Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Komdu vid á kjötmarkaðinum Leiklist Jóhann Hjálmarsson Stúdentaleikhúsið: REYKJAVÍKURBLÚS. Samantekt: Benóný Ægisson og Magnea J. Matthíasdóttir. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Tónlist: Benóný Ægisson og Kjartan Ólafsson. Undirleikari: Kjartan Ólafsson. Leikmynd: Guðný Björk Rich- ardsdóttir. Ljósamaður: Agúst Pétursson. Leikhljóð: Einar Bergmundur. Reykjavíkurblús er eins og nafnið bendir til dagskrá um Reykjavík. Það er Reykjavík erf- iðleikanna sem birtist okkur í Stúdentaleikhúsinu. Fólk er eins og löngum áður að streða og strita, einkum upptekið við að byKgja og það sem amar að er meira en lítið. Við fáum að kynnast manninum sem byggði Breiðholtið og fleira fólki og yf- irleitt er þetta fólk síður en svo ánægt með hlutskipti sitt. Borg- in og allt sem henni fylgir er plága. Benóný Ægisson og Magnea J. Matthíasdóttir bjóða semsagt ekki upp á fjölbreytta dagskrá frá Reykjavík. Þau hafa gluggað í nokkrar bækur og tínt úr þeim fremur dapurlegar myndir borg- arlífsins. Meðal höfunda eru þau sjálf, Einar Ólafsson, Norma E. Samúelsdóttir, Birgir Svan Sím- onarson, Ólafur Sveinsson og Sigurður Pálsson. Sigurður kem- ur reyndar fram í eigin pt.sónu og flytur ljóð sitt um nóttina. Það var helst þá sem dagskráin fór að fá á sig mynd skáldskap- ar, en maðurinn var vitanlega rekinn af sviðinu fljótlega. Benóný Ægisson yrkir í anda kabarettsins og virðist dæmi- gerður kabarettmaður. Þannig hefst til dæmis ljóð hans Kjöt- markaðurinn: ef þú situr aleinn heima ekkert gott í sjónvarpinu ef makinn er að gera þig galinn geristu leiður og lúinn langar samt ekki í hátt komdu þá við á kjötmarkaðinum og kræktu þér í feitan drátt Flutningur þeirra sýnishorna Reykjavíkurskáldskapar sem þau Benóný og Magnea buðu REYKJAVÍKURý uppá tókst vel hjá Stúdenta- leikhúsinu. Það var líf og fjör. Þau sem komu fram voru Ari Matthíasson, Edda Arnljótsdótt- ir, Guðríður Ragnarsdóttir, Magnús Ragnarsson, Soffía Karlsdóttir og Stefán Jónsson. Pétur Einarsson leikstýrði þessu fólki með þeim hætti að túlkunin bar yfirleitt skáldskapinn ofur- liði, skáldskapurinn drukknaði í leikrænni tjáningu. En nokkur dæmi voru um hið gagnstæða. Misgott hliðarspor frá snillingi Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Local Hero Kvikmyndatónlist eftir Mark Knopfler Vertigo Eins og fer fyrir öllum snillingum innan poppsins þá endar alltaf með því að þeir reyna fyrir sér utan þess sviðs sem þeir eru þekktir á. Um þetta eru til fjölmörg dæmi og eitt það nýjasta er platan Local Hero. Á henni er að finna tónlist sem samin er af höfuðpaur Dire Straits, Mark Knopfler. Misjafnlega hefur mönnum tek- ist upp og er þá í flestum tilfellum um algert „flopp“ að ræða eða meiriháttar velgengni. En til er að þetta fari saman, að nokkru leyti, LocalHerq og er Local Hero gott dæmi um slíkt. Tónlistin sem á plötunni er, er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að falla að myndrænni túlkun. Og eins og vænta mátti er hún því marki brennd. Til dæmis er litla brú að finna á milli einstakra laga, tónlistarlega. Þetta skapar sundurleysi, en það sem heldur Local Hero saman er að yfirbragð hennar er mjög rólegt. Þá er komið að tónlistinni sjálfri. Hún er á köflum hreinasta gull og þess á milli er að finna hluti sem eru ekki neitt neitt, að minnsta kosti að myndinni óséðri. Hvað gott er og slæmt skal hver og einn segja til um fyrir sig, en dæmi um drasl má nefna fyrsta lag plötunnar. En eftir að hafa brennt sig á því að fúlsa við plötu með kvikmynda- tónlist sem reyndist vera afbragðs góð, eftir ac. myndin hafði verið barin augum, þá er best að segja sem minnst. En eins og stendur þá skemmir margt fyrir því að hér sé á ferð- inni hreinn úrvalsgripur. Upp á móti koma svo lög eins og „Going home: Theme of the Local Hero“, sem er eitt eigulegasta lag ársins. Að verða gamall Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Kære Börn og Börnebörn, en anto- logi. Ritstýrt af K.E. Herman. Útg. Lindhardt og Ringhof. Aldraðir segja hinum ungu, hvernig er að vera gamall — og verða gamall. Sérstæð bók og efni hennar mjög svo áhugavert, þótt velta megi fyrir sér ótal mörgu sem ekki eru gerð þar nein víðhlít- andi skil. Fæstir skynja þegar ald- urinn færist yfir þá, sjaldnast kemur ellin rétt eins og hendi sé veifað, hún læðist að mönnum smátt og smátt, skerðir andlega og líkamlega orku smátt og smátt. Það er mikið í tízku að tala um að kenna fólki að búa sig undir ellina, það vill í reynd verða misbrestur á að skilgreina hvað eiginlega sé átt við með því. Halda föndurnám- skeið fyrir fólk þegar það nær 65 ára aldri, kenna því að hnýta net þegar það er 67 ára eða kemur ell- in kannski óforvarandis, þegar mönnum er sparkað út af atvinnu- markaðnum sjötugum, sumir í all- sæmilegum blóma lífs, aðrir hafa verið krankir nánast alla ævi. I morgunútvarpi á dögunum heyrði ég einhvern vera að tala um ellina og afa- og ömmu-rómantíkina — litlu börnin með stjörnur í augum sitja við hné öldungs eða gamallar konu við rokkinn og hlýða heilluð á ævintýri og sögur. Hefur ekki ömmu- og afa-myndin breytzt eins og annað í þjóðfélaginu. Nú þykir það svo sem litlum tíðindum sæta þótt fólk verði afar og ömmur langt innan við fimmtugt. En þessar frásagnir eiga að segja okkur um hugsanir þeirra sem hafa sætt sig við þá hugsun að þeir eru orðnir gamlir, þótt ekki sé þar með sagt að þeir hafi allir sætt sig við hlutskipti sitt. Það er öldungis annað mál. Tóninn í frásögnunum er ákaf- lega misjafn. í fyrstu þeirra segir 87 ára gömul kona jákvæða og fal- lega sögu um gott líf sitt, elsku barna og barnabarna, annars staðar hreytir önnur eldri kona út úr sér kuldalega: „Hver hefur eig- inlega sagt þetta rugl að eldast með yndisþokka?" Þessi bók er þrátt fyrir ýmsa augljósa vankanta og takmarkan- ir líkleg til skilningsauka. Og hún er mannbætandi. Innihaldslaust popp Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Modern Romance Trick of the light WEA Satt best að segja þá veit ég ekki alveg hvernig á að skrifa um plötuna „Trick of the light“ með Modern Romance. Fyrir nokkru síðan þá dillaði ég mér eftir og hafði mjög garaan af laginu „Best years of our lives“. Þá var lagið að finna á safnplötu, sem fjallað hefur verið um hér og þá vonaðist ég eftir ein- hverju meiru skemmilegu frá Mo- dern Romance. En eftir að hafa hlustað nokkr- um sinnum á stóru plötuna, sem barst skömmu seinna upp í hend- urnar þá féll mér allur ketill í eld. Blásturinn sem hafði gert áður- nefnt lag svo skemmtilegt er út- færður á eins bjánalegan hátt og hugsast mátti og árangurinn er t.d. að finna í laginu „Cherry pink and apple blossom". Eða, lagið gæti sómað sér vel sem eitt af þeim lögum sem spiluð eru í keppni í S-Amerískum dönsum. En hvað með það. Tónlistin er undir áhrifum frá suðuramerískri tónlist. Slík er allt í lagi, eða svo lengi sem menn halda sig við áhrifin. En áhrifavaldurinn er ekki sterkari en það að á köflum gleymist hann og innihaldslaust popp ræður ríkjum. Við þetta verður engu bætt. Platan er afskaplega lítilfjörleg svo lengi sem kröfurnar eru engar. Hinsvegar má ekki gleyma þeim hópi sem farinn er af léttasta skeiðinu og lætur hugleiðingar um tónlist dagsins í dag lönd og leið. Þessi hópur mætti eflaust eitt- hvert gaman hafa af plötunni, að minnsta kosti er ekki kastað til hennar höndunum. KRISTIÐ SAMFÉLAG Siglaugur Brynleifsson T.S. Eliot: The Idea of a Christian Society and Other Writings. Second Edition. With an Introduc- tion by David Edwards. Faber and Faber 1982. Þetta er önnur prentun fyrir- lestra, sem Eliot hélt í Cambridge í marsmánuði 1939 og voru síðan gefnir út með smá breytingum og viðbótum í október sama ár. Hér eru fyrirlestrarnir endurprentaðir ásamt athugasemdum höfundar og auk þess greinar sem varða fyrirlestrana, útvarpserindi og gagnrýni ásamt svargreinum höf- undar við gagnrýni. Kveikjan að þessum fyrirlestr- um voru atburðirnir 1938, þegar Chamberlain kom heim frá Munchen og taldi sig hafa tryggt friðinn með uppgjöf fyrir Hitler og fórnaði þar með Tékkóslóvakíu. Þpssir atburðir höfðu djúj)_áhri_f_á Eliot, svo djúp að hann tók að ef- ast um „gildi menningarinnar ... Við áttum enga fullvissu eða trú sem mátti skáka gegn hugmynd- um andstæðinganna. Var gildis- mat okkar bundið við bankasam- steypur, tryggingarfélög og iðnað- arsamsteypur?" Skoðanir Eliots á ensku samfélagi tóku að mótast til ákveðinnar áttar snemma á fjórða áratugnum, hann fann ekki það gildismat, sem hann taldi nauð- synlegt til þess að einstaklingur- inn mætti þroskast, né ákveðna uppbyggilega stefnu meðal áhrifa- manna í pólitík og menningarefn- um. Honum ógnaðist veraldar- hyggjan og taldi „pluralisma" samfélagsins leiða til aukinnar efnishyggju. „Eftir því sem sam- félagið iðnvæðist eftir því aukast áhrifin af heimspeki efnishyggj- unnar, og því lengra sem llður verða áhrifin magnaðri og afdrifa- ríkari. Bretland iðnvæddist fyrr öðrum löndum. Óheft iðnvæðing mótar menn og konur — af öllum stéttum, sker sundur allt samband við menningu fortíðarinnart sljtur tengslin við trúarbrögð og kirkju og eykur líkurnar á múghyggju, mefr öðrum orðum, skapar múg. Og múgurinn er sjálfum sér líkur þótt hann búi í vönduðum híbýl- um, neyti góðrar fæðu, sé vel klæddur og agaður" (að nauðsyn samfélagsins). Eliot leit ti liðinna tíma sem tíma meiri verðmæta og sannara gildis, það voru einnig tímar allt annarra framleiðsluhátta, tímar kyrrstæðara samfélags sem var mótað af erfðastéttum og kirkju, klassískri menntun og menningar- erfðum. Veraldarhyggja og efnis- legar framfarir án kristinsdóms voru í hans augum bein leið til glötunar allra menningarverð- mæta, leiðin til barbarismans. Sú skoðun hans að samningarn- ir í Múnchen 1938 hafi vottað hina rotnu innviði guðlauss samfélags reyndist ekki rétt þegar kom fram á næsta ár. Þjóðleg samkennd Englendinga og kristnar lífsskoð- anir, sem mótað höfðu samfélagið um aldir, máttu sín meira en hann áleit Því kyeður _við annan tón í, samantektum hans eftir septem- ber 1939. Þessi ritgerð sætti talsverðri gagnrýni þegar hún kom út, ýms- um leist heldur illa á það að auka áhrif og völd kirkjunnar gegnum skólakerfið og með aðstoð krist- inna manna og hópa, sem gegndu hlutverki „pólitískra sella" (Spender). Höfundurinn getur þess að „skoðanir sínar hafi mótast í það form, sem þær birtast í hér, m.a. við samræður og að nokkru af lestri rits Christopher Dawsons: Beyond Politics — og rits Middleston Murrays: The Price of Leadership". Einnig virðist Jacqu- es Maritain hafa haft nokkur áhrif á Eliot eins og svo marga aðra fyrr og síðar með ritinu „True Humanism" sem kom út á ensku 1938. Þessi rit áttu sinn þátt í ákvörðun Eliots að birta hug- renningar sínar. Eliot taldi að enska biskupa- kirkjan og hópar kristinna leik- manna „community of Christians" skyldu móta kristna meðvitund meðal þjóðarinnar og vera stjórn- völdum aðhald varðandi frávik frá þeim leikreglum sem mótast af kristnum siðareglum og kenni- setningum (dogmum) hina opin-j beraða sannieika kristins dóms. Til þess að svo gæti orðið, varð kirkjan að vinna að því að gera öllum ljósan fagnaðarboðskapinn sem tilgang og inntak mannlegrar tilveru þessa heims og annars. Eliot ver talsverðum hluta rit- gerðarinnar til þess að fjalla um ríki og kirkju og telur að þjóð- kirkja sé heppilegasta lausnin, þar sem valdsvið kirkjunnar í skóla- málum og öllum þeim málum sem varða siðgæði, sé bundið kristnum dogmum eða kennisetningum og hann leggur mikla áherslu á nauð- syn sjálfstæðis kirkjunnar gagn- vart ríkisvaldinu og einnig á að jafnvægi haldist milli þessara að- ila, en að stefna beggja byggist á dogmum og að þær marki leiðina til fyllra og sannara mannlffs. Eliot talar um að kristnin sé önd- verð veraldarhyggju og efnis- hyggju hvað varðar afstöðuna til náttúrunnar, hann telur að gróða- og framfarahyggja leiði og hafi þegar leitt (1938) til afskræm- ingar og eyðileggingar náttúrlegs umhverfis og að stöðugt sé gengið á náttúrulegar auðlindir, sem hljóti að hefna sín grimmilega. „Röng afstaða til náttúru og um- hverfis er einnig röng gagnvart Guði.f . 'j* ■ ííj ; i i • '"■iii h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.