Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
Grænlensk listakona
Myndlist
Valtýr Pétursson
í anddyri Norræna hússins
stendur nú yfir sýning á vatns-
lita- og pastelmyndum eftir
grænlenzku listakonuna Kistat
Lund frá Narssaq. Það er ekki á
hverjum degi, sem við hér í borg
höfum þá ánægju að sjá nútíma
myndlist frá Grænlandi, og það
eru nú orðin nokkur ár sfðan hér
var á ferð nokkuð yfirgripsmikil
samsýning frá þessum nágrönn-
um okkar. Kistat Lund er ung
listakona, sem að mestu er sjálf-
menntuð í fagi sínu. Hún hefur
stundað myndlist um nokkur ár
og hefur haldið sýningar í
heimabæ sínum, Narssaq, og
annars staðar á Grænlandi, svo
sem í Nuuk og Qaqortoq (Juli-
anehaab).
Á þessari sýningu eru ein-
göngu pastel- og vatnslitamynd-
ir ásamt fáeinum eftirprentun-
um, sem eru nokkuð í sérflokki,
hvað myndefni snertir. Kistat
Lund hefur sótt efnivið í verk sín
til sagna og kvæða, sem Knútur
Rasmussen skráði á sfnum tima.
Það eru tíu pastelmyndir á þess-
ari sýningu og 22 vatnslitamynd-
ir, sem nær allar eru af græn-
lenzku landslagi. Kistat Lund
nær afar geðþekkum blæ á
vatnslitamyndir sfnar, sem er í
fullu samræmi við það and-
rúmsloft, er svo einkennir til-
veru manna í þessu stórkostlega
landi. Hún hefur meira vald á
vatnslitum en á pastellitum og
nær einkar skemmtilegum létt-
leika í sumum af verkum þeim,
er hún hefur gert í vatnslitum.
Hún hefur einnig næma tilfinn-
ingu fyrir formfestu græn-
lenzkrar náttúru, og það eina, er
ég saknaði á þessari sýningu, var
hve lítt hún virðist hafa gagn og
gaman af hinum stórkostlegu
formum ísjakanna. En auðvitað
er það einkamál hvers og eins,
hver fyrirbæri náttúrunnar hafa
áhrif á hann. Litameðferð Kistat
Lund er fínleg og mætti jafnvel
segja kvenleg. Hún hefur tamið
sér hófsemi í litameðferð og ger-
ir hlutina hvergi meiri eða minni
en þeir raunverulega eru. Þannig
verður til í höndum hennar lát-
laus og fáguð myndlist, sem læt-
ur ekki mikið yfir sér, en vinnur
á við nánari kynningu. Persónu-
lega hafði ég mikla ánægju af
þessari sýningu. Hógværð þess-
ara verka verkaði afar vel á mig
og færði mér heim þau sannindi,
að margt er hægt að gera annars
staðar en í hringiðu isma og
stjórnmála.
Það er ekki hægt að segja um
þessa sýningu, að hún sé stór-
kostleg, en hún er bæði innileg
og persónuleg. Tveir þættir er
oft vilja verða útundan hjá lista-
mönnum tuttugustu aldarinnar.
Þessar myndir eru afar snyrti-
legar og hafa ásýnd þess, er þær
hafa skapað. Eg þakka svo fyrir
ánægjuleg kynni við listakonu,
sem hefur náð árangri, ein á
báti, ef svo mætti segja. Sjálf-
menntun á sviði lista er oft á
tíðum ekki síðri en hin margum-
töluðu akademí.
Valtýr Pétursson
Stjórnun frábærra fyrirtækja
Björn Bjarnason
Bókin In Search of Excellence
— í leit að fullkomnun — er um
stjórnun fyrirtækja og byggð á at-
hugunum sem höfundarnir Thom-
as J. Peters og Robert H. Water-
man gerðu hjá ýmsum best reknu
fyrirtækjum Bandaríkjanna.
Fyrir þann sem ekki hefur lesið
mikið um þetta efni fer vafalaust
margt fyrir ofan garð og neðan,
þegar bornar eru saman hinar
ýmsu kenningar um stjórnun og
þær aðferðir sem þar er beitt til
að ná sem bestum árangri. Stjórn-
un og gróði eru tvö orð sem eiga
samleið í hugum margra og gæði
fyrirtækja eru venjulega metin
eftir því hvað þau skila miklum
ágóða. En byggðist góð stjórnun á
þvf að semja nákvæmar áætlanir
um hámarksgróða með sem
minnstum tilkostnaði og fram-
kvæma þær hvað sem á dynur?
Undir lok þessarar bókar segir,
þegar dregin eru saman í einn stað
sameiginleg einkenni þeirra frá-
bæru fyrirtækja sem hún lýsir:
„Hugmyndin um að gróði sé eðlileg
afleiðing af því að gera eitthvað
vel en ekki markmið í sjálfu sér,
ræður einnig alls staðar ríkjum."
Bókin snýst að meginefni um
átta frumreglur sem höfundarnir
mótuðu eftir viðtöl við stjórnend-
ur þeirra fyrirtækja sem þeir
kalla „excellent" eða frábær. í
lauslegri þýðingu mætti orða meg-
inatriði þessara reglna á þennan
veg:
1. Athafnir f stað aðgerðaleysis.
Ráðist er á vandamálin og þau
leyst, þótt með því sé tekin
áhætta.
2. Alúð við viðskiptavininn.
Þjónusta og aftur þjónusta er það
sem fyrirtækin leggja áherslu á,
bæði við sölu og eftir að hún hefur
farið fram, sé um viðhaldsvöru að
ræða.
3. Sjálfstæði og frumkvæði.
Starfsmenn eru hvattir til að sýna
frumkvæði og ýtt undir uppfinn-
ingar þeirra og tillögur til úrbóta í
rekstri.
4. Afköst starfsmanna forsenda
framleiðni. Með vinnuhvetjandi
aðgerðum er stuðlað að framleiðni
og gæðum.
5. Góður starfsandi. Náin
mm
tengsl milli stjórnenda og starfs-
manna, einingar eru sem minnst-
ar til að unnt sé að rækta persónu-
Ieg kynni.
6. Forðast að reisa sér hurðarás
um öxl. Ekki er ráðist f verkefni
sem eru fjarlæg miðað við grund-
vallarrekstur fyrirtækisins.
7. Einfaldar boðleiðir, fámennt
skrifstofulið. Ekki er óalgengt að
innan við 100 manns vinni í
skrifstofum fyrirtækja sem velta
mörgum milljörðum dollara á ári
hverju. Nýir stjórnendur fyrir-
tækja á niðurleið hefja endurreisn
með því að fækka skrifstofuliði.
8. Meðalhóf stjórnsemi og
frjálsræðis. Meginstefna fyrir-
tækisins er skýr og ótvfræð,
starfsmenn eru ekki í vafa um
markmið vinnu sinnar, en þeim
eru ekki settar þröngar skorður
við vinnuna sjálfa heldur sýndur
fullur trúnaður.
Þegar þessar einföldu reglur eru
lesnar, má segja, að engin þeirra
komi á óvart, þvf að allar eru þær
í góðu samræmi við heilbrigða
skynsemi. í mannlegum samskipt-
um reynist hún jafnan betur en
ósveigjanleg fylgni við áætlanir og
talnaraðir, þótt þær séu áferðar-
fallegar á pappirnum. Eitt ein-
kenni þeirra stjórnenda sem taldir
eru ná frábærum árangri, er, að
þeir hafa óbeit á þykkum fyrir-
mælabókum, þar sem tíundaðar
eru fyrirtækjareglur um stórt og
smátt. Finnst þeim vænlegra að
ýta undir frumkvæði starfsmanna
til að laða að fyrirtækinu við-
skiptavini en að binda hendur
þeirra með margflóknum fyrir-
mælabókum.
Ekki er vafi á þvf að það á jafnt
við hér á landi sem í Bandaríkjun-
um, að þeim fyrirtækjum vegnar
best sem tekst að tileinka sér þá
starfshætti sem lýst er f frumregl-
unum átta sem að ofan er getið.
Stjórnun með mannúðlegri ásýnd
hlýtur að skila betri árangri en
stjórnun sem lætur hagsmuni ein-
staklingsins víkja fyrir fastheldni
við áætlanir og útreikninga.
Raunar þarf ekki að ræða við for-
ráðamenn IBM, Delta-flugfélags-
ins, Caterpillar, 3M, Hawlett-
Packard og McDonald’s, svo nokk-
ur frábæru fyrirtækjanna séu
nefnd, til að komast að þessum
sannindum. Hitt hlýtur þó að
gleðja bæði viðskiptavini og
starfsmenn að velgengni þessara
fyrirtækja er talin undir því kom-
in að hlúð sé að hverjum einstakl-
ingi og gert eins vel við hann og
kostur er.
Að sögn útgefenda bókarinnar
In Search of Excellence, Harper &
Row, hefur hún hlotið mikla út-
breiðslu og vakið athygli. Á innan
við sjö mánuðum voru yfir 500
þúsund eintök prentuð og í 20 vik-
ur var hún í efstu sætum á met-
sölulista The New York Times.
Bókin er væntanleg f pappírskilju
nú í september og eftir það verður
hún vafalaust til sölu í bókaversl-
unum hér á landi.
Hornstrendingabók
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Þórleifur Bjarnason: HORN-
STRENDINGABÓK. 608 bls. Bóka-
útg. Örn og Örlygur hf. Rvík, 1983.
Þórleifur Bjarnason fæddist í
Hælavík í Sléttuhreppi árið 1908.
Árið 1943 sendi hann frá sér
Hornstrendingabók. Hann var þá
þrjátíu og fimm ára.
Þórleifur ólst upp við lífshætti
gamla tímans á Hornströndum.
Heimildirnar í þetta mikla átt-
hagarit sótti hann meðal annars
til eigin reynslu og sinna nánustu.
Og hann skráði meðan fólk og at-
burðir stóðu honum enn glöggt
fyrir hugskotssjónum. Byggð var
þá enn á Hornströndum. En renna
mátti grun í að hún kynni senn að
eyðast.
Hornstrendingabók var strax
talin til öndvegisrita. Við endur-
útgáfu nú, fjörutíu árum sfðar,
sýnist furðulitið ryk hafa fallið á
þetta góða verk, það stendur fyrir
sínu þó tfmar líði.
Hornstrandir hafa jafnan verið
sveipaðar dul í vitund íslendinga.
Skömmu áður en Þórleifur sendi
frá sér Hornstrendingabók hafði
Guðmundur G. Hagalfn vakið at-
hygli á þessum hrikalegu og af-
skekktu byggðum með sinni bráð-
skemmtilegu og sérstæðu skáld-
sögu, Kristrúnu í Hamravík. Sög-
ur fóru af að á Hornströndum
væri talað öðruvfsi en annars
staðar og þóttust sumir kunna að
herma skrýtin orð og orðasam-
bönd sem þar tíðkuðust. Hafði líka
komið á daginn að Hagalín lagði
Kristrúnu í Hamravík í munn
nokkuð sérstætt, en vissulega
kjarnmikið orðfæri.
Þórleifur Bjarnason naut þess í
æsku að alast upp með sögu-
mönnum. Hann tileinkaði rit sitt
afa sínum »með þakklæti fyrir
sögurnar, er hann sagði mér.«
Sjálfur var Þórleifur ágætur sögu-
maður. En hann var þó sýnu betri
fræðimaður. Það eru ekki sundur-
laus minningabrot sem hann
skrásetur heldur skipuleg þjóð-
fræði. Þórleifur vissi hvað var
öðruvísi í átthögum sínum en ann-
ars staðar og hvað helst þyrfti að
varðveita frá gleymsku. í skóla
hefur hann bæði notið þess og
goldið að koma frá svo afskekkt-
um útkjálka. »Hornstrendingur
hefur verið skammaryrði í málinu
svipað og íslendingur í máli er-
lendra fávita.* Tímarnir á milli
styrjaldanna voru dálítið tepru-
legir, fínheit á hávegum höfð en
lífsstíll fyrri tíðar talinn til
afkáraskapar. Höfuðstaðarbúar
streittust við að líta út eins og
heimsborgarar. Þjóðleg fræði voru
fremur talin hæfa eldri kynslóð-
inni. Framtak Þórleifs Bjarnason-
ar sem ungs fræðimanns var því
nokkuð sér á parti og sannarlega
lofsvert.
Hornstrendingabók er skipt í
þrjú bindi. Hið fyrsta ber undir-
titilinn Land og líf. Þar segir frá
búskaparháttum og mannlífi á
Hornströndum. Meðal annars er
getið nokkurra kjarnakarla sem
urðu minnisstæðir vegna dugnað-
ar og stórbrotinnar skapgerðar.
Þá er alllangur þáttur um þorpið
Hesteyri og umsvif Norðmanna
þar um síðustu aldamót. Þeir
reistu þar hvalveiðistöð og settu á
tímabili svip á lífið í hinum norð-
lægu byggðum sem til þess tíma
voru lítt snortnar af straumi tím-
ans.
Annað bindið heitir Baráttan við
Þórleifur Bjarnason
björgin en hið síðasta ber titilinn
Dimma og dulmögn. Þorleifur get-
ur þess að Hornstrendingar hafi
verið »litlir búmenn, bú þeirra
voru lítil og vesældarleg.* Ekki
skorti þó atorkuna. En hvort
tveggja var að jarðir og veðrátta
hentaði ekki til stórbúskapar og
»á þeim tíma, þegar mest þurfti að
hugsa um búskapinn, gæta fjár og
afla heyja, heillaði veiðiskapur-
inn.« íbúarnir sóttu lífsviðurværi
sitt jöfnum höndum í afgrunn
sjávarins og í björgin. Hvort
tveggja reyndi á þor og krafta. Og
hvort tveggja krafðist sinna fórna.
Fleiri hlunnindi fylgaj Horn-
ströndum, t.d. rekinn. Horn-
strendingar höfðu nóg timbur og
voru aflögufærir í þeim efnum.
Einnig smíðuðu þeir ílát og áhöld
og seldu. Hagleiksmenn voru því
öðrum hæfari í lífsbaráttunni og
mikils metnir.
Vitanlega setti stórskorið lands-
lagið mestan svip á þessar byggð-
ir. Samgöngur voru alla tíma erf-
iðar. Kirkjurækni varð því minni
en annars staðar, menn urðu að
rækja trú sína heima: »Andlegir
leiðtogar urðu ekki prestarnir,
heldur Jón Vídalin og Hallgrímur
Pétursson.* Hins vegar var lagt
kapp á að koma dánum í vígða
mold hvenær sem var: »Það var
oft erfitt að lifa á Hornströndum,
en líka erfitt að deyja og skilja
náunga sfnum það hlutskipti eftir
að koma sér í kristinna manna
reit.«
Nú eru þessar byggðir eyddar og
rit Þórleifs Bjarnasonar því sýnu
dýrmætara þar sem það geymir
minningu um líf og starf, sem var
en er ekki lengur. Þórleifur var
góður rithöfundur í orðanna bestu
merkingu. Þó hann einskorðaði sig
við átthagana hefur rit hans víð-
tækt menningarsögulegt gildi.
Margar myndir eru í ritinu, þar
með taldar landslagsmyndir í lit.
Þær eru bæði augnayndi og hafa
líka verulegt skýringargildi fyrir
þann sem aldrei hefur litið þetta
landsvæði með eigin augum.