón- varpsefni sem lengi hefur birst í íslenska sjónvarpinu. „Að tjaldabaki" nefnist ný út- varpssaga eftir Gétu Sigfúsdótt- ur sem Kristín Bjarnadóttir leikkona les í útvarp næstu vikur og er líklegt að margir fylgist með. Gréta er kunnur rithöfund- ur, sem gefið hefur út nokkrar skáldsögur á liðnum árum. Sag- an gerist í Noregi skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina og fyrsta árið eftir innrás Þjóðverja í Noreg. Kristín Ólafsdóttir er byrjuð sem þulur hjá útvarpinu og les mjög vel, er skýrmælt og hefur góða rödd fyrir útvarp. Það vek- ur athygli þegar nýir þulir byrja hjá útvarpinu, þar sem þeir gömlu og góðu; Jón Múli, Jó- hannes Arason og Pétur Pét- ursson, eru búnir að segja okkur fréttir og lesa auglýsingar svei mér þá í næstum mannsaldur. Getur einstakur ríkisstarfs- maður kallast stofnun? — eftir Guðjón F. Teitsson „Ég lagði nú niður eina ríkis- stofnun, sem var rekstrardeild Ríkisskipa ..." er haft eftir Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra í Tímanum hinn 15. júní um þau fyrirmæli, sem hann mun hafa gefið skömmu áður en hann lét af starfi samgönguráð- herra, að breyta verksviði og stöðuheiti eins starfsmanns hjá Skipaútgerð ríkisins. Var nefndur starfsmaður skip- aður samkvæmt ákvörðun stjórn- arráðsins á árinu 1969 og skyldi vera tengiliður milli skipa ríkisins (strandferðaskipa, varðskipa og hafrannsóknaskipa) um samstæð verkefni, svo sem viðgerðir, launa- mál, bókhald o.fl. Starfsheitið var fjármálastjóri eða rekstrarstjóri. Ekki bættist við í Skipaútgerð- inni annað skrifstofufólk í þessu sambandi, og má m.a. af núgild- andi símaskrá sjá, að allir 4 starfsmenn rekstrardeildar, sem þar eru taldir, auk fjármálastjóra, voru flestir miklu eldri starfs- menn stofnunarinnar en hann. En skipting stjórnarráðsins á starfs- mönnum milli forstjóra og fjár- málastjóra var aldrei, og gat ekki verið, nema til málamynda, en það olii þó engum vandræðum þau 7 ár, sem fjármálastjórinn starfaði með mér sem forstjóra. í Tímanum 11.—12. júní er eft- irgreint haft eftir Guðmundi Ein- arssyni forstjóra Skipaútgerðar- innar: „Guðmundur kvað Rekstrar- deild endanlega verða lagða niður 1. október nk. ... Guðmundur taldi þarna um miklar framfarir að ræða, þar sem gamla fyrir- komulagið hafi staðið hagræðingu hjá Ríkisskip verulega fyrir þrif- um. Hjá Ríkisskip gangi við þetta í gildi nýtt skipulag, sem lengi hafi verið þörf á til að gera línur í rekstrinum skýrari. M.a. að öllum verði þá ljóst hver stjórnar hverju og svo framvegis. Með þessari breytingu skiptist rekstur Ríkis- skips í þrjú meginsvið: Tæknisvið með Hjört Emilsson að fram- kvæmdastjóra, viðskipta- og áætl- anasvið undir framkvæmdastjórn Tómasar óskarssonar, sem stjórn- að hefir rekstrardeild Ríkisskipa." Eitthvað virðist forstjórinn hafa talið sig þurfa að betrum- bæta nefndar upplýsingar um væntanlega verkaskiptingu frammámanna undir forstjóra- embættinu, því að í Morgunblað- inu 16. júní er m.a. þetta haft eftir honum: „... verði tilsvarandi óhagræði í vöruflutning- um, þá mun það auka líkurnar á því að ekki þurfi að hugsa um rekstur á dýrum strand- ferðaskipum til lang- ferða á næstu áratugum, því að allir íbúar lands- ins flytjist til suðvest- ursvæðisins.“ „... hefur rekstrinum verið skipt í þrjú meginsvið: Tæknisvið, sem Hjörtur Emilsson verður framkvæmdastjóri fyrir, við- skipta- og áætlanasvið, sem Þórir Sveinsson mun stjórna, og rekstr- ar- og skrifstofusvið, sem Tómas óskarsson verður framkvæmda- stjóri fyrir." Þarna er það sem sagt boðað, að fjármálastjórinn skuli framvegis heita framkvæmdastjóri og starfa aðeins við st.randferðadeildina, einkafulltrúi forstjóra (sjá for- dæmi ráðherra), sem upphaflega var ráðinn í óleyfi stjórnarráðs- ins, skuli væntanlega teljast fram- kvæmdastjóri eins og skýrt er tek- ið fram um skipatæknifræðing ný- lega ráðinn, þrátt fyrir góða stoð í reynslu og tækniþekkingu yfir- manna á skipum, Landssmiðjuna á aðra hönd og Siglingamálastofn- unina á hina. Hér með frekari tilvitnun í áð- urnefnt viðtal forstjóra Skipaút- gerðarinnar við Morgunblaðið: „Guðmundur sagði, að það fólk, sem nú vinnur hjá rekstrardeild Ríkisskipa fengi allt vinnu hjá þeim stofnunum, sem taka við verkefnunum, en í framtíðinni, myndi þetta leiða til töluverðs sparnaðar í heildarstarfsmanna- fjölda þessara þriggja stofnana." (Hver trúir slíku?) Guðmundur sagði einnig: „Þetta er mikil hagræðingaraðgerð. En þrátt fyrir það virðist það vera lögmál, að andstöðu gæti þegar verið er að draga úr ríkisbákninu, sem allir virðast þó vera sammála um að þörf sé á að gera, en aftur á móti, ef auka á ríkisbáknið, virðist það ganga orðalaust fyrir sig.“ Já, margur er blindur á sjálfs sök. Forstjóri Skipaútgerðarinnar talar um hallalausan rekstur inn- an fárra ára. Ætlar hann að ná þeim árangri með dýrum skipum án sérleyfis í nokkurri mynd? Eða á að láta farmgjöld koma með fullum þunga á þá, sem fjærst búa aðalsamgöngustöðvum, einkuir Reykjavík, eins og nú er að veri legu leyti háttað um ferðakostn fólks á langleiðum innanlands? Fyrir flesta Austfirðinga kost. Guðjón F. Teitsson t.d. flugfar til Reykjavíkur um Egilsstaði og heim aftur með öku- kostnaði nú nærri 4.000 kr. — Er þetta tilfinnanlegur kostnaður umfram það, sem kosta þarf til sams konar erinda suðvestan- lands, og verði tilsvarandi óhag- ræði í vöruflutningum, þá mun það auka líkurnar á því að ekki þurfi að hugsa um rekstur á dýr- um strandferðaskipum til lang- ferða á næstu áratugum, því að allir íbúar landsins flytjist til suðvestursvæðisins. Ouðjón F. Teitsson er fyrrverandi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.