Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl 1983 55 Frá mótmselunum gegn Sharon. Ariel Sharon, fyrrum varnarmála ráðherra. Amos Yaron, herforingi, sá eini sem sýndi merki iðrunar. ekki kveða á um afsögn hans, heldur Ariel Sharon. „Ég hef aldrei rekið vini mína og fer ekki að gera það nú,“ sagði Begin og vísaði til Sharon. Hann bætti því hins vegar einnig við, að óhugsandi væri að sniðganga úrskurð nefndarinnar, sem hann sjálfur hafði skipað. Merkileg yfirlýsing og einstæð í senn. Þegar skýrslan var gerð opinber og viðbrögð stjórnar Begin lágu fyrir: Sharon yrði ekki rekinn, heldur sæti hann áfram í ríkisstjórninni án ráðu- neytis, lýsti George P. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, því yfir, að ísraelar ættu skilið rós í hnappagatið fyrir af- stöðu sína. „Þetta er dæmi um lýðræði í reynd," sagði hann. Schultz sagði ennfremur, að sú stað- reynd, að ísraelar hefðu kveðið upp dóm yfir sjálfum sér á með- an hermenn þeirra væru enn úti á vígvöllunum, væri einsdæmi í veraldarsögunni. „Við (Bandaríkjamenn) gerð- um slíkt ekki eftir atburðina í My Lai,“ sagði Marshall Gold- man, prófessor við Harvard- háskóla. „Þjóðverjar gerðu aldr- ei neitt slíkt á eigin spýtur, né heldur Bretar. Það voru Israelar, sem fyrstir allra sýndu hugrekki til að leggja fram beinskeyttar spurningar og heiðarleika að draga fram í dagsljósið hrein og afdráttarlaus svör.“ Viðbrögðin við skýrslunni inn- anlands í ísrael urðu ekki síður athyglisverð en erlendis. And- stæðingar Sharon fylktu sér saman og héldu í mótmælagöng- ur og kröfðust afsagnar hans. Begin fékk einnig orð í eyra hjá göngumönnum og mótmælend- um, en minna bar á stuðnings- mönnum þessara tveggja áhrifa- mestu manna innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Á einu skilt- anna, sem borin voru í einni mótmælagöngunni gegn Sharon mátti lesa: „Hitler drap 6 millj- ónir gyðinga. Synd að þú skyldir ekki vera í þeim hópi“. Til átaka kom hvað eftir ann- að á milli stuðningsmanna tvímenninganna og andstæðinga þeirra og lét einn úr hópi þeirra síðarnefndu lífið þegar hand- sprengju var varpað inn í hóp manna. Blint Arabahatur ein- kenndi afstöðu margra stuðn- ingsmanna Sharon og Begin og þeir réttlættu atburðina í flótta- mannabúðunum á þeim forsend- um að verið væri að myrða fólk af óæðri kynstofni. Framburður þeirra ráða- manna ísraelshers, sem hlut áttu að máli, var um flest keim- líkur. Flestir báru þeir því við, að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir því, að þær hörmungar, sem raun b^r vitni, gætu átt sér stað er peir hleyptu Falangistum inn í flóttamannabúðirnar. Að- eins einn þeirra herforingja, sem kallaðir voru fyrir rannsóknar- nefndina, sýndi einhver merki iðrunar. Amos Yaron sagði í vitnis- burði sínum, að mistökin væru sök allra. „Allt kerfið sýndi ónæmi sitt og ég viðurkenni, að ég stóð mig ekki í stykkinu. Hvernig má það vera, að yfir- maður herdeildar, sem er á staðnum, gerir sér ekki grein fyrir því, að verið er að myrða 4—500, jafnvel þúsund manns, í næsta nágrenni við hann? Hvernig gat slíkt farið framhjá honum?“ Spurningum Yaron verður seint eða aldrei svarað. ísraelar hafa engu að síður viðurkennt sök sína og reyna ekki að draga dul á að afglöp herforingja í starfi, svo og skeytingarleysi annarra ráðamanna, sem hlut áttu að máli, eru lykillinn að ein- hverjum óhugnanlegustu fjölda- morðum sögunnar. — SSv. (Byggt á Time, Newsweek, Guardian, Daily Telegraph og Die Zeit.) Fermingarfræðsla að sumarlagi — eftirPétur Þorsteinsson Sigtuna, Svíþjóð, 30. júní. Oft hefur það sést á krökkum, sem eru um fermingaraldur, aö þau bera barmmerki, „ég hata skólann", á ensku auðvitad. Allt, sem tilheyrir skólanum er leiðin- iegt og lítt áhugavekjandi. Eitt af því, sem fer fram víða í skólum, er fermingarfræðsla safn- aðanna yfirleitt í umsjá viðkom- andi sóknarprests, þar sem leik- menn finnast ekki sem geta innt þessa fræöslu af hendi. Fær því kirkjan og jafnvel Kristur líka þann stimpil, að allt, sem tilheyrir fermingunni, sé eitt af því, er til- heyri skólanum og sé þar af leið- andi hundleiðinlegt og allt af sama sauðahúsinu. í sjálfu sér er erfitt fyrir fermingarfræðarann að nálgast fermingarbörnin nema einna helzt, þegar þau eru í skólanum. Það er eini staðurinn, þar sem þau safnast saman og því ágætt að geta fengið tækifæri til þess að hitta þau þar. Um annan stað er yfirleitt ekki að ræða. í þétt- býlli stöðum fer þó fermingar- fræðslan fram í kirkjunni, þar sem hún er í nálægð, og aðstaða er fyrir hendi til þess að hafa fermingarfræðsluna um hönd. Hér í Svíþjóð hafa kirkjunnar menn leitað eftir því meir upp á síðkastið að hvetja fermingar- börnin til þess að fermast að sumarlagi. Áð sumu leyti er það andsvar kirkjunnar við auknu atvinnuleysi, þar sem það er nánast útilokað fyrir krakkana að fá atvinnu að sumarlagi. Jafnvel þau, sem eru seytján ára og fengu vinnu í fyrrasumar, fá ekki vinnu nú í sumar, þar sem þau ganga fyrir, er verða sextán ára á þessu ári, og því eru ekki atvinnutækifæri fyrir alla, sem eru seytján ára. Skóladagar og bæjarvinna erlítt þekkt hér, þar sem fullorðnir eru látnir ganga fyrir um vinnu. Því er það kærkomið fyrir fermingarárganginn að geta ver- ið í viku til mánuð á námskeiði, þar sem fermingarfræðslan fer fram að mestu leyti. Þá hafa þau að einhverju að hverfa. Krakk- arnir eru fermdir einu ári síðar í Svíþjóð en heima á íslandi og því slæmt fyrir þetta gamlan ungl- ing að hafa ekkert að gera allt sumarið. Krakkarnir fá að ráða þvi á haustin, hvort þau fermast að vori eða sumri. Þau, sem fermast að sumri, sleppa við fermingar- fræðsluna að vetrinum. í sjálfu sér er fræðslan hin sama, jafnt vetur sem sumar, en í allt öðru umhverfi. í hópi frá Skellefteá, sem dvaldi uppi í fjalllendi um 12 daga skeið um miðsumarstíð, lögðu sóknarprestur og safnað- arþjónn á það áherzlu, að markmiðið með því að hverfa burtu úr bænum, væri ekki að- eins það, að nú væri unnt að tala yfir krökkunum í 12 daga sam- fellt og láta þau læra utanað sem mest. Heldur væri markmiðið það, að þau upplifðu saman sam- félag, sem gerði þau betur hæf til þess að lifa sem kristnir ein- staklingar á lífsleiðinni. Þarna sáu krakkarnir um morgunbæn- ir og kvöldbænir, undirbjuggu sunnudagsmessuna, þannig að það, sem þau voru að læra varð raunverulegt f.vrir þeim í reynd. Það hefur oft viljað brenna við, að svo og svo mikið væri lært utanbókar, en ekki tengt hinu daglega lífi, sem er þó það markmið, sem fermingarfræðsl- unni er ætlað. Þarna sáu krakk- arnir einnig um matargerð og allt annað, sem við þarf að hafa, þegar dvalið er fjarri heimili svo langa hríð. Að fagnaðarerindið holdgist í samskiptum hvert við annað í samveru sem þessari. Aðspurð sögðu krakkarnir, hvers vegna þau létu fermast frekar að sumri en vetri, voru svörin oftast á þann veg, að það væri svo margt, sem væri við að vera á veturna í skólanum. Fyrir utan hinn hefðbundna skóla- tíma, þá kæmu íþróttir, kóræf- ingar, tónlistarskólinn, æsku- lýðsfélagið, allir klúbbarnir o.s.frv. Það væri því tæpast nokkur tími til þess að fara i fermingarfræðslutíma i ofaná- lag við allt annað. Einnig fyndist þeim svona samvera miklu skemmtilegri en að mæta í skól- ann einn tíma í viku til þess að fá fræðsluna þar. Þarna hefðu þau upplifað margt, sem ekki gæfist tækifæri til innan veggja skólastofunnar og því hefðu þau eitthvað til að byggja á, sem þau hefðu reynt sjálf, en ekki með- tekið sem utanbókarlærdóm í skólanum. Reynt að slíta fermingar- fræðsluna sem mest úr tengslum við skólana t Svíþjóð fermast 2 börn af hverjum 3. Hafði þeim börnum fækkað að mun undanfarið, sem létu ferma sig, og jókst fjöldi ófermdra einnig eftir að aldur- inn var færður upp um eitt ár. En nú virðist vera komin kyrr- staða í afturkippinn. Um ástæðu þess sagði framkvæmdastjóri upplýsingamiðstöðvar sænsku kirkjunnar i Stokkhólmi, að það mætti þakka m.a. þeirri aukn- ingu, sem orðið hefði á sumar- fermingum. í ferðum, þar sem fermingar- barnahópurinn fer eitthvað sam- an, þá upplifðu krakkarnir ferm- ingarfræðsluna í allt öðru um- hverfi en í skólanum. í skólanum væri fermingarfræðslutíminn bara einn tíminn í viðbót við alla hina. Auk þess vissu krakkarnir það, að þau þurfi ekkert að læra undir tímana, þar sem ekkert próf er tekið í fermingarfræðsl- unni. Eins hitt, að það er enginn frá heimilinu, sem fylgist með því, að krakkinn læri heima, sem er þó hluti af ábyrgð foreldra og skírnarfræðslu heimilanna. En eftir að farið var að gera fermingarfræðsluna þannig úr garði m.a. með nýju lesefni, þá hefur þetta breytzt. Þar er gert ráð fyrir því, að fræðslan fari ekki fram í formi þurra fyrir- lestra og utanbókarlærdómi. Heldur að fræðarinn vinni með krökkunum að ákveðnum verk- efnum til þess að gera fræðsluna meira lifandi fyrir þeim. ftrek- aði framkvæmdastjórinn það, að fermingarfræðslan þyrfti að vera þannig úr garði gerð, að þeir, sem létu fermast, upplifðu fermingarundirbúninginn sem eitthvað skemmtilegt. Eitthvað, sem væri skapandi og unnið að í sameiningu til þess að kristin- dómurinn yrði lifandi fyrir þeim. Hann yrði ekki lifandi fyrir þeim í skólastofunni í formi yfirheyrslna og fyrir- lestra. Enda birtist líf kristins manns ekki í því að kunna sey- tján sálma utanað og 30 ritning- argreinar reiprennandi. Heldur að boðskapurinn yrði ljóslifandi í samfélaginu hvert með öðru. Væri það þessu að þakka einna helzt, að tekizt hefði að koma í veg fyrir fækkun þeirra sem létu fermast. Dvalið í fjalllendi við fermingarundirbúninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.