Morgunblaðið - 13.07.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.07.1983, Qupperneq 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 49 Úr Egginu eftir Helgu Steffensen. Það er hugleiðing um gamla rómverska spakmælið „Omne vivum ex ovo“, eða allt líf kemur úr eggi. Risinn draumlyndi. Strengjabrúðan hefur löng- um þótt fullkomnust allra brúðugerða. Og ekki ber á öðru en að risinn sé á sama máli. (úr Risanum draumlynda, eftir Helgu Steffensen.) Strákur étur úr nestispoka sínum og segir, „Baulaðu nú Búkolla mín, ef þú ert einhvers staðar á lífi“. (Úr ísl. þjóðsögunni Búkolla. Brúður: Bryndís Gunnarsdóttir.) Flumbra bíður og bíður eftir að tröllkarlinn hennar komi í heimsókn. (Úr Ástarsögu úr fjöllunum, eftir Guðrúnu Helgadóttur. Brúður: Hallveig Thorlacius.) Kabarett um Edith Piaf Finnsku sýningarnir á „Vaasa Sommar" í ár vöktu mikla athygli. „Græna eplið" í Helsinki var stofnað árið 1971 og er elsta brúðuleikhús Finnlands. Framlag þeirra til hátíðarinnar var sýning fyrir yngstu börnin. „Maja og börnin" sem byggðist á rússneskri þjóðsögu. Brúðurnar höfðu þau fengið að gjöf frá rússneska leik- húsinu „Petroskoi". Það var gam- an að fylgjast með krökkunum í salnum, sem tóku þátt í sýning- unni af lífi og sál. Af Finnlands hálfu var „Þum- alputtinn" í Vaasa þó stjarna há- tíðarinnar. Þau voru með 2 sýn- ingar, aðra fyrir fullorðna og hina fyrir börnin. Barnasýninguna sáum við ekki, en við hrifumst mjög af sýningunni um Bdith Piaf og líf hennar. Þetta var kabarett, sem dró upp mjög lifandi og nær- færna mynd af þessari litlu, frönsku söngkonu. Þótt sýningin væri á finnsku tókst þeim með táknum, látbragði og tónlist að vekja það sérstaka andrúmsloft, sem fylgdi þessari dáðu söngkonu. Brúðurnar voru mjög sérstakar og þeim var einstaklega vel stjórnað. Leikkonan í „Þumalputtanum" Kristiina Hurmerinta er lífið og sálin í brúðuleikhúshátíðinni og án dugnaðar hennar hefði þessi hátíð líklega aldrei komist á. Nektardans með höndunum Heiðursgestur hátíðarinnar var spánska brúðuleikhúsið La Claca (Lófatakið). Þau voru með sitt lít- ið af hverju í farangri sínum til Vaasa, eins konar yfirlit yfir það sem gert hefur verið í leikhúsinu frá 1968. Meistaralegir stuttir látbragðsleikir, sem sýndu hvað hægt er að túlka með höndunum, sem segja má að séu hljóðfæri brúðuleikarans. Einn þessara þátta hét „Striptease". Það getur verið brjálæðislega klúrt að dansa nektardans með höndunum. Við fengum að sjá stígvélin sem ekki vildu hlýða hvítu hönskunum (lögreglunni) og svo framvegis. Lengsti þátturinn var „Mori el marma" (Marma er dauður) og fjallaði um dauða Francos. Þar voru brúðurnar risastórar og það var Joan Miro sem teiknaði þær. Potturinn og pannan í La Claca er Joan Baixas, sem einnig var fyrir- lesari á námskeiði fyrir brúðu- leikhúsfólk, sem haldið var meðan á hátíðinni stóð. „Leitin að hræðslunni“ La Claca sýndi líka götuleikhús á aðaltorginu í Vaasa við góðar undirtektir. Það var „Drengurinn sem leitað að hræðslunni". Það er ekki neinum blöðum um það að fletta að Spánverjar hafa annað „temperament" en Norður- landabúar. Sýningar þeirra voru lausar við allar hömlur, engin „understatement", engir leyndir undirtónar og málningunni slett í allar áttir. Á því fékk einn Vaasa- búi í ljósum jakka svo sannarlega að kenna, þegar hann í sakleysi sínu var að horfa á götusýninguna og fór heim í bládröfnóttum jakka. Vonandi hefur hann fengið skaðann bættan. „Raffíneraður“ Tristan Sunnan frá Frakklandi komu góðir gestir, Compagnie Darus frá París með hina gömlu keltnesku sögu af Tristan og ísold. Er skemmst frá því að segja að þegar áhorfendur stóðu upp eftir þessa sýningu fannst mörgum að ekki Dagana 6.—ll. júní var haldin alþjóðleg brúðuleikhúshátíð í Vaasa í Finn- landi. Fulltrúi íslands á hátíðinni var Leikbrúðuland, sem þá frumsýndi 4 nýja leikþætti. Þetta er þriðja „Vaasa Sommar-brúðuleikhúshátíðin“ og allt bendir til að hún verði framvegis árviss viðburður. Leikbrúðuland tók nú þátt í „Vaasa Sommar“ annað árið í röð. Þarna sýndu leikhópar frá öllum Norðurlöndunum og ennfremur frá Spáni og Frakklandi. „Vaasa Sommar“ þykir nú orðin ein merkasta leiklistarhátíð á Norðurlöndum. — Meðfylgj- andi grein er frá aöstandendum Leikbrúðulands, þeim Bryndísi Gunnars- dóttur, Hallveigu Thorlacíus og Helgu Steffensen. Ljósið frá íslandi Engir „prímadonnu- stælar“ í fyrravor sýndi Leikbrúðuland „Þrjár þjóðsögur", brúðuleiki byggða á íslensku þjóðsögunum „Gípu“, „Átján barna föður i álf- heimum" og „Sæmundi fróða". Þessi sýning hefur verið í gangi að Fríkirkjuvegi 11 í vetur og nú hef- ur sjónvarpið tekið hana upp til sýningar næsta vetur. Upphaflega áttu sýningarnar í Vaasa að vera fjórar, en vegna mikillar aðsóknar varð að hafa tvær aukasýningar. Þótti sýningin takast mjög vel. Á þessari hátíð var formaður norsku brúðuleikhússamtakanna, Ragn- hild Wang, og stóð hún fyrir því að Leikbrúðulandi var boðið að sýna á brúðuleikhúshátíð í Osló dagana 12.—19. mars í vetur. Þar sýndu brúðuleikhús frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku auk Leik- brúðulands, sem var með „Þrjár þjóðsögur" og „Krakkana í göt- unni“, fræðslusýningu um fötluð börn. Mikið var skrifað um sýn- ingarnar í norskum blöðum: Oslobladet: „Leikbrúðuland sýndi mikla hæfni á öllum sviðum. Það var áhugavert að kynnast þeim, vegna þess að þær hafa náð frábæru valdi í fíngerðum hreyf- ingum, sem þær túlka með næmri tilfinningu fyrir „rytma" og „tempói“, en það krefst mikillar einbeitingar.“ Eko-bladet (Lisbeth Hamping): „Leikbrúðuland" — nafnið hljómar ljúflega í eyrum mínum og það er líklega vegna þess að fólkið í þessum leikhópi kann þá erfiðu list að miðla hlýju, kær- leika og ekki síst kunnáttu í brúðuleiklistinni. Það finnur mað- ur og skynjar .Engir „príma- donnustælar" — að slá sér á brjóst og segja: „Við erum stærstar og mestar í heimi." Þær gefa áhorf- endum sjálfum tækifæri til að skilja þá staðreynd að þær eru „stórar". Ég hef oft séð þær á al- þjóðlegum vettvangi. f Vaasa læknuðu þær þrá okkar eftir al- vöru brúðuleikhúsi, þar sem brúð- urnar leika aðalhlutverk, með að- stoð brúðustjórnanda, en ekki öfugt. Þetta átti ekki bara við í Vaasa. Maður hefur oft séð á brúðuleikhúsmótum að brúðan virðist vera að hverfa úr brúðu- leikhúsinu og í staðinn kom leik- ararnir í sviðsljósið. í Osló fékk ég að fylgjast með sýningunni að tjaldabaki. 4 konur í fullkominni samvinnu. Þarna sat ég þegjandi og hugfangin eins og lítil leikhús- rotta og varaðist að gefa frá mér hljóð sem gæti truflað stemmn- inguna. Aðeins eitt truflaði mig, og það var að raddirnar voru á bandi. Allir sem hafa reynt þetta vita hversu erfitt er að samræma raddir og hreyfingar. En þeim tókst það. Þær tjá með vinnu sinni allt sem ég vil að brúðuleikhús sé; samvinna, hlýja og gjafmildi. Þær gefa um leið og þær leika. Þar að auki sýndu þær verk um fötluð börn, sem að mínum dómi er mjög erfitt og viðkvæmt í túlkun. Eitt barnið var biint, annað heyrnar- laust, þriðja vangefið og það fjórða lamað. Það er ekki hægt að túlka svo viðkvæmt efni nema það sé gert af næmleika og tilfinningu. Þetta tókst þeim líka með sóma og börnin virtust skilja boðskapinn, þrátt fyrir eitt og eitt orð á ís- lensku, en sýningin var á norsku. Bravó! Ljósið frá íslandi Að hátíðinni í Vaasa standa listaráð Vaasa-borgar, Sumarhá- skólinn í Vaasa og Samnorræna leikhúsnefndin. Að þessu sinni sýndi Leikbrúðuland 4 leikþætti: „Eggið“ og „Risinn draumlyndi" eftir Helgu Steffensen, sem einnig hefur gert brúður og leikmyndir. Tónlist í þessum þáttum er eftir Debussy og Áskel Másson. „Búkolla“, byggt á íslenskri þjóðsögu, brúður og leikmynd eftir Bryndísi Gunnarsdóttur og tónlist eftir Jón Ásgeirsson. „Ástarsaga úr fjöllunum“ byggt á Mynd af Leikbrúðulandi sem tók þátt í brúðuleikhúshátíðinni í Vaasa 1983. Frá vinstri: Hallveig Thorlacius, Bryndís Gunnarsdóttir og Helga Steffensen. sögu eftir Guðrúnu Helgadóttur, brúður og leikmynd eftir Hall- veigu Thorlacius. Tónlistina í þessum þætti samdi Atli Heimir Sveinsson sérstaklega fyrir þetta verk. Fyrstu tveir þættirnir eru brúðulátbragðsleikir, en sögu- menn í þeim síðarnefndu eru Steinunn Jóhannesdóttir og Jón Sigurbjörnsson. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, og er þetta í annað sinn sem hann er leikstjóri í Leikbrúðulandi, en hann leik- stýrði einnig „Þrem þjóðsögum". Á hátíðinni í Vaasa var mikið um að vera. Hópar komu hvað- anæva að og sýnt var í þrem leik- húsum, 3—4 sýningar á dag. Finnsku blöðin skrifuðu mikið um brúðuleikhúshátíðina og m.a. um frammistöðu Leikbrúðulands: Helsingin Sanomat (stærsta dagblað í Finnlandi); 11.6. ’83: „Leikbrúðuland frá íslandi var með skemmtilega sýningu frá sjónrænu sjónarmiði og tæknilega hugmyndaríka. Sýningin var sería af tröllasögum. Þessi sýning á rætur sínar í íslenskri þjóðsagna- hefð og var í grundvallaratriðum ef til vill frumlegasta sýning mótsins og.efnislega skemmtileg- ust — mest spennandi. Tæknileg framkvæmd brúðu- leikhússins hjá fslendingunum var hugmyndarík. Hinar ýmsu tegundir brúðuleikhúss sam- ræmdu íslendingarnir af snilld, allt frá notkun svarts leikhúss til þráða og hanskabrúða." Kirsikka Siikala (einn þekktasti leikhúsgagnrýnandi Finna). Vaasa 10.6. ’83: „Leikbrúðuland hefur hugsað til finnskra barna þegar sýningin var búin til. Af 4 stuttum þáttum eru tveir án tals og í þeim tveimur sem talað er í er svo margt skemmtilegt sem fyrir augu ber. Þetta var gott hjá ykkur, Leik- brúðuland." Fyrirsögnin í gagnrýni í „Huvudstadsbladet" var: „Ljósið frá íslandi". Þættirnir fjórir verða sýndir næsta vetur. A vorin springa brúðurnar út í Vaasa Vaasa var um hríð höfuðborg Finnlands, eða fyrst eftir að Finnland losnaði undan yfirráðum Rússa 1918. Þetta er nú rólegur og virðulegur bær með stórri smá- bátahöfn. Fyrir 15 árum efndu borgaryfirvöld til barnahátíðar sem fékk nafnið „Vaasa Sommar". Þetta þótti takast svo vel, að síðan hefur slík hátíð verið haldin á hverju sumri. Sumarið 1981 var fyrsta „Vaasa Sommar-brúðu- leikhúshátíðin" haldin og hefur hún smám saman vaxið og tekið á sig alþjóðlegan blæ. Finnskt brúðuleikhús á ekki langa sögu að baki og í öllu landinu eru ekki nema 2 atvinnubrúðuleikhús, „Græna eplið" í Helsinki og „Þum- alputtinn" í Vaasa. En brúðuleik- list á vaxandi vinsældum að fagna væri hægt að ná lengra í tækni- legri fullkomnun og fágun. Það er aðeins eitt lýsingarorð sem nær að lýsa þessari sýningu, en það er því miður útlenskt, en fær að flakka í þeirri von að málvöndunarmenn hafi ekki áhuga á bruðuleikhúsi. Þetta var „raffíneraður", Tristan, og ísold frönsk fram í fingurgóma. Það var tvennt sem vakti óblandna aðdáun í þessari sýningu en það var tónlistin og stjórnun brúðanna. Maður sér sjaldan svo hárfína stjórnun — hreyfingarnar allar hægar og draumkenndar. Fólk, sem sjálft fæst við að stjórna brúðum finnur straumana hríslast niður eftir bakinu á sér þegar það horfir á slíka meistara. Brúðan sem var skilin eftir ein Petrúska-leikhúsið frá Þránd- heimi í Noregi kom og sigraði á hátíðinni í fyrra með sýningunni „Tivolircus". Þær Tatjana Zaizow og Anne-Lisa Stenberg skelltu sér í brúðuleikhús fyrir 5 árum en fram að því höfðu þær unnið önn- ur störf. Þær hafa náð langt í list sinni á skömmum tíma, ferðast víða um Evrópu og hlotið mikið lof. Nú eru þær komnar í gott hús- næði í Þrándheimi og geta farið að leika fyrir bæjarbúa. Á hátíðinni í vor var Petrúska-leikhúsið með nýlega sýningu, „Brúðan sem var skilin eftir ein“. Leikritið byggir á „Krítarhringnum í Kákasus" eftir Bertolt Brecht. Þær fengu til liðs við sig þekktan brúðuleikstjóra, Ole Bruun-Rasmussen frá Dan- mörku, og Knut Ostradal sem stjórnaði með þeim. Tatjana Zaiz- ow sem er fyrrverandi arkitekt bjó til brúður og leikmynd. Við áttum von á góðri sýningu hjá Petrúska og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er fólk sem veit hvað þarf til að semja lifandi brúðuleiksýningu: vönduð vinnu- brögð, nákvæmni í stjórnun og ljúfan húmor. Tveggja tíma eintal Ray Nusselein frá Danmörku hefur einstaka hæfileika. Hann getur haldið áhorfendum vakandi í næstum tvo tíma, þótt hann sé einn á sviðinu með dvergvaxnar brúður (sumar meira að segja ósýnilegar). Og svo er hann slíkt málaséní, að hann talar víst víðast hvar mál þess lands sem hann heimsækir — í þetta sinn talaði hann sænsku. Stærsta stelpa í heimi Ríkisleikhúsið frá Svíþjóð sýndi í pínulitlum sal þar sem áhorfend- ur sátu nánast hver ofan á öðrum. Sennilega hefði sýningin notið sín betur við aðrar aðstæður, því hér voru leikararnir sýnilegir og urðu nokkuð fyrirferðarmiklir í slíku návígi. Brúðurnar nutu sín ekki sem skyldi, þótt þeim væri vel stjórnað og kunnáttusamlega hannaðar. „Rosavinir" er um Lilli, stærstu stelpu í heimi, sem vill vita hvort hún sé ekki merkilegust allra og í því skyni gerir hún sig pínulitla, en kemst að því að stærðin skiptir ekki öllum máli. Framhaldsmenntun brúðuleikhúsfólks í tengslum við brúðuleikhúshá- tíðina í Vaasa voru 2 námskeið, annað fyrir atvinnufólk í brúðu- leikhúsi og hitt fyrir áhugafólk. Kennarar á því síðarnefnda voru Messíana Tómasdóttir og Ole Bruun-Rasmussen. Norræna leik- húsnefndin hefur skilað tillögum um framhaldsmenntun brúðu- leikhúsfólks. Markmiðið er að veita atvinnubrúðuleikurum frá öllum Norðurlöndunum tækifæri til menntunar. Það er gert ráð fyrir að kennsla þessi verði þrí- skipt, fyrst í Vaasa sumarið 1984, síðan í Noregi eða Danmörku um haustið og 3. hluti hennar verði í janúar 1985. Og við í Leikbrúðu- landi erum farnar að hlakka til að fá tækifæri til að sækja okkur meiri menntun. Leikbrúðuland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.