Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 13
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 45 — Friður með frelsi Hnötturinn eitt byggðarlag Við viljum frið — svo hljóð- ar upphaf ávarps sem friðar- hópur íslenskra kvenna í Reykjavík 1982 sendi frá sér til fjölmargra félagasamtaka og fjölmiðla. Það er rétt og hefur verið margítrekað á þessari ráðstefnu að við viljum frið og jafnframt viljum við leggja af mörkum það sem unnt er til að friður megi ríkja á heimsbyggðinni. Vert er að spyrja hvers vegna konur láta að sér kveða nú um friðarmál. Svarið er augljóst. Þær leikreglur sem gilda í stjórnmálaheiminum hafa leitt til þess að stríðsógn- in vofir yfir mannfólkinu og tortímingarhættan blasir við. Frammi fyrir þessari stað- reynd getur enginn varið fyrir sér að láta afskiptalaust. Þess vegna eru konur viða um heim reiðubúnar til aðgerða, sem gætu tryggt friðvænlega framtíð barna þeirra — eða réttara sagt að þeirra bíði ein- hver framtíð. Sterkir andpólar Enda þótt hnötturinn sé einn og mannkynið aðeins eitt eru samt mjög sterkar and- stæður í þessu sambýli. Norður-Suður, þar sem and- stæðurnar eru í hnotskurn saðning-sultur í Austur- Vestur, þar sem frelsi og mannréttindi — kúgun og ófrelsi mynda skarpar and- stæður og togstreita um hin pólitísku yfirráð kristallast í skefjalausum vígbúnaði. Sá „friður“ sem kallast að nú ríki í veröldinni byggir á jafnvægi sem er vægast sagt fallvalt. Hvað snertir andpól- ana Norður-Suður vegur það salt á því, að þeir sem sultur- inn herjar á hafa ekki aðgang að þekkingu til að brauðfæða sig og efnahagslegir múrar skilja þá frá Norðrinu, þar sem fjöldinn hefur í neyslu náð upp yfir nauðþurftir. Og hins vegar ríkir jafn- vægi óttans milli Austur- Vesturs, byggt á þeirri vitn- eskju, að hvorugur hefur afl til að knésetja hinn, en báðir þreyta ógnvekjandi vígbúnað- arkapphlaup sín á milli. Ef til vill mætti segja að meðan báðir vígbúast með sama hraða sé okkur borgið, það er eins konar jafnvægi. En það jafngildir að leika sér að eldi. Á hverri stundu getur neistinn fallið sem kveikir blosann, sprengjan fallið, ver- öldin orðið rúst og framtíð barnanna engin. Yfirþyrmandi verkefni Rétt er að spyrja hvernig friðsemdarhópur kvenna, rúmlega hundrað talsins sem sitja þessa ráðstefnu, getur komið inn í þá skelfilegu mynd sem dregin var og breytt henni til batnaðar. Verkefnin sem framundan hljóta að vera, eru yfirþyrm- andi og mörg hafa þegar verið rakin hér. Samt er rétt að glöggva sig enn á þeim. Ég set hér fram það sem kemur í huga mér og ræðst röð þeirra af því. 1. Ekki raska jafnvæginu sem telst ríkja með ógætilegum og vanhugsuðum athöfnum. 2. Stansa vígbúnaðarklukk- una með því að frysta sam- tímis alls staðar vígbúnað og framleiðslu kjarnorku- vopna. 3. Færa vísa klukkunnar aft- ur með því að koma á sam- komulagi allra aðila um gagnkvæma afvopnun. 4. Gera samkomulag um al- þjóðlegt eftirlit með þeirri afvopnun, þannig að jafn- vægi raskist ekki meðan d) Viðskipti séu frjáls og óþvinguð. 6. Gera okkur grein fyrir í hverju sérStaða íslands er fólgin og hver þess hlutur er í jafnvæginu í heimin- um. Ábyrgð okkar er mikil £• "nvart nágrönnum k..ar. Enginn er eyland, tnvel þó hann byggi eyju. Vettvangur samskipta Ávarp Bjargar Einarsdóttur á ráðstefnu um stofnun Friðarhreyf- ingar íslenskra kvenna mannkynið er að vinna sig frá skelfinu sinni. 5. Skapa skilyrði til að frið- arvilji dafni með því að: a) Állir njóti tjáningar- frelsis. b) Allir hafi óskert ferða- frelsi. c) Engar hindranir séu í vegi fyrir samskiptum þjóða í milli. Hér hefur verið stiklað á stóru á því sem kalla mætti aðalatriði eða upphafsatriði, margt af því hefur komið fram í öðrum framsöguerind- um hér sem hafa verið upplýs- andi og tilgangurinn er að vekja til umhugsunar. Ég hygg einmitt að þessi ráðstefna og aðdragandi hennar séu lýsandi fyrir hlut- verk friðarhreyfingar ís- lenskra kvenna. Éf frá er skil- in sú umræða sem fer fram innan vébanda íslensku þjóð- kirkjunnar undir forystu bisk- ups hennar, eru fáir staðir hér á landi, þar sem aðilar með ólík sjónarmið um friðar- og öryggismál hittast að stað- aldri og ræðast við. Það er einmitt deigla mann- legra samskipta og skoðana- skipta sem friðarhreyfing kvenna getur orðið ef vel er á haldið. Hvar skal hefjast handa Mitt hutverk hér skyldi vera að fjalla um hvaða verk- efni og vinnuaðferðir slík frið- arhreyfing ætti að viðhafa áleiðis að markmiðum sínum, sem eru meðal annars þau er ég rakti og ég leyfi mér að segja að fáir geti borið brigð- ur á að séu óhjákvæmileg. Hópar og einstaklingar sem sameinast um jafnháleitt markmið og að koma á friði í heiminum gæti hafist handa með eftirtöldum hætti. — Koma á auknum sam- skiptum milli fólks. — Standa að upplýs- ingastreymi um friðarstarf annars staðar. — Koma á ráðstefnum og umræðufundum. — Komast að samkomulagi um allar niðurstöður og álykt- anir. Sú þvingun sení felst í að bera fólk atkvæðum getur í þessu samhengi myndað kveikju að átökum og slík hreyfing snúist í andstæðu sína. — Hver hópur eða einstakl- ingur tali í eigin nafni. Eng- inn verði þvingaður til að láta nafn sitt við ályktun eða texta sem viðkomandi er ekki sam- mála. — Undirskriftasöfnun und- ir ávörp eða ályktanir sem slíkt samkomulag hefur náðst um er verkefni sem vel mætti sinna. — Styðja skal við að ís- lendingar hafi náið samstarf við nágrannaþjóðir sínar, þar sem lýðræðishefðir eru virtar. — Gæta þess að friðartal á vegum hreyfingarinnar verði ekki marklaust hjal sem dreg- ur athyglina frá alvöru dag- legra atburða. Víðtæk samstaða um varnir landsins Að lokum þetta. Hér á landi er afar víðtæk samstaða um varnir landsins í samvinnu við þjóðir sem við eigum margt sameiginlegt með. Sú sam- vinna er þáttur í „jafnvæginu" og sem ég fjallaði um í upp- hafi. Þessa samstöðu hljótum við er þessa friðarhreyfingu myndum að styðja því það er raunhæft friðarstarf. Við erum hér samankomnar af því að við erum sannfærðar um nauðsyn þess að raddir kvenna heyrist lífinu til fram- dráttar. Friðarhreyfingin er tæki til að láta þá rödd heyr- ast hér á landi. Og íslenska hreyfingin hefur sérstöðu að því leyti að hér sameinast konur frá ólíkum þjóðfélags- hópum, með mismunandi stjórnmálaskoðanir, frá kvennasamtökum, verkalýðs- hreyfingunni, þjóðkirkjunni og víðar að. Enda þótt hver og einn sé hér fyrst og fremst sem einstaklingur er bak- grunnurinn þessi. Þessi mikla breidd gerir starfið i Friðarhreyfingu ís- lenskra kvenna vandasamara en um leið — ef vel tekst til — vænlegra til áhrifa. J Landssamband sjálfstæðiskvenna «: Sótrún J*n»dóHir, Björg EínarsdóHir, Asdm J. Ralnar ÞAKMALNING SEM ENDIST má/ninghf , éOd i;};I IOIlI.JlfA J3 4 ) I “ I I ; í *'Lm J -jt U\9lV i lUltujn lt>/ IIIUUJ'I l • J ■> 4 !•» >vu >tov » » J»>i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.