Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983
39
hennar og sumir, sem voru í
nefndinni, eru ekki þingmenn
lengur. Fjárveitinganefnd er held-
ur ekki til. Forsetar Alþingis eru
ekki til. Þótt látið sé gott heita að
þingforsetar og fjárveitinganefnd
starfi milli þinga þótt það standist
ekki ströngustu kröfur þingskapa-
laga þá er fráleitt að slíkt geti
gerst eftir kosningar og stjórn-
arskipti þegar t.d. tveir af þremur
oddvitum löggjafarvaldsins, for-
seti sameinaðs þings og forseti
neðri deildar, eru orðnir æðstu
menn framkvæmdavaldsins. Lýð-
ræðisríki, sem byggir stjórnskip-
un sína á þrískiptingu valdsins,
getur ekki látið slíkt viðgangast
mánuðum saman ef það vill láta
taka sig alvarlega. Ef við hins veg-
ar lítum á stjórnkerfi okkar og
stjórnskipun sem ómerkilegt
formsatriði, sem engin ástæða sé
til þess að hafa í heiðri er merki-
legri annir kalla að; t.d. heyskapur
norður á Höllustöðum; þá skulum
við breyta bókstafnum — en
hvernig? Það nær ekki nokkurri
átt að ætla sér að byggja þjóðfélag
upp á leikreglum, sem æðstu trún-
aðarmenn þjóðarinnar telja sig
geta slett í góm að og fjölmiðlarn-
ir; samvizka þjóðarinnar; telja sér
bezt sæma að hafa ekki minnstu
hugmynd um. En hvar eru þá
mörkin á milli þess sem má, og
hins, sem ekki má? Hversu lengi
og langt duga okkur til afbötunar
góður vilji eða heyskaparannir
norður í Húnaþingi?
Mbl. á réttri leið
Morgunblaðið hefur með af-
stöðu sinni til sumarþinghalds og
ákvörðunarinnar um bókmennta-
verðlaunin skattfrjálsu vissulega
fjallað um viðkvæm efni, en um-
fjöllun blaðsins er hárrétt, yfir-
veguð og tímabær. f slíkri umfjöll-
un er ekki afstaða tekin til þeirra
einstaklinga persónulega, sem
hlut eiga að máli eða þeirra
áhugamála, sem verið er að þjóna.
Málið snýst um embættisfærslu,
sem ekki er í samræmi við reglur
og anda þeirrar stjórnskipunar,
sem við störfum eftir. Með því er
Mbl. að gegna skyldu sinni sem
fjölmiðill; aðhalds- og upplýsinga-
hlutverki sínu sem öflugasta blað
landsins. Mættu fleiri taka sér það
til fyrirmyndar — spyrja fyrst
hvort rétt og eðlilega sé að málun-
um staðið, en ekki hvort það er
Jón eða séra Jón sem á heldur —
hvort það var „minn" maður eða
„þinn“. Vonandi verður framhald
á þeirri hlutlægu afstöðu blaðsins
því það gæti orðið öðrum fjölmiðl-
um og opinberum fréttastofum
þarfur skóli.
En það breytir ekki því, að
brýna nauðsyn ber til þess að
koma á fót kennslu i fjölmiðlun
hér á landi þar sem m.a. sé veitt
fræðsla um undirstöðuatriði til
skilnings og þekkingarauka á
stjórnkerfi landsins og atvinnu-
háttum. Gömlu jálkarnir í blaða-
mannastétt, sem vegna persónu-
legrar reynslu í atvinnu- og þjóð-
málum voru nánast eins og gang-
andi alfræðiorðabækur, ýmist
hafa yfirgefið eða eru að yfirgefa
sviðið. Þá þekkingu, sem þeir
áunnu sér með reynslu, verður
yngri kynslóðin í flestum tilvikum
að fá með fræðslu og þá fræðslu
má ekki skorta. Fjölmiðlar gegna
of miklu hlutverki í daglegu lífi
þjóðarinnar til þess að svo megi
verða og nú þegar er þess of mikið
farið að gæta í umfjöllun fjöl-
miðla um atvinnumál og þjóðmál
að undirstöðuþekkingu skortir.
Byggi fjölmiðlarnir þjóðmála-
umfjöllun sína á þekkingu munu
ráðamenn neyðast til þess líka. Sá-
er máttur fjölmiðlanna.
Sighvatur Björgvinsson er einn af
forystumönnum Alþýðuflokksins
og fyrrverandi formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins.
Ferðamálaráð íslands:
Vill niðurfellingu gjald-
eyris- og flugvallarskatts
FERÐAMÁLARÁÐ íslands sam-
þykkti samhljóða á fundi sínum 1.
júlí sl. ályktun þar sem ráðið fagnar
þeirri fyrirætlun nýrrar ríkisstjórnar
að vinna að uppbyggingu ferðamála,
m.a. með stuðningi við starfsemi
Ferðamálaráðs. Einnig fagnar
Ferðamálaráð þeim hugmyndum
sem fram hafa komið um afnám
gjaldeyrisskatts og áform um að
lækka eða afnema flugvallarskatt.
Ályktunin verður send innan tíðar til
samgöngumálaráðherra og fjármála-
ráðherra til umfjöllunar.
í ályktun sem Ferðamálaráð
samþykkti nýlega, segir m.a. að
atvinnugrein ferðamála sé sívax-
andi þáttur í íslenskum þjóðar-
búskap og skili auknum tekjum til
þjóðarbúsins og er bent á það að á
sl. ári störfuðu rúmlega 4% ís-
lendinga, beint eða óbeint að
framkvæmd ferðamála og hlið-
argreinum þeirra. Einnig fagnar
Ferðamálaráð þeim hugmyndum
um að afnema gjaldeyrisskatt sem
á undanförnum árum hefur verið
innheimtur af ferðakostnaði ís-
lendinga.
í samtaii við Mbl. sagði Heimir
Hannesson, formaður Ferðamála-
ráðs að afnám gjaldeyrisskattsins
hafi lengi verið baráttumál ráðs-
ins og sá gjaldeyrisskattur sem
innheimtur hefur verið, striði
gegn alþjóðasamþykktum sem
gerðar hafa verið milli ríkis-
stjórna um að auðvelda á allan
hátt ferðalög milli landa. Einnig
er það álit Ferðamálaráðs að
gjaldeyrisskil verði betri ef aðeins
sé eitt sölugengi skráð á erlendum
gjaldmiðlum. Varðandi afnám eða
lækkun flugvallarskatts, sagði
Heimir að þessi skattur hefði ver-
ið með þeim hæstu er gerast í
heiminum og yfirleitt væri hann
innifalinn í fargjaldi en ekki inn-
heimtur sérstaklega. Hafi þetta
valdið mikilli gremju meðal
Heimir Hannesson, formaður Ferða-
málaráðs.
margra ferðamanna og þess séu
dæmi að erlendar ferðaskrifstofur
hafi með öllu hætt skipulagningu
og sölu íslandsferða vegna þessa
skatts.
Umhverfisnefnd Ferðamálaráðs
hefur einnig sent frá sér fyrstu
tillögur nefndarinnar um fjárveit-
ingar til umhverfismála á yfir-
standandi ári. Heimir sagði í því
sambandi að ráðið hefði ákveðið
að verja talsvert meiri fjármunum
til fyrirbyggjandi aðgerða um um-
gengni ferðastaða og þegar hefði
verið farið af stað með ýmsar
framkvæmdir s.s. merkingar o.fl.
Meðal verkefna Umhverfis-
nefndarinnar er uppsetning
kamra og hreinlætisaðstöðu víðs
vegar á landinu, s.s. í Þjórsárdal, á
Hornströndum og við Land-
mannalaugar. Einnig er fyrirhug-
uð gerð tjaldsvæðis í Flatey á
Breiðafirði og styrkur til Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga við gerð
tjaldsvæðis í Leyningshólum í
Saurbæjarhreppi. Auk þess verður
unnið að ýmsum lagfæringum á
öðrum ferðamannastöðum á land-
inu.
7
STRAXIDAG
skaltu tryggja þer íar í Stuðmanncrferðina
þann 20. júlí
og svo von'ann komi kagganum um borð.
Stuðmenn kynna nýja hljómplötu þann 20. júlí
- stinga svo aí með Eddunni um kvöldið og skemmta
sér og öðrum um borð í heila viku!
ALLT Á HREINU ?
FARSKIP
PÓSTHÓLF 814, TELEX 2034 REYKJAVÍK.