Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 37 yfirborðinu. Og það var líklega aldrei mjög auðvelt að vera Pétur Axel, þótt einnig það lægi í loft- inu. Hann átti góða daga og vonda; eins og við hin. Hann var sjaldan í miðjum hlíðum. Pétur Axel var maður hrein- skiptinn, en oft fannst mér hann geyma marga menn. Hann erfði lund forfeðra sinna, er kallað höfðu á réttlæti. Hann hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum, og fór eigi dult með þær, þótt ekki yrði hann stjórnmálamaður, eða gerði tilraunir til þess. Og hann sat oft með þann sársauka er fylg- ir þeim mönnum gjarnan, er telja sig hafa rétt fyrir sér. í eðli hans er mér þó blíðan minnisverðust. Hann fjarlægðist ekkert, þótt á stundum liðu mörg ár, án þess að leiðir skærust. Árið 1961, kvæntist Pétur Axel, Magnþóru Guðrúnu Pálu Þóris- dóttur (1938—1974) lögfræðings og bankafulltrúa, Kjartanssonar. Þau skildu. Þeirra börn voru Jón Axel f. 1962, Magnús Þórir f. 1963 um vorið, en hann dó um haustið sama ár og Þóra Steinunn, f. 1971. Börn Péturs Axels með Guð- rúnu Jónsdóttur, Guðmannssonar, yfirkennara í Reykjavík voru Snjólaug Pétursdóttir fædd 1958 og Jón Guðmann f. 1960. Snjólaug andaðist 8. ágúst 1973, og þá var örðugt haust hjá mörgum. Eftirlifandi kona Péturs Axels er Rósa Ólafsdóttir, Sigurðssonar frá Skálatúni á Mýrum. Lifir hún mann sinn, ásamt syni þeirra, Pétri Axel, sem nú er þriggja ára, og ólafi Þór, 12 ára syni Rósu. Sambúð þeirra varð ekki löng, líklega fjögur ár, ef ég man rétt, þar af eins og áður sagði, með dauðann í návígi í um það bil heilt ár. Pétur Axel og Rósa áttu samt góða daga. Ég sá Pétur Axel sein- ast með heilsu um páska. Skömmu síðar dó vonin, og nú er hann sjálfur allur. Pétur Axel kaus að bíða örlag- anna sem mest heima. Þar háði hann hið fyrirfram tapaða stríð, ásamt Rósu. Vinir komu og fóru, og maður undraðist, að í húsi, sem virtist ekkert eiga að geyma, nema þjáningu, seinustu mánuðina, ríkti svo mild kyrrð, og sú ástúð, er þú getur allt að því snert, er þú gengur um dyr. Hvorugt lét á neinu bera, þótt bæði skildu, að það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð, eins og Steinn orðaði það. Rósa fylgdi honum hljóð að landamærunum. Alla leið. Vor dagur er byrjaður að grána í vöngum, og á köldu sumri er það sérstök þjáning, sérstök umhugs- un, að þurfa að fylgja þeim er á góðum aldri eru til grafar bornir. Kominn er nýr dagur, bráðum haust og vetur. Enn er haldið af stað, og þeim sem bera minning- una eina í fangi, sækist án efa bet- ur fyrst en þeim er sorgina bera að auki. Því biður maður nú og góða daga. Ég sendi Rósu, börnunum og öðrum ástvinum Péturs Axels samúðarkveðj ur. Skagafirði, 20. júlí 1983, Jónas Guðmundsson, rithöfundur. Fáein fátækleg orð mega sín lít- ils andspænis torskildum rökum lífs og dauða. Samt langar mig að reifa hér nokkrar hugrenningar um manninn Pétur Axel Jónsson nú er hann er fallinn frá aðeins 45 ára að aldri. Leiðir okkar Péturs Axels lágu saman af tilviljun eins og gengur fyrir aðeins þremur ár- um. Kynni mín af honum voru því miklu minni og skammvinnari en ég hefði kosið. Rétt eftir áramótin síðustu ætlaði ég á fund hans að leita góðra ráða eins og svo oft áður. Frétti ég þá að hann hefði skyndilega verið lagður inn á sjúkrahús. En það voru þung spor er ég kvaddi hann þetta vetrar- kvöld, því að þá var strax ljóst hve alvarleg veikindi hans voru. Síst höfðu mér komið veikindi í hug í sambandi við Pétur Axel. Hann var yfirleitt afar hress mað- ur, og yfir honum ferskur blær, stundum eilftið hvass. Hann var ætíð fljótur að feykja burtu loð- mullu, flæktist ekki í vafningum og hiki, en „skar í gegn“, tók ákvarðanir og fylgdi þeim jafnan strax eftir af miklum röskleika. í viðræðum um ýmis þyngri vandamál lífsins var einkennandi hve hrein og bein og tilgerðarlaus öll afstaða hans var, og hve næma tilfinningu hann hafði fyrir mannlegri ábyrgð og fyrirleit öll undanbrögð frá henni, alveg sér- staklega þá iðju manna að flækja einfalda hluti f leit að afsökunum og ásökunum í stað þess að horf- ast í augu við staðreyndir veru- leikans og taka heiðarlega afstöðu og rökréttar ákvarðanir. Hann hafði þróað með sér heilbrigða sjálfsvirðingu sem er forsenda virðingar og trausts út á við. Hann tók lífið, samferðamenn sína og sjálfan sig alvarlega, — en ekki hátíðlega. Hann var sér vel meðvitaður um nauðsyn þess að leita sífellt meiri þroska og vinna af meiri hörku í sjálfum sér en öðrum. Gagnrýni sinni og skop- skyni beindi hann því aðallega í eigin barm. Þessum persónuein- kennum hans, heiðarleikanum, rökfestunni, snerpunni og kímn- inni tengdust lífsgleði og bjartsýni sem voru smitandi. Pétur Axel hafði góða nærveru. Greiðvikni hans og hjálpsemi mun alltaf verða mér einkar minnisstæð. Yfir henni var mjög hressilegur og persónulegur blær. Það var ein- kennandi að f smáu sem stóru bauð hann aðstoð sfna og greiða- semi á einstaklega látlausan og óeigingjarnan hátt, sem gerði þiggjandanum afar létt um vik. Beindist talið að þakklæti og slíku eyddi hann því snarlega og sló á létta strengi. „Við hjálpumst bara að eftir því sem þörf krefur," og svo barst talið fljótt að öðru. Eins og áður segir höfðu kynni mín við Pétur Axel þvf miður ekki varað lengi, og mér fannst þau í rauninni enn á byrjunarstigi. Ég hlakkaði mjög til framhaldsins og frekari viðkynningar, samveru- stunda, viðræðna og samstarfs við hann. En nú verður ekki um neitt slíkt að ræða. Nema að því leyti sem hin flekklausa minning um þennan jákvæða, tilfinningaríka og kraftmikla mann, hugsjónir hans og heilbrigt lífsviðhorf gleymist ekki, en geymist hið innra sem verðmæt hvatning. Ég tel það einstakt happ að hafa kynnst Pétri Axel Jónssyni. Það er sárt að sjá á bak honum svo ung- um og svo óvænt. Starfsdagurinn var enn aðeins að byrja. Áhugamál mörg. Margir tilbúnir að njóta nærveru hans og starfskrafta. Framtíðin brosti við. Og enn stöndum við orðvana og ráðþrota andspænis öllum spurn- ingum um grundvallarrök mann- legs hlutskiptis. En í uppreisn sinni gegn ofureflinu, f æðruleysi og trú, yfirstígur maðurinn mót- sagnir og fáránleika tilverunnar, fallvaltleik og þjáningu lffs og dauða og gefur því nýtt gildi og tilgang í dýpri merkingu og æðra samhengi. Söknuður og þakklæti eru mér efst í huga. Ég votta eig- inkonu Péturs Axels og börnum innilega samúð. Magnús Skúlason Smá þakkarkveðja til míns elskulega vinar, Péturs, fyrir hlý- hug og umhyggju. Hann benti mér oft á hvað ég ætti að varast í lífinu og ég ætla að muna það sem hann sagði síðast við mig, þegar ég ætl- aði varla að þora að segja frá ein- kunnum mínum úr skólanum sem voru ekki upp á það besta. Hann sagði þá að aðalmálið væri ekki að vera hæstur f bekknum, heldur að fara örlítið fram hverju sinni. Að- almálið væri að vera góður maður og standast freistingar lffsins. Ég þakka Pétri hve hann hefur hjálp- að henni mömmu minni mikið og var henni góður. Ég ætla að hjálpa henni og Pésa litla í framtíðinni. Þökk sé honum og góður Guð geymi hann. Óli Þór Það var vitað að þetta gæti vart dregist mikið lengur, en samt var eins og undirmeðvitundin neitaði að viðurkenna staðreyndina; kraftaverk hafa gerst — af hverju ekki hér og nú? Þegar fregnin barst, varð hingaðtil hryssingslegt sumarið helkalt um stund og al- mættið stóð eftir galopið fyrir bit- urri gagnrýni okkar sem eftir sitj- um, þorrinn skilningi á tilgangi forlaganna; á slíkum stundum verka trúarrit heimsins eins og napurt háð — og huggunarorðin miskunn, náð og algæska hljóma eins og eitthvað úr Salvador Dalí. Götur okkar Péturs Axels lágu saman á unglingsárum okkar, en urðu ekki samstíga fyrr en áratug- um síðar; samt varð okkur strax vel hvorum til annars. Lífshlaupið fór fram á ólíkum vettvangi í gegnum tiðina, en þó um margt keimlíkt; löngun til nokkurra átaka hjá báðum og sjaldnast til hlés við almenningsálitið, enda leituðu báðir uppgjörs mála sinna á sama stað, eftir áratuga vind- myllustríð á akurjörðum Bakkus- ar bónda á Alkóhóli — með fárra ára millibili. Töpuð styrjöld hnýt- ir þolendur böndum sameiginlegs skipbrots, hvar sigurvegarar verða gjarna saupsáttir við skipt- ingu góss — og við Pétur Axel hnýttum gamlan kunningsskap vináttuböndum, sem ekki urðu rofin uns örlög slitu. Eflaust munu félagsfræðiþrugl- arar framtíðarinnar reyna að meta áhrif Freeport-ferða síðasta áratugar á íslenskt þjóðfélag — og sýnast sitt hverjum. Reyndar þarf enga framtíðarspekúlanta til; um- ræðan og matið eru þegar í gangi — eilíf uppspretta þessa sérís- lenska skammdegisrifrildis, sem þjóðin unir sér við árið um kring. Sleggjudómar falla þó ómerkir, ef menn líta í kringum sig og sjá alla þá nýtu borgara, sem nú ganga keikir um götur, en voru áður taldir þjóðfélaginu glataðir; líta inn hjá þeim fjölskyldum, sem nú lifa hamingjusömu skapandi lífi i stað ótta og upplausnar fyrri ára; líta á þjóðhagslegan ávinninginn af skilum þessa fólks til samfé- lagsins, þar sem það áður var oft baggi; — allt fyrir tilstilli þessara vesturferða og þeirra grettistaka, sem lyft var hér heima í kjölfarið. Pétur Axel small eins og hann- aður í hóp forveranna, þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum á útmánuðum 1979, en með sínu lagi, enda aldrei sá litleysingi að hyrfi í fjölda. Greind hans, góð menntun og eðlislægur dugnaður komu skjótt skipulagi á einkamál- in — og fljótlega fundu menn að gott var að leita til hans. Þessi fyrrum nagli, sem ávallt hafði vaðið í gegnum heilt, ef því var að skipta, og lítt skeytt um hvort ein- hver eða hver yrði fyrir, gerðist nú velgjörðarmaður fleiri báginda- manna en nokkurn hefði mátt gruna; lagði sig í líma við að leysa mál þeirra og kom þeim til sjálfsbjargar. Hann var hinsvegar ekki þeirrar gerðar sem ber sér á brjóst; aðstoð hans fór oftast svo dult, að þá vissu menn helst ef af honum fréttist í Ameríku — og ergði vissulega á stundum skipu- lagsglaða aðila hinna ýmsu sam- taka, sem allt vildu skráð í möpp- ur. Hann lifði alla tíð hratt — og kannski var það bara hans stíll að árin urðu svo fá, eftir að ham- ingjutakmarkinu var náð. Erfitt reynist mér þó að sætta mig við þá skilgreiningu; framtíðin virtist hans, björt — og full tækifæra við hans hæfi. Hann hafði kynnst og fest ráð sitt yndislegri stúlku, Rósu Ólafsdóttur, er bjó honum þann rann sem hann hafði alltaf þráð; þeim fæðst mesti mynd- arstrákur — og vinahópurinn óx að stærð og tryggð. En á síðasta ári fór að draga að ský: tvö systk- ini hans létust með fárra mánaða millibili, af völdum þess vágests sem nútíma læknavísindi fá enn lítt við ráðið; á jólum var barið dyra hjá Pétri Axel. Uppgjöf var ekki á vinsælda- lista Péturs — og hann lét ekki deigan síga nú fremur en endra- nær; festi sér laxveiðileyfi til nota í sumar og barðist meðan hann stóð. Ég hitti hann síðast á fundi á föstudaginn langa; hann var gugg- inn en með glampa í augum og keikur, lét vel af sér þó hann væri auðsýnilega þjáður, væll ekki til í hans munni. Hann ræddi framtíð- ina eins og hún væri hans og ofur- eflið hjóm — og einhvernveginn tókst honum að láta allt líta út eins og áður. Þegar sumarið nær aftur inní okkur og vanmáttarfirring augna- bliksins dvínar, fá orð sína fyrri merkinu. Og þó skilningur okkar á tilgangi almættisins sé engu nær, er það ástvinum huggun að miklu þjáningastríði er lokið. Síðustu ár Péturs Axels verða ljós sem yljar; ljúf minning þeim er nutu. Tómas Agnar Tómasson SENDILLINN SEU SÍDAST BREGST Bensínvél 1900 cc vatnskæld — verö kr. 359.000 Dieselvél 1600 cc vatnskæld — verð kr. 372.000 Reykjavík - Sprengisandur - Mývatn Brottför frá BSÍ Reykjavík: miövikudaga og laugardaga kl. 8.00. Mývatn — Sprengisandur — Reykjavík. Brottför frá Hóte Reynihlíð kl. 8.30 frá Skútustöðum kl. 8.50. Verö: Aöra leiöina 1.250.- kr. nestíspakki í hádeginu innifalinn. Báöar leiöir 2.250.- kr. nestispakki í hádeginu innifalinn. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. BORGARTÚNI 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.