Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl 1983 37 George, John og Paul í Hamborg, þar sem þeir léku í kringum 1960. Teikning af Bítlunum eftir Fibben Hald. Búnaðarsamband Vestfjarða: Hátíðarkvöldvaka til heiðurs Guðmundi Inga Kristjánssyni Midhú.sum, U.júlí. SÍÐASTLIÐIÐ Tóstudagskvöld var hátíðarkvöldvaka á vegum Búnaðarsam- bands Vestfjarða í Króksfjarðarnesi til heiðurs Guðmundi Inga Kristjáns- syni. I*ar var honum fært að gjöf málverk sem listamaðuirnn Örlygur Sig- urðsson skóp af skáldinu og bóndanum Guðmundi Inga. að fara í bíó einu sinni á ári. Ein- staka sinnum kom Júlía í heim- sókn en annars hafði John fremur lítið af móður sinni að segja með- an hann var í bernsku. Hún fór að búa með manni og eignaðist með honum tvær dætur. Þegar John var kominn á ungl- ingsár urðu samskipti þeirra mæðgina nánari og John var tíður gestur á heimili hennar ásamt vinum sínum. Júlía var kát og fjörug og tók virkan þátt i áhuga- málum og uppátækjum strákanna. Þegar Mimi bannaði John að klæðast samkvæmt nýjustu rokk- tísku keypti Júlía föt á hann, sem uppfylltu kröfur hinnar nýjustu tísku, og geymdi þau fyrir hann. Á hverjum morgni kom John við heima hjá móður sinni áður en hann fór í skólann, og skipti um föt. Og það var Júlía, sem hvatti hann í fyrstu tilraunum hans til listsköpunar, í ljóðagerð og myndlist. John var óstýrilátur á unglings- árunum og átti jafnan í útistöðum við skólayfirvöld. Svo til daglega bárust kvartanir til Mimi, ýmist vegna slæmrar hegðunar eða slagsmála, og John fékk slæma út- reið á lokaprófi í skyldunáminu. Mimi tókst þó að fá hann innritað- an í listaskóla, enda hafði hann sýnt ótvíræða hæfileika i teikn- ingu. En sumarið 1957 hafði John Lennon hvorki áhuga á teikningu eða listum og raunar lét hann sér öll framtíðaráform í léttu rúmi liggja. Hans eina áhugamál var tískufyrirbrigðið bandariska, sem nú var að ná fótfestu í Englandi og gekk undir nafninu „rock and roll“. Mimi hafði gefið honum gít- ar, nokkuð sem hún átti eftir að sjá eftir næstu árin, og John eyddi nú öllum stundum við að glamra hljóma og syngja nýjustu slagar- ana. Mimi leist engan veginn á þessa þróun og sagði: „Það er í sjálfu sér ágætt að kunna á gítar, en þú byggir framtíð þína ekki á því.“ Duglegur og prúður nemandi Paul McCartney fékk tónlist- argáfuna í arf, gagnstætt því sem var um félaga hans Lennon. Á McCartney-heimilinu var mikið spilað og sungið og í ættinni voru margir sem höfðu framfæri sitt af hljóðfæraleik. Faðir Pauis, James (Jim) McCartney hafði verið pip- arsveinn fram að fertugu og kvöldum og helgum eyddi hann til að sinna áhugamálum sínum sem voru kvenfólk og jassmúsík. Hann stjórnaði eigin sveifluhljómsveit, „The Jim Mac Jazz Band“ og undi hag sínum hið besta. En síðan kynntist hann írskri, kaþólskri hjúkrunarkonu, Mary Patrica Mo- hin, og felldi hug til hennar. Þau giftu sig árið 1941 og skömmu síð- ar varð Mary ófrísk. í striðinu vann Jim í flugvélaverksmiðju og nóttina 18. júní 1942, þegar Mary fæddi sveinbarn, var hann á eld- varnavakt í verksmiðjunni vegna sprengjuárása Þjóðverja. Um morguninn, þegar Jim kom á sjúkrahúsið til að heiisa upp á Mary og nýfædda soninn fann hann skyndilega til gremju og saknaðar yfir því að hafa varpað frá sér hinu áhyggjulausa lífi pip- arsveinsins. Honum fannst lítið til þess koma að vera orðinn faðir og fannst drengurinn líta út eins og „hræðilegt rautt kjötstykki" eftir því sem haft var eftir honum af þessu tilefni. Þetta kvöld gekk hann heim til sín og grét en hann leika og tveimur árum síðar fædd- ist annar sonur, Michael. Fyrstu árin var McCartney- fjölskyldan á flakki úr einu hús- næðinu í annað en þegar Paul var 13 ára fluttu þau í húsið við Forth- lin Road í Allerton-hverfinu. Tæp- um tveimur kílómetrum í burtu, hinum megin við golfvöllir.n, bjó John Lennon hjá móðursystur sinni, Mimi, og hennar manni. Þetta var árið 1955 og Paul stund- aði nám í Liverpool Institute, besta gagnfræðaskólanum í borg- inni. Hann var duglegur nemandi og hegðaði sér yfirleitt óað- finnanlega. Næsta sumar fóru þeir bræður, Paul og Michael, í sumar-skátabúðir og þegar þeir komu aftur heim var móðir þeirra orðin alvarlega veik. Nokkrum vikum seinna var hún skorin upp við brjóstkrabba og lést skömmu síðar. Paul tók lát hennar nærri sér en bar sig þó karlmannlega. Þremur árum síðar sagði John Lennon eitt sinn við hann: „Hvernig geturðu setið þarna og verið eðlilegur þegar þú átt enga mömmu. Ef þetta kæmi fyrir mig yrði ég brjálaður." Skömmu síðar missti John einnig móður sína. Kvöld eitt, er hún var að koma út frá Mimi, varð hún fyrir bíl og lést samstundis. Paul fékk snemma áhuga á tón- list og eftir að rokkið kom héldu honum engin bönd. Jim keypti gít- ar handa honum og þótt Paul væri lítt hrifinn af þessu hljóðfæri í byrjun var hann fljótur að komast upp á lag með að leika á það, eftir að hafa snúið strengjunum við, en Paul var örvhentur og sneri git- arnum öfugt við það sem venjan var. Elvis og Everly Brothers voru fyrirmyndirnar og hann lærði lög þessara rokkstjarna nótu fyrir nótu. Auk þess tókst honum að líkja eftir rödd Little Richard svo vart mátti greina mun. Um leið og Paul gekk til liðs við hljómsveitina „The Quarrymen" tók áhrifa hans að gæta mjög í tónlist sveitarinnar og að flestra dómi til hins betra. En það kom líka fljótt upp ágreiningur því Paul vildi vanda betur til tónlist- arinnar en hinir sáu ástæðu til, auk þess sem hann stóð þeim framar hvað hæfileika snerti. Þetta varð til að sólógítarleikar- inn Eric Griffiths hætti fljótlega og skömmu síðar einnig þeir Pete Shotton og Ivan Vaughan, en sá fyrrnefndi hafði lengi verið nán- asti vinur John Lennons og Ivan hafði lengi verið góður kunningi Pauls. En eitthvað varð að láta undan og þeir urðu samrýndari, John og Paul, þótt ólíkir væru og nær tveggja ára aldursmunur. A næstu mánuðum urðu tíðar skipt- ingar á liðsmönnum hljómsveitar- innar, sem léku í kringum „kjarn- ann“, Lennon og McCartney, og þar á meðal var lítill og barna- legur pjakkur, sem dýrkaði John eins og guð. Hann hét George Harrison og hann átti eftir að ílengjast í hljómsveitinni. (Þýtt og endursagt/ Sv.G.) Garðar Halldórsson frá Hrís- hóli flutti Guðmundi Inga meist- araiega vel gert kvæði. Einnig orti Guðjón B. Gunnarsson bóni í Mýr- artungu ljóð til Guðmundar Inga sem ungar stúlkur sungu. Annars var dagskráin fjölþætt og margar ræður fluttar og svo frásagnir, en þær snertu flestar Búnaðarsam- bandið og Guðmund Inga. Guðmundur Ingi hefur verið farsæll formaður Búnaðarsam- bandsins í 36 ár og eiga sennilega flestir bændur jákvæðar minn- ingar frá samstarfi við hann. Á þessari kvöldvöku var Hjört- ur Sturlaugsson, Fagrahvammi, heiðrarður en hann hefur setið 40 aðalfundi Búnaðarsambandsins og var honum færð að gjöf hvít gæra sem allir búnaðarsambands- fulltrúar rituðu nöfn sín á ásamt þakklæti. Á þessari kvöldvöku voru afhent verðlaun fyrir snyrtimennsku í búskap en þau fengu Hríshóls-, Klukkufells- og Staðarhjónin. Þessir bæir eru allir í Reykhóla- sveit. Hinn nýkosni formaður búnað- arsambands Vestfjarða er Valdi- Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á 25. landsþingi Kvenfélag- asambands íslands: 25. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands haldið að Hrafna- gili í Eyjafirði dagana 11.—13. júní 1983 • ítrekar áskorun 23. landsþings KÍ frá 1979 um að menntamála- ráðherra og fjármálaráðherra beiti sér fyrir því að fé fáist á fjárlögum ríkisins til að for- stöðumaður Leiðbeiningastöðv- ar húsmæðra verði framvegis á Iaunaskrá ríkisins og njóti allra sömu réttinda og ríkisstarfs- menn. Landsþing Kvenfélagasam- bands íslans • lýsir ánægju sinni með það starfs, sem unnið hefur verið í fræðslumálum á vegum Kven- félagasambandsins (sbr. Hús- freyjan 2. tbl. 1982) en til þess að unnt verði að hrinda því í framkvæmd þarf að auka við starfslið sambandsins og tryggja til þess fjárveitingu á fjárlögum. • lýsir stuðningi sínum við sam- tök um Kvennaathvarfið, sem hefur tekið til starfa í Reykja- vík og er opið konum og börnum þeirra allsstaðar að af landinu. HÉRLENDIS dvelst nú ástralski predikarinn Tony Fitzgerald og kona hans Marylin. Munu þau hjónin dvelja hér um vikutíma, og verða haldnar fjórar samkomur með predikaranum í Fellaskóla, 14.—17. júlí. Samkomurnar hefj- ast allar kl. 20:30. Tony og Marylin dvelja hér á vegum samtakanna Trú og líf og í fréttatilkynningu frá samtökun- um segir að hjónin hafi áður mar Haukur Gíslason kennari og bóndi á Mýrum í Dýrafirði. Valdi- mar er fæddur 1934, var búfræði- kandidat frá Hvanneyri 1959 og ráðunautur hjá BúnaðarsambandT Austurlands frá 1959—63, hrepp- stjóri frá 1967 og kennari að Núpi í Dýrafirði frá 1972. Vestfirskir bændur bjóða Valdimar velkom- inn stil starfa. Tveir ráðunautar eru nú starfandi hjá Búnaðarsam- bandi Vestfjarða, þeir eru Þórar- inn Sveinsson og Sigurður Jarls- son. Stundum verður fréttaritari var við óþarfa hlédrægni hjá forystu- mönnum í félagsmálum, því að oft eru störf þannig að félagsmenn eiga erfitt að fylgjast með þeim nema í gegnum fjölmiðla. Stund- um eru menn barnslega hræddir við pólitík og fréttir af þessu eða hinu koma aðeins í ákveðnum fjöl- miðli, til dæmis var það aðgjör til- viljun að fréttaritari Mbl. vissi um þessa kvöldvöku og var hún þó opin öllum. Ef til vill eru menn ekki búnir að átta sig á því að öld sveitasímans er liðin og þeir ekki búnir að aðlaga sig hinni nýju tækni. — Sveinn. • hvetur aðildarfélög sín til að leita samstarfs við jafnréttis- nefndir í heimabyggð sinni, ef það hefur ekki þegar verið gert. • þakkar gagnlegar áminningar í sjónvarpi og hljóðvarpi varð- andi umferðarslys og varúðar- ráðstafanir, og væntir þess að enn verði aukin fræðsla til al- mennings í fjölmiðlum um ann- ars konar hættur, t.d. slys í heimahúsum o.þ.h. • beinir þeim eindregnu tilmæl- um til yfirvalda að auka á skipulagðan hátt fræðslu í skól- um og ríkisfjölmiðlum um skaðsemi áfengis- og fíkniefna. • álítur, að opinberir aðilar gæfu gott fordæmi með því að veita ekki áfenga drykki í veislum og móttöku á þeirra vegum. • skorar á sjónvarpið að flytja fræðsluþætti um matjurta- og skrúðgarðarækt. Einnig að halda áfram með fræðsluþætti um matargerð og heimilishald. • álítur fulla þörf á aukinni fræðslu í heimilisgarðrækt inn- an allra aðildarfélaga KÍ jafnt í matjurta- sem skrúðgarða- ræktun. Æskilegt væri að ráða garðyrkjuráðunaut til þeirra starfa. heimsótt landið og blessun hafi ávallt fylgt þeirra þjónustu í Guðs orði. Þar segir einnig að Tony Fitzgerald starfi nú að því að reisa nýja söfnuði ásamt öðrum sem hafa söfnuði Nýja testamentisins að fyrirmynd, og hann hafi víð- tæka þjónustu sem predikari um allan heim. Samkomur predikar- ans verða haldnar hvert kvóld í Fellaskóla í Breiðholti dagana 14.—17. júlí og hefjast kl. 20 30. Kvenfélagasamband íslands: Ríkið launi leið- beinanda húsmæðra Ástralskur prédikari held- ur samkomur hérlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.