Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 47 Ljósmynd þessi er tekin áriö 1905 í London og sýnir par sem sýnt var á fjölleíkahúsum. Hún, dvergurinn, hét Chíquita og var tuttugu og fjögurra ára, 70 sm á hæð. Hann, risinn, hét Machnof, tuttugu og þriggja ára og 2 metrar 85 sentimetrar á hæð, 172 kílóa þungur. Sagt var að risinn borðaði daglega 30 egg, 3,5 kíló af kjöti, tvö og hálft kíló af grænmeti og tvö og hálft kfló af brauði. Þessu skolaði hann niöur með þrem lítrum af bjór og öðru eins af tei. Ekki er getið um matseöil Chiquitu. Mynd þessi sýnir De los Prujillos aðalkennara reiöskólans í Zarzuela hjá Madrid á Spáni. Hann situr þarna hestinn niður moldarbarð, sem er nærri lóðrétt, 12 metra hátt. Frægir Síamstvíburar, systurnar Rósa og Josepha Blazek. Ljósmyndin er tekin í Berlín áriö 1910 en þar voru systurnar til sýnis í frægum næturklúbb. Rósa Blazek heldur þarna á litlum syni sínum. Þekktur austurrískur veiðimaður gekkst við barninu. Jos- epha horfir á, en menn veltu því fyrir sér í þá daga hvað hún hefði veriö aö gera á ástafundum Rósu og veiðimannsins. Náttúran hefir verið örlát við þennan araba. Teljið fingur og tær. Á hægri hendi eru sex fingur, á vinstri sjö. Sjö tær eru á hvorum fæti. Myndin var tekin í nóvember 1933. Framfærsluvísitala hækkaði um 13,9% andi kynslóðir geti lifað í heimi friðar og frelsis. Varðveisla hinna íslensku þjóðbúninga var talið of brýnt erindi til þess að búa við fjár- svelti, þar er mikið verkefni framundan sem ekki getur beðið lengur og skora konur eindregið á Alþingi að veita þessu mikla verkefni, verndun þessa þjóðar- arfs, fastan árlegan fjárstyrk. Þingfulltrúar samþykktu áskorun á ríkisstjórn Islands að hraða undirbúningi samfellds líf- eyrisk^rfis (yi;if all^ ^pdsmejnn, þannig að lífeyriskerfið tryggi öllu fólki sömu réttindi. Mörg önnur mál voru rædd og bíða úrvinnslu nýrrar stjórnar, en hana skipa: María Pétursdótt- ir formaður, Stefanía María Pét- ursdóttir varaformaður, Sólveig Alda Pétursdóttir ritari. Vara- stjórn skipa: Helga Guðmunds- dóttir, Unnur Schram Ágústs- dóttir og Þórunn Eiríksdóttir. Ályktað var um nokkur áhuga- mál kvenfélagasambandsins, sem birtar eru í sérfrétt. M.a. var eftirfarandi samþykkt gerð: 25, , landsþing Kvenfélagasambands íslands, haldið að Hrafnagili í Eyjafirði dagana 11.—13. júní 1983, lýsir ánægju sinni með að nú skipar sæti menntamálaráð- herra kona, sem árum saman hefur unnið ómetanleg störf fyrir Kvenfélagasamband ís- lands. Væntir sambandið góðs af störfum hennar. Einnig lýsir landsþingið ánægju sinni yfir því hvað konum á Alþingi og í bæj- ar- og sveitarstjórnum hefur fjölgað og vonar að framhald verði á þeirri þróun. HAGSTOFA Islands hefur reiknað út hækkun fram- færsluvísitölu á tímabilinu frá maíbyrjun til júlíbyrjunar og reyndist hún hafa hækkað um 13,9%, eða úr 9.679 stig- um í 11.024 stig,,, , Ef þessi tveggja mánaða hækk- un framfærsluvísitölunnar er framreiknuð næstu tólf mánuði kemur út um 118,3% árshækkun. Þess má geta, að hækkun lánskjaravísitölu á sama t mabili er um 13,86%, eða úr 606 st'gum í 690. iíuiniti ui'soi jv njnii| iv ,j;nru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.