Morgunblaðið - 20.07.1983, Side 36

Morgunblaðið - 20.07.1983, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 „ DómCt.rinn djrmdi lbqfrsdí>img\nn mi<rr\ iiL dra Pan^elsisvi stc*r~, áður er> röSir\ kom ob rr\er[" — Og hann heldur því fram, að hann hafi ætíð sýnt mikinn félags- anda. Ég vona bara að þegar þú kemur heim til þín, þá segir þú þeim að dvölin hér hafi nú ekki verið sam- felld rómantík? HÖGNI HREKKVÍSI „&KJÁLAPA SiWa ER i' TOPPFORM/ /" Væri ekki æskilegt að kenna eitthvað um íslenska þjóð- búninga sem menningararf? Dóra Jónsdóttir skrifar: „Þjóðbúningar verða að fara eftir ákveðnum reglum og hefð. Fólk, sem ræðst í að sauma þjóð- búninga þarf að leita eftir upp- lýsingum um gerð búninga. Það, er í mikið ráðist að sauma þjóð-i búning eftir auganu og eigin smekk eingöngu og athuga ekki á hverju hefð búningsins bygg- ist. Til dæmis er faldurinn, sem notaður er við skautbúning og kyrtil,9 alltaf hvítur. Sigurður Guðmundsson málari vildi að hann táknaði jöklana, samanber einnig kvæðið: „Fanna skautar faldi háum“ (um Skjaldbreið). Skautbúningur er alltaf svart- ur og samanstendur af skaut- treyju og samfellu. Kyrtilbún- ingur er algengastur svartur eða hvítur, en getur einnig verið dökkblár eða dökkgrænn. Báðum þessum búningagerðum fylgir höfuðbúnaður, sem ber nafnið skaut og er hvítur faldur með hvítri blæju yfir. Skautbúningur, saumaður úr svörtu klaeói. Efri hluti búningsins heitir treyja (skauttreyja). llm hálsmilió og barmana er flaueliskantur útsaumaður meA baldýringu (meA gull- eAa silfurþrsAi). Samsvarandi er framan á ermunum. Mjóir svartir fiauelisborAar eru á baki og um handveg. MeAfram þeim eru lagAir vírknipplingar. Pífa, mjó blúnda eða orkering (mjög fín blúnda) er sett á hálsmálið og framan á ermarnar. Undir treyjunni að framan, milli barmanna, er hvítt stífað brjóst. PilsiA heitir samfella og útsaumurinn neðan til á samfellunni er oftast skattering (saumuð með ullar- eða silkiþræði). Neðst er flaueliskantur. Höfuðbúnaðurinn kallast faldur (skautafaldur). Hann er alltaf hvítur og er settur beint ofan á höfuðið, frá hnakka og fram á enni. Þar yfir er sett hvítt slör, sem er með blúndu umhverfis. Hvít slaufa er sett yfir, þar sem slörið er fest saman aftan á hnakkanum. Við faldinn er notuð ennisspöng (koffur). Við búninginn er notað stokkabelti með sprota (sprotabelti) og næla í barminn. Oftast eru hnappar á ermunum frá flauelinu við úlnlið og upp undir olnboga, minnst 6, stundum fleiri. A myndinni er dæmi um búning, sem fenginn er að láni og passar ekki alveg. T.d. eru ermarnar of langar. Myndin til hægri: „Karlmenn klæddust einnig búningum daglega fyrr á öldum og allt fram undir síðustu aldamót. Þá lögðust þeir niður og virðast karlmenn ekki hafa verið jafn þjóðlegir og konur. Að minnsta kosti er það ekki fyrr en upp úr 1960, að karlmannabúningar fara að sjást aftur.“ Skautbúningur — hátíðabúningur Sigurður Guðmundsson mál- ari endurnýjaði gömlu faldbún- ingana í samráði við konur, sem gengu að jafnaði í íslenzkum búningum og gjörþekktu þá. Þetta var á árunum 1860—1870, eftir að innfluttur fatnaður fór að hafa áhrif og talað var um að konur klæddust dönskum kjól- um, ef þær voru ekki klæddar íslenzkum búningum. Fram að þeim tíma voru bún- ingarnir almennur klæðnaður fólks í landinu. Þá var ekki notað nafnið þjóðbúningur, heldur þótti þetta sjálfsagður klæðnað- ur, og var hver búningur nefndur sínu nafni: upphlutur, peysuföt, faldbúningur. Seinna, þegar áhrif tízkunnar fara að ná til allra landa og allir kosta kapps um að tolla í tízk- unni, verða búningarnir sjald- séðari, þeir eru ekki lengur hversdagsklæðnaður. Karlmenn klæddust einnig búningum daglega fyrr á öldum og allt fram undir síðustu alda- mót. Þá lögðust þeir niður og virðast karlmenn ekki hafa verið jafn þjóðlegir og konur. Að minnsta kosti er það ekki fyrr en upp úr 1960, að karlmannabún- ingar fara að sjást aftur. Þekkingarleysi Ungar stúlkur eru oft beðnar að koma fram í íslenzkum þjóð- búningi við ýmis tækifæri, m.a. við verðlaunaafhendingu, mót- töku erlendra gesta, í fegurðar- samkeppni o.fl. Sá aðili, sem bið- ur um slíkt, veit oft lítið um hvað hann er að biðja. Sé spurt, hvaða búning hann hafi í huga, hefur hann ekki einu sinni gert sér grein fyrir, að um fleiri en eina gerð búninga gæti verið að ræða. Hinn aðilinn, sem tekur þetta að sér, að bera búninginn, veit heldur ekki í hvað hann á að fara, hvar sé hægt að fá það sem til þarf og ekki hvernig eigi að klæða sig í búninginn, þegar bú- ið er að útvega hann. Einnig er mjög misjafnt hvort lánsbúning- ur fer nægilega vel á þeim, sem ætlar að sýna sig í honum. Þess- ar stúlkur hafa oft myndað sér ákveðnar skoðanir á þjóðbúning- um, sem reynast ekki alltaf rétt- ar. Þetta er fyrst og fremst þekkingarleysi. Væri ekki möguleiki að láta koma fram upplýsingar um þjóð- búninga í fjöímiðlum? Væri ekki æskilegt að kenna eitthvað í skólum landsins um íslenzka þjóðbúninga sem menningararf? Leiðbeiningastöð Haldnir eru peysufatadagar í skólum og þá fjölmenna ungar stúlkur einn dag klæddar þjóð- búningum, sem fara afar mis- jafniega vel á þeim. Þær kunna ekki að klæðast þeim, því þær hafa ekki fengið neina tilsögn. Blaðamenn eða fjölmiðlafræð- ingar þyrftu líka upplýsingar áð- ur en þeir birta mynd af stúlku í upphlut og skrifa að hún sé í skautbúningi. Skrifið og ræðið endilega um þjóðbúningana okkar og birtið af þeim myndir. Þeir eru sannar- lega þess virði. En umfram allt: Farið með rétt mál og veitið fræðslu um málið um leið. Vekja má athygli, á, að komið hefir verið á laggirnar, af veik- um mætti þó, vegna fjárskorts, leiðbeiningastöð um íslenzka þjóðbúninga á Laufásvegi 2, Reykjavik." GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Mig langar, þig langar, drenginn langar, stúlkuna langar, barnið langar, drengina lang- ar, stúlkurnar langar, börnin langar. (Ath.: mig langar ein og mig lengir; drenginn langar eins og daginn lengir.) Bendum börnum á þetta!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.