Morgunblaðið - 20.07.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.07.1983, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 Sumarskóli NUU: W Haldinn hér á landi í sumar Sumarskóli NUU, Nordisk Ung- konservativ Union, verður haldinn hér á landi dagana 3.—10. ágúst, og er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið hér á landi, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Gerði Thoroddsen, framkvæmdastjóra Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hingað til lands koma nítján Norðurlandabúar til þátttöku, en einnig er öllum SUS-félögum heimill aðgangur, að sögn Gerðar Thoroddsen. Fyrstu nóttina, að- Gerður Thoroddsen, framkvæmda- stjóri SUS. faranótt fimmtudagsins 4. ágúst, dvelja þátttakendur á Laugar- vatni og daginn eftir varður farið í skoðunarferð um Suðurland og verður m.a. komið við hjá Gull- fossi og Geysi og þau náttúrufyr- irbrigði skoðuð. Um kvöldið verð- ur snæddur kvöldverður í Hótel Valhöll á Þingvöllum og þaðan verður haldið til Reykjavíkur síð- ar um kvöldið. í Reykjavík verður dvalið fram á laugardag og verða á því tíma- bili haldnir fyrirlestrar um Sjálf- stæðisflokkinn, stöðuna í íslensk- um stjórnmálum og einnig verður fluttur stjórnmálapistill frá hverju landi sem þátttakendur verða búnir að undirbúa. Laugardaginn 6. ágúst halda þátttakendur til Vestmannaeyja, en þar munu Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, sjá um skipulagn- ingu dagskrár fyrir viðkomandi. Á mánudagsmorgun verður síðan haldið til Reykjavíkur og þar verður dvalist fram til miðviku- dagsins 10. ágúst, en á þeim tíma verður boðið upp á blöndu af fyrirlestrum, skemmtunum og frí- tíma. Af fyrirlestrum sem haldnir verða má nefna erindi um utan- ríkisviðskipti og utanríkisstefnu, gildrur velferðarríkisins og fleira. Meðal fyrirlesara má nefna Geir H. Haarde, formann SUS, Þor- stein Pálsson, alþingismann, Friðrik Sophusson, varaformann Sjálfstæðisflokksins, Árna Sig- fússon, formann Heimdallar, Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins og Vilhjálm Egilsson, hag- fræðing. Þá má nefna að þátt- takendum verður m.a. sýnd Reykjavíkurborg og fleiri stuttar skoðunarferðir verða farnar. Sumarþingið stendur í viku- tíma, en þetta er í fyrsta skipti sem sumarþing NUU er haldið á íslandi. Gerður sagðist vænta þess að sem flestir SUS-félagar myndu nýta sér þetta tækifæri og gat hún þess jafnframt að þeir sem áhuga hefðu á þátttöku í þinginu, ættu að hafa samband við sig á skrifstofu Sambands ungra sjálfstæðismanna, í Val- höll, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Atvinnurekstur HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur ný- lega gefið út blað sem ber nafnið „Atvinnurekstur“, en efni blaðsins eru fyrirlestrar sem fluttir voru á ráðstefnu Heimdallar um atvinnu- rekstur í Reykjavík um mánaða- mótin febrúar-mars síðastliðinn. Fyrirlestrarnir sem birtast í blaðinu eru þessir: Gildi smáfyr- irtækja fyrir atvinnulífið, eftir Sigmar Ármannsson lögfræðing, Landssambandi iðnaðarmanna, Hvernig fara menn að því að finna hugmyndir, eftir Jón Er- landsson verkfræðing, forstjóra upplýsingaþjónustu rannsóknar- ráðs, Stofnun og uppbygging fyrirtækis, eftir Hauk Hauksson kaupmann, Hlutverk Reykja- víkurborgar eftir Magnús L. Sveinsson, formann atvinnu- málanefndar Reykjavíkurborgar, Þjónustuiðnaður, eftir Guðlaug Stefánsson, hagfræðing Lands- sambands iðnaðarmanna og Reykjavík sem þjónustumiðstöð, eftir Pétur J. Eiríksson hag- fræðing. í ávarpi ritstjóra, Árna Sig- fússonar, formanns Heimdallar, segir að Heimdallur hafi að und- anförnu lagt höfuðáherslu á tvo ÍREYKJAVÍK 1983 8J0NARH0RN i UMSJÓN ÓLAFUR JÓHANNSSON Frá síðasta SUS-þingi, sem haldið var í Hnífsdal. Samband ungra sjálfstæðLsmannæ Tuttugasta og sjöunda þing í Reykjavík í haust 0 Nýjar hugmyndir 0 Stojnun og uppbygging fyrirtœkja 0 Gildi smáfyrirtakjafyrir atvinnulífið 0 Hlutverh Reyhjavíhurborgar 0 Þjónustuiðnaður 0 Reykjavík sem þjónustumiðstöð málaflokka, húsnæðismál og at- vinnumál. I þessu riti sé áherslan lögð á atvinnumálin og megin- inntak blaðsins séu möguleikar á atvinnurekstri í Reykjavík. Segir Árni, að við lestur fyrirlestranna komi í ljós, að möguleikar á at- vinnurekstri í Reykjavík í smáum stíl séu umtalsverðir, ef losað sé um ýmsar kvaðir sem ríkisvaldið leggur á atvinnureksturinn. TUTTUGUSTA og sjöunda þing SUS, Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, verður haldið í Reykjavík dagana 23.—25. september næstk- omandi, en reglulegt SUS-þing hefur ekki verið haldið í Reykjavík síðast- liðin 16 ár, eða frá árinu 1967. Hins vegar var haldið aukaþing SUS í Reykjavík árið 1968, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Geir H. Haarde, formanni SUS. Geir sagði að undirbúningur þinghaldsins væri hafinn fyrir nokkru og hefði stjórn SUS sett á laggirnar nokkra starfshópa, sem fjalla munu um einstaka mála- flokka og verða niðurstöður þeirra ræddar á þinginu. Gert væri ráð fyrir því að á þinginu yrði tekið fyrir eitt sérstakt málefni umfram önnur, en að sjálfsögðu yrði álykt- að um öll megin mál stjórnmál- anna í almennri stjórnmálaálykt- un. Hins vegar sagði Geir að til stæði að taka fyrir eitt megin við- fangsefni, en það væri örtölvubylt- ing og atvinnuþróun. Ástæðu þess sagði Geir, að menn gerðu sér grein fyrir að tímarnir væru að breytast og því ætti að taka fyrir viðfangsefni sem snerti ungt fólk verulega þegar fram í sækti. Því ætti með umfjöllun um þetta mál- efni að líta fram á veginn. Jafnframt gat Geir þess að til stæði að hafa gestafyrirlesara á þinginu, til að fjalla um megin málefni þingsins, en það væri nýmæli. Einnig yrði fjallað og ályktað um ýmis málefni, einkum I þeim málaflokkum þar sem sjálfstæðismenn hefðu aðstöðu til að hafa áhrif og koma sínum mál- um fram. Einkum ætti að taka fyrir málefni þau sem snertu ráðuneytin sem sjálfstæðismenn fara með í ríkisstjórn og væri það hugsað til þess að geta lagt ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins lið og veitt þeim hugmyndir. „Við væntum þess að þetta verði fjölmennt þing og höfum við náð góðum samningum við Hótel Loft- leiðir um pakka, sem inniheldur flug og gistingu. Við verðum með meginhluta þingsins á Hótel Loft- leiðum, en einnig verður hluti þess haldinn í Valhöll. Aðal ræðumað- ur á hátíðarkvöldverði SUS- þingsins verður Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, en hann er meðlimur í SUS og einnig vænt- um við þess að aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík muni skjóta upp kollinum á þing- inu,“ sagði Geir H. Haarde að síð- ustu. Endurskoðun skipulagsmála SUS Á ÞINGI Sambands ungra sjálf- stæðismanna sem haldið verður í Reykjavík í haust, verður sérstak lega fjallað um örtölvubyltingu og atvinnuþróun, en einnig verður fjallað um innra skipulag SUS, og sagði Geir H. Haarde, formaður SUS, að ástæða þess væri sú að sambandið yrði nú að endurskoða skipulag sitt, ekki síst með tilliti til þess að í næstu kosningum verður kosningaaldur að líkindum kom- inn ofan í 18 ár. „Við munum bæði líta í eigin barm og huga að almennum þjóðfélagsmálum á þinginu," sagði Geir. Varðandi málaflokk- inn örtölvubylting og atvinnu- þróun, gat Geir þess að leitað yrði til hæfustu manna á hverju sviði um fyrirlestra, til þess að unnt væri að álykta um þetta mikilvæga málefni og tengja það hinni pólitísku hlið. Auk tveggja fyrrgreindra málaflokka verður fjallað á þinginu um menntamál, efna- hags- og viðskiptamál, heilbrigð- is- óg tryggingamál, húsnæðis- mál, stjórnarskrármál, utanrík- ismál, samgöngumál og iðnað- armál. Geir H. Haarde, fráfarandi formaður SUS: Gefur kost á sér til endurkjörs GEIR H. HAARDE, fráfarandi for- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, mun gefa kost á sér til endurkjörs í formannsembætti SUS á þingi samtakanna sem haldið verð- ur í Reykjavík dagana 23.-25. sept- ember næstkomandi. Geir hefur ver- ið formaður SUS síðasta kjörtímabil frá árinu 1981. „Síðustu tvö ár hafa að flestu leyti verið mjög ánægjuleg og störfin og samskiptin í þessari stjórn sem nú fer frá hafa verið mjög góð og það hafa ekki verið neinir hnökrar á því,“ sagði Geir í spalli við Morgunblaðið. „Þetta tímabil hefur um margt verið mjög viðburðaríkt, það er ekki hægt að segja annað. Við fór- um á síðasta Landsfund Sjálfstæð- isflokksins rétt að SUS-þingi loknu og síðan hefur hver stórviðburður- inn rekið annan; bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar, þar sem við teljum okkur hafa lagt nokkuð af mörkum, bæði í Reykjavík og ann- ars staðar. Þá voru prófkjör fyrir Alþingiskosningarnar og síðan kosningarnar sjálfar og í báðum kosningunum inntu SUS-félagar mikla vinnu af höndum í prófkjör- um í þágu yngri frambjóðenda," Geir H. Haarde sagði Geir. „Mér hefur þótt formannstíma- bil mitt mjög ánægjulegt og í þessu embætti hef ég haft tæki- færi til þess að kynnast mjög mörgum, fara víða um landið og takast á við ýmis viðfangsefni sem maður hefði ekki átt kost á ella. Síðan vænti ég þess, ef ég næ kosn- ingu, að samstarfið í næstu stjórn verði jafn gott og í þeirri sem nú er að skila af sér,“ sagði Geir H. Haarde.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.