Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UJATn^'ílM'U tf það er ekki aðeins, að það geri þiggjandann að betri manni, heldur líka gefandann. Það verður enginn fátækari, þótt falli láti hlýleg og réttmæt viðurkenningarorð í garð sam- ferðamanns síns, heldur auðgar það og bætir sérhvern mann. Þakklætis- og viðurkenningar- orð eru það, sem vér erum aldrei nógu óspör á. Og það tel ég „seint í rassinn gripið" að veita mönnum viðurkenningu og þakkir, er þeir „liggja stirðir á stráum". Grein sína, „Líkræður um lif- andi presta", endar Leifur með þessum orðum: „Þjóðin bíður eftir því, að prestarnir vakni af aldagömlum svefni og fylli kirkjurnar að nýju, brennandi andanum". Það er nú það. Auð- vitað eiga prestarnir að vera „brennandi í andanum". En eiga ekki allir kristnir menn að vera það einnig? Og hvort mundi auðveldara fyrir prest- ana að fylla kirkjurnar „í krafti andans", eða fyrir hinn ein- staka safnaðarmann að sækja kirkju sína á helgum tíðum? Ef allir ræktu þá kristilegu skyldu sína, mundu kirkjurnar ekki aðeins fyllast, heldur verða allt of litlar fyrir söfnuðinn. Það hefir löngum verið til- hneiging til þess að kenna prestum um allt sem á skortir eða miður fer í kristnilífinu. Gjarnan má segja prestum til syndanna, og þess þyrfti kannski í ríkara mæli en gert er. Þó verður þar, sem annars staðar, að gæta allrar sann- girni. Vissulega er það rétt, að „ónýtir þjónar erum vér“. En á „Lúthersári" er ekki út í hött að minna á kenningu þessa mikla trúarleiðtoga um hinn „al- menna prestsdóm", sem þýðir nánast það, að sérhver kristinn maður á að finna til ábyrgðar gagnvart kirkju Krists og því starfi, sem hún vill vinna á meðal mannanna, því starfi, sem er eina von mannkynsins. Ef menn ræktu og sæktu kirkju sína með réttu hugarfari, væri hægt að gera mikla hluti, hvort sem presturinn er stór- mikill andans maður eða ekki. Og lokaorð mín skulu vera þessi: Þjóðin á ekki að „bíða“ aðgerðarlaus. Það eru söfnuðirn- ir, sem eiga að „fylla kirkjurnar" Það verk er á þeirra valdi en ekki annarra." Seljum hljóðvarpið Granni skrifar: „Höfundur þessara lína las í dag fréttayfirskrift í Morgunblaðinu: Afganistan: „Frelsisliðar færast í aukana“. — Að sjálfsögðu er þarna vísað til bardagasveita afgönsku þjóðarinnar gegn innrásarher Sov- étríkjanna. Undirritaður heyrði í nýlegum fréttatíma hljóðvarpsins eftirfar- andi setningu (í Þjóðviljastíl), sem var í sambandi við stríðið í Afgan- istan, og var setningin efnislega þessi: „... en þar í landi (Afganist- an) á Sovétherinn í höggi við LIPP- REISNARMENN." (!) - Þess skal getið að í umræddum fréttatíma kom setning þessi þrisvar fyrir, og er því alls ekki um misheyrn að ræða. Þessar staðreyndir vekja til íhug- unar: 1. staðreynd: Eigendur útvarpsins er þjóðin. (Ath. eigendur Þjóðviljans eru marxistar.) 2. staðreynd: Þjóðina skipa 15 af hundraði marxista, — og 85 af hundraði fólk andvígt marxisma. — (Þessi 85 af hundraði leggja yfirleitt marxisma og fasisma að jöfnu.) 3. staðreynd: Um árabil hafa róttæklingar, sem lagt hafa undir sig hinar ýmsu deild- ir hljóðvarpsins, notað stofnunina eins og þeir ættu hana sjálfir til að rótarnaga íslenzka lýðræðishefð með grímulausum (en þó oftar grímu- klæddum) marxista-áróðri í Þjóð- viljastíl. — (Ef óskað er, væri hægt að tíunda þetta nánar í löngu máli.) Og vakna þá spurningar: 1. spurning: Er ástæða til þess að við sem skip- um framangreindan hóp 85 hundr- aðshluta eigenda hljóðvarpsins sætt- um okkur við þetta öllu lengur? 2. spurning: Gerum við okkur ljóst að með greiðslu útvarpsafnotagjalda okkar erum við að kosta á íslandi rótar- nagandi áróður heims-marxismans, á sama hátt og Þjóðvilja-áskrifend- ur gera með áskriftargjaldi sínu? 3. spurning: Hvað er hægt að gera í þessu máli af hálfu okkar, 85 hundraðshluta eigenda hljóðvarpsins? 1. möguleiki: Getum við neitað að greiða afnota- gjöldin? — Varla. 2. möguleiki: Er líklegt að breyta megi núver- andi ástandi með því að láta rót- tæklingadeildirnar sigla sinn sjó (að minnsta kosti 85 prósent af þeim)? — Varla. — (Ath. lög um nánast skilyrðislausa æviráðningu opin- berra starfsmanna.) 3. möguleiki: Er líklegt að endurskoðaðar og breyttar reglugerðir kæmu að not- um? — Varla á meðan núverandi skipan róttæklingaliðs hljóðvarpsins er óbreytt. Tillaga til varanlegrar lausnar: Marxistar eigi og reki aðal-áróð- ursmálgagn sitt, hljóðvarpið, á sama hátt og þeir eiga og reka Þjóðviljann sem kemur næstur I röðinni hvað snertir mikilvægi í marxista-áróðri. NiAurstaða: SELJUM MARXISTUM HLJÓÐ- VARPIÐ! — Látum þá reka hljóð- varpið og byggja útvarpshöllina fyrir sína peninga en ekki okkar.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér ( dálkunum. Þessir hringdu . . . Hvar fást vaxt- artregðuefnin? Þóninn hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að spyrjast fyrir um, hvar hægt muni vera að fá svokölluð vaxtartregðuefni. Efni þessi eru notuð á plöntur, sem of mikill vöxtur er í. Það hefur verið rætt um þau í blóma- og garðyrkjuþáttum, en leit í sérverslunum hefur ekki borið árangur. Afgreiðslufólkið hefur komið af fjöllum, þegar ég hef spurt um þetta. Stóðum þarna í ráðaleysi Hulda Björnsdóttir, Grindavík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langaði að fá að koma á framfæri þökkum til Flugleiða. Svoleiðis var, að við hjónin vorum búin að panta með góðum fyrirvara far til Akureyr- ar, fimmtudaginn 14. júli sl. Síð- an fórum við í ferðalag og kom- um ekki heim fyrr en sinni part- inn, daginn fyrir brottfarardag. Kl. tíu morguninn eftir mættum við úti á flugvelli, eins og mælt hafði verið fyrir um, en þá var ekkert flug, búið að fresta því til kl. 14.00. Þar sem við vorum að fara til að vera viðstödd jarðar- för náins ættingja, þótti okkur þetta slæmt og stóðum við þarna í ráðaleysi. Er ekki að orðlengja það, að þetta ágætis fólk í af- greiðslunni leitaði allra ráða til að koma okkur norður í tæka tíð. Fór það svo, að einkavél var fengin til að flytja okkur og leystust þannig vandræðin. Fyrir þessa stórkostlegu fyrir- greiðslu langar mig að þakka, bæði stúlkunni (Soffíu), sem var boðin og búin að aðstoða okkur, svo og öðrum, sem áttu þátt í að greiða götu okkar. Góðir þættir í út- varpi og sjónvarpi Helga Ólafsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka sérstak- lega fyrir sjónvarpsþættina um jarðfræði íslands, sem Ari Trausti Guðmundsson og Hall- dór Kjartansson sáu um. Þá þóttu mér mjög góðir þættirnir um Vestur-íslendinga, í umsjá Ólafs Ragnarssonar. Maður varð klökkur, þegar maður heyrði þá syngja ættjarðarlögin. Svo vildi ég þakka Helga Þorlákssyni skólastjóra, sem las frásögn Jóns Trausta frá Skaftáreldum. Það voru skinandi þættir. Dagatal fylgiblaóanna ALLEAF A ÞRIÐJUDÖGUM IÞRCPV 0JA& ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á föstudögum ALLTAF Á LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fródleikur og skemmtun Mogganum þinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.