Morgunblaðið - 13.07.1983, Page 8

Morgunblaðið - 13.07.1983, Page 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Til áminningar fyrir dr Gunnlaug Þórðarson — eftir Halldór Kristjánsson í sambandi við ritgerð dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um áfengismál í Morgunblaðinu 29. júní langar mig til að benda hon- um og lesendum hans á nokkur atriði. Upphafsorð doktorsins eru þessi: „Það er óumdeilt, að vín og vínyrkja eru aflvakar menningar og lista vestrænna þjóða." Enda þótt þessi fullyrðing kynni að vera rétt er hún alls ekki óum- deild. Og ég fyrir mitt leyti vildi gjarnan sjá hvernig dr. Gunnlaug- ur rökstyður þessa kenningu að áfengið sé aflvaki menningar og lista. Það er víst orðið tímabært að benda mér, sjötugum mannin- um, á þær röksemdir. Dr. Gunnlaugur segir að áfengi sé gott meðal til að róa menn, hentugt svefnmeðal og flestu betra til sátta meðal manna. Hvers vegna skyldi vera sagt að menn verði „saupsáttir", þegar þeir láta hendur skipta og reyna að beita ofbeldi? Ætli það sé ekki vegna þess að þjóðin hafi talið sig hafa reynslu af slíku missætti, þar sem menn supu áfengi? Er nokkur svo lokaður fyrir umhverfi sínu að hann viti ekki um neitt missætti; voðaverk og óhæfu sem rekja verður til þess að menn neyttu áfengis? Dr. Gunnlaugur segir að með áfengi standi mönnum flestar dyr opnar og lýsir fagurlega gleði manna og þakklæti ef þeim sé gef- in vínflaska eða launaður greiði með henni. Kannske mætti svo minna hann á orðtak um að úti sé vinskapur þegar ölið er af könn- unni. Enn segir dr. Gunnlaugur að „vínlausan mannfagnað vanti alla uppljómun". Það er hans smekkur og því getum við auðvitað ekki breytt. En sem betur fer mun það vera minnihluti manna sem er svo háður áfengi að hann taki undir það að vínlausan mannfagnað vanti alla uppljómun. Svo talar Gunnlaugur um brúð- kaupið í Kana. Ekki geri ég ráð fyrir að neinn kunni að greina frá áfengismagni þess sem þar var drukkið. A hitt má minna að nú vita vísindamenn að áhrif léttra drykkja fara eftir því hvað menn halda sig hafa drukkið. Það koma fram „áfengisáhrif" ef menn halda sig hafa drukkið áfengi þó að svo hafi ekki verið. Ég mun ekki fjölyrða um þó að mér virðist dr. Gunnlaugur að nokkru rugla saman AA og SÁÁ. AA-samtökin hafa það að grund- vallarreglu að sækjast ekki eftir né þiggja opinberan fjárstyrk. Því þarf að búa til ný samtök ef AA- menn vilja reka stofnanir. Það voru AA-menn sem stofnuðu Bláa bandið og AA-menn hafa átt og eiga mikinn þátt í SÁÁ, en því má þó alls ekki rugla saman. „Árum saman hafa góðtemplar- ar barist gegn áfengisneyslu en án árangurs," segir dr. Gunnlaugur. Þetta er meiriháttar della og vegna þessarar fjarstæðu skrifa ég þessi orð. I janúarmánuði næsta vetur eru 100 ár frá því að fyrsta félag templara var stofnað hér á landi. Saga bindindis- og áfengismála síðan verður ekki rakin hér, en stundum hefur vissulega náðst verulegur árangur af bindindis- boðun á þeim tíma. Auðvitað er bindindishreyfingin alltof veik en samt hefur hún veruleg áhrif. Margþættar ástæð- ur liggja til þess að erfiðlega hefur gengið í þeim efnum víða um lönd. Þær ástæður eru að verulegu leyti sameiginlegar menningu þessarar aldar. Meðfram eiga þær rætur í lífsskoðun og trú og hve alvarlega menn taka líf sitt. En hér skal einkum bent á þá ógæfu að menn töldu sér trú um að áfengi væri ekki sérstaklega viðsjárvert fyrir venjulega, heilbrigða menn. Það væri einungis fólk með einhverja meðfædda þilun, sem ekki þyldi að venjast áfengi og hefði þvi ástæðu til að forðast það. Svo er að sjá sem dr. Gunnlaug- ur hallist að þeirri skoðun. Hann gerir jafnvel ráð fyrir því að allur sá fjöldi sem lendir í vandræðum vegna drykkjufýsnar „bregðist samfélaginu á einhvern annan hátt“, „muni lenda í einhverjum félagslegum vandræðum hvort eð er“. Þetta er einföld og þægileg af- greiðsla eins og mörg önnur hvatvísleg fásinna. Flestir munu þó vita ýms dæmi um fólk, sem er eða hefur verið vandræðamann- eskjur vegna drykkjuskapar, en er heilbrigt og farsælt þegar það heldur sig frá áfengi. Allir sem slíkt þekkja ættu að vera ónæmir fyrir kenningunni um meðfædda bilun sem hljóti að koma fram hvort eð er. Stundum finnst okkur að sér- fræðingar flæki mál umfram allar þarfir. Áfengi er vanabindandi eitur og á þann hátt sambærilegt við tóbak þrátt fyrir mismunandi áhrif. Menn verða háðir hvoru um sig, finnst að þeir þurfi þess að staðaldri. Sé alkóhólismi sjúk- dómur er nikótínismi það líka. Hvort sem það er nú eitthvað meðfætt eða ekki sem veldur því að þessi vanabindandi efni fá meira vald yfir einum en öðrum, virðist ekki skipta höfuðmáli. Hitt er kjarni málsins, að enginn v-erð- ur háður þessum efnum nema hann venji sig á þau. Hér verða ekki nefnd nein nöfn, en ég tel mig hafa þekkt til manna sem segja megi að „hafi brugðizt samfélaginu" vegna drykkjuskap- ar. Þar má nefna stjórnmála- menn, listamenn, verzlunarmenn o.s.frv. Auðvitað þekkjum við fólk sem segja má að hafi brugðizt þó að það neytti ekki áfengis. En það kemur ekki þessu máli við. Hér skiptir það máli, að engar líkur eru til þess að þorri þeirra sem brugðust vegna áfengisneyzlu hefði brugðizt að öðrum kosti. Því er ekki hægt að afgreiða málið með því að segja: „Þetta eru allt geðbilaðir aum- ingjar frá fæðingu. Þeir hefðu hlotið að bregðast hvort eð var. Þetta er ekki blessuðu áfenginu að kenna.“ Árangur af starfi góðtemplara er alltof lítill. Það er víst og satt. Þar ber margt til. Samt er sá árangur verulegur. Þeir eiga sinn Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli. „Er nokkur svo lokaður fyrir umhverfi sínu að hann viti ekki um neitt missætti, voðaverk og óhæfu sem rekja verður til þess að menn neyttu áfengis?“ þátt í því að meira en tíundi hluti þjóðarinnar er bindindismenn. Og þeir eiga vafalaust góðan þátt í því að fjöldi manns fer hóflegar með vín en ella væri. Grein Gunnlaugs var skrifuð vegna þeirra sem missa vald á drykkjufýsn sinni. Öll ástæða er til að gefa gaum að þeim og þeirra málum. En þó að til væri örugg lækning fyrir þá alla væri eftir sem áður þörf fyrir bindindis- hreyfingu því að svo slæm áhrif hefur áfengisneyzla þeirra sem ekki eru orðnir áfengissjúklingar. En nú skal nema staðar. Höfundur greinarinnar, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, hefur verið í forystusveit íslenzkra góð- templara um árabil. *m v%rar /, I ctug krö|i ~ i siit láila ig«-«t Sænsk blöð hafa skrifað allmikið um mál Pudasar. Svipmynd frá Sergelstorgi — eftir Jakob S. Jónsson í miðbæ Stokkhólms, niðri á Sergelstorgi, færist allt mannlíf í aukana á vorin. Vetrarsvipnum sleppir af fólki, það verður brosmildara, klæðist léttari föt- um og sumir taka jafnvel upp á því að spila og syngja. Enn aðrir mótmæla einhverju eða berjast fyrir góðu málefni og þeim fjölg- ar líka á Sergelstorgi á vorin. Og svo eru þeir sem eiga ekkert er- indi niður í bæ annað en það að sleikja vorsólina og horfa svona dálítið áhugalaust á þá, sem hafa einhverjum erindum að sinna. Niðri á Sergelstorgi er þó einn maður sem hefur dvalið þar frá því í vetur. Hann á erindi þar, og það af alvarlegra taginu. Hann er ekki á Sergelstorgi til að frelsa heiminn eða boða nýtt fagnaðarerindi. Hann er að berj- ast fyrir afkomumöguleikum sínum og fjölskyldu sinnar, og sú barátta hefur átt sér stað síðan í ágústmánuði 1981, eða í tæp tvö ár. Þetta er Folke Pudas, og mál hans er sorglegt dæmi þess hvernig skrifborðspólitíkusar og embættismenn geta misnotað aðstöðu sína og rænt fólk liís- afkomu — eins og komist hefur verið að orði um þetta mál hér í Svíþjóð. Fyrir þremur árum óku þeir Folke Pudas liggur í kassanum sínum á Sergelstorgi og berst fyrir afkomu sinni og fjölskyldu sinnar, en ennþá hafa yfirvöld daufheyrst við kröfum hans. Ljósm.: — jsj. Folke Pudas og Bengt, sonur hans, leigubifreið samkvæmt ákveðnu sérleyfi. Akstursleiðin liggur að segja má utan við heiminn, lengst norður í Norr- landi, en skipti vitaskuld máli fyrir fólk, sem þar bjó, og þá ekki síður þá feðga. Yfirvöld um- ferðarmála í léninu ákváðu sumarið 1980 að afturkalla ann- að sérleyfi á annarri aksturleið, og þar með var boltinn byrjaður að rúlla. í rauninni hefði þessi ákvörð- un umferðaryfirvalda í Norr- botten aldrei þurft að koma Folke Pudas hið minnsta við. Hann hafði engra hagsmuna að gæta þótt umferðaryfirvöld legðu niður þessa ákveðnu akst- ursleið. En bílstjórinn, sem hafði það sérleyfi með höndum, fór fram á að fá leyfi Folke Pudas í stað þess, sem nú hafði verið frá honum tekið. Sá bílstjóri átti langferðabíl, og það hafði lengi verið draumur umferðaryfir- valda að sjá rútu aka leið Pudas- ar, en ekki lítinn sjö manna leigubíl eins og þann sem Pudas ók. „Vondur kall, Rasjón", segir biskupinn í Kristnihaldi Hall- dórs Laxness, og víst er, að yfir- völd umferðarmála í Norr- botten-Iéni létu Rasjón kallinn ráða ferðinni, þegar gengið var að kröfu bílstjórans, sem átti sérleyfið sem leggja skyldi niður. Það var gengið að hans kröfu, án þess að Folke Pudas fengi nokkra vitneskju þar um, fyrr en það var orðið of seint. Þá lagðist Pudas í svefnpokann sinn í fyrrahaust fyrir utan skrifstofur hins opinbera í Övertorneá. í Norrbotten og lá þar án matar í rúman mánuð. Árangurslaust. í byrjun þessa árs lagðist Pud- as svo niður í kassann sinn á Sergelstorgi, beint fyrir utan sænska þinghúsið og hóf mót- mælasvelti sitt. Hann beindi þeirri kröfu til samgönguráð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.