Morgunblaðið - 13.07.1983, Síða 10

Morgunblaðið - 13.07.1983, Síða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Öld myndvæðingarinnar hófst á heldur rólegan hátt með því sem við nú köllunij gamaldagssjónvarpskassa. En hraði þróunarinnar er sífellt að aukast. I viku hverri, ef ekki dag hvern, er tilkynnt um einhverja sláandi nýja uppgötvun, sem bókstaflega snýr skáldskap í raunveruleika, Ótrú- legár spár verða á stuttum tíma sannleikur. Hið ómögulega gerist á morgun. Til að gefa mynd af því sem þegar er hægt að gera, hvað gerist á næstunni og hvernig þróunin í myndvæðingunni verður næsta áratug eða svo, er nauðsynlegt að draga upp mynd af því, hvernig myndvæðingin hefur þróast hingað til. - 0 - Línurnar milli vísindaskáld- skapar og vísindalegra staðreynda eru sífellt að skarast Lítið handhægt litasjón- varp frá Sony í Japan. hannað myndkort þar sem hers- höfðingjar leika stríðsleiki. „Settu skip þarna," segir spilarinn kort- inu og bendir á Miðjarðarhafið. Og hókus pókus, skip birtist ná- kvæmlega þar sem bent var. - 0 - Að líkindum er stærsti mis- skilningurinn í myndvæðingunni allri hugmyndir fólks um að myndplatan sé aðeins til skemmt- unar — aðeins til þess gerð að varpa kvikmynd á skerminn. Hún er það ekki. Eins og MIT er að sanna með rannsóknum sínum er myndplatan einnig upplýsinga- miðill, sem felur í sér fyrstu al- vöru ógnunina við blöð og hið prentaða mál. Innan nokkurra ára stendur fyrrum alfræðiorðabóka- sölumaðurinn á tröppunum hjá þér með hendurnar fullar af myndplötum, en ekki bókum. Og ef þú vilt fræðast um Norðurpól- inn, setur þú myndplötu merkta N í spilarann, lítur yfir orðaskrána, sem birtist fyrst og kallar fram Norðurpólinn. Þá kemur á skerm- inn litkvikmynd sem lýsir því hvernig er að að lifa á pólnum ásamt prentuðu máli með stað- reyndum um staðinn. Þér verður gert mögulegt að skipta frá sam- ræðum eskimóa á einni rásinni og yfir, á sögumann lesa upp stað- reyndir á annarri rás. Plötur með sérstakt efni og spilarar með inn- byggða tölvu munu gera þér kleift að mennta börnin þín heima á dag- inn og láta þau taka próf á kvöld- in. En myndplötur og innbyggðar tölvur eru ekki nóg. Þess vegna verða kaplar og gervihnettir að auki. Ef það er misskilningur hjá fólki að myndplatan sé aðeins fyrir notkun í tómstundum þá er það jafnvel enn meiri misskilning- ur að kapalkerfi og gervihnatt- arsjónvörp þýði aðeins um 30 rásir af skemmtiefni í imbanum. Gleymum sápuóperunum, skemmtiþáttunum og endursýndu kvikmyndunum. Hugsum í staðinn um kaup á nýju húsi eða íbúð. f staðinn fyrir að eltast um allan bæ í leit að húsi eftir erfiðan vinnudag og heimsækja hverja þá tískusýningar eða t.d. smiður, sem útlistar nýjustu „gerðu það sjálfur" tæknina. Lyfjafyrirtæki í Bretlandi hefur framleitt myndplötu sem hjálpar læknum að fækna magapínu með því að mæla með réttu lyfi. Listi með hugsanlegum lækningameðulum birtist á skerminum og læknirinn velur það sem honum finnst að sé rétta lyfið með því að ýta á val- hnapp. Ef hann hefur valið rétt birtist sjúklingurinn á skerminum og segir að sér líði betur. Ef hann hefur valið rangt mætir sjúkling- urinn aftur á biðstofu læknisins, enn með magapínu. Hjá Tækniháskóla Massachus- sets í Bandaríkjunum (The Massa- chussetts Institute of Technology eða MIT) hafa þeir gengið enn lengra með rannsóknum sínum á myndtækninni, sem kostaðar eru af hernum. Sérfræðingarnir við tæknistofnunina hafa hannað myndbandakerfi sem hefur að geyma akstur bíls um götur bæjar. Og sem þú stýrir handföngum eða hnöppum, sérð þú ólíkar götur á skerminum. MIT hefur einnig sýnir Til að byrja, stuttlega, á byrjun- inni, hóf breska sjónvarpsþjónust- an útsendingar eftir stríð í júní 1946. Myndirnar voru svart/ hvít- ar og ekki sérlega skýrar. Á sjöunda áratugnum urðu mynd- irnar skýrari og í litum líka. Því miður þróuðu lönd heimsins með sér ólíka myndtækni, þannig að nú er plánetan Jörð orðin að einum sjónvarpstæknihræringi. - 0 - Nú eru næstum tíu ár frá því bresku sjónvarpsstöðvarnar, BBC og ITV í Bretlandi hófu að senda stuttar símafréttir og upplýsingar á venjulegum sjónvarpsboðum í gegnum síma, þannig að hringt er í visst númer hjá stöðvunum og síminn tengdur við sjónvarpið með sérstöku tæki, sem tekur á móti bylgjunum og á skerminn birtast fréttasíður eða aðrar skrif- aðar upplýsingar. Næstum milljón manns í Bretlandi eiga þetta sér- staka tæki, sem tekur á móti fréttasíðunum, sem kallaðar eru Ceefax hjá BBC og Oracle hjá ITV, og fylgjast þannig með fréttum í staðinn fyrir með vtnjulegum fréttasendingum í myndum. Breska póstþjónustan hefur uppá að bjóða jafnvel enn merkilegri þjónustu. Hún er kölluð Preste! en kerfið er svipað og símafréttir sjónvarpsstöðvanna. Það er hægt að tengja sjónvarpið við þetta kerfi póstþjónustunnar, sem aftur er í sambandi við stóra móður- tölvu eða minnisbanka. Þá sendir BBC einnig út tölvu- forrit á Ceefax síðurnar. Áhuga- menn um tölvur geta notað þenn- an sjónvarpshugbúnað, til að stjórna litlu heimilistölvunuir. sínum. Þó að sjónvarpsefnið sé sent út á fjórum rásum í Bretlandi er val- ið milli dagskráa heldur lítið sam- anborið við lönd eins og Bandarík- in og Japan. Þetta er ein af ástæð- um þess að um þrjár milljónir Breta hafa nú mýndbandatæki á heimilum sínum. Ef tveir góðir þættir eru sýndir samtímis í sjón- varpinu, getur þú tekið annan þáttinn upp á meðan þú horfir á hinn. Eða þú getur leigt þér myndband fyrir um eitt pund yfir nóttina. Og nú geta allir, sem eiga 400 pund í Bretlandi keypt sér myndplötuspilara. Þegar hann er tengdur við sjónvarp koma á skerminn myndir sem eru skýrari en þú átt að venjast og að auki mjög fullkomin hljómgæði sem fylgja. Ein myndplata getur geymt yfir 200 síður af Ceefax Framtíðarmaðurinn? upplýsingum og að auki venju- legar litmyndir og stereohljóð. (Það er reyndar til hjá BBC plata þar sem David Áttenborough kynnir myndbandabók um breska garðfugla). I Bandaríkjunum er hægt að kaupa myndplötur og spilara, sem eru sérstaklega gerð- ar með þátttöku áhorfandans í huga. Slíkir diskar munu fljótlega fást í Bretlandi einnig. - 0 - Myndplata, sem byggist á þátt- töku áhorfandans getur bæði verið gagnleg og skemmtileg. Ein bandarísk myndplata sem ber heitið Kidisc skemmtir börnunum heima í leiðindaveðri. Hún sýnir þeim hvernig eigi að búa til papp- írsflugvélar, binda hnúta og búa til jólasveina. Ef krökkunum veit- ist erfitt að fara eftir leiðbeining- unum á skjánum geta þeir stjórn- að með hnappi á spilaranum, hraða myndarinnar eða stoppað hana alveg. Stórar verslanir eru að fást við tilraunir með pöntun- arlista á myndplötum. Á þeim eru tíðar- BRETLAWD Fram-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.