Morgunblaðið - 13.07.1983, Page 28

Morgunblaðið - 13.07.1983, Page 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 7-/a „ViLjiá. oh eg rcyní a5 útoe^a yk.k.ur ei n s-tofu f*" Ást er ... ... aö klippa ekki blaðið fyrr en hann hefur lesið það. TM Rtg U S Pal Otf.—all rights rewrved e 1983 Los Angetes Times Syndicete Eru það þið sem hringduð vegna Hver er ég og hvar á ég heima? bilunar í vatnskrana? HÖGNI HREKKVÍSI Hugsið um af- leiðingarnar Arnþrúður Heimisdóttir, Þing- völlum, 11 ára, skrifar: „Velvakandi. Ég hef mikið verið að hugsa um það að meðan verið er að fjölga mannkyninu bæði með heilsugæslu, glasabörnum og öðrum tiltækum ráðum, er eilíft verið að framleiða vítisvopn, svo sem kjarnorkusprengjur, og óð- fluga fleygir tækninni áfram í því augnamiði að eyða alheimin- um í kringum sig. Núna hefur örsmár hluti af hinum gífurlega fjölda skelkaðs fólks í Bandaríkjunum myndað samtök um það að byggja loft- varnabyrgi neðanjarðar, í þeirri von að einhverjir komist lífs af. En það eru aðeins nokkrir ríkir og heppnir. Ef við förum nú nán- ar út í það: Getur ekki verið að topparnir hjá stórveldunum hafi þegar látið gera slík byrgi sem þeir geta flúið niður í með sína nánustu hvenær sem þeir vilja og eru þess vegna óhræddir við að ýta á takkann og fara í kjarn- orkustríð? Hver veit? Segjum svo að þannig mundi fara. Að það væru um tvöhundr- uð manns eftirlifandi í Sovét- ríkjunum og sama tala í Banda- ríkjunum. Einnig ættu báðar þjóðirnar eftir nokkra tugi kaf- báta víðs vegar á hnettinum. Mundu þeir ráðast hvorir á aðra og að lokum vera búnir að eyða hverjum einasta kafbát á hnett- inum? Hvað þá? Svo að við víkjum aftur upp á þurrt land. Eftir ákveðinn tíma er hætta á að geislavirkni væri liðin hjá, mundu stjórnendurnir koma matarlausir upp á yfir- borðið og ekki einu sinni hafa sauðkind til að eta, einfaldlega af þeirri ástæðu að það væri eng- in sauðkind eftir til að borða. Hvað hafa þeir unnið? Hversu bættari eru þeir? Þeirra eigin land og annarra manna land er í rúst og þeirra sjálfra bíður hungurdauðinn. Þessi veröld sem þeir taka við er gjörsamlega nytjalaus. Þeir geta ekkert ann- að gert en að hlaupa niður í loftvarnabyrgið aftur og skella á eftir sér. Ef við hugsum aðeins nánar um þetta: Hvaða möguleikar eru á stríði? Hver vitiborinn maður sér hvað um er að vera. En ef einhver brjálæðingur kæmist i aðstöðu til þess að ýta á takk- ann? Hvað þá? Hugsið um af- leiðingarnar." Barnið í kviði er Lesandi skrifar: „Kæri Velvakandi. Sumir halda því fram að fóstur- eyðingamálið sé „bara“ trúarlegt atriði, það séu kristnir menn sem hamri á því að ekki megi eyða mannsfóstri. Jafnvel heyrast þær raddir að það sé „kaþólska" að vilja veita mannsfóstrinu fulla réttarvernd, vegna þess að páfinn í Róm hefur talað afdráttarlaust um verndun fóstursins. Það er rétt að afstaða kristinna martna markast öðru fremur af þeirri trú að við séum sköpun Guðs og að í ritningunni sé ótví- rætt kennt að enginn megi granda mannslífi. En sem betur fer eru augu margra annarra sem aðhyll- ast mismunandi trú og lífsskoðun að opnast fyrir því að fóstrið er í raun og veru maður. í mótmælagöngu einni gegn frjálsum fóstureyðingum bar mest á spjaldi sem á var ietrað: „Hefði mamma ekki viljað sjá mig hefði ég kannski ekki verið hér. Þakka þér fyrir mamma.“ Það þarf út af fyrir sig ekki neina trú til þess að komast þannig að orði. Stúlkan sem bar spjaldið elskaði lífið og hún lét skoðun sína í ljós á þennan hátt. Fóstureyðingar snerta allt mannkynið en ekki aðeins kristna menn. Ekki eru fóstureyðingar heldur einungis tengdar. „frelsi kvenna". Eða kom eigendum þræla það ein- um við hvort þrælar skyldu leystir úr ánauð eða ekki? Ýmsar móður- maður „kvenfrelsiskonur" hafa barist fyrir frjálsum fóstureyðingum. En það er eins og fyrr segir: Málið varðar alla jarðarbúa. Við erum ein fjölskylda og þegar gengið er á rétt einhvers í fjölskyldunni kem- ur það henni allri við. Hér eru frelsi og mannréttindi í húfi, hvorki meira né minna. Fóstrið á að njóta þessara réttinda eins og þú og ég og aðrir í fjölskyldunni. Biblían býður okkur að elska Guð af allri sálu og öllum huga og náungann eins og okkur sjálf. Við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Guð vill að við lærum að blessa þá sem bölva okkur og biðja fyrir óvinum. Hann vill að við forðumst morð, saurlifnað, kynvillu, hórdóm, lygi, þjófnað, óheiðarleika, kukl, fóstureyðingar — og margt, margt annað. Það er vegur lífs og hamingju að treysta Guði og snúa baki við syndunum. Vísindamenn segja okkur að allt frá frjóvguninni sé fóstrið marg- brotin vera sem vaxi ört og sé búin öllu því sem einkenni mannslíf. Það er að vísu háð ytri aðstæðum til þess að geta þroskast en lifir þó eigin lífi í kviði móðurinnar. Guð gaf okkur lifið og hann einn vill ráða yfir því. En hann hefur falið okkur það óumræðilega há- leita verkefni að vernda lífið. Eig- um við ekki að leysa það af hendi eins og mönnum sæmir? Jú, og þess vegna hljótum við að veita því hina bestu umönnun allt frá því það kviknar við getnað. Við syndgum gegn Guði og mönnum ef við förgum börnum, fæddum eða ófæddum. Það er hlutverk laganna að gæta réttar einstaklingsins. Æðsti rétturinn er að fá að lifa. Þessa undirstöðu mannlegrar tilveru er verið að brjóta með fóstureyðing- um. Barnið í móðurkviði er maður, og með eyðingu hans er lífsréttur hans virtur að vettugi. Þjóðfélagið getur ekki tekið sér það vald, þungaða konan ekki heldur. Við höfum fengið þá köllun frá guði að vernda lífið. Megum við vænta þess að ný ríkisstjórn og væntan- legt Alþingi taki sig á og semji ný lög til verndar minnstu smælingj- unum á meðal okkar? Útlendur læknir varpaði fram sérkennilegri spurningu sem vert er að íhuga og ræða: „Fóstrið er ósýnilegt fram að fæðingu. Hvaða lög mundum við setja um fóstur- eyðingar ef kviður móðurinnar væri gegnsær?"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.