Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 23

Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 27 Ingólfur Guðbrandsson og borgarstjóri Lignano, Steno Meroi, með heiðurs- viðurkenningarnar. Ingólfur í Utsýn heiðursborgari Lignano VIÐ hátíðlega athöfn í ráðhússal Lign- ano á Ítalíu, mánudaginn 25. júlí, var Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Út- sýnar, kjörinn fyrsti heiðursborgari l.ignano. Viðstaddir voru allir borgar- fulltrúar og allmargir gestir, ítalskir og íslenskir, þ.á m. starfsfólk Útsýnar í Lignano. Borgarstjórinn, Steno Meroi, lýsti kjöri Ingólfs, rakti æviferil hans í stuttu máli og störf hans að ferða- málum og tónlistarmálum. Kvað hann hvort tveggja hafa vakið að- dáun þeirra, sem kynnst hefðu, og tónleikar undir stjórn hans í helztu borgum Norður-Ítalíu fyrir 6 árum væru mörgum enn í fersku minni. Fyrir tilstilli hans hefðu tekizt mjög góð kynni milli fslendinga og íbúa hins þekkta og virta ferðamanna- bæjar Lignano Sabbiadoro og væri sér ánægja að sæma Ingólf þessum heiðri, fyrstan manna, en hann hefði áður verið sæmdur ridd- aranafnbót ítalska ríkisins. Ingólfur þakkaði þennan einstæða heiður með ræðu á íslensku og ítölsku, og mæltist svo: „Hæstvirtur borgarstjóri, borg- arráðsmenn, samstarfsmenn, vinir, ítalskir og íslenskir. Gott kvöld. Allt líf mannsins er leit að leið til betra lífs. Sumir keppa ákaft að því að auðga sjálfa sig og sjá lífsverð- mætin aðeins í formi auðæfa sem metin verða til fjár í traustum gjaldmiðli. Aðrir keppa að því að bæta líf samborgara sinna með ein- hverju móti. Hin sanna lífsnautn hlýtur að vera í því fólgin og láta sem mest gott af sér leiða fyrir sem flesta. Ég er ekki stjórnmálamaður, og ég öfunda ekki stjórnmálamenn af neinu öðru en að vera í aðstöðu til að bæta heiminn eða að minnsta kosti lítinn hluta hans og líf þeirra sem hann byggja, því að það hlýtur að vera takmark hins sanna stjórn- málamanns, þótt þá greini stundum á um leiðirnar. Við fyrstu heimsókn mína til Lignano Sabbiadoro á köldum nóv- emberdegi fyrir ellefu árum stóðu ekki margar dyr opnar. En þær opnuðust hver af annarri á síðast- liðnum áratug. Lignano hefur ekki aðeins opnað dyr sínar fyrir Islend- ingum, fólkið hefur einnig opnað heit hjörtu sín fyrir köldum íslend- ingum og brætt hjörtu þeirra. Italía er veisla, ekki aðeins í mat og drykk, heldur veisla allra skiln- ingarvita. Við þetta veisluborð höf- um við íslendingar setið síðastliðin tíu ár. En jafnvel bestu veislur geta orðið leiðigjarnar nema þeirra sé notið í góðum félagsskap. Veisla með vinum er fullkomnun lífsnautn- ar. Sönn vinátta telst til þeirra lífsgilda, sem enginn verðmiði verð- ur settur á. Slíka vináttu þakka ég um leið og ég meðtek þann mikla heiður, sem mér er sýndur með því að gerast heiðursborgari Lignano Sabbiadoro og taka við lykli að yndislegri borg ykkar sem tákni þeirrar vináttu og virðingar, sem ég hef notið hér fremur en annars staðar. Blessun fylgi Lignano Sabbiadoro, íbúum hennar og gestum um alla framtíð." Varnarliðið bætir ekki tjón minkabúseigendanna á Höfn .,Verðum að gera eitthvað,“ segir annar eigandinn „FRAMHALIIIÐ er óráðið, við er- um að hugsa okkar ráð. En það er Ijóst að eitthvað verðum við að gera. Það er útilokað aö svæfa þetta mál, því svona lagað gæti hvenær sem er átt sér stað aftur,“ sagði Guðjón Jónsson, annar eigandi minkabúsins við Höfn í Hornafirði, en eins og skýrt var frá í Mbl. á laugardag þá urðu eigendur búsins fyrir miklu tjóni er 750 minkahvolpar drápust í búinu við lágflug herflugvéla yfir bú- ið á aðalgottímanum í vor. Guðjón sagði að ekki hefðu enn komið formleg svör frá varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins •vegna tjónakröfu þeirra á hendur varnarliðinu, en þeim hefði verið sagt að þetta tjón heyrði ekki und- ir varnarmáladeild þar sem flug- vélarnar hefðu ekki verið frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli heldur NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna. „Mér finnst þetta ákaflega smásmugulegt hjá þeim að gefa þessi svör, þetta er jú allt sami herinn. Vélin sem flaug yfir okkur var Hercules-flutningavél. Hún flaug þarna yfir í innan við 100 metra hæð en þetta er ákaf- lega óvenjuleg fráflugsleið frá Hafnarflugvelli og fólk sem býr þarna segist aldrei hafa séð svona stóra flugvél fara þarna yfir. Hin vélin flaug aftur á móti miklu nær venjulegri fráflugsleið," sagði Guðjón. I frétt Mbl. á laugardag er sagt að skv. heimildum Mbl. sé talið að tjón minkabúseigendanna nemi rúmum 600 þúsund krónum. Guð- jón vildi ekki staðfesta þá tölu, en sagði að síðar yrði gerð grein fyrir því nákvæmlega og að tjónið væri tilfinnanlegt. Það sæi hver sem sjá vildi að einhvers staðar hlytu að verða erfiðleikar þegar nærri helmingur ársframleiðslunnar hjá nýstofnuðu fyrirtæki glataðist á einum degi. Sagði Guðjón að tjón- ið væri nær 1.000 hvolpum því margar læðurnar hefðu sjokkerast það mikið við hávaðann frá flug- vélunum, að þó þær dræpu ekki strax undan sér, þá vesluðust hvolparnir smám saman upp og dræpust. „Stærri flugvélar taka nær und- antekningarlaust vesturbeygju þegar þær taka sig upp frá flug- vellinum," sagði Guðjón Jóngson að lokum, „enda töldum við okkur vera búna að tryggja okkur gegn athugunarleysi sem þessu með því að tilkynna flugmálayfirvöldum um staðsetningu minkabúsins.1' „Rauð rós frá Vigdísi“ ()sló. Frá Rolf Lövstöm. „FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, hreif huga og hjörtu allra Þrándheimsbúa á ferð sinni þar um síðustu helgi. En það eru örugglega tvö sem munu minnast hennar með sérstakri hlýju. Það eru brúðhjónin Gunn Lisbeth Nordström og Jo Geir Grande. Þegar þau giftu sig í Steinkjer á laugardag, stóð Vigdís allt í einu á kirkjutröppunum. Hún átti leið framhjá kirkjunni, þeg- ar hún sá hið hamingjusama ný- gifta par fyrir utan kirkjuna. Bílstjórinn fékk skipun um að stansa og jafnskjótt var forset- inn þotinn af stað með rauða rós í hendinni. Með kossum og kær- leiksblómi var hinum ráðvilltu nýgiftu hjónum óskað til ham- ingju með daginn, áður en þjóð- höfðinginn hélt áfram leiðar sinnar í enn eina opinberu mót- tökuna." Viðskiptabankarnir janúar—maí:, Lausafjárstaðan nei- kvæð um 960 milljónir Staðan gagnvart Seðlabanka neikvæð um 1,178 milljónir króna LAUSAFJÁRSTAÐA viðskiptabank- anna var neikvæð um liðlega 960 milljónir króna fyrstu fimm mánuði ársins, en til samanburðar var hún neikvæð um 253 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Staðan gagnvart Seðlabanka var hins vegar neikvæð um 1.178 milljónir króna, en var neikvæð um 164 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Heildarútlán viðskiptabank- anna voru að fjárhæð 12.629 millj- óhir króna fyrstu fimm mánuði ársins og höfðu aukizt um 81,8% frá sama tíma árið áður, þegar þau voru samtals um 6.946 millj- ónir króna. Innistæður í viðskiptabönkun- um voru samtals um 11.052 millj- ónir króna fyrstu fimm mánuðina, en til samanburðar voru þær um 6.285 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 75,8%. Þá má geta þess, að bundnar innistæður viðskiptabankanna í Seðlabanka voru fyrstu fimm mánuðina alls 2.765 milljónir króna, en til samanburðar voru þær um 1.668 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er um 65,8%. Hér liggja hræin af þeim 12 tófum og yrðlingum sem refaskytturnar Helgi Bachmann og Ómar Runólfsson skutu í Mosfellssveit í síðasta mánuði. Auk þess má sjá leifar af þeim 37 lömbum sem voru við og í grenjunum, og nokkra minka. (Ljósm. Emilía) drápu þeir þrjá yrðlinga. Eftir þetta leituðum við áfram á þessu svæði en fundum ekki fleiri dýr. — Hitt grenið fund- um við skammt frá Lyklafelli eftir að hafa komið auga á sundurtætt lamb, sem nýlega hafði verið drepið. Þar sem við fundum ekki grenið strax tók- um við það ráð að bíða, ekki langt frá hræinu. Þá um kvöld- ið kom móðir lambsins og nokkru síðar réðst læðan aftan á rolluna. Ég gat ekki skotið hana þegar í stað vegna þess að rollan var fyrir. Én er ég var kominn í aðeins nokkra metra fjarlægð frá skepnunum án þess að tófan yrði þess vör öskraði ég og lét skotið ríða af. Hitti ég tófuna á lofti þegar hún ætlaði að stökkva á brott, en rollan hvarf útí myrkrið. Nóttina eftir kom yrðlingur að hræinu og tóks mér einnig að leggja hann að velli. Og næsta dag fundu hundarnir slóðina að greninu og drapu þeir tvo yrðlinga í hellisskúta þar skammt frá. Við biðum síðan við grenið og um nóttina kom refurinn og skaut ég hann. — Hvernig var aðkoman að grenjunum? „Hún var ekki fögur því að dýrbítarnir höfðu drepið mörg lömb og lágu hræin þar á víð og dreif. Og það er ekkert vafa- mál að hefðu yrðlingarnir náð fullum þroska væri skaðinn enn meiri, sökum þess að þeir læra af foreldrunum að leggj- ast á lömb. Og á þessu svæði, sem fugl er lítill, leggjast dýrin meira á fé en ella. Á leitar- svæði okkar voru t.d. mörg graslömb, en jafnvel er talið að eitt lamb þurfi á sólarhring til að fóðra íþúa hvers grenis." — Hafið þið frétt af fleiri grenjum hér um slóðir? „Já. Við höfum haft spurnir af einu greni í Kópavogslandi, en við höfum ekki enn farið þangað vegna veðurs, enda skiptir tíðarfar talsverðu máli við tófuleit. Hitt er annað mál að tilgangurinn er ekki að út- rýma tófunni, heldur einungis að fækka dýrunum vegna skað- ans, sem þau valda á sauðfé. — Hefur þú áður skotið ref, Helgi? „Nei, en ég hef að vísu skotið mink. Því má segja að nokkrir bændur hér hafi verið fremur vantrúaðir á að okkur tækist ætlunarverk okkar. — En sama lögmál gildir hér og um flest annað: Ef viljinn og mik- ill áhugi er fyrir hendi þá er unnt að ná árangri," sagði Helgi að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.