Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 20

Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 • Bill Walker, sá er fann kjðtetuna ógurlegu í Surrey, beldur hér á einni af klóm dýrsins og svo sem sjá má er hún ekkert smásmíði og væntanlega lítil skemmtun að lenda f fangbrögðum við slíka ófreskju. Nýr stórmerkur risa- eðlufundur í Bretlandi Lundúnum, 3. ágúsL AP. í ANNAÐ skiptið á tveimur vikum voru risaeðlur í aðalhlutverki á forsíðu breska stórblaðsins New York Times í gaer. í fyrra skiptið fundust steinrunnar líkamsleifar feikistórrar kjötætu í Surrey, en nýrra tilvikið var fundur beillegrar höfuðkúpu ásamt fleiri beinum af plöntuætu nokk- urri sem var áður lítt þekkt. Nýja dýrið segja náttúrufræð- ingar vera dæmigert dýr af Iguana- dons-ættkvíslinni, en það voru harðgerðar og lífseigar plöntuætur. Iguanadons greindust í fleiri teg- undir eðla en aðrar ættkvíslir og segja vísindamenn að hin heillega hauskúpa bjóði upp á fágætt tæki- færi til að rannsaka æða- og tauga- kerfi dýrsins með tilliti til fæðu- neyslu og meltingarstarfsemi þess. Segja þeir slíkt geta svarað mörg- um ósvöruðum spurningum um lifnaðarhætti ættkvíslarinnar og um leið hvernig á því stóð að Igu- anadons greindist í eins margar tegundir og raun var. Dýr þessi voru uppi á hinu svokallaða krít- artímabili jarðsögunar fyrir 120 milljónum ára. Höfuðkúpuna fann 25 ára gamall áhugamaður um steingervinga, að nafni Nicholas Chase, fundarstað- urinn var Wight-eyja. Hann fann kúpuna og fleiri bein í raun og veru á síðasta ári, en fundurinn fór mjög leynt. Vildu náttúrufræðingar rannsaka beinin og fundarstaðinn í friði um sinn og fundarstaðurinn hefur ekki verið gerður opinber af ótta við að safnarar fari þar um og hirði allt lauslegt. Einn þeirra sem rannsakað hafa hauskúpuna er David Norman, doktor við háskól- ann í Oxford. Hann sagði að fund- urinn hefði verið ómetanlegur, því aldrei hefði boðist slíkt tækifæri til að rannsaka umræddar risaeðlur. í safni í Brussel væru til 20 kúpur, misjafnlega vel farnar, en allar ómögulegar til rannsókna, því for- stöðumenn safnsins hefðu úðað lími yfir kúpurnar til þess að þær varðveittust betur. Vísindamenn hafa orðið mikils vísari um risaeðluna Iguanadons af rannsóknum sínum á umræddum beinum. Fullorðið dýr af þessari tegund munu hafa verið 2,4 til 2,7 metrar á hæð og stóðu þau jafnan á sterklegum afturfótum. Þetta voru jurtaætur. Fyrri fundurinn, sem sagt var frá fyrir um hálfum mán- uði, var ekki síður merkilegur. Þá fundust steingerðar leifar áður óþekktrar risaeðlu frá sama jarð- sögulega tímabili. Var hún greini- lega mikið óargadýr. Hér var um 3 til 4,5 metra háa skepnu að ræða, hún stóð á sterkum afturfótum og framfæturnir voru ógnvekjandi vopn. Klærnar einar voru 30 senti- metra langar og að sama skapi gildar. Eðla þessi lifði á jurtaætum af eðlukyni. Rússar sprengja allra þjóða mest Stokkhólmi, 3. ágúsL AP. TUTTUGU OG FIMM kjarnorkusprengingar, að minnsta kosti, hafa verið framkvæmdar neðanjarðar á fyrstu sex mánuðum ársins 1983, ef marka má skýrslu frá sænskri rannsóknarstofnun, er fjallar um þjóðvarnarmál. í skýrslunni kemur fram að flestar sprenginganna hafi farið fram í Kazakhstan í Sovétríkjun- um. Af tuttugu og fimm spreng- ingum, sem vitað er um, bera Sov- étmenn ábyrgð á þrettán. Banda- ríkjamenn bera ábyrgð á sjö, Frakkar á fjórum og Englend- ingar á einni. „Sprengjutilraunum virðist hafa fjölgað lítilsháttar í Sovétríkjunum á níunda áratugn- um,“ segir Harriet Olson við jarðskjálftadeild rannsóknar- stofnunarinnar í Stokkhólmi. Bandaríkjamenn gerðu flestar tilraunir með kjarnorkuspreng- ingar neðanjarðar frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari til loka sjöunda áratugarins. Svíarnir segja að þetta hafi hins vegar breytzt á áttunda áratugnum. Þá hafi Bandaríkjamenn fækkað til- raunum en Sovétmenn fjölgað sín- um. Á síðustu þremur árum hafa Bandaríkjamenn framkvæmt fimmtíu og fimm sprengitilraunir, en Sovétmenn áttatíu og sex. Kapitsa í heim- sókn til Kína Peking, 3. ágónt. AP. KÍNVERSKA utanríkisráðuneytið staðfesti í dag, að opinber heimsókn Mikhail S. Kapitsa aðstoðarutanrík- isráðherra Sovétríkjanna til Kína stæði nú fyrir dyrum. Þriðju umræð- ur kínvcrskra og sovéskra ráða- manna eru fyrirhugaðar nú í októ- ber. Qi Huaiyuan blaðafulltrúi kín- verska utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við blaðamenn, að enn hefði ekki verið ákveðinn dag- ur heimsóknarinnar, en Kapitsa mun koma í boði kínverska að- stoðarutanríkisráðherrans Qian Qichen. Talið er, að sovéski ráðherrann heimsæki Kína í byrjun septem- ber, en Caspar Weinberger land- varnarráðherra Bandaríkjanna er einnig væntanlegur til landsins í þeim mánuði. Þetta er í fyrsta sinn, sem kín- versk yfirvöld hafa boðið svo hátt- settum embættismanni í opinbera heimsókn til landsins síðan sam- búð ríkjanna kólnaði á sjöunda áratugnum. Koo hittir prinsinn I/ondon, 3. ágúst. AP. BRESK dagblöð skýrðu frá því í dag, að hugsanlega mundu Andrew Bretaprins og Koo Stark hittast á Balmoral, skosku sveitasetri Elísa- betar Bretadrottningar. Sagði m.a. í blöðunum, að drottningunni litist betur og betur á leikkonuna Koo Stark og ekki væri því loku fyrir það skotið, að hún mundi samþykkja hana sem eiginkonu sonar síns. Thatcher í aðgerð London, 3. ágúst. AP. MARGRÉT Thatcher forsætisráð- herra Bretlands mun gangast undir augnuppskurð í dag og dveljast á sjúkrahúsi næstu 2—3 daga. Fyrri aðgerð á auga ráðherrans með las- er-geisla heppnaðist ekki sem skyldi. Það er retína hægra auga frú Thatchers, sem angrar hana. Hún fann til óþæginda i garðveislu hjá Elísabetu Bretadrottningu í sl. viku, en taldi það aðeins sandkorn. Sérfræðingar segja nánast full- víst, að forsætisráðherrann geti snúið til starfa innan skamms al- bata. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Chicago Dyflinní Frankfurt Færeyjar Genf Hetsinki Jerúsalem Kaupmannahöfn Lissabon London Los Angeles Madrid Mallorca Miami Moskva New York Ostó París Perth Reykjavík Röm Slokkhólmur Sydney Tel Aviv Vin 11 skýjað 23 skýjaó 38 heiðskírt 24 lóttskýjaö 18 skýjað 22 heiðskirt 31 heiðskírt 18 heiðskírt 23 rigning 4 súld 23 skýjað 25 heiöskírt 30 heiðskírt 22 heiðskfrt 27 heiðskírt 22 heiðskirt 31 heiðskírt 33 heiðskirt 24 skýjað 30 skýjað 26 heiðskirt 32 heiðskfrt 19 heiðskirt 20 skýjaö 21 skýjað 9 súld 32 heiðskirt 21 skýjað 15 heiðskfrt 30 heiöskírt 26 heiðskirt ísrael neitar kröfti um skrifleg loforð Jerúsalem. Beirút. 3. áÞÚst. AP. Jerúsalem, Beirút, 3. ágúst AP. ÍSRAELSMENN höfnuðu í dag kröfu I.íbana um að þeir skýrðu skriflega frá framtíðaráformum sín- um um brottflutning herliðs frá landinu. Sendimaður Bandaríkj- anna, Robert McFarlane, flutti ísra- elsmönnum orðsendinguna um óskir stjórnar Líbanon. Sendimaðurinn átti í dag fund með Yitzhak Shamir, utanríkisráðherra ísraels, og segir í fréttum ísraelska útvarpsins að McFarlane kunni að hafa lagt fram uppástungur um aðskilnað herja ís- raelsmanna og Sýrlendinga í I.íban- ísraelskur embættismaður sagði í útvarpsviðtali að sér væri ekki kunnugt um neinar kröfur um skriflegar yfirlýsingar, en bætti við að Shamir utanríkis- ráðherra hefði fullan hug á að ræða fyrirætlanir ísraelsmanna við yfirvöld í Líbanon. Útvarpið sagði hins vegar að Shamir hefði vísað á bug hugmyndum um skrif- lega áætlun þar eð ísraelsmenn hefðu þegar undirritað samning við Líbanon um að þeir myndu á endanum hörfa frá landssvæðum, sem þeir hertóku í innrásinni í júní, 1982. Embættismaðurinn sagði að McFarlane hefði útskýrt fyrir Shamir að Líbanir óttuðust að brottnám ísraelsks herliðs að hluta til gæfi til kynna að verið væri að skipta landinu i sýrlenzk, ísraelsk og libönsk yfirráðasvæði. Eftir fundinn með Shamir var bú- izt við að McFarlane myndi ræða við Moshe Arens, varnarmála- ráðherra ísrael. Skipzt var á skotum í norður- hluta Líbanon í dag, en i suður- hluta landsins afkróuðu ísraelskir hermenn hæð þar sem eru bæki- stöðvar hægrisinnaðra skæruliða úr röðum kristinna manna. Þunglyndi háði David Steel LEIÐTOGI Frjálslynda flokksins í Bretlandi, David Steel, sem til- kynnti í síðasta mánuði að hann hygðist taka sér sumarleyfi frá stjórnmálum, hefur þjáðst af al- varlegu þunglyndi af völdum veiru. Lundúnablaðið „The Observ- er“ sagði nýlega að sérfræðingar hefðu framkvæmt prófanir, sem sýndu svart á hvítu orsök veik- inda Steels í síðustu viku kosn- ingahitans í júní. „Steel var svo þunglyndur á tímabili að hann var kominn á fremsta hlunn með að segja af sér forystu flokks- ins,“ segir blaðið. „Sjúkdómur- inn hafði þau áhrif að hann var stöðugt þreyttur og sýndust vandamál sín óyfirstíganleg." í frétt „The Observer" kemur fram að læknar trúi að Steel nái fullum bata á fáeinum mánuð- um. Þar segir einnig að hann har í hyggju að flytja höfuðræð- un. á ársþingi Frjálslynda flokksins um miðjan september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.