Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 53 Lánstraust okkar er ekki upp á þaö bezta LÁNSTRAUST íslendinga er frekar slæmt og versnaói nokkuð á síðasta vetri, samkvæmt upplýsingum, sem koma fram í nýjasta hefti tímaritsins Frjálsrar verzlunar, en blaðið byggir upplýsingar sínar á könnun tíma- ritsins „Institutional Investor“. Aðeins tvö lönd í Vestur-Evrópu njóta minna lánstrausts en ísland, það eru Portúgal og Tyrkland. Á lista tímaritsins, þar sem eru 107 lönd, er ísland í 39. sæti og hefur reyndar hækkað upp um tvö sæti frá síðustu könnun, en gefn- um stigum hefur hins vegar fækk- að um 2,8. Institutional Investor gerir þessa könnun á lánstrausti þjóða tvisvar á ári. Allt að 100 leiðandi bankar á alþjóðamarkaði taka þátt í könnun blaðsins. Þeir gefa löndunum stig frá núlli upp í 100, þar sem hæsta talan er gefin því landi, sem bankinn telur að minnstar likur séu á að standi við greiðsluskuldbindingar sínar. Norsk Data kaupir Dietz SAMNINGUR hefur verið undirri- taður millí norska tölvufyrirtækisins Norsk Data og vestur-þýzka tölvuf- yrirtækisins Dietz, sem gerir ráð fyrir að Norsk Data kaupi um 80% hlutafjár í Dietz fyrir 5 milljónir vestur-þýzkra marka. Rolf Skar, forstjóri Norsk Data, sagði á fundi með blaðamönnum, að þessi kaup myndu styrkja Norsk Data verulega á markaði í Þýzkalandi og reyndar almennt í Evrópu. Samningurinn gerir síðan ráð fyrir, að Norsk Data muni á næstu fjórum árum kaupa þau 20%, sem á vantar. voru miklu meiri en viðbótarút- gjöldin," segir Carlson. Þá kemur fram í viðtalinu við Carlson, að stóraukin fjöldi far- þega er greiða fullt fargjald, hafi gert félaginu kleift að bjóða meira af ódýrum fargjöldum fyrir þá sem þau kjósa, en félagið hafi gætt þess að umtalsverður munur væri á þjónustu við þessa hópa. í kjölfar þessa hefur sætanýting fé- lagsins stóraukist. Um stjórnunaraðferðir sínar segir Carlson: „Ég ákveð hver stefnan skuli vera og hver séu markmiðin. Ég reyni að hafa línur skýrar og afdráttarlausar, en skipti mér ekki af því hvernig hin- ir ýmsu stjórnendur fara að því að ná markmiðunum. Ef einhver nær ekki þeim markmiðum, sem ég hef sett, óska ég eftir skýringum við- komandi," segir Carlson. Um ákvarðanatökur sínar segir Carlzon: „Ég reyni alltaf að hafa réttar og nákvæmar upplýsingar við hendina um rekstur fyrirtæk- isins og aðstæður hverju sinni, þ.e. um markaðinn, framboð og eftir- spurn. Ég held að ég geti hiklaust sagt, að 95% ákvarðananna sem ég tek séu teknar af tilfinningu fyrir því sem þarf að gera og að 5% séu teknar á grundvelli út- reikninga og athugana," segir Jan Carlson. ohih Gódan daginn! Nú ef þú átt fólksbíl (eða jeppa) þá höfum viö líka ráö til aö þú getir feröast ódýrt. Viö setjum bara tjaldvagn eða hjólhýsi aftan í bílinn og þú af staö óháöur öllum föstum plönum og hótelum. Sjálfs þín herra. Góöa ferö. Gísli Jónsson og co. hf. Sundaborg 44, sími 86644. Hvaðsem ferðaskrifstofukóngar segja Ef þú átt pallbíl bjóöum viö þér Camper-hús sem sett er á pellinn þegar þú vilt breyta honum I feröabíl og þar er allt: svefnpláss fyrir 4 fulloröna, ekfhús, hiti og kssliskápur. Á ferö er þakiö á hasö viö bflhúsiö, en svo skrúfaö upp (fulla hssö. þá er ódýrasta ferðin, innanlands eöa utan, ferö sem þú ferö á eigin bíl þar sem þú og þínir geta bæöi sofiö í og eldað. Þú ert engum háöur hvorki hótelum né matsölustööum. Já, þú þarft áð kaupa bensín og mat, en þaö þarftu líka að gera heima. Ef þú átt sendibíl þá eigum viö fullkomna innréttingu sem hægt er á fljótlegan hátt aö skrúfa úr og i. Þar er einnig svefnpláss fyrir 4 fulloröna. Þar er eldhúsmubla meö vask, vatnsdælu, vatnstank, eldavél og ísskáp fyrir gas, 12v og 220 v. Sætisbekkir sem breytast í svefnbekki, borö, skápa og gardínur og þak á bflinn sem hægt er aö lyfta þegar búiö er í honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.