Morgunblaðið - 13.07.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 13.07.1983, Síða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Teodoro Petrof, frægur sem maðurinn með hundshausinn, sýndi sig lengi í fjölleikahúsi Barnum. Hann fannst í skógum Rússlands, en andaöist úr lungnabólgu í Saloniki. Majarhinn af Alvar á Indlandi situr hór á vog í mars 1929. Á hinni vogarskálinní er gull, en andviröi þess var svo gefið fátækum í ríkinu Alvar. Mynd frá 1924, tekin rátt hjá Cardiff í Wáles af kappakstursbíl á fullri ferð. Bílstjórinn er alveg undrandi á svipinn og horfir á bílhjólið, sem er að taka fram úr honum, og veltir því greinilega fyrir sér, hvaðan það sé komiö. Það reyndist vera vinstra aftur- hjólið á hans eigin bíl. Þaö er margt skrýtiö í tilver- unni og sumt þess eðlis aö ástæöa hefur þótt til aö festa þaö á filmu. Á meðfylgjandi myndum sjá- um viö nokkur furöuleg fyrir- bæri og merkileg augnablik sem Ijósmyndavélin hefur numið og þar með foröaö frá aö falla í gleymsku enda óvíst aö annað tækifæri gefist nema þá fyrir einskæra tilvilj- un. Þessi mynd var tekin af ástralska páfagauknum Benn- ett árið 1913, en hann var þá 117 ára. Elsti fugl, sem vitað var um þá. JEtli hann lifi enn? Það er eins og hesturinn teygi sig eins og hann getur svo knapinn detti ekki og sé þannig úr keppni. Mynd í veðhlaupi á Englandi árið 1934. Þessi mynd var tekin í mars árið 1908. Slökkviliðsmenn voru kallaðir til að slökkva eld í húsi á Broadway. Frostið var hart og vatnið fraus strax og þaö kom úr stútnum á slöngunum. Mynd þessi sýnir hve kalt veðrið var, er vatniö fraus á hjálmum, andlitum og kápum brunavarðanna. Landsþing kvenfélagasambandsins: Fagnar Ragnhildi sem menntamálaráöherra LANDSÞING Kvenfélagasam- bands íslands, hið tuttugasta og fimmta, var haldið að Hrafnagili í Eyjafirði dagana 11. til 13. júní 1983. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari samtak- anna, sat þingið og meðal annarra gesta voru frú Joan Coady, forseti Alþjóðasambands húsmæðra, ACWW, Ásgeir Bjarnason, forseti Búnaðarfélags íslands, og kona hans frú Ingibjörg Sigurðardóttir. Fyrirlesarar þingsins voru þær Sigríður Thorlacius, fv. formaður KI, er hélt erindi um Friðar- hreyfingu íslenskra kvenna, og Elsa E. Guðjónsson, safnvörður er hélt erindi um störf þjóðbún- inganefndar. Landsþingsfulltrúar þáðu boð Kaupfélags Eyfirðinga, bæjar- stjórnar Akureyrar og hinna þriggja héraðssambanda'Eyja- fjarðar, sem og stóðu fyrir þing- haldi að þessu sinni, en undan- farið hafa landsbyggðarsam- böndin haldið landsþing til skipt- is. Landsþingið ræddi mörg mál, mestur áhugi var á að auka starf Leiðbeiningastöðvar húsmæðra, sem Kí hefur rekið um langt ára- bil. Ennfremur að komið verði á leiðbeinandastarfsemi úti á landi, héraðsráðunautar verði ráðnir til farkennslu. Stefnt skuli að aukningu starfsliðs KÍ úr hálfu stöðugildi í þrjú og stjórninni falið að sækja um fjárstyrk til þess úr ríkissjóði. Friðarmál voru og rædd og samþykktu þingfulltrúar áskor- un á allar íslenskar konur að stofna með sér friðarhópa og vinna markvisst að því að kom-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.