Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 43 einustu fasteignasölu í bænum, kallar þú upp fasteignasölurásina og sérð á skerminum hvaða hús eru til sölu. Þetta hefur þegar átt sér stað í New York en þar getur þú ekki valið hvað þú vilt sjá, því umboðsmaður fasteigna velur það. Eftir nokkur ár verður þú far- inn að velja sjálfur með því að biðja um það sem þú vilt á lykla- borði sem tengt er við sjónvarpið þitt. Og þannig verður einnig hægt að nota myndplöturnar. En mögu- leikarnir eru meiri með kapalkerf- inu því kapalfyrirtækin munu hafa miklu fleiri upplýsingar til reiðu en myndplöturnar, sem þú verður með uppá hillu hjá þér. - 0 - Ef við lítum enn lengra inn í framtíðina, hvers vegna þá ekki að kalla upp þær myndir sem þú vilt sjá eða plötur sem þú vilt heyra í á nákvæmlega sama hátt. Eins og staðan er í dag eru kapalfyrirtæk- in ekki mjög trygg í sessi. Ef þau hafa ekki upp á nógu mikið að bjóða, kvarta viðskiptavinirnir og ef þeir bjóða upp á of mikið geta gæði efnisins ekki verið mikil. Og hvers vegna ættu kapalfyr- irtæki í framtíðinni ekki að eiga í myndasafni sínu efni fyrir ein- staklinga, sem geta kallað það upp að viid. Efnið verður þá sent með stórkostlegum hraða eftir kaplin- um, tekið upp á myndplötur hjá þeim sem bað um efnið og síðan spilað á venjulegum hraða í sjón- varpinu. Það þarf ekki að taka nema nokkrar sekúndur að senda hálftíma dagskrá með tónlist inn á heimilið og nokkrar mínútur að senda kvikmyndir í lit. Akio Morita, spámaður myndvæðingarinnar. - o - Kaplar opna einnig nýjar dyr fyrir myndbanka, myndverslun og myndöryggi. Þegar þú ert að heimsækja vini og kunningja, skil- ur þú eftir kvikmyndavél í gangi heima hjá þér og tengir hana við næstu lögreglustöð eða við heimili vina þinna þar sem þú ert staddur. Og sjónvarpsviðtal við banka- stjórann þinn má vel vera að sé hagstæðara en persónulegt viðtal. í Bandaríkjunum er dómari í rétti þegar farinn að fara yfir mál og dæma glæpamenn á meðan þeir eru í fangaklefunum sínum, þökk sé myndvæðingunni. Það sparar ferðakostnað og það kemur í veg fyrir flóttatilraunir fanga í flutn- ingum. Ef þú vilt versla í gegnum sjónvarpið þitt kallar þú aðeins upp næstu verslun í hverfinu þínu, biður þá um að sýna þér hvað þeir hafa á boðstólunum, kaupir það sem þig vantar, og sendir kredit- kortanúmerið þitt eftir kaplinum. Á endanum verður þú farinn að geta kosið í gegnum kapalsjónvarp með því að senda JÁ eða NEI á kjörstað. - 0 - Og hvað með að senda mynd- bandabréf með kapli? Fólk sendir þegar segulbandsspólur til vina úti í heimi. Það getur ekki gert það sama með myndböndin því löndin nota ólíka sjónvarps- og myndbandatækni. En nú er rétti tíminn fyrir ný sjónvarpsgæði og skýrari myndir. Ef heimurinn get- ur komið sér saman um að nota samskonar tækni, verður okkur gert kleift að senda samræður af myndbandi eða myndplötu með kapli. Til að spara tíma og pen- inga, verða samræðurnar sendar ofurhratt eftir kaplinum eins og í dæminu með myndasöfn kapalfyr- irtækjanna, þær teknar upp á hin- um endanum og sýndar að vild. Til að senda sjónvarpssamræð- ur þarftu auðvitað kvikmyndavél og upptökutæki. Þá verða þau sambyggð í eitt tæki sem verður ekki stærra en Super 8 mm kvik- myndatökuvélarnar eru í dag. Nokkur japönsk fyrirtæki hafa þegar hannað frumgerðir af kvikmyndavél og upptökutæki í einum pakka og kallar það „cam- corder". Það verður brátt til í verslunum í Bretlandi. Litlu myndböndin, sem þessi tæki nota, verður ódýrt að senda í pósti, ef þú ert ekkert að flýta þér, annars get- urðu notað kapaltenginguna, og sent efnið með ofurhraða til við- takandans. Það er ein uppfinning sem gerir allt þetta mögulegt, en það er leis- erinn. Myndplötuspilararnir sem þegar eru til sölu í Bretlandi hafa leisergeisla til að lesa af plötun- um. Nútíma kapaltengingar hafa í sér trefjaþræði, sem ljós er sent um í stað „gömlu" koparþráðanna. Einnig þær þurfa á leiser- geislanum að halda til að breyta rafboðum í ljós og öfugt. - 0 - Akiro Morita einn þeirra sem byggt hefur upp Sony-veldið í Jap- an eftir stríð og er enn stjórnar- formaður fyrirtækisins og besti almannatengslamaður þess, flýg- ur um heiminn og dregur upp úr pússi sínu rafmagnstæki eins og töframaður dregur upp kanínur úr hatti sínum. Morita er einnig nokkurskonar spámaður mynd- væðingarinnar. Hann hlakkar til þess dags, þegar hann ýtir á takka á sjónvarpi í Bretlandi og horfir á japanskar fréttir. „Eins og þegar Englendingar halda utan, munu þeir vilja horfa á fréttir að heim- an,“ bætir hann við. “En til að það verði mögulegt þurfum við sjón- varpsgervihnetti, kapla og betra sjónvarpskerfi sem verður það sama um allan heim. Og þessir hlutir verða ekki aðeins notaðir til skemmtunar því hvernig eigum við að hafa tíma til að horfa á 30 rásir með mismunandi dag- skrám?“ Morita vill líka hafa vaðið fyrir neðan sig. Hann leggur áherslu á að ef við eigum eftir að fara út í myndvæðinguna af alvöru, þá verðum við að nota trefjagler- þræði, sem ber ljós í köplunum. Það þýðir auðvitað að þá verði að nota leiser og hingað til hefur hann verið bæði fyrirferðarmikill og rándýr. „Þess vegna eru auglýsingar og kynningar á tölvustýrðum myndplötuspilurum svo nauðsyn- legar og merkilegar," segir Morita. „Þeir eru fyrstir sinnar tegundar, sem hafa í sér leiser. Almenningur er þegar farinn að nota þá án þess að vita hvað þeir eru. Fyrirtæki okkar framleiðir 10.000 tölvu- myndplötuspilara á mánuði sem hafa leiser í sér. Spilarinn kostar 400 pund í Japan. Rafiðnaðinum hefur loksins tekist að fjöldafram- leiða leisera, svo kostnaðurinn kemur til með áð hríðlækka. Þess vegna hvort sem ríkisstjórnum líkar betur eða verr, verður myndbandavæðingin á endanum til þess að unnt verður að senda allrahanda upplýsingar um allan heiminn í gegnum sjónvarp. Þýtt — ai fm * GEísIP H Sportblússur Aldrei glæsilegra úrval af sportblússum, buxum og skóm. Drengja- og herrastæröir. Taktu Philips feróa- útvarp meðútí sumarið og sólina Philips ferðatækin eru sómagóðir ferðafélagar og þú getur valið þér einn við þitt hæfi: Lítinn, ódýran og laufléttan með lang-, mið- og FM-bylgju; með- alstóran og stæðilegan með góðu út- varpi og kass- ettutæki, eða stóran og 20 watta , sterkan steríó- félaga með yfir 20 tökk- um til þess aö stjórna magnara kassettu tæki, há- tölurum og út- varpi. Philips D8634 Verð kr. 16.220,00 Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655 itMiikitMiiiiitiaMiiMiimiiMiimiiiMiiiiitiiiiiiitiiiiiiimitiiiiiiiinitiittii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.