Morgunblaðið - 04.08.1983, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
• Hinn 14 ára gamli Úlfar Jónsson horfir á eftir hvítu kúlunni í keppn-
inni um íslandsmeistaratitilinn. Úlfar átti mörg frábær upphafshögg í
keppninni og hér var hann aö slá eitt þeirra.
Sögulegt mót:
Sigurvegarinn
tvítugur Ulfar er
aðeins 14 ára
EINN áhugasamur kylfingur kom
að máli viö blaðamann Mbl. eftir
aö úrslit voru Ijós á íslandsmót-
inu og sagöi honum aö þetta mót
væri sögulegt aö því leyti aö sig-
urvegarinn væri aðeins tvítugur
og sá sem í öóru sæti hafnaöi
væri ekki nema fjórtán ára og
sagði þessi kylfingur aö Úlfar,
sem varð í ööru sæti, væri eini
kylfingurinn sem hann myndi eft-
ir sem kæmi til með aö veróa
„Chratch-spilari".
Fyrir þá sem ekki vita hvað þaó
er aó vera Chratchspilari þá þýöir
þaö aó kylfingur sem gefur vellin-
um forgjöf en ekki öfugt eins og
venja er til. Hann sagðist vera
viss um aó Úlfar ætti eftir aö leika
undir forgjöf valla og þar meö
veröa fyrsti íslendingurinn til aö
gera þaö.
„Átti ekki von á því að
veróa svona framarlega
í íslandsmótinu í golfi"
— sagði hinn bráðefnilegi Úlfar Jónsson
Úlfar Jónsson hafnaöi i ööru
sæti á nýafstöönu íslandsmóti og
sigraði hann þar marga af okkar
reyndarí kylfingum en Úlfar er
aöeins fjórtán ára gamall og er
árangur hans því mjög athyglis-
veröur. Þrátt fyrir þennan unga
aldur þá hefur Ulfar ekki nema 4 í
forgjöf, hann á vallarmetið á sín-
um heimavelli sem er á Hvaleyr-
inni hjá Keili.
„Þetta er i annaö skipti sem ég
keppi í meistaraflokki á íslands-
mótinu, ég keppti hér áriö 1981 en
þá gekk mér ekki eins vel og núna,
en ég man ekki í hvaða sæti ég
endaöi þá en þaö var talsvert neö-
ar en núna. Ég er auövitaö mjög
ánægður meö þennan árangur, ég
átti ekki von á því aö lenda svona
ofarlega því ég bjóst viö aö Sig-
uröur Pétursson, Ragnar Ólafsson
og Björgvin Þorsteinsson myndu
leika miklu betur en þeir geröu og
ef þeir heföu gert þaö þá hefði ekki
veriö pláss fyrir mig í verðlauna-
sæti.“
Úlfar sagöist vera búinn aö vera
í golfi síöan hann var átta ára eöa í
sex ár, hann heföi byrjað á aö fara
meö fööur sínum á völlinn og síöan
heföi þetta oröiö hans aöaláhuga-
mál. Hann sagöist æfa þegar hann
gæti og þegar veöur leyfði en þaö
væri svona um þaö bil daglega.
„Mér hefur gengiö mjög vel í
sumar, ég varö drengjameistari og
einnig vann ég þotukeppnina og
síöan lendi ég í ööru sæti á ís-
landsmótinu. Annars hefur mér
aldrei gengiö eins vel hér í Graf-
arholtinu, en ég púttaöi allan tím-
ann mjög vel og þaö haföi sitt aö
segja . Ég lék á 78, 78, 82 og 76,
en þriöja daginn var alveg ferlega
leiöinlegt veöur og völlurinn geysi-
lega erfiöur en síöasta daginn var
ágætis veöur og ég var ákveöinn í
aö gera mitt besta því ég var í
4.—6. sæti fyrir lokahringinn og sá
fram á aö ég gæti oröiö ofarlega,
og þaö tókst.“
— Þegar menn eru komnir
svona langt í golfinu er þá hægt aö
gera eitthvaö annað en leika golf,
hvaö gerir þú í þínum frítíma ann-
aö en að leika golf?
„Jú, jú, þaö er hægt aö gera
fleira en vera í golfi. Ég æfi batmin-
ton á veturna, en reyndar æfi ég
líka golf þá hjá Þorvaldi, kennara
hjá Keili, og mestur tíminn fer í
golfiö hjá manni en þaö er hægt að
gera ýmislegt annaö. Ég fer stund-
um á fótboltaleiki þó svo ég elti
ekki hvern einasta leik, sagöi þessi
ungi og upprennandi kylfingur aö
lokum.
— sus
• Úlfar Jónsson hafnaöi í ööru sæti á íslandsmótinu um helgina en hann er aöeins 14 ára gamall. Úlfar
hefur æft golf nokkuö lengi og er hann í Keili þar sem hann æfir daglega. Árangur hans á þessu móti vakti
mikla athygli og var hann í stöóugri framför allt mótiö og lék mjög vel síðasta daginn og tryggöi sér þá
annað sætiö.
„Ég er mjög súr yfir
veðrinu sem er hérna“
— sagöi Jóhanna Birgisdóttir sem varö í ööru sæti
Staöan í
stigamótum GSÍ
Staðan í stigamótum Golfsam-
bands íslands er nú sem hér seg-
ir í mfl. karla:
Stig:
Björgvin Þorsteinsson GA 73,0
Gylfi Kristinsson GS 44,0
Siguröur Sigurðsson GS 43,0
Siguröur Pétursson GR 37,0
Gylfi Garðarsson GV 36,5
Ragnar Ólafsson GR 33,5
Sveinn Sigurbergsson GK 31,0
Hannes Eyvindsson GR 30,0
Jón Haukur Guölaugsson NK 24,0
Magnús Jónsson GS 17,5
Geir Svansson GR 13,0
Gunnlaugur Jóhannsson NK 10,5
Óskar Sæmundsson GR 8,0
Sigbjörn Óskarsson GV 7,5
Páll Ketilsson GS 3,0
Hilmar Björgvinsson GS 3,0
Magnús Ingi Stefánsson NK 1,5
• Jóhanna Birgisdóttir
JÓHANNA Ingólfsdóttir GR varð í
öðru sæti í meistaraflokki kvenna
á íslandsmótinu. Hún starfar sem
iöjuþjálfi í Uppsölum í Svíþjóð en
er nú hér á landi í fríi og keppti á
mótinu en hún sagðist hafa vitað
af mótinu og valið sér frítíma í
samræmi við þaö.
„Ég er mjög súr yfir veörinu sem
var hérna á meöan mótiö fór fram.
Árangur minn kom mér mjög á
óvart, því ég hef ekki æft mikiö aö
undanförnu en fyrri hringurinn hjá
mér var alltaf mjög góöur, ég lék
þá í kringum 38, en síöari hringirnir
voru ekki eins góöir hjá mér og
þaö er greinilegt aö mig vantar út-
hald til aö halda út átján holur. Ég
hef verið aö velta því fyrir mér aö
fara aö æfa einhverja aöra íþrótt til
aö fá úthald í 18 holurnar, annars
var ég á uppleiö alla dagana því ég
lék á 94, 87, 85 og 83.
Jóhanna sagði aö hún væri búin
aö vera í golfi í 12 eöa 13 ár en
: pá síökastiö heföi hún æft of lít-
ið, svona þrisvar í viku en hún
heföi aftur á móti spilaö nokkuö
mikið.
Hún lék mjög vel þann tíma sem
undirritaöur fylgdist meö og þegar
eftir þrjár holur hafði hún unniö
fimm högg af fyrstu manneskju og
þrjú af þeirri sem var í ööru sæti
fyrir síöasta keppnisdaginn en þaö
dugöi ekki til sigurs, Jóhanna
hafnaöi í ööru sæti og kom um leið
sjálfri sér skemmtilega á óvart, aö
eigin sögn. — SUS