Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
19
Djúpivogur:
Sláttur ekki
almennt hafinn
Djúpavogi, 20. júlí.
NÚ STENDUR yfir sá árstími þegar
fólk skreppur í ferðalög eda út í nátt-
úruna þegar tækifæri gefst. Mikið
Norræna húsiö:
Námskeið
um sveppi
NORRÆNA húsið gengst fyrir nám-
skeiði dagana 5.-8. ágúst um
sveppi, tínslu og greiningu, og stend-
ur það fjórar stundir á dag, alls 16
stundir. Leiðbeinandi á namskeiði
þesu verður Berit Thors, mennta-
skólakennari frá Finnlandi, en hún
hefur staðið fyrir slíkum námskeið
um þar í landi í nær 20 ár.
Að sveppanámskeiðinu loknu
verður efnt til sveppasýningar í
fyrirlestrasalnum í Norræna hús-
inu, og verður sú sýning opin fyrir
alla frá kl. 14—19 þriðjudaginn 9.
ágúst.
Samband vest-
firskra kvenna:
Að loknum
aðalfundi
í Súðavík
hefur verið hér af ferðafólki, bæði
erlendu og innlendu á alls konar far-
artækjum. Hefur aðalstraumur út-
lendinga legið til og frá Seyðisfirði í
tengslum við komu Norröna.
Vel er séð fyrir samgöngum
Djúpavogsbúa til Reykjavíkur.
Hjörtur Ásgeirsson fer 4 ferðir í
viku til Hafnar og með Horna-
fjarðarflugi má vel skreppa til
Reykjavíkur á rúmlega 3 klukku-
stundum og heim aftur á svipuð-
um tíma, ef allar áætlanir stand-
ast, sem oftast er um þetta leyti
árs.
Helgina 16.—17. júlí gerði af-
taka hvassviðri af norðvestri.
Mikið sjórok var hér í fjörðunum
og hefur gróður sölnað nokkuð af
þeim sökum. Dálítið fauk af heyi
hjá bændum, sem voru byrjaðir á
slætti. Sláttur er þó ekki almennt
iiafinn, þar sem oftasl ei heldur
kalt í veðri og gróður seint á ferð.
Nokkrar skemmdir urðu í garð-
löndum Djúpavogsbúa á Sigurnesi
í storminum.
í byrjun júlí var lagt slitlag á
um 7 km kafla í nágrenni Djúpa-
vogs og inni í þorpinu. Hafa veg-
irnir hér í kring tekið verulegum
breytingum til batnaðar við þessa
aðgerð.
Nú er orðið fátítt á íslandi að
menn fari í geitarhús að leita sér
ullar. Helst kemur það fyrir á
utanverðri Berufjarðarströnd að
menn rekist á geitfé, sem oft er á
beit á Streitishvarfi.
FrétUritari
$ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR
SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Sambandi vestfirskra kvenna.
„Aðalfundur SVK var haldinn í
Súðavík dagana 18. og 19. júní sl.
Kvenfélagið Iðja í Súðavík sá um
fundarhaldið að þessu sinni, en fé-
lögin innan SVK halda aðalfund-
inn til skiptis.
Helstu mál sem rædd voru á að-
alfundinum voru garðyrkjumál,
orlofsmál, málefni húsmæðraskól-
ans ósk á ísafirði, og námskeiða-
hald. Aðalmál fundarins hét
Heimilið og fjölskyldan og voru
flutt tvö framsöguerindi um það.
Frummælendur voru séra Dalla
Þórðardóttir og Áslaug Jensdóttir
á Núpi.
Frú Þorbjörg Bjarnadóttir, sem
verið hefur formaður sambands-
ins sl. 6 ár, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs. Núverandi stjórn
skipa: Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir, Hnífsdal, sem er formaður,
Elisabet Agnarsdóttir, ísafirði,
ritari, og Hildur Einarsdóttir, Bol-
ungavík, gjaldkeri. í varastjórn
eru Jóhanna Kristjánsdóttir,
Kirkjubóli, Erla Gísladóttir, Pat-
reksfirði, og Áslaug Jensdóttir,
Núpi.“
Unnið að lögn bundins slitlags í nágrenni Djúpavogs.
Morgunblaóiölngimar.
SVEFNHERBERGISHUSGÖGN
Vinsælu svefnherberg-
ishúsgögnin eru nú
komin aftur í miklu úr-
vali.
Einnig geysigott úrval
af alls konar húsgögn-
um af ýmsum gerðum.
Opið frá 10—12.
husgögn,
Langholtsvegi 111,
sími 37010 - 37144.