Morgunblaðið - 04.08.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 04.08.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGtJST 1983 Nýjung á Vindheimamelum: Mótið greiddi 300 krónur fyrir hvert hross sem mætti á kappreiðarnar ÞAÐ ORÐ hefur löngum farið af Skagfírðingum að þeir standi framar öðrum í hestamótshaldi og nú um verslunar- mannahelgina brydduðu þeir upp á merkri nýjung. í stað þess að rukka eigendur kappreiðahrossa um þátttökugjald eins og gert er víða, þá greiddu þeir 300 krónur fyrir hvert hross sem mætti til leiks. Með þessu móti reyna þeir að örva menn til þátttöku, en mikil óánægja hefur rfkt meðal kappreiðamanna að þurfa að greiða þátttökugjald og aðgangseyri fyrir knapa og á stærri mótum jafnvel beitargjaid. En svo vikið sé að mótinu sjálfu þá var þetta tveggja daga mót eins og venja er til. Veður var vægast sagt mjög óhagstætt. sjö stiga hiti, rigning og rok. Á sunnudag snjóaði í fjöll og setti veðrið óneit- anlega svip sinn á mótið. Gæðingarnir sem nú voru sýnd- ir voru heldur í lakara lagi miðað við undanfarin ár og trúlega eng- inn mælikvarði á hestakost Skag- firðinga. Einnig má geta þess að í Skagafirði er sá siður í hávegum hafður að sýna gæðingana ekki of oft og helst ekki oftar en einu sinni. Á þar af leiðandi sér stað endurnýjun á hverju ári. I ungl- ingakeppninni var keppt í einum flokki og voru keppendur tíu. Svo bregðast krosstré sem önnur tré Segja má að kappreiðarnar hafi verið besti hluti mótsins eins og svo oft áður og var árangur nokk- uð góður miðað við aðstæður. Virðist sama á hverju gengur þarna á „melunum". Alltaf skilar völlurinn góðum tímum. Það sem helst bar til tíðinda var að örvar, sem verið hefur ósigrandi í 800 metrunum í sumar, varð í fjórða sæti bæði í undanrásum og úrslit- um. Cesar, sem nú keppti í fyrsta skipti í sumar við sunnanhestana, varð í öðru sæti en sigurvegari varð Snarfari sem verið hefur í öðru, þriðja eða fjórða sæti á mót- um í sumar. Spóla varð að lúta í lægra haldi fyrir Sindra að þessu sinni í 350 metrunum og Blakkur hljóp á sama tíma og Spóla í úr- slitunum, en var dæmdur sjónar- mun á eftir. Villingur sigraði ör- ugglega í 250 metra skeiði og finnst manni nú tilfinnanlega far- ið að vanta fleiri góða vekringa sem hugsanlega gætu staðið í Vill- ingi svo meiri spenna skapist í þessari vinsælu grein. Þokkaleg sala á uppboðinu Að lokinni dagskrá á laugardag var haldið uppboð á trippum og folöldum og er þetta í annað skipt- ið sem þetta er reynt eh eins og ýmsa kann að reka minni til þá var folald selt á metverði ’81 þegar þetta var fyrst reynt. Að þessu sinni voru tuttugu og þrjú trippi og folöld boðin upp og seldust þau öll. Dýrasta folaldið fór á 21.000 krónur og er það fimm hundruð krónum hærra verð en folaldið dýra frá ’81 fór á. Af trippunum fékkst hæst verð fyrir þriggja vetra gamlan óvanaðan fola und- an Hrafni 802 frá Holtsmúla, fór hann á 30.000 krónur. ódýrustu folöldin fóru á 6.000 krónur. Þessi uppboð eru greinilega góð búbót fyrir stóðbændur og ágætur mark- aður fyrir almenning því það vek- ur athygli að flest öll trippin eru undan góðum og þekktum stóð- hestum og sum hver undan 1. verðlauna hryssum. Af þessu má ráða að á boðstólum eru yfirleitt álitleg hestefni. Það mí víst telja að Jói „vakri“ hafi faríð heim glaðnr ( bragði að keppni lokinni. Hér situr hann hryssu sína, Kröflu, sem efst stóð í A-flokki og að launum fengu þau vænan skammt af góðmálmum. Rakkus á undanhaldi segja úthýst frá Vindheimamelum Að síðustu má svo geta þess að meðan á mótinu stóð og á sunnu- Bakkusi blessuðum var svo að dag sást ekki vín á einum einasta Þórður Örn Stefánsson „Sælustaður psoriasis-sjúklinga" — Bláa lónið. í baksýn sést skúrinn sem fluttur var frá Keflavfk. „Böðunum fylgir bati" GÍSLI Kristjánsson er einn þeírra psoriasis-sjúklinga sem sækja Bláa lónið sér til heilsubótar, og kvaðst hann hafa gert það um þó nokkurt skeið. „Lónsböðum fylgir hægfara bati, en bati þó,“ sagði Gísli í stuttu spjalli við Mbl. „Ég er nú að framkvæma smá rannsókn sjálfur, og flyt vatn úr lóninu á brúsum inn í Reykjavfk og set í sérstakt ker, sem er hitað upp með vatnsspíral. Með þessu ætla ég að athuga hvort sami bati fáist úr leginum i heimahúsi, eins og hér.“ Gísli sagði að böðin hefðu mismunandi áhrif á fólk, en flest- ir þyrftu að sækja það í allt að þrjá mánuði til að fá bata. Við lónið er vinnuskúr þar sem notendum lónsins hefur verið sköpuð aðstaða. Þar inni er sol- arium-Iampi sem psoriasis-sjúkl- ingar nota gjarnan eftir böð. Gísli kvaðst ekki nota lampann sjálfur, þar sem hann væri að fram- kvæma þessa rannsókn á lækn- ingamætti vatnsins úr lóninu ein- göngu. Hann sagði þó að margir teldu batann stafa meira eða minna af notkun lampa af þessari gerð, en ennþá væri ekki búið að fullkanna það. Gísli á sæti í stjórn Samtaka psoriasis-sjúklinga, og sagði að nú í ár væri ætlunin að framkvæma rannsóknir á lækningamætti lónsins á vegum landlæknis, og myndi hópur sjúklinga þá stunda böð i lóninu i ákveðinn tfma. Hann vonaðist til þess að rann- sóknir þessar yrðu jákvæðar fyrir psoriasis-sjúklinga, þvi enn hafa ekki fundist aðrar lækningar á þessum sjúkdómi en sól, sjór og tjara, auk nokkurra lyfja sem verka misjafnlega á fólk. Því væri Bláa lónið mikil bót fyrir fólk með þennan sjúkdóm. Gistihús við Bláa lónið Gistihús fyrir notendur Bláa Iónsins við Svartsengi verður væntanlega tekið í notkun í október á þessu ári. Það er einkaaðili, Þórður Örn Stefánsson, framreiðslumaður, sem stendur fyrir byggingu gistihússins, og verður húsið rúmlega 400 metrar að stærð með 11 tveggja manna herbergjum. Bláa lónið við Svartsengi hefur undanfarið verið tölu- vert vinsæll baðstaður, og þá sérlega notaður af psoriasis- sjúklingum, sem telja lónið hafa bætandi áhrif á sjúkdóm- inn. Nú hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu baðgesta, og í því skyni hefur lítið hús verið flutt frá Keflavík og verður þar komið fyrir sturt- um og annari hreinlætisað- stöðu fyrir notendur lónsins. En fleira er á döfinni við Bláa lónið. Brátt mun þar rísa gistihús með 11 tveggja manna herbergjum og matsal. Þórður Örn Stefánsson, fram- reiðslumaður, stendur fyrir byggingu gistihússins og í samtali við Mbl. sagði hann að Bláa lónið væri betri baðstað- ur en erlendar sólarstrendur, og að þar væri jafnan hægt að baða sig í hvaða veðri sem væri. Þórður sagðist hafa fengið hugmyndina að gisti- húsinu fyrir mörgum árum er hann nam hótelrekstur er- lendis. Hann kvað íslendinga ekki þurfa að leita langt yfir skammt að heilsubótarlindum, og því hefði hann ákveðið að koma upp aðstöðu fyrir not- endur lónsins, jafnt utan af landi sem erlendis frá. Þórður sagðist standa einn í byggingu gistihússins við Bláa lónið, en þó í nánu samráði við Samtök psoriasis- og exem- sjúklinga. Hann kvað gisti- heimilið verða hið nýtísku- legasta, m.a. yrðu sjónvarps- tæki og video-þjónusta í hverju herbergi, og húsgögn færanleg. Fyrirmyndin væri blanda af því besta úr evr- ópskum og bandarískum gisti- húsum. Maturinn sem verður á boðstólum, sagði hann að yrði góður heimilismatur, en ekki sérstakt heilsufæði. Varðandi aðsókn og bókanir á gistihúsið kvaðst Þórður ekki vita um hvernig yrði, en gistihúsið Bláa lónið verður opið allt árið um kring. Hann sagðist vita um nokkra útlend- inga, sem sýnt hefðu gistingu við lónið áhuga, en annars sagðist hann treysta á Guð og lukkuna. Þórður sagðist hafa lagt allar sínar eignir í þetta fyrirtæki, og hefði hann auk þess notið fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum á Suðurnesj- um og aðrir hefðu sýnt honum velvilja, nema Ferðamálaráð, sem Þórður sagðist hafa feng- ið neikvæð svör frá, þar sem ráðið teldi ekki tímabært að reisa gistihús á Reykjanesi, þegar nóg væri um slíka að- stöðu í höfuðborginni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.