Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 17 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON • HENRY KISSINGER Hvert er hlutverk hans? Mi5-Ameríka: • RONALD REAGAN Útilokar ekkert. Sér ekki fyrir endann á spennunni En hvað er framundan? Vafa- laust á margt eftir að gerast. Stone, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í Mið-Amer- íku, var rétt ófarinn í nýjan leið- angur um lönd Mið-Ameríku þegar þetta var ritað. Sand- inistastjórnin í Nicaragua lýsti nýlega yfir vilja sínum til að setjast við samningaborðið að ræða málin. Reagan tók alls ekk- ert illa í það, en afgreiddi jafn- framt viðleitnina sem „ekki nóg“. Sagði Reagan að það yrði áreiðanlega hræðilega erfitt að ná endum saman í Mið-Ameríku meðan núverandi vinstri stjórn Óvissa um nefnd Reagans og væntanlegar flotaæfingar Bandaríkjamanna auka spennu Menn velta nú mjög fyrir sér hlutverki nefndar þeirrar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti skipaði fyrir skömmu til að glíma við hin erfiðu vandamál friðarhalds í Mið-Amerfku. Tilvist Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í nefndinni vakti ekki minni athygli en sjálf nefndarskipanin. Reagan sagði nýverið, að möguleikarnir á sam- komulagi sem tryggði frið á þessum slóðum væru afar litlir meðan Sandinistar stjórnuðu Nicaragua. Hann hefur og marglýst yfir að útkom- an í Mið-Ameríku verði að vera Bandaríkjunum í hag, annars sé öryggi þjóðarinnar í hættu stofnað. Skipun nefndarinnar hefur yfírleitt verið tekið sem vitnisburði um að Reagan hafi gert sér fulla grein fyrir því að með því að halda áfram á sömu braut, hefði taflið verið tapað fyrir Bandaríkin, ekki síst vegna vaxandi andstöðu bandaríska þingsins og almennings við afskipti stjórnarinnar af málefnum Mið-Ameríku. Hlutvcrk nefndarinnar? Embættismenn í Washington hafa sagt að það hafi verið með vilja gert hjá Reagan að hafa vald og umboð nefndarinn- ar óljóst. Hið eina, sem vitað er að nefndin á að gera, er að koma með hugmyndir um efnahagsleg- ar, pólítískar og þjóðfélagslegar úrbætur fyrir Mið-Ameríku, úr- bætur sem dregið gætu úr óreið- unni sem á þessum slóðum ríkir. Tveimur brennandi spurningum er ósvarað, en það eru spurn- ingar sem vöknuðu ekki síst vegna þess að Kissinger hefur verið kallaður til. Fyrri spurn- ingin, hvort að nefndin muni endurskoða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í þessum heims- hluta, síðari spurningin er sú, hvort að nefndin muni reyna að leiða til lykta átökin eftir póli- tískum leiðum og þá vitna menn gjarnan í reynslu Kissingers í þeim efnum. Vangaveltur af þessu tagi eiga rætur að rekja til vaxandi ólgu í Mið-Ameríku og vaxandi ótta bandarískrar al- þýðu um að Bandarfkin séu óðfluga að sogast inn i nýja Víetnammartröð. Alþýða manna hefur út af fyrir sig ýmislegt til að byggja ótta sinn á, til dæmis hefur Reagan aldrei beinlínis útilokað beina hernaðaríhlutun f Mið-Ameríku og svo standa nú fyrir dyrum miklar æfingar bandaríska flotans úti fyrir ströndum Mið-Ameríku, en margir hafa litið á þær sem und- irbúning undir einangrun Nicar- agua. Skiptar skoðanir eru á hlutverki nefndarinnar, einn embættismaður f Washington sagði það öruggt að hún myndi endurskoða hernaðarafskiptin, en annar sagði að hún myndi aldrei grafa undan stefnu forset- ans. Enn aðrir hafa bent á að þeir sem skipa nefndina eru allir menn sem fylgt hafa Reagan að málum í 'málefnum Mið-Amer- íku, þar er enginn sem efast um að Mið-Amerfkuvandamálinu verði að lykta vel fyrir Banda- ríkin, því að öðrum kosti sé ör- yggi þjóðarinnar í hættu. Svo sem sjá má, er því enn ógerningur að segja til um hvórt að nefndin muni sveigja Banda- ríkin til eða frá „stríðsástand- inu“ sem Reagan segir vera að gieypa Mið-Ameríku. Óvissan jókst enn, er Reagan gerði það heyrinkunnugt að þrátt fyrir skipan nefndarinnar væri mik- ilvægt að bandaríska þingið samþykkti 110 milljóna dollara hernaðaraðstoð til E1 Salvador og 80 milljóna dollara samskon- ar aðstoð til „frelsissveita" í Nic- aragua. Lengi hefur leikið mikill vafi á því að Reagan fái aðstoð þessa alla samþykkta og þing- maður einn sem ekki vildi gefa upp nafn sitt sagði að tilkoma nefndarinnar breytti engu um það. En þrátt fyrir alla þá áherslu sem Reagan hefur lagt a mikilvægi farsællar lausnar fyrir öryggi Bandaríkjanna, finnst mörgum hann hafa staðið sig slælega. Margir þingmenn hafa bent á að forsetinn hafi enn ekki gert sér grein fyrir því í hve miklum mæli bandarfsk fhlutun þyrfti að vera ef öryggi þjóðar- innar væri ógnað. Og hinir sömu segja Reagan aldrei hafa komið með nothæfar uppástungur um efnahagsaðstoð til umræddra landa. Sagt er, að Bandarikin hafi látið 639 milljónir dollara af hendi rakna til Mið-Ameríku- ríkja það sem af er árinu og gert sé ráð fyrir 464 milljónum á næsta ári. En peningar þessir hafa meira og minna farið f að standa skil á fallandi lánum al- þjóðabanka, en þeim ekki verið varið til efnahagslegrar upp- byggingar eða atvinnusköpunar. Allmargir þingmenn eru þeirrar skoðunar að koma verði á nokk- urs konar „Marshall-áætlun" í Mið-Ameríku, en Reagan og stjórnarliðar hans hafa ekki einu sinni hugsað málið svo langt. Milljarðar dollara myndu fara í aðstoð af þessu tagi. sæti í Nicaragua. Reagan er heils hugar þeirrar skoðunar að stjórn Sandinista eigi engan rétt á sér. „Sandinistarnir eru aðeins lftið brot af byltingunni sem gerð var og Bandaríkin verða mótfallin stjórn þeirra meðan lýðræði og mannréttindi eru fót- um troðin í Nicaragua." Með þessum orðum er talið að Reag- an sé f raun að hrósa smásigri í baráttunni gegn stjórn Nicar- agua og bent er á tilboð Sandin- ista um að semja sé þess kostur. Reagan segir auk þess Sandin- istana vera fjarstýrða af utanað- komandi aðilum og það flæki málið enn meira. Ýmsir líta á umfangsmiklar tilvonandi flotaæfingar Banda- ríkjanna á þessum slóðum sem vísbendingu um að stríð sé óumflýjanlegt, og/eða að Reagan vilji ögra stjórn Nicaragua. Var Reagan nýlega spurður um þetta, en hann sagði: „Banda- ríski flotinn hefur verið að æf- ingum um allan heim að undan- förnu, án þess að það hafi vakið sérstaka athygli og Bandarfkin hafi verið sökuð um að hefja stríð.“ Svo var Reagan spurður hvort að til greina kæmi að ein- angra Nicaragua af hafi og þá kom loðið svar frá Reagan, eitt af svörum hans sem almenning- ur í Bandaríkjunum óttast hvað mest. Hann svaraði: „Slík ein- angrun væri alvarlegt mál og ég vona heils hugar að til þess þurfi ekki að koma.“ Sem sagt, Reagan útilokaði ekkert, en hann hefur jafnan litið á möguleikann á því að beita hernaðarmætti sem ár- angursríkt þrýstitæki. I fimm ár hafa verið linnu- lausar borgarastyrjaldir f þess- um heimshluta og um 110.000 manns hafa fallið og helmingi fleiri særst. Flóttamenn eru minnst 1,1 milljón. Deilumálin eru hin ýmsu, enda um nokkur ríki að ræða. Grundvallaratriði eitt er þó hin eilífa barátta ríkra og snauðra. Erlend fhlutun, ekki einungis Bandaríkjanna, hefur síðan bæst við. Vinstri sinnar hafa lýst yfir að Bandarikin hafi skipt sér einum of mikið af mál- efnum Mið-Ameríku og vilji nú ein ráða framtíð heimshlutans. Hafa Sovétmenn og Kúbumenn fúslega gengið í lið með þeim er þannig líta á málin og þar með hafa deilu- og vandamál Mið- Ameríku tengst kalda stríðinu milli NATO og Varsjárbanda- lagsins. (Heimildir N.Y. Times. AP o.fl.) eða 8% ? Verðtrygging veitir vörn gegn veröbólgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýðingu mismun- andi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Yfirlit hér aö neðan veitir þér svar við því. VERÐTRYGGÐUR SPARNADUR - SAMANBURÐUR A AVÖXTUN Verötrvgging m. v. lánskjara v í sitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi hofuðstols Raunaukning höfuðst. eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. ríkissj. 3 5% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% GENGIVERÐBREFA VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 26. JÚLÍ1983: VEÐSKULDABREF MEÐ v. 7—8% ávöxtunarkröfu: Sðlugengi pr. kr. 100.- Sölugengi m.v. nafn- vaxtir Ávöxtun umtram 1970 2. flokkur 15.270,64 1971 1. flokkur 13.197.03 1972 1. flokkur 11,449,82 1972 2. flokkur 9.708,00 1973 1. flokkur A 6.878,39 1973 2. flokkur 6.336,78 1974 1. flokkur 4.374,04 1975 1. flokkur 3.600,41 1975 2. flokkur 2.712,74 1976 1. flokkur 2.570,51 1976 2. flokkur 2.047,56 1977 1. flokkur 1.899,45 1977 2. flokkur 1.586,05 1978 1. flokkur 1.287,88 1978 2. flokkur 1.013,25 1979 1. flokkur 854,17 1979 2. flokkur 660,18 1980 1. flokkur 498,21 1980 2. flokkur 391,73 1981 1. flokkur 336,54 1981 2. flokkur 249,94 1982 1. flokkur 226,95 1982 2. flokkur 169,63 1983 1. flokkur 131,70 MaOalávöxtun umfram v.rötryggingu *r 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGD: Söiugengi m.v. nafnvexti (HLV) 2 afb./ári (HLV) verötr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2 Vi% 7% 4 ár 91,14 2’/2% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7'/4% 7 ár 87,01 3% 7'/4% 8 ár 84,85 3% 7V4% 9 ár 83,43 3% 7%% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGO HAPPDRÆTTISLÁÍ^ RÍKISSJÓÐS C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1.fl. — 1981 ugangi pr. kr. 100.- 4.100,17 3.536,40 2.502,85 2.502,85 1.658,99 1.503.34 1.203,20 1.064.11 231,17 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5 ár 29 31 32 34 36 59 Ofanskráö gengi er m.a. 5% ávöxtun p.á. umfram verótryggingu auk vinn- ingsvonar. Happarættisbréfin eru gef- ín út á handhafa. Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.