Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 Leitin að Emanuelu Orlandi: Enn hringja „ræningjar“ Rómarborg, 25. júlí. AP. FJÖLSKYLDA Emanuelu Orlandi, unglingsstúlkunnar sem rænt var á Ítalíu á dögunum og hótað var lífláti væri tyrkneska hryðjuverkamanninum Meh- met Ali Agca ekki sleppt úr haldi, fékk tvö símtöl um helgina, þar sem menn sem sögðust bera ábyrgð á ráninu lögðu fram nýjar kröfur. Mario Meneguzzi, talsmaður fjölskyldu Orlandis, las tilkynn- ingu í sjónvarpi í gær og ávarpaði þá símamennina. „Annar ykkar er lygari," sagði hann og hvatti ræn- ingjana til þess að senda frá sér sannanir fyrir því að stúlkan væri enn á lífi. Að öðrum kosti myndi fjölskyldan ekkert aðhafast. Neitaði hann þeim orðrómi, að leynilegar samningaviðræður væru í gangi og hann neitaði einn- ig þeim orðrómi að hringt hefði verið í fjölskylduna og henni tjáð að henni yrði sendur „biti“ af Em- anuelu ef ekki yrði gengið að kröf- um ræningjanna. Meneguzzi lét ekkert hafa eftir sér um hvað 28 sleppt f Póllandi Varsjá. 25. júlf. AP. I’ÓLSK yfirvöld létu í dag lausa 28 fanga úr sex fangabúðum landsins, en ákvörðun um takmarkaða sakar- uppgjöf var tekin við afnám herlaga í sl. viku. Hin opinbera pólska frétta- stofa sagði í dag, að takmörkuð sak- aruppgjöf hefði verið veitt 182, þar af 53 pólitískum fóngum. Talið er, að fangarnir hafi að- eins gert sig seka um minniháttar pólitísk brot. Þá hafi einnig verið látnir lausir ótíndir glæpamenn. Ekki er vitað til þess, að nokkur kunnur andófsmaður hafi verið látinn laus úr fangelsi. Bandarískir embættismenn sögðust í dag mundu ráðgast við bandamenn sína um það, hvort hætta eigi efnahagsaðgerðum þeim, sem hófust eftir setningu herlaga 13. desember 1981 og beint var gegn pólsku stjórninni. símamennirnir höfðu fram að færa. Meneguzzi sagði jafnframt að illa innrættir gárungar gerðu fjöl- skyldunni lífið leitt, þannig hafa fjölskyldumeðlimir og lögreglan á ftalíu svarað um 5000 símtölum þar sem um gabb hefur verið að ræða. Japan: Manntjón í flóðum og skriðuföllum Tókýó, 25. júlí. AP. FUNDIST hafa lík 87 Japana sem fórust í gífurlegum flóðum og aurskriðum á suðurodda Honshu, stærstu eyju Japan, 600 km fyrir sunnan höfuðborgina Tókýó. 82 hinna látnu fundust í Shim- ane, þar sem 114 aðrir slösuðust og 29 var saknað. Óttast var i gær, að þeir myndu bætast við tölu hinna látnu áður en yfir lyki. Hin líkin fimm fundust í Yamaguchi skammt frá Shimane. Ástandið á flóðasvæðunum er sagt bágborið og sérstaklega mun vera alvarleg- ur skortur á drykkjarvatni. Þús- undir manna vinna að hjálpar- starfinu og veðurspáin er góð, þannig að óttinn um að fleiri skriður komi hefur fjarað út. Hátíðniljóskastari Vatnssprautur á þaki 7000 volta straumur leikur um alla yfirbyggínguna Sprengjuvörpur Sæti fyrir 10 menn auk áhafnar Blikkljós Infrarauóar vídeó- upptökuvélar Hreyfanleg infrarauó . L vídeó-upptökuvél Fullkomin rúðusprauta Brynvörn Slökkvitæki Stálgrind £ til aó ryöja vegtálmum Háþrýsti-vatnsbyssa Kvoóufylltir sem snúa má í hálfhring. og skotheldir Dregur 35 metra. hjólbaróar 18 skotgluggar með gægjugötum Bedford Model MFR/156, benzín- eða hverfilblásin dís- elvél. Grind 3,96 metrar. Tvihjóla að aftan, drif á öllum. Átta gírar áfram og tveir aftur á bak. Sérhannaður bfll til notkunar í uppþotum London, 25. júlí. AP. KYNNTUR var í dag nýr brezkur bíll, sem er sérhannaður til notk- unar í uppþotum og öðrum mót- mælaaðgerðum, og er hann „ónæmur'* fyrir mótmælaseggjum, því snerti einhver bílinn hlýtur sá hinn sami sjö þúsund volta raf- straumsskot. Einnig er bíllinn búinn 16 sprengjuvörpum, 18 skotglugg- um, háþrýstivatnsbyssu, leitar- ljósum og infrarauðri myndavél til myndatöku í myrkri. Með vatnsbyssunni má sprauta lit- arvökva til þess að auðkenna uppþotsseggi. Þá eru vinnukonurnar þannig úr garði gerðar að málning þvæst auðveldlega af, þar sem hægt er að úða með þeim spritti yfir rúðurnar. Rými er fyrir 10 menn í upp- þotabílnum auk tveggja manna áhafnar. Yfir- og undirbygging- in er skotheld og hjólbarðarnir einnig. Þá er auðvelt að gera bíl- inn bæði loftþéttan og vatns- þéttan. Að framanverðu er mikil stálgrind til að ryðja burt veg- tálmum. Bifreiðin hefur hlotið nafnið AMAC-1 og verður framleidd af samnefndu fyrirtæki. Að sögn Lundúnablaðsins Times hefst framleiðsla innan skamms og fyrst um sinn verður söluherferð takmörkuð við Pakistan, Ind- land, Indónesíu og hluta Suður- Ameriku. Yrðu menn fyrir því að snerta bifreiðina hlytu viðkomandi mikið raflost og brunasár. „Til- gangurinn með framleiðslunni er að koma í veg fyrir mannvíg. Bíllinn ætti fyrst og fremst að hræða fólk og fæla það frá upp- þotum og ofbeldisverkum," sagði sölustjóri AMAC-fyrirtækisins. Sölustjórinn sagði að von væri á pöntun 20 bíla af þessu tagi frá óþekktu ríki í Miðausturlöndum. Ekki fylgdi fréttum hvað bifreið- in komi til með að kosta. Ný leyniáætlun Svía um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd OhIo, 25. júlí, frá Rolf Lövström. DEILUR kunna að rísa mllli norrænna ríkisstjórna um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum vegna tillagna um slíkt svæði, sem unnið hefur verið aö með leynd í sænska utanríkisráðuneytinu og miða að því að strax í haust verði hafíst handa um að hrinda áformum um svæðið í fram- kvæmd. Frá leynitillögunum segir í Svenska Dagbladet í dag. i Titanic fundinn? Haljfax, Kanada, 25. júll. AP. HÓPUR manna, sem leitar flaks- ins af Titanic, farþegaskipsins fræga sem rakst á ísjaka og sökk árió 1912 úti fyrir ströndum Kanada, telur sig að öllum lík- indum vera búinn að finna það. Foringi hópsins, Mike Harr- is, sagði í samtali við frétta- menn i gær að djúpleitartæki þeirra hefði fundið hlut um 265 metra langan og 24 metra breiðan á hafsbotni um 380 sjómilur suðaustur af Race- höfða á Nýfundnalandi. „Lengdin er sú rétta, einnig breiddin og við erum hreint ólýsanlega spenntir," sagði Harris og bætti við að málið myndi skýrast fljótlega þar eða leiðangursmenn væru búnir að sökkva sjónvarpsmyndavélum niður. Titanic sökk sem fyrr segir 1912 eftir árekstur við ísjaka. Atburðurinn átti sér stað 15. apríl í fyrstu ferð þessa mikla skemmtiferðaskips. 1.500 manns fórust með skipinu. Pierre Schori, sem við stjórn- arskiptin varð æðsti embættis- maður í sænska utanríkisráðu- neytinu, er formaður í nefnd sem hefur unnið að smíði tillagnanna. í stjórnartíð borgaraflokkanna Korchnoi vill fá skilnað Genf, 25. júlí, AP. VICTOR Korchnoi, stórmeistari í skák hefur sótt um lögskilnað frá eiginkonu sinni, Bellu Korchnoi, eft- ir því sem Petra Leeuwerik, hægri hönd Korchnois; sagði frétta- mönnum í gær. Ar er síðan Bella fékk brottfararleyfi frá Sovétríkjun- um ásamt Igor, syni þeirra hjóna, eftir mikil umsvif mannréttinda- hreyfinga og fleiri aðila. „Kominn er tími til að fólk viti hvernig hjónabandið fór með Victor, það var hreinlega að ganga af honum dauðum", sagði frú Lee- uwerik og sagði því til áréttingar, að frú Korchnoi hefði sýknt og heilagt verið að angra bónda sinn með kröfum um hærra meðlag heldur en raunhæft mátti heita. „Fólk gerir sér alranga mynd um ríkidæmi Victors, hann er ekki betur stæður heldur en gengur og gerist," sagði frú Leeuwerik að lokum. var afstaða þeirra neikvæð til hugmynda um frumkvæði sænskra stjórnvalda varðandi kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Þetta viðhorf hefur breyst eftir stjórnarskiptin og tillögur nefndarinnar ráða lík- lega stefnu ríkisstjórnar jafnað- armanna. Eivinn Berg, aðstoðarmaður norska utanríkisráðherrans, sagði við Aftenposten að leynitillögurn- ar væru ótímabærar. Ástæðulaust væri að hefja markvissar umræð- ur um málið nú. í tillögunum er lagt til að á fundi norrænu utanríkisráðherr- anna í haust verði hafist handa um skipulegar aðgerðir sem leiði til þess að um áramótin 1984/ 85 birti Norðurlönd sameiginlega viljayfirlýsingu um kjarnorku- vopnalaust svæði, verði gengið að ákveðnum skilyrðum. Nefndin telur ekki í samræmi við öryggishagsmuni Svía að kjarnorkuvopnalaust svæði mótist stig af stigi, Norðurlöndin verði að hafa orðið sammála um svæðið og risaveldin að hafa gengist undir nauðsynlegar ábyrgðir. Land- fræðileg mörk svæðisins verði að vera skýr og einnig skuldbind- ingar risaveldanna um að hóta kjarnorkuvopnalausu löndunum hvorki með kjarnorkuvopnum né beita þeim gegn þjóðum þeirra. Liggja verði fyrir tryggilegar yfir- lýsingar um kjarnorkuvopnalaust Eystrasalt, samkomulag um eftir- lit þar og umferð skipa. Nefndin leggur til að svæðið nái til Norðurlandanna sjálfra, land- helgi þeirra og lofthelgi. Skagerak og Kattegat verði hluti af svæð- inu. Alþjóðasiglingaleiðir um Eystrasalt verði utan svæðisins og einnig landhelgi V-Þýskalands, A-Þýskalands, Póllands og Sovét- ríkjanna. Nefndin telur æskilegt HERMENN og lögregla voru á varðbergi á Heathrow-flugvelli í dag, en Scotland Yard neitaði að stað- festa fregnir blaða í morgun þess efnis að öryggisgæslan stæði í tengslum við handtöku eins með- lima þjóðfrelsisfylkingar Armena. Starfsmaður British Airways, sem óskaði nafnleyndar, sagði hins vegar frá því í morgun, að öryggisgæslan beindist sérstak- lega að álmum 1 og 2 á flugvellin- um, en allir farþegar frá Tyrk- landi fara þar um. Sagði starfs- maðurinn jafnframt, að varúðar- ráðstafanir þessar myndu verða áfram út þessa viku. Er talið víst, að þær standi í að ísland, Færeyjar, Grænland og Jan Mayen geti orðið hluti af svæðinu en setur það ekki sem skilyrði. Sett yrði sem skilyrði að Danir og Norðmenn lýstu yfir, að aldrei yrðu kjarnorkuvopn í löndum þeirra, en nú ná slíkar yfirlýs- ingar þeirra til friðartíma. Finnar yrðu að ganga jafn tryggilega frá sínum málum. Þátttökuríkin ættu að halda uppi eftirliti hvert á sínu svæði en risaveldin á alþjóðasigl- ingaleiðum á Eystrasalti. beinum tengslum við hótanir frá þjóðfrelsisfylkingu Armena eftir að einn meðlima hennar var hand- tekinn um helgina. Fylking þessi lét til skarar skrfða á Orly-flug- velli í París fyrir skemmstu með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið. Maðurinn, sem var handtekinn um helgina, Zavron Bedros, hefur viðurkennt að hafa ætlað að taka gísla í tyrkneska sendiráðinu til þess að þrýsta á um að armensk- um föngum í tyrkneskum fangels- um verði sleppt. Var Bedros vopn- aður skammbyssu, skothylkjum og handsprengju er hann var handtekinn. Viðbúnaður á Heathrow Ixondon, 25. júli. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.