Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 51 Þegar minnið svíkur mann Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Tubes Outside Inside Capitol/Fálkinn Ég fékk eiginlega minni háttar áfall þegar mér var Ijóst, aö Tubes var hreint ekki sú sveit, sem ég hafði alltaf álitið hana. Minnið sagði mér að þetta væri ein af þessum banda- rísku sveitum, sem væru að gera góða hluti en fengju bara ekki náð fyrir eyrum kaupendanna. Þar sveik minnið illiiega. Tubes er nefnilega ekki að gera neina góða hluti, en hafa samt náð vinsældum. Annað tveggja bestu laga þess- arar plötu, She’s a Beauty, hefur þegar náð umtalsverðum vinsæld- um í Bandaríkjunum og komist þar hátt á lista. Þá hafa Bretar einnig tekið við því höndum tveim og fleiri lögum af þessari plötu er spáð bjartri framtíð. Það fór ekkert leynt, að hér var á ferð bandarísk sveit fyrst þegar platan var spiluð. Upphafslagið er einmitt She’s A Beauty og það er eins dæmigert fyrir bandaríska dægurtónlist í dag og hugsast get- ur. Enda á Steve Lukather í Toto þar hlut að máli. Hann og þrír aðrir úr Toto koma ennfremur við sögu annars staðar á plötunni, auk haugs af öðru aðstoðarfólki. Ein- hvern veginn hefði maður haldið að sjö manna sveit eins og Tubes væri fær í flestan sjó, en ekki er svo að sjá á öllum þessum ótölu- lega fjölda aðstoðarmanna, sem koma við sögu. Annars er óþarfi að orðlengja umsögn um þessa drengi öllu frek- ar. Fyrri hlið plötunnar er hin þokkalegasta án þess þó nokkru sinni að vera neitt úrvalsefni. Fyrrgreint lag og Glass House eru ágæt og hin þrjú sleppa öll fyrir horn. Það sama verður ekki sagt um B-hliðina. Hún sleppur ekki fyrir horn á nokkurn hátt. Lögin eru hvert öðru leiðinlegra og þó keyrir alveg um þverbak í Tip Of My Tongue og Drums. Þar er á ferðinni rokkað soul (í TOMT, þ.e.a.s.) og maður sér drengina fyrir sér, þar sem þeir dilla sér í takt við lagið á meðan blásararn- ir, sem virðast ómissandi í þeirri tegund tónlistar, blása frá sér allt vit. Mann hryllir við þessu. Ég er á því að hefði hljómsveit- in haldið sínu striki á milli hliða hefði þetta allt saman bjargast, en með síðari hliðinni á Outside In- side er rassinn spilaður úr buxun- um og það með tilþrifum. Það er nefnilega leitun að heilli hlið á plötu, sem hefur upp á eins lítið að bjóða. Falleinkunn, ekkert annað. Fyrirliggjandi í birgðastöð galvaniserað plötuiárn I Stál 12.03 SPD- DIN 1623 W Plötuþykktir frá 0.6 - 2 mm. Plötustærð: 1250 x 2500 mm. SINDRA STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222 Þeir gömlu aldrei hressari ZZTop Eliminator Warner Brothers/ Steinar hf. ZZ Top greip mig heljartökum með plötunni Tres Ilombres, sem kom út fyrir áratug. í mínum augum er hún enn í dag besta plata sveitar- innar, þótt sú nýjasta. Eliminator, þjarmi á köflum að henni — en með gerólíkri tónlist. Allt frá dögum Tres Hombres hef ég fylgst grannt með ZZ Top og fundist ýmist-eða um þá hluti, sem hún hefur verið að gera hverju sinni. Sýnu verst þótti mér næsta plata á undan þessari, El Loco. Hún var sannast sagna ekki nafni sveitarinnar boðleg. Það var því með vissum fyrir- vara að maður renndi Eliminator undir nálina á nýja Linear track- fóninum. En viti menn, ZZ Top er endurborin sveit. Reyndar er allt annað yfirbragð á tónlistinni en var hér áður, enda þá nær ein- göngu um að ræða tónlist af rythm/blues-stofninum. Nú hafa bæst við hljómborð, gott ef ekki moog-bassi líka, auk þess sem hljóð-„effectar“ eru grimmt not- aðir, eins og reyndar á flestum plötum nú á dögum. Þetta nefni ég aðeins vegna þess að fyrir áratug var það aðalsmerki ZZ Top að leika ótilreidda tónlist. Eliot var kristinn maður og það votta ljóð hans og leikrit, hann fann þar þann sannleika, sem hef- ur undanfarin 1000—2000 ár mót- að þjóðir Evrópu. Öll evrópsk menning er svo samofin kristninni að aðgreining er ógerleg og mark- leysa. Öll list Evrópu er sama marki brennd og ekki þá síst sú grein sem oft er nefnd drottning listanna, hljómlistin. Evrópsk menning er kristin menning. Eliot var þetta ljóst þegar á fjórða ára- tugnum, en aðalatriðið var honum trúin. Afstaða hans birtist í ritum hans og ljóðum eins og áður segir, eins og t.d. í bálknum „The Dry Salvages", frá 1941 (Four Quartets 1943): „For most of uh, there is only the unattended Moment, the moment in and out of time, The di.straction fit, lost in a shaft of sunlight, The wild thyme unseen, or the winter lightning ()r the waterfall, or musir heard so deeply That it is not heard at all, but you are the musir While the musir lasts. These are only hints and guesses, Hints followed by guesses; and the rest Is prayer, observanre, disripline, thought and artion. The hint half guessed, the gift half understood, is Irarnation. Þótt Eliot sæi greinilega verstu ágalla hins iðnvædda samfélags, sá hann einig að ógerlegt var að Mér finnst það afrek hjá þeim þremenningum, Billy Gibons, Dusty Hill og Rube Beard, að koma nú með plötu á borð við El- iminator. Þetta er áttunda plata tríósins og hún skýtur öllum plöt- um þeirra, að Tres Hombres und- anskilinni (efasemdirnar hrann- ast þó upp um leið og þetta er ritað), aftur fyrir sig. Tempóið er allt miklu hraðara á Eliminator en flestum fyrri plöt- um ZZ Top og stundum örlar jafn- vel á danshúsatakti (og þá er átt við þennan neikvæða diskó-takt). Hann er hins vegar ekkert í vegi fyrir manni ef jákvæðu hliðarnar, sem eru ótal margar, eru dregnar fram í dagsljósið. Meira er í tón- listina lagt en áður og allt yfir- bragðið er þéttara en þó laust við alla bandaríska ofhleðslu. Útkom- an er sannkallað topp-stykki. Að tína til bestu lögin úr hópi þeirra ellefu, sem plötuna gista, er enginn hægðarleikur. Hún hefst á sannkölluðum þrumufleyg, Give Me All Your Lovin, og í kjölfar þess fylgir Got Me Under Pressure og í lok fyrri hliðar, I Got the Six. Síðari hliðin fer laglega af stað en endar í einu allsherjar „cre- scendo" með lokalögunum þremur. Kjörgripur er eina orðið sem nær yfir plötu á borð við þessa. snúa aftur til framleiðsluhátta fyrri tíma og honum var einnig ljós hættan sem steðjaði og steðj- ar stöðugt að kristnihaldi af þeim einstaklingum sem telja sig kristna, en hafa tileinkað sér og iðka aðeins „munnkristni" og einnig þeim sem játa kristni en afneita höfuð-dogmum kristins dóms og kirkju. Eliot gerði í raun- inni þá kröfu að kirkjan tæki ákveðna afstöðu til stríðandi afla samtímans. Hann segir m.a. að „ýmsir sem séu hvað ákveðnastir andstæðingar kristni, séu mörgum kristnum mönnum kristnari". Lágkristni og kristið lýðskruir átti ekki upp á pallborðið hjá hon um. Útþynning kenninganna velmeinandi mærðargutl hlau samskonar einkunn hjá Eliot 0| hjá Jóni Vídalín. Fyrsta útgáfan var endurprent uð nokkrum sinnum og vakti um ræður og deilur, þessi útgáfa ei mun fyllri, eins og áður segir ei hér prentað efni sem snertir rit gerðina og auk þess ágætur inn- gangur eftir David Edwards, sem endurmetur kenningar Eliots cg afstöðu manna til þeirra. Ritið átti vissulega erindi á sín- um tíma og eins og nú hagar á það fuitt'erindi til samtímans. * ;<> "< < •• Fyrirliggjandi í birgöastöð STANGA- Fjölbreyttar stæröir og þykktir Vinkiljárn I— Ferkantað járn ■ Flatjárn _ Sívalt járn # SINDRA AmSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 Fyrirliggjandi í birgöastöð Þykktir 2-50 mm.Ýmsar stæröir, m.a.: 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm 1500x6000 mm 1800x6000 mm 2000x6000 mm SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.