Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983
Ef til vill hefði Sean Connery komið betur út f „Annie“ en Albert Finney.
Mmyndir sem aklrei voni geröar
Hefði nokkur annar en Ben Kingsley komið til greina í hlutverk Gandhis?
Hugsum okkur Jane Fonda í myndinni „The Eiorcist" ... eða Peter Ustinov f hlutverki „Inspector Clouseau".
Yinsældir kvikmynda og hlutverka í kvikmyndum eru ekki
bundnar við ákveðna uppskrift heldur virðast vegir þeirra nánast
órannsakanlegir og oft tilviljunum háð hvaða myndir eða hvaða
leikarar slá í gegn. Val á leikurum í hlutverkin getur hins vegar
ráðið úrslitum, bæði til góðs og ills, enda eru verkin oftast
mörkuð persónuleika þeirra og giidir þá einu, hvort þeir eru
þekktir eða óþekktir. Við skulum til dæmis hugsa okkur eftirfar-
andi: Robert Redford í hlutverki hins niðurbrotna og drykkju-
sjúka lögfræðings, sem berst fyrir sjálfsvirðingu sinni í myndinni
„Verdict" eða sköllóttan Sean Connery, dansandi í gegnum
kreppuna miklu ásamt stúlkubarninu „Annie“ úr samnefndri
kvikmynd. Auðvitað finnst okkur þetta óhugsandi enda voru allt
aðrir leikarar í þessum hlutverkum, — Paul Newman í hinu
fyrrnefnda og Albert Finney í hinu síðarnefnda. Þó hefði vel geta
farið svo að þeir Redford og Connery hefðu birst okkur í hlut-
verkum þcssum, ef mál hefðu þróast eins og efni stóðu til í
upphafi. Og ef til vill hefðu örlög myndanna þá orðið önnur en
raunin varð á.
{ sögu kvikmyndanna má
finna fjölmörg dæmi um „mynd-
ir, sem aldrei voru gerðar" eða
myndir, sem tóku slíkum breyt-
ingum frá því hugmyndin kom
upp og þangað til hún var full-
gerð, að hún átti ekkert sameig-
inlegt með frumhugmyndinni
nema ef til vill nafnið. Og ástæð-
urnar fyrir þessum breytingum
eru að sama skapi margvíslegar.
Oft rekast á hagnaðarsjónarmið
framleiðenda og listrænt mat
leikara þannig að annað hvort er
hlutverkinu breytt eftir hug-
myndum leikarans eða þá að
honum er sparkað og annar
fenginn í hlutverkið. I annan
stað má nefna dæmi þar sem
skapgerð manna hefur ekki átt
saman og leitt til breytinga á
hlutverkaskipan og þegar frægir
leikarar eiga í hlut er það ekki
óalgengt að þeir sendi handritin
heim til föðurhúsa með þeim
ummælum að það sé ekki þess
virði að líta við því. Engu að síð-
ur hafa margar þessara kvik-
mynda náð gífurlegum vinsæld-
um. Jane Fonda var til dæmis
boðið hlutverk í „The Exorcist",
sem hún hafnaði og af sömu
ástæðum sáum við aldrei Clint
Eastwood í myndunum „Tower-
ing Inferno" eða „Apocalypse
Now“, en allar þessar myndir
vöktu mikla athygli og fengu
góðar viðtökur. Henry Fonda
hafnaði hlutverki í „Network" á
þeirri forsendu að það væri
„móðursýkislegt", en fyrir sama
hlutverk fékk Peter Finch
óskarsverðlaun á sínum tíma.
Þess má einnig geta að Finch
fékk hlutverk sitt í „Sunday,
Bloody Sunday" vegna veikinda
Ian Bannen. Hið „ótúlkanlega"
hlutverk Nicholsons ofursta í
„Brúin yfir Kwai-fljótið“ hafði
verið hafnað bæði af Noel Cow-
ard og Charles Laughton áður en
Alec Guinness tók það að sér, en
þegar upp var staðið hafði
myndin hlotið 34 alþjóðleg verð-
laun. John Wayne endaði feril
sinn með miklum glæsibrag í
kvikmyndinni „The Shootist" en
áður höfðu bæði Paul Newman
og George C. Scott hafnað hlut-
verkinu.
Á hinn bóginn má einnig líta á
„hlutverk, sem allir vildu leikið
hafa“ og kvikmyndaspekúlantar
hafa velt fyrir sér hvernig hefðu
komið út í meðförum annarra
leikara en þeirra sem endanlega
fengu þau. Bette Davis hafði
mikinn áhuga á aðalhlutverkinu
í „Whoá Afraid of Virginia
Woolf“, en varð að láta í minni
pokann fyrir þeim Burton-hjón-
um, Elísabetu og Richard. Vitað
er að margar stórstjörnur höfðu
hug á að fá hlutverk í „Gandhi"
og hafa t.d. Alec Guinness,
Anthony Hopkins og Dustin
Hoffman verið nefndir í því
sambandi. í þeirri mynd vann
Ben Kingsley einhvern glæsi-
legasta leiksigur seinni ára eins
og kunnugt er. Tuttugu árum áð-
ur hafði Peter O’Toole hreppt
hlutverk „Arabíu-Lawrence" og
bundið þar með endi á vonir
Dirk Bogarde og Alan Ladd um
að fá hlutverkið. Aðalhlutverkin
í myndinni „The Man Who
Would Be King“ fóru frá
Humphrey Bogart og Clark
Gable til Richard Burtons og
Peter O’Toole áður en myndin
var svo loksins gerð með Sean
Connery og Michael Caine í þess-
um hlutverkum og geta menn
séð á þessu hversu langur tími
leið frá því hugmyndin að gerð
myndarinnar kom fyrst fram og
þar til hún var kvikmynduð.
Veikindi leikara og skapgerð
hafa ósjaldan valdið breytingum
á hlutverkaskipan, jafnvel löngu
eftir að taka viðkomandi mynd-
ar hófst. Þegar Gene Kelly braut
á sér ökklann í „Easter Parade"
var það til þess að Fred Astaire
kom aftur fram á sjónarsviðið
eftir nokkurt hlé og heilsuleysi
Judy Garland, einkum hin síðari
ár, varð til að aðrar leikkonur
fengu að spreyta sig á hlutverk-
um sem henni voru ætluð. Má
þar nefna Betty Hutton í
stærsta hlutverki sínu um ævina
í „Annie Get Your Gun“. Af öðr-
um dæmum má nefna hjartaslag
Peter Sellers á meðan á töku
myndarinnar „Kiss Me Stupid"
stóð, sem varð til þess að Ray
Walston fékk hlutverkið. Lana
Turner líkaði ekki klæðnaðurinn
sem ætlaður var fyrir hlutverk í
„Anatomy of Murder" og það
varð til þess að Lee Remick fékk
bæði fötin og hlutverkið og svip-
aða sögu er að segja þegar Deb-
orah Kerr tók við hlutverki Joan
Crawford í „From Here To
Eternity". Áfengisvandamál
Roberts Mitchum á meðan á
töku myndarinnar “Rosebud"
stóð varð til þess að sent var eft-
ir Peter O’Toole til að taka við
hlutverkinu, sem verður þó að
teljast undarleg ráðstöfun þar
sem O’Toole getur tæplega talist
maður reglusamur.
Sorglegustu dæmin um mynd-
ir sem aldrei urðu að veruleika
eru þær sem hætt var við í miðju
kafi og aldrei hafa séð dagsins
ljós. Má þar nefna „I Claudius"
með Charles Laughton í aðal-
hlutverki og „Jackpot" með
Richard Burton og Charlotte
Rampling, en þegar hætt var við
töku þeirrar myndar var búið að
ganga frá rúmlega klukkustund-
arlöngu nothæfu sýningarefni.
Kvikmyndin „The Bells of Hell
Go Ting-a-ling-a-ling“ með
Gregory Peck var aldrei fullgerð
og sömu sögu er að segja um „A
Man’s Fate“ með David Niven,
en hætt var við þá mynd á loka-
stigi. Nokkrar mynda Orson
Wells eru ófrágengnar og „Don
Quixote" í þeirri útgáfu mun
aldrei sjá dagsins ljós vegna
dauða tveggja aðalleikaranna.
En fyrir hverja þá mynd sem
aldrei var fullgerð eða varð ein-
hverra hluta vegna öðruvísi en
upphaflega var gert ráð fyrir
hafa álíka margar komið óvænt
fram á sjónarsviðið, sumar
hverjar stórmyndir, sem brotið
hafa blað í sögu kvikmyndanna.
Engum getum skal að því leitt
hvort þær myndir hefðu engu að
síður slegið í gegn eða öfugt.
Hefði til dæmis Peter Ustinov
náð viðlíka tökum á hlutverki
„Inspector Clouseau" og Peter
Sellers og hvernig hefði Doris
Day spjarað sig í hiutverki „Mrs.
Robinson"? Þessum spurningum
er erfitt að svara þótt hitt sé
vissulega staðreynd, að sumir
leikarar eru eins og fæddir í
ákveðin hlutverk. Líklega hefur
Cary Grant hitt naglann á höf-
uðið þegar hann hafnaði hlut-
verki Higgins í „My Fair Lady“
með þessum orðum: „Ekki aðeins
að ég hafni þessu hlutverki held-
ur mun ég ekki fara að sjá
myndina ef þið látið ekki Rex
Harrison fá það.“
(Þýlt og endursagt — Sv.G.)
Ariel
ariel
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ariel — tímarit um listir og
menningarmál í ísrael, berst
stundum á Morgunblaðið. Þetta
er með vandaðri menningarrit-
um sem ég ber augum og jafn
mikil ástæða til að geta þess og
ýmissa bóka sem skrifað er um í
þessum dálkum. Aðalritstjóri er
Asher Weill, en nefna má að í
ritnefnd blaðsins er þekktur fs-
landsvinur, David Rivlin fyrr-
verandi sendiherra ísraels á Is-
landi og núverandi yfirmaður
menningarmáladeildar utanrík-
isráðuneytisins í Jerúsalem. í
A Raviaw ot Arts and In l*r»*: t Nttmber S3 / Jtj'ussatm /19*3
þessu hefti er margs konar efni,
smásagan Berger eftir Yitzhak
Ben-Ner er kannski eftirminni-
legust. Hún gerist árið 1946 þeg-
ar Bretar fóru enn með forræði í
Palestínu og fjallar um hand-
töku, flótta og eymd einnar af
ísraelsku frelsishetjunum. Veru-
lega áhrifamikil saga. The Persi-
an Jews of Neveh Shalom eftir
Jeff Halper er upplýsandi og
fræðandi um stöðu persneskra
Gyðinga í ísrael og endurvakn-
ingu á fornum siðum þeirra nú
hin síðustu ár og aukna þjóðern-
iskennd. Memories of Gershom
Scholem eftir Howard Schwarts
og grein Dan Miron Gersho'm
Scholem on Agnon eru í hví-
vetna hinar læsilegustu greinar.
Nokkur Ijóð eru í ritinu, um-
sagnir um bækur og ýmislegt
fleira efni, sem er fengur að því
að lesa. Spyrja má hvaða erindi
rit af þessu tagi eigi svo sem
hingað og því er auðvitað afar
fljótsvarað að þrátt fyrir um-
fangsmikla eigin menningu og
listir sakar aldrei að kynna sér
pínulítið meira en eigin nafla.
Israelsk menningarmál eru og
hugstæð íslendingum og ritið er
ákaflega fallega úr garði gert og
útgefendum sínum til sóma.