Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 63
Fylkir Reykjavík
„Vantar meira leik-
skipulag í 2. deildina“
„SUMARIÐ leggst sæmilega í
mig, ekki mikið meira en það. Við
höfum fengið nokkra nýja menn
en kjarninn er sá sami,“ sagði Ax-
el Axelsson þjálfari Fylkis í sam-
tali við Mbl.
„Mér finnst knattspyrnan í
annarri deild svona upp og ofan.
Það eru allir í mjög góðri líkam-
legri þjálfun en því miður er
ekki hægt að segja það sama um
leikskipulagið, það vantar mikið
upp á að það sé nógu gott.“
— Viltu spá einhverju um úr-
slit?
Axel Axelsson þjálfari.
„Nei, ég vil engu spá, en ég
geri ráð fyrir að KA og Fram
eigi mesta möguleika á að sigra.
Þó tel ég að keppnin verði jöfn í
allri deildinni, það er bæði á
toppnum og eins á botninum. I
fyrra reiknuðu menn með því að
ákveðin lið færu niður en í ár er
ekki hægt að nefna neitt lið með
vissu, því að ég held að öll liðin
geti tekið stig hvert af öðru og
því er ekkert lið dæmt til að falla
eins og í fyrra.“
SUS
„Ætlaði að hætta,
en varð formaður“
„SUMARIÐ leggst vel í mig, vid
höfum fengið nokkra nýja menn
og auk þess hafa nokkrir efnilegir
strákar gengið upp úr öðrum flokki
þannig að við höfum nægan mann-
skap,“ sagði formaður knatt-
spyrnudeildar Fylkis, Ólafur
Loftsson, þegar Mbl. ræddi við
hann á dögunum.
„Ég hef verið gjaldkeri deild-
arinnar í níu ár og ætlaði að
hætta á síðasta aðalfundi en það
tókst ekki betur til en svo að í
dag er ég formaður. Á þessu sést
að ég er ekki óvanur að fást við
peningahliðina á knattspyrn-
unni, en ég held að það hafi
aldrei verið eins erfitt og í ár.
Ferðakostnaðurinn hefur hækk-
að um 200% frá því í fyrra og
Ólafur Loftsson.
sem dæmi má nefna, að ferð á
Vopnafjörð kemur til með að
kosta nærri fjörtíu þúsundum,
sem eru engir smápeningar í
dag. Við fjármögnum deildina
mest með auglýsingum í leik-
skrá, límmiðum sem við seljum
og eru jafnframt áheitamiðar,
og fleiru þvíumlíku. Það er gíf-
urleg vinna að standa í þessu,
miklu meiri en menn gera sér
grein fyrir.“
Viltu spá einhverju um úrslit?
„Nei, það er ómögulegt að
segja til um úrslitin. Við gerðum
mjög mörg jafntefli í fyrra, en
ætlum okkur að vinna leiki
núna, við sættum okkur ekki við
jafntefli."
sus
„Verðum ekki í
botnbaráttunni“
„SUMARIÐ leggst nú ekki alveg
nógu vel í mig ef marka má fyrstu
ieikina hjá okkur. Þrátt fyrir það
hef ég mikla trú á liöinu, þjálfar-
inn er góður og andinn í hópnum
er alveg frábær, þannig að ég held
að þetta hljóti að fara að koma hjá
okkur,“ sagði Grettir Gíslason,
fyrirliði Fylkis, í stuttu samtali
„Við höfum verið fyrr í sumar
að finna út kjarnann og höfum
því notað færri menn í leikjum
en í fyrra. Þá vorum við að finna
kjarnann langt fram á sumar, en
við erum sem sagt búnir að finna
hann núna, þannig að þá er bara
eftir að láta hann smella vel
saman.“
— Hvernig finnst þér
knattspyrnan í 2. deildinni?
„Það er mjög erfitt að spila í 2.
deild og knattspyrnan þar er oft
á tíðum ekkert síðri en sú sem
leikinn er í 1. deild. Menn fá
Grettir Gíslason fyrirliði 25 ára
miðvallarleikmaður.
meiri frið til að leika góða
knattspyrnu i 1. deildinni. Þá á
ég við að þeir hafa tíma til að
taka boltann niður og líta upp,
en í 2. deildinni er miklu meiri
barátta og andstæðingurinn er
kominn í mann um leið og bolt-
inn og stundum fyrr. Það sem
hefur háð okkur mest í sumar er
að við höfum ekki komist á gras
til að æfa. Undanfarin ár höfum
við fengið tíma á grasflötinni,
sem er við Sundlaugarnar, en í
sumar höfum við ekki fengið að
vera þar, ekki ennþá að minnsta
kosti."
— Viltu spá einhverju um úr-
slitin?
„Nei, ég vil engu spá, en við
stefnum á að ná betri árangri en
í fyrra og ætlum okkur ekki að
láta jafntefli nægja. Við verðum
allavega ekki í botnbaráttunni."
SUS
Ásgeir Ólafsson 29 Haraldur Úlfarsson Hafsteinn Gggertsson
ára miðvallarspilari. 19 ára varnarmaður. 19 ára varnarmaður.
Valur Ragnarsson 18 Óskar Theodórsson
ára miðvallarspilari. 21 árs framherji.
Guðmundur B.Bjarna- Hörður Guðjónsson
son 22 ára miðvallar- 19 ára framherji.
spilari.
Örn Valdimarsson 17 Júlíus Marteinsson
ára miðvallarspilari. 22 ára markvörður.
Helgi Rafnsson 28 Guðmundur Björnsson
ára varnarmaður. 20 ára varnarmaður.
Jón B. Guðmundsson
20 ára framherji.
Kristján Guðmundsson
26 ára varnarmaður.
Einar Gylfason 28 ára
varnarmaöur.
Sverrir Brynjólfsson
32 ára miðvallarspilari.
t
Birgir Guðjónsson 21
árs miðvallarspilari.
Óskar A. Óskarsson
23 ára varnarmaður.
Loftur Ólafsson 19
ára varnarmaður.
Sighvatur Bjarnason Brynjar Jóhannesson
21 árs miðvörður. 20 ára framherji.
Kristján Steinarsson Hilmar Árnason 19
varnarmaður. ára varnarmaður.
Sveinbjörn Svein
björnsson 24 ára lið-
stjóri.
Steinar Tómasson 25
ára miðvallarspilari.