Morgunblaðið - 04.08.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
7
ÖUum þeim sem heiðruðu mig með heimsóknum, skeyt-
um og gjöfum á 80 ára afmœli mínu 28. 7. '83 sendi ég
mínar bestu þakkir og bið þeim guðsblessunar.
Ingimundur Bjarnason.
Innilegustu þakkirfyrir heimsóknir, gjafir og kveðjur á
áttræðisafmæli mínu, þann 21. júlí síðastliðinn.
Sigurður Sigfinnsson,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Safnaðarfólki Saurbæjarprestakalls og öðrum vinum
okkar, sem sýndu okkur einstaka vináttu, gjafmildi og
heiður á nýafstöðnum tímamótum i lifi okkar, færum
við alúðarþakkir og biðjum góðan Guð að gefa gleði og
birtu inn í lif þeirra.
Hugrún og Jón Einarsson, Saurbæ.
Sjálfstæðisfélögin
á Suðurnesjum
boöa til fundar meö Geir Hallgrímssyni utanríkisráö-
herra fimmtudaginn 4. ágúst kl. 21.00 í samkomu-
húsinu í Garði.
Fundarefni: Varnarmál og stjórnmálaviðhorfið.
Sjálfstæöisfólk á Suðurnesjum er hvatt til aö fjöl-
menna.
M. Sapparo 1600 coupó
1982
Rauður á krómfetgum með spoiler Eklnn t
þús. km. Verö 300 þús.
Plymouth Volare St. 1977
Blár meö viöarklæðnlngu, eklnn 70 þús. km.
Verö 145 þús. Ath. skiptl á dýrarl Volvo eöa
Saato.
SÝNINGARSVÆÐI ÚTI OG INNI
Mazda RX-7 1980
Blásans.. eklnn 60 þús. km. Verö 250 þús
Ýmls sklptl möguleg
BMW 31811982
Grámetalic, eklnn 22 þús. km. Ýmslr auka-
hlutir. Verö 400 þús.
Mazda 929 Station 1981
Grásans., sjálfskiptur m/aflstýri, útvarp,
segulband. Ekinn 45 þús. km. Verö kr. 255
þús.
VW Golf 1982
Vínrauóur ekinn 11 þós. km. Utvarp, segul-
band. Verö 260 bús.
Volvo 244 DL 1979
Rauöur ekinn 47 þús. km. Utvarp, segul-
band. Verö 240 þús.
BMW 320 ’82 46
Oaihatsu Runabout '82 21
Honda Civic St. '82 28
Pontiac Firebird ’81 50
Saab 99 GL '8128
, Volvo 244 GL '80 30i
Colt DL '81 17
Honda Accord Ex '80 19
Saab 900 GL '80 31
Oaihatsu Charade '79 11:
Range Rover '73 24l
Mazda 929 2ja dyra '83 40<
fltargmiltffifeft
Áskriftarsíminn er 83033
Dýrðin í Norður-Kóreu
Því hefur verið spáð að Albanía kynni að verða fyrirmyndarriki
þeirra á Vesturlöndum sem telja sig þurfa að benda samferða-
mönnum sínum á önnur lönd til að sannfæra þá um við hve
þröngan kost þeir búa heima fyrir. Á sínum tíma voru Sovétríkin
þessi fyrirmynd, svo kom Kúba, síöan Víetnam og nú Albanía,
eftir að öllum er Ijóst hvílíkar hörmungar menn búa við í hinum
fyrri draumalöndum. En hvað um Norður-Kóreu? Fyrsta komm-
únistaríkið þar sem völdin viröast eiga aö ganga í erfðir. Kann
það ekki að verða fyrirmynd? Lesendur Tímans hljóta að líta
þangað vonaraugum eftir aö hafa lesið lýsingar Agnesar Braga-
dóttur á dýrðinni. Kannski Norður-Kórea taki nú viö af Búlgaríu
hjá framsóknarmönnum?
Engir einkabfl-
ar — en blaða-
menn í Benz
Agnesi Bragadóttur var
boðiö til Noröur-Kóreu til
að sitja þar „Heimsrið-
stefnu blaðamanna sem
eni á móti heimsyfirráða-
stefnu og berjast fyrir vin-
áttu og friði". Samkvæmt
lýsingu hennar var farið
með þá 350 blaðamenn
sem ráðstefnuna sóttu eins
og þjóðhöfðingja. Segir
Agnes meðal annars frá
því að ekki séu neinir
einkabílar í Norður-Kóreu
en hún hafi þó haft túlk,
einkabflstjóra og Merce-
des Benz sér til trausts og
halds á meðan hún dvald-
ist í þessu lokaðasta ein-
ræðisríki kommúnista. Síð-
asta dag „heimsráðstefn-
unnar" var öll starfsemi
lögð niður í INongyang,
höfuðborg Norður-Kóreu,
og öllum íbúum hennar
skipað að fara út á götur og
skemmta blaöamönnunum
350 og um hátíðarhöldin
segir Agnes „verða þau
okkur blaðamönnum áreið-
anlega með öllu ógleym-
anleg“. — I»að yrði Reyk-
víkingum áreiðanlega líka
með öllu ógleymanlegt ef
þeim yrði einn góöan veð-
urdag skipaö að hætta öllu
en hlaupa út á götur og
torg til að gleðja nokkur
hundruð erlenda blaöa-
menn. Hvaða „pressu"
ætli ísland fengi eftir slíka
uppákomu?
Frásögn Agnesar Braga-
dóttur af því sem gerðist í
Norður-Kóreu sýnir að
gestgjöfum hennar tókst
það sem þeir ætluöu, að
hrífa hana svo mjög að allt
annað félli í skuggann. En
þessi frásögn er jafnframt
skóladæmi um það hvernig
vestrænir blaðamenn falla
í stafl andspænis því sem
einræðisherrar er líta á al-
þýðuna sem eign sína geta
látið þessa þræía gera.
Eitt af því scm Agnes
furðar sig á er að þarna
borga menn enga skatta,
en svo kemur bara í Ijós,
að ríkið skammtar auðvit-
að mönnum fé — stað-
greiðsla skatta í sinni fulL
komnustu mynd!
í kvöldverði
hjá Kim
11 Sung
Enginn þjóðhöfðingi í
víðri veröld er tilbeðinn af
þegnum sínum og þrælum
með svipuðum hætti og
Kim II Sung, forseti eða
konungur Noröur-Kóreu.
Agnes Bragadóttir var boð-
in til hans og lýsir dýrðinni
í fátæktarríkinu með þess-
um hætti:
„Fyrir það fyrsta, þá var
höllin slík að allri gerð að
ég hold svei mér þá að
Versalir megi vara sig, og í
öðru lagi þá voru móttök-
urnar hreint eins og um
ævintýri Öskubusku væri
að ra ða en ekki raunveru-
leika, og það kommúnísk-
an raunveruleika. Ekki
lcyföist mér að taka mynd-
ir kvöldið ógleymanlega,
þannig að lcsendur Tímans
verða bara að ímynda sér
höll sem er glampandi hvít.
I>egar inn er komið er
mörghundruð fermetra
marmaragólf sem á eru
hinir veglegustu gosbrunn-
ar með tilheyrandi styttum
og Ijósum. Tveir risaraf-
magnsstigar fa-ra þig svo
upp, ja, alltaf eina 15 metra
og þá tekur við annað
flæmið af arkítektúr og
list, áður en inn í stórkost-
legan borðsal, gífurlega
stóran er komið, en við
borð rúmast þar, að því er
mér taldist til, um átta
hundruð manns. Heill her
þjóna og þjónustustúlkna
hleypur síðan um, allt
borðhaldiö og gætir þarfa
gestanna frámunalega vel,
á elskulegan og látlausan
hátt. Ég ætla ekki að lýsa
þessari veislu öllu frekar,
en má þó til með að greina
frá því að við hvert sæti
voru 11 mismunandi pör af
silfurhnífapörum, silfur-
prjónar, að sjálfsögðu og
sex mismunandi gerðir af
glösunt. Diskar komu eins
og á fa-ribandi, eftir hvern
rétt!!! Auðvitað er þetta
lygilegt, en satt engu að
síður."
Okkar
ágæti Kim
Agnesi Bragadóttur hef-
I ur greinilega blöskrað dá- I
lítið þegar hún kynntist
persónudýrkuninni á Kim
II Sung, mcóal annars lýsir
hún sköpunarv erki er flutt
af „stórkostlegustu lista-
mönnum sem ég hef fengið
að sjá og heyra á sviði" á
þann veg það hafl verið
„áköf innræting" um ágæti
Kim II Sung frá fyrstu nótu
eða fyrsta orði til hins síð-
asta og „nokkuð mikið að
gleypa fyrir venjulegan
Vesturlandahúa, að nú
ekki sé talaó um hálfhug-
sjonalausan, einstaklings-
þenkjandi Islending". En
síðan er eins og Agnesi
verði hugsað í lotningu til
Kim II Sung því að hún
bætir við:
„l»að má ekki skilja orð
min svo, að ég sé með
þessu að kasta rýrð á þjóð-
skipulag þeirra Norður-
Kóreumanna. þaö er ég
alLs ekki — það er bara
þannig, að þessa miklu
persónudýrkun, og þennan
massahugsunarhátt fæ ég
ekki skilið og royni því á
engan hátt að da-ma hann,
enda er það ekki í mínum
verkahring."
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjó-, vatns- og
holræsa-dælur.
Útvegum einnig dælu-
sett með raf-, Bensín-
og Dlesel vélum.
@flyirOsDiyi@)(U)(r
Vesturgötu 16,
slmi 13280