Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JtJLÍ 1983 3 i i, }.Í:i Álklæðningin komin á Þjóðarbókhlöðuna. Morgunbia«i« Emiiín. Þjóðarbókahlaðan: Álklæðningin frá Japan og kostar 13,2 millj. króna NÚ ER UNNIÐ að tveimur þáttum í byggingu Þjóðarbókhlöðunnar, þaksmíði sem senn verður lokið og einangrun og klæðningu þriðju og fjórðu hæðar, sem áætlað er að Ijúka í haust, samkværat upplvsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Finnboga Guðmundssyni landsbókaverði, formanni byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar. Til ráðstöfunar á árinu eru 19,237 milljónir, en þar af er fjárveiting ársins 15 milljónir, en geymt fé frá síðasta ári nem- ur 4,237 milljónum. Sagði Finn- bogi að alls hefði verið varið til byggingar Þjóðarbókhlöðunnar frá upphafi til miðs júlímánaðar á þessu ári um 38 milljónum króna. „Þær krónur eru auðvitað mis höfgar, upphæðin væri önn- ur ef eldri krónurnar væru fram- reiknaðar," sagði Finnbogi. Varðandi álklæðningu þá sem nú er verið að setja utan á Þjóð- arbókhlöðuna, sagði Finnbogi að álskildirnir hefðu verið smíðaðir í Japan, en fylgihlutir, festingar og annað slíkt, kæmu frá Sviss. Verð klæðningarinnar, skjalda og fylgihluta komið um borð í skip í Rotterdam er 9,474 millj- ónir króna, söluskattur er 2,461 milljón og tollar og aðflutn- ingsgjöld nema 1,389 milljónum króna. Samtals kostar því klæðningin 13,224 milljónir króna. Sagði Finnbogi að sölu- skattur og tollar næmu um 3,5 milljónum króna, þannig að það fé rynni aftur í ríkissjóð. Finnbogi kvaðst vonast til þess að unnt yrði að setja gler í glugga 3. og 4. hæðar hússins í sumar, en óvíst er enn hvort nægilegt fé er til þess. Síðan tek- ur við vinna í kjallara og við múrverk innanhúss jafnframt því sem unnið verður að hitalögn og loftræsikerfi, en það er á verkefnalista næsta árs og einn- ig að koma gluggum í 1. og 2. hæð hússins. Vöruskiptajöfn- uðurinn mun hag- stæðari en í fyrra VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var hagstæður um 47.928 millj. kr. í júnímánuði, en útflutningur nam í þeim raánuði 2.028.726 millj. kr. og innflutningur 1.980.798 millj. kr. Vöruskiptin voru á hinn bóginn óhagstæð fyrstu 6 mánuði ársins. Á því tímabili var verðmæti útflutnings samtals 7.743.014 millj. kr. en verðmæti innflutnings var samtals 8.272.342 millj. kr. Vöruskiptin voru þannig óhagstæð sem nemur 529.328 millj. kr. fyrri helm- ing ársins. Ef þessar tölur eru bornar sam- an við verðmæti útflutnings og innflutnings á sama tíma í fyrra kemur í ljós, að þá voru vöruskipt- in óhagstæð landsmönnum sem hér segir: í júní 1982 var flutt út fyrir 739.534 millj. kr. en samtals var flutt út fyrir 3.665.517 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 1982. í júní það ár nam verðmæti inn- flutnings 1.313.819 millj. kr. en verðmæti innflutningsins fyrri helming ársins 1982 var 5.018.702 millj. kr. Vöruskiptin voru þannig óhagstæð um 574.285 millj. kr. í júní 1982 og óhagstæð um 1.353.185 millj. kr. fyrstu sex mán- uði ársins 1982. Við samanburð við utanríkis- verslunartölur 1982 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar-júní 1983 er talið vera 99,1% hærra en það var sömu mánuði 1982. Ef ástæður hagstæðari við- skiptajöfnuðar, miðað við árið 1982, eru kannaðar kemur í ljós, að útflutningur áls og álmelmis er mun meiri. Þannig nam útflutn- ingur áls og álmelmis í júní 1982 aðeins 52.175 millj. kr. og samtals 411.364 millj. kr. fyrstu sex mán- uði ársins. í ár nemur útflutning- ur áls og álmelmis á hinn bóginn 364.053 millj. kr. í júní en 1.450.082 millj. kr. samtals fyrstu sex mán- uði ársins. Útflutningur kísiljárns er einnig hagstæðari. í fyrra var ekkert kísiljárn flutt út í júnímán- uði og aðeins fyrir 76.168 millj. kr. samtals fyrstu sex mánuði þess árs. í júní í ár var á hinn bóginn flutt út kísiljárn fyrir 112.924 millj. kr. og fyrir 176.213 millj. kr. samtals fyrri helming ársins. Til skýringar á hagstæðari við- skiptajöfnuði innflutnings má nefna, að innflutningur skipa er nær helmingi minni í ár miðað við síðasta ár. Síríus sækir á brattann!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.