Morgunblaðið - 13.07.1983, Side 25

Morgunblaðið - 13.07.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 57 fclk í fréttum Konunum hans Richard Burtons semur ekki + Tvær af konunum hans Richard Kurtons munu líklega aldrei verða góðir vinir. Það er af því, að sú þriðja í röðinni, Elizabeth Taylor, hefur hinn mesta ímugust á þeirri fimmtu, Sally Hay, sem Richard Burton kvæntist nú fyrir skemmstu. Þær Elizabeth og Sally hafa hist nokkrum sinnum, t.d. við frumsýninguna á „Einkalífi", en þar leika þau saman hjónin fyrr- verandi, Elizabeth og Richard, en sögðu ekki einu sinni halló hvor við aðra. „Sally Hay þjáist af alvarlegu menntasnobbi og lítur niður á leikara, sem reyna sig við eitthvað annað en Shakespeare," er haft eftir einum kunningja Elizabeth og sjálf segir hún um Sally, að hún sé eins og litlaus dula. „Richard þarf að halda á konu, sem kann að bjóða honum gúmor- en pá dansk á hverjum degi, en ekki á einhverri druslu, sem fellur saman við teppið hvar sem hún kemur,“ segir Elizabeth. Richard Burton segir að sér standi svo hjartanlega á sama hvað „skassið hún Elizabeth" hafi um nýju konuna hans að segja. „Sally er stúlkan, sem ég hef leitað eftir í mörg ár. Hún veitti mér frið og öryggi og er alltaf við hlið mér. Það hefur allt að segja fyrir mig.“ Hér eni þau saman komin öll fjögur, Elizabeth Taylor með vini sínum, mexikanska lögfræðingnum Victor Luna, og Richard Burton með nýju konunni sinni, Sally Hay. Sólin sæt við Dani + Eftir einstak- lega vætusamt vor fór sólin loks að skína í Dan- mörku og að und- anförnu hefur verið þar mikil blíða og allt að 30 stiga hiti. Ungu stúlkurnar kunna vel að meta góða veðrið (og einn og einn karlmaður líka) og fækka þá óþarfa flíkum svo að sólin geti skin- ið á þær sem víð- ast. C0SPE.R. 9504 "gyj- «g\^ Heldurðu því enn fram að þessir sniglar séu vel soðnir? + Nancy Reagan, forsetafrú í Bandaríkjunum, átti afmæli á dögunum og efndi þá til dálítill- ar veislu með starfsfólki sínu í Hvíta húsinu. Eins og sjá má hafði hún bara eitt kerti á tert- unni en sjálf kveðst hún hafa orðið sextug þennan dag. llm það eru þó ekki allir á einu máli. í skjölum Smith-háskól- ans, gamla skólanum hennar Nancy, segir að hún sé fædd ár- ið 1921, ekki 1923, og sé því orðin 62 ára. Kauplaus starfsmaður sem vinnur allan sólarhringinn Ronex örtölvusímsvarinn er nauðsynlegt tæki hjá öllum minni fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hann tekur niður skilaboð, þegar ekki er hægt að svara í síma vegna anna, eða meðan skroppið er frá, hjá sumum er hann meira að segja notaður til að taka niður pantanir. Ronex örtölvusímsvarinn er hannaður samkvæmt nýjustu tækni og býður upp á fjölmarga kosti, sem eldri gerðir símsvara buðu ekki upp á. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar um þetta undratæki. Hagstætt verð. Hafnarstræti 18 s:19840

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.