Morgunblaðið - 04.08.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 04.08.1983, Síða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 Svipmyndir frá sex landa keppninni í Edinborg • íslenski frjólsíþróttahópurinn sem stóð sig svo vel í Edinborg. Fremsta röð frá vinstri: Oddur, Oddný, íris, María, Helga, Þórdís og Ragnheiður. Miöröðin (frá vinstri): Egill, Jóhann, Hrönn, Sigurborg, Gunnar, Siguröur S., Sigurður Pétur, Hreinn fararstjóri. Aftasta röð: Guömundur, Þorvaldur, Jón, Hjörtur og Vá- steinn. Á myndina vantar þá Einar Vilhjálmsson og Óskar Jakobsson. Morgunbladiö/Þórarinn Ragnaraaon. • Oddur Sigurösson bíður eftir skipunum ræsis aö fara í startblokk- irnar. Oddur er þarna að leggja af staö í 400 m hlaupið, en þar sigraði hann glæsilega. Oddur varö þriðji í 200 m og jafnframt hljóp hann afar vel í báðum boðhlaupunum 4 X 100 og 4 X 400 m. Þaö var því mikiö álag á þessum mikla keppnismanni í landskeppninni. En eins og svo oft áöur skilaöi Oddur hlutverki sínu með miklum sóma. Morgunblaöift/bórarinn Ragnaraaon. • Guömundur Þórarinsson landsliösþjálfari ræöir viö Kristján Harð- arson langstökkvara og Þorvald Þórsson grindahlaupara. Morgunblaöið/Þórarinn Ragnaraaon. • Spjótkastararnir Einar og íris ræöa málin og Einar ráðleggur íris meö útkastiö og stílinn. Morgunblaöiö/Þórarinn Ragnarsson. • Bryndís Hólm eínbeitt á svip áöur en hún leggur upp í met- stökk sitt í langstökkinu. • Sigurður T. Sigurösson stangarstökkvari sigraöi í sinni grein, stökk 5,10 m af miklu öryggi. Siguröur reyndi því næst viö nýtt Islandsmet í greininni, 5,30, var mjög nálægt því að fara yfir. Þaö vantaði rétt herslumuninn á aö setja met. Siguröur var vel yfir ránni, en felldi á niðurleiö. Morgunbloöió/Þórarlnn Ragnarison. • Kvennasveitin í 4 X 100 m boöhlaupi náöi ööru sæti, sveitina skipuöu þær (frá vínstri) Helga Halldórs dóttir, Þórdís Gísladóttir, Oddný Árnadóttir og Bryndís Hólm. Allt miklar afrekskonur í frjálsum íþróttum. Morgunblaóiö/Þórarinn Ragnaraaon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.