Morgunblaðið - 04.08.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
21
Er þette sökudólgurinn? — í franska vísindatímaritinu Science et Vie birtist þessi mynd af neðansjávarfarar-
tæki sem F. Mathé teiknari blaðsins telur Sovétmenn hrella frændur okkar Svía með. Farartækið skríður á
beltum eftir hafsbotninum. Blaðið ræddi við sænsk hernaðaryfirvöld og niðurstaðan er sú, að um sé að ræða
nokkurs konar skriðdreka, sem getur eyðilagt neðansjávardufl. (Mynd: Berlingske Tidende.)
Sovétmenn tefla
ekki í Pasadena
Moskvu, 3. ájpjst. AP.
SOVÉTMÖNNUM verður hvergi hnikað frá þeirri ákvörðun að tefla ekki í
áskorendaeinvígi í Pasadena í Kaliforníu, að sögn talsmanns sovézka
íþróttasambandsins.
þó látið í veðri vaka að þeir gætu
fellt sig við Abu Dhabi, ef hætt
væri við keppni í Pasadena.
Árás
hrundið
Nikosíu, 3. ágúst. AP.
IRNA, hin opinbera fréttastofa ír-
ans, tilkynnti í dag, að hermenn
landsins hefðu hrundið árás íraka í
Shalamchem-héraöi nærri írönsku
hafnarborginni Khorramshahr á
bökkum fljótsins Shatt el-Arab.
Sagði í tilkynningunni, að írakar
hefðu hörfað og 500 hermenn úr liði
þeirra falliö í átökunum.
Fréttastofan kvað íraka hafa
hafið skothríð seint í gærdag með
það markmið fyrir augum, að ná á
sitt vald hernaðarlega mikilvæg-
um svæðum.
Bagdad-útvarpið tilkynnti hins
vegar í gær, að herflokkur hefði
„þurrkað út“ herafla írana nærri
Khorramshahr.
Þá var einnig sagt frá því í An-
kara í dag, að Tarik Aziz, utanrík-
isráðherra Iraks, hefði komið í
dag í skyndiheimsókn til landsins.
Aziz mun funda með Kenan Evr-
en, forseta Tyrklands, og færa
honum skilaboð frá Saddam Huss-
ein, forseta Iraks.
Ástæður heimsóknar utanrík-
isráðherrans eru taldar þær, að
tyrknesk yfirvöld óttist um öryggi
olíuleiðslna, sem sameiginlegar
eru að hluta í löndunum.
Tyrkland hefur haldið fast við
hlutleysi í styrjöld Irana og Iraka.
Fari svo að Sovétmenn tefli ekki
segja reglur Alþjóðaskáksam-
bandsins, FIDE, svo fyrir um að
þeir stórmeistarar, sem næstir
koma að styrkleika tefli i áskor-
endaeinvígi. Tvö áskorendaeinvígi,
til að skera úr um hvaða tveir
stórmeistarar fá að tefla um rétt-
inn til að skora á heimsmeistar-
ann, áttu að hefjast eftir nokkra
daga. Yfirvöld í Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum drógu hins
vegar í dag til baka boð um að
halda einvígi Sovétmannsins Vas-
ily Smyslovs og Ungverians Zolt-
an Riblis í Abu Dhabi.
Nikolai Krogins, formaður
skákdeildar sovézka íþróttasam-
bandsins, sagði í símaviðtali við
fréttastofu AP í dag: „Við stönd-
um fast við fyrri ákvörðun
okkar ... Við höfum þegar tekið af
öll tvímæli um að við munum ekki
tefla á þessum stöðum."
Ef sovézki stórmeistarinn Garri
Kasparov lætur ekki sjá sig í
Pasadena á laugardaginn gæti það
haft þær afleiðingar að FIDE
dæmdi Victor Korchnoi sigurinn í
fyrirhuguðu einvígi þeirra.
Korchnoi, sem flúði Sovétríkin
1976 og teflir opinberlega fyrir
Sviss, átti að tefla við hinn tvítuga
Kasparov, sem margir telja að sé
skærasta stjarnan á skákhimnin-
um um þessar mundir.
Sovétmenn hafa vikum saman
hótað að tefla ekki í einvígjunum
nema keppnisstöðum væri breytt.
Hafa þeir kvartað yfir að allt of
heitt væri í Abu Dhabi og að í
engu væri tryggt að fulltrúar og
diplómatar frá Sovétríkjunum
fengju að ferðast til keppnisstaðar
í Kaliforníu óhindraðir. Hafa þeir
Amma sek fundin
*
á Norður-Irlandi
BelfaNt, Noróur-írlandi, Dyflinni, írska
lýdveldinu, 3. ágúst. AP.
SJÖTÍU og eins árs amma, Rose
Harvey að nafni, var í dag sek fund-
in fyrir hryðjuverkadómstóli um að
leyfa skæruliðum írska lýðveidis-
hersins að nota heimili hennar til
leynifunda. Einnig voru þrír félagar
lýöveldishersins fundnir sekir um að
hafa drepið brezkan liðþjálfa.
Frú Rose var í hópi fimm kaþól-
ikka í Belfast, sem sekir voru
fundnir um að tilheyra lýðveldis-
Neitað um
landvist
Vín, 3. ágúst. AP.
FIMMTÁN friðargöngumönnum á
leið til Moskvu var snúið til Austur-
ríkis, er pólskir landamæraverðir
neituðu að hleypa þeim inn í landið.
Pólsk yfirvöld neituðu fólkinu
um landvist á landamærum
Tékkóslóvakíu og Póllands, er
tékknesk vegabréfsáritun þess
rann út. Viðræður standa nú yfir í
Vín fyrir milligöngu pólska sendi-
ráðsins þar.
Fólkið er frá Bandaríkjunum,
Kanada og sex Evrópulöndum.
hernum eða styðja með ráðum og
dáð tilraunir skæruliða til að
binda endi á brezk yfirráð í lands-
hlutanum. Þrír félagar lýðveldis-
hersins, Charles McKiernan, tutt-
ugu og þriggja ára, Kevin Mul-
grew, tuttugu og sjö ára, og Ger-
ard Loughlin, tuttugu og sjö ára,
verða dæmdir á morgun, fimmtu-
dag, fyrir að hafa skotið til bana
Julian Connolly, liðþjálfa, í októ-
ber 1981.
Alls kvað dómarinn upp úr-
skurði yfir þrjátíu og þremur
karlmönnum og fimm konum, sem
öll eru frá Ardoyne-hverfi í Belf-
ast. Réttarhöldin, sem staðið hafa
yfir í hundrað og nítján daga, eru
hin lengstu sinnar tegundar á
Norður-Irlandi.
I fréttum frá Dyflinni segir að
fyrsti leiðtogafundur Bretlands og
írlands síðan 1981 sé á döfinni
snemma í nóvember. Forsætisráð-
herra Irlands, Garret Fitzgerald,
mun þá ræða við Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, í London, og er talið að
ástandið á Norður-írlandi verði
efst á blaði. Beizkja hljóp í sam-
skipti Breta og íra eftir að hinir
síðarnefndu gagnrýndu stefnu
Breta í Falklandseyjastríðinu í
fyrra.
• Á meðfylgjandi myndum má sjá ýmis af pyndingartækjunum og svo
sem sjá má, hefur hugmyndaflugið verið slíkt að menn hreinlega átta
sig ekki á þeim sumum, svo sem grímunni efst til vinstri. Ef farinn er
hringurinn til hægri frá umræddri grímu má sjá höfuðþrýstingstæki, þá
hengibúr, járnkraga, munnperu sem stungið er upp í fórnarlambið og
síðan spennt út meira en munnurinn þolir. Loks er allt annað er
þægilegur gaddastóll.
Liðið yfír átta á
óvenjulegri sýningu
Klórens, Ítalíu. AP.
SÝNING samansafns óvenjulegra
pyndingatækja frá fyrri öldum er á
góðri leið með að slá öll aðsókn-
armet í þessari frægu borg lista og
menningar.
Yfirskrift sýningarinnar er
„Pyndingatæki frá 1400-1800“ og
er hún haldin innan rammgerra
veggja Belvedere-virkisins. Hafa
meira en 100.000 gestir séð þessa
óvenjulegu sýningu frá því hún
var opnuð um miðjan maímanuð.
Eru gestir hennar rúmlega
heimingi fleiri en þeir, sem séð
hafa sýningu á verkum Raphael
og Titian, sem haldin er í hinni
kunnu Pitti-höll, á sama tíma.
„Sadistar kunna sér ekki læti,“
skýrði dagblaðið La Nazione í
Flórens frá með risafyrirsögn
þegar ljost var, að aðsókn að
sýningunni var á góðri leið með
að slá öll met. Á sýningunni get-
ur að líta 84 mismunandi pynd-
ingatæki og mörg þeirra eru frá
tímum spánska rannsóknarrétt-
arins 1478.
Þótt sýningin hafi vakið mikla
athygli er ekki laust við, að
mörgum hafi orðið um og ó við
það eitt að virða tækin fyrir sér.
„Átta manns hafa til þessa
fallið í ögnvit, vanalega fyrir
framan sögina," sagði yfirmaður
sýningarinnar, Lorenzo Cantini,
og vísaði þá til nærri tveggja
metra langrar sagar með stórum
hárbeittum tönnum. Samkvæmt
heimildum voru fórnarlömbin
hengd upp á fótunum og síðan
söguð í sundur í miðju frá kvið
og upp í heila.
Pyndingatækin eru fengin
víða að, mörg úr einkasöfnum,
og kennir þar ýmsissa grasa. Til
þess að auka enn á áhrifamátt
sýningarinnar hefur höfuðkúp-
um verið komið fyrir í eða við
sum tækjanna. Sýning þessi
verður sett upp í fleiri borgum á
Ítalíu á næstu mánuðum, en
henni lýkur í september í Flór-
ens. Ekki sakar að geta þess að
aðgangseyrinum að sýningunni
verður varið til mannúðarmála.
Stuttfréttir
FONGUM
SLEPPT
Madríd. 28. júli. AP.
HUNDRUÐUM grunaðra eit-
urlyfjaneytenda hefur nú ver-
ið sleppt úr fangelsum Spánar
vegna þeirrar ákvörðunar yf-
irvalda, að notkun fíkniefna
sé leyfileg til einkanota. Enn
er þó bannað að selja eða
rækta eiturlyf í landinu.
HEITT í PRAG
Prag. 28. júlí. AP.
TÉKKNESKA fréttastofan
CTK skýrði frá því í gær, að
dagurinn væri sá heitasti sem
komið hefur í 200 ár. Mældist
hitinn 38,5 gráður á Celsíus.
Fyrra metið var 37,6 gráður,
sett 5. júlí 1957.
DC-10 HÆTTIR
Long Beach, Kaliforníu, 3. ágúst. AP.
FRAMLEIÐSLU DC-10 þot-
unnar verður bráðlega hætt,
samkvæmt tilkynningu
bandaríska fyrirtækisins
Douglas Aircraft. Þotan mun
ekki hafa borið sig fjárhags-
lega og pöntunum hefur fækk-
að stórum síðan DC-10 þota
fórst með 273 innanborðs í
Chicago 1979.
OFSAÞURRKAR
í SENEGAL
Dakar. Senegal, 3. ájjúst. AP.
ÞURRKAR í Vestur-Afríku-
ríkinu Senegal hafa grandað
160.000 búfjár síðan í júní og
milljónir annarra dýra eru í
bráðri hættu. Talið er að tak-
ast megi að bjarga uppskeru
ef rignir á næstu tveimur vik-
um.
SMJÖRIÐ
BRANN
llamborg, V-Pýzkalandi, 3. ágúst. AP.
KÆLISTÖÐ, sem í voru
10.000 tonn af smjöri, logaði
glatt í Hamborg í dag og telur
lögregla að um íkveikju hafi
verið að ræða. Þar sem ekki er
unnt að komast inn í stöðina
er búizt við að eldur verði í
kælistöðinni í fáeina daga.
Tjónið er metið á milli 60 og
100 milljónir marka.
SKÓGARELDAR
í FRAKKLANDI
Krejus, Krakklandi, 3. ágúst. AP.
NÍU slökkviliðsmenn að
minnsta kosti hafa særzt og
10 þúsund ferðamenn hafa
verið fluttir til vegna skógar-
elda í suðausturhluta Frakk-
lands. Um þrjú þúsund og tvö
hundruð hektarar af skóg-
lendi hafa eyðilagzt í brunan-
um síðan eldur brauzt út á
þriðjudag.
ÞYRLA FÓRST
Verdun, Krakklandi, 3. ágúst. AP.
HERÞYRLA hrapaði til jarð-
ar í þoku nærri Verdun í norð-
austurhluta Frakklands í
morgun með þeim afleiðingum
að þrír franskir hermenn um
borð fórust. Lík hermannanna
fundust um fimm klukku-
stundum eftir atburðinn.
MARXISTAR
GÓMAÐIR
Istanhul, 3. ágúst. AP.
ÖRYGGISSVEITIR i Istanbul
hafa handtekið fjörutíu og sex
meinta félaga í bönnuðum
samtökum vinstrimanna á
einum mánuði. Herstjórnin
hefur að undanförnu látið til
skarar skríða við öfgahópa
hægri og vinstrimanna í
Tyrklandi. Um fjörutíu þús-
und hafa verið handteknir síð-
an 1980.