Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 36

Morgunblaðið - 04.08.1983, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 Roðinn í austri 5. grein Leninisminn — eftir dr. Sigurð Pétursson Og þá kemur Stalín aftur til sögunnar, en hann var gerður að- alritari kommúnistaflokksins á 11. Flokksþinginu árið 1922. Jósep Stalín (1879—1953) var úr stétt handverksmanna, fæddur í Georgíu. Hann hóf nám í prestleg- um fræðum, en hvarf brátt frá því. Tvítugur að aldri gekk Stalfn í flokk bytlingasinna, gerðist þar lærisveinn og samverkamaður Lenins í flokki bolsévika og eftir- maður hans í janúar 1924. í apríl sama ár flutti Stalín fyrirlestra um Leninismann við háskólann i Swerdlow. Þessa fyrirlestra þýddu þeir á íslensku Hjalti Árnason og Sverrir Kristjánsson (Leninism- inn, Akureyri 1930), en útgefandi var tímaritið Réttur, hvar helstu félagsmálavitringar íslenskra sósíalista hafa flutt boðskap sinn. Mun túlkun Stalins á boðskap þeirra Marx og Lenins hafa þótt mjög við hæfi íslendinga, enda hefur sennilega engin bók önnur haft eins róttæk áhrif á íslenska alþýðu og þessi áróðurssyrpa Stal- íns. Hér á eftir verða nú dregin fram nokkur helstu áróðursatriðin úr fyrirlestrum Stalíns og bent á hver áhrif þau hafa haft bæði hér og erlendis. Orðréttar tilvitnanir eru teknar úr íslensku þýðingunni. Svo mælti Stalín „Sumir segja, að Leninism- inn sé kenningar Marx lag- aðar að hinum sérstöku þjóðfélagsháttum Rúss- lands. I þessari skilgrein- ingu er sannleikskorn, en alls ekki allur sannleikur- inn. Allur sannleikurinn um Leninismann er sá, að hann er ekki aðeins Marx- isminn endurborinn, heldur gekk hann feti lengra og jók við Marxismann undir hin- um nýju skilyrðum og að- stæðum í þróun auðvaldsins og stéttabaráttu verkalýðs- ins.“ — „Lenin vakti til lífs- ins aftur hinn byltingasinn- aða anda Marxismans, sem tækifærissinnar II Alþjóða- sambandsins höfðu stungið svefnform" — „En svo að nánar sé ákveðið, þá er Len- inisminn fræðikenning verkalýðsins og bardagaað- ferð á dögum verkalýðs- byltingarinnar yfirleitt, en sér í lagi fræðikenning hans og bardagaaðferð á dögum öreigaalræðisins." Þannig mætli Stalín í inngangs- erindi sínu. Síðar minnist hann á það, að Lenin hafi flutt miðstöð verkalýðsbyltingarinnar til Rúss- lands og gert það að föðurlandi fræðikenninga hennar og starfs- aðferða. Það eru einmitt þessar fræðikenningar og starfsaðferðir, sem byltingarsinnuðum sósíalist- um hérlendis mun hafa þótt svo nauðsynlegt, að íslensk alþýða lærði, og því færðu þeir henni Leninismann á hennar móður- máli. Stalín eyðir nú miklu púðri á II Alþjóðasambandið, en vægðarlaus barátta gegn því segir hann hafa orðið eitt af aðalhlutverkum Len- inismans. Um „rétttrúaða" Marx- ista, sem gengu af trúnni, eins og Kautsky, segir hann, að þeir hafi lagað sig að tækifærissinnum til þess að varðveita „frið og einingu" í flokknum. En þessir tækifæris- sinnar hafi á reiðum höndum svona fræðilegar kreddur (dogma), sem þeir hampi við öll tækifæri, og tiltekur Stalín þrjár uppáhaldskreddur þeirra: „Fyrsta kreddan er um skil- yrði fyrir valdanámi verka- lýðsins. Tækifærissinnar halda því fram, að verka- lýðurinn geti hvorki né megi taka völdin i sínar hendur, nema að hann sé meiri hluti landlýðsins." „önnur kredda er á þessa leið: Verkalýðurinn getur ekki haldið völdunum í sínum höndum, hann hefur ekki yfir að ráða nógu mörgum stjórnvönum, menntuðum mönnum, sem geta skipu- lagt alla stjórn landsins." „Þriðja kreddan: Verkalýðurinn getur ekki' beitt hinu pólitíska alls- herjarverkfalli í baráttu sinni, því að það hefur ekki fræðilega stoð og er hættu- legt í reyndinni (sbr. gagn- rýni Engels). Állsherjar- verkfallið getur heldur ekki komið í staðinn fyrir þing- ræðisbaráttuna, sem er mikilvægasta baráttuað- ferð verkalýðsins í stétta- baráttu hans.“ Þetta segir Stalín vera „kredd- ur“, en kemst þó ekki hjá því að tilfæra Engels, þar sem hann gagnrýnir allsherjarverkfallið: „því að það getur raskað eðlilegri rás atvinnulífsins í landinu og orðið eldur í auð sjóða verkalýðs- félaganna" (Engels). Eins og hver heilvita maður sér, þá eru þessar „kreddur", sem Stalín nefnir svo, aðeins heilbrigð og réttmæt gagn- rýni á Leninismann. Marxistar eru að sjálfsögðu á gagnstæðri skoðun. Og Stalfn taldi auðsætt, að byltingarbarátta verkalýðsins hefði gert að engu þessar kreddur tækifærissinna. Lokaniðurstaða Stalíns varð því þessi: „f raun réttri eru starfs- og rannsóknaraðferðir Lenins ekki aðeins endursköpun, heldur viðauki og fullkomn- un hinnar byltingarsinnuðu starfs- og rannsóknarað- ferðar Karls Marx — hinn- ar efnalegu þróunarkenn- ingar (Materialistische Dialektik).“ Fræðikenning Leninismans Hér er komið að því, sem sann- arlega er mergurinn málsins, en það er sá ægilegi heilaspuni Karls Marx, er hann nefnir „dialektiska efnishyggju". f þriðju greininni í þessum flokki benti ég á það, að þarna er um algera blekkingu að ræða, til þess gerða að smala sam- an „öreigunum" og leiða þá út í vitleysuna. Þeim var það auðvitað ljóst, bæði Lenin og Stalín, að þessari blekkingu varð að bjarga og henni varð að halda við, hvað sem það kostaði. Nokkurt næði til þessa björgun- arstarfs fékk Lenin á árunum 1897—1900 austur í Síberíu, en þangað hafði hann verið dæmdur í 3ja ára útlegð fyrir einhverja bylt- ingartilburði í Pétursborg. Þarna í útlegðinni ritaði hann um „heim- spekilega uppsetningu starfandi Jósep Stalín kommúnisma (díalektísk efnis- hyggja)“. Stalín kemst þannig að orði um mikilvægi fræðikenningarinnar: „Margir ætla að Leninism- inn skipi framkvæmdunum í öndvegi, en fræðikenning- unni á hinn óæðri bekk, f þeim skilningi, að kjarni hans sé fólginn í því að koma meginatriðum Marx- ismans fram, „framkvæma" þau. En hvað snerti fræði- kenninguna, þá sé Lenin- isminn í frekasta lagi áhyggjulaus í þeim efnum." „Það sé og kunnugt, að margir starfandi Leninistar séu lítt lærðir í fræðikenn- ingunni, vegna hins óskap- lega praktiska starfs, er þeir verða að leysa af hendi.“ Kvennadeild RKÍ færir Landspítalanum gjafir NÝLEGA afhenti kvennadeild Kauða kross fslands Landspítalan- um þrjú tæki að gjöf, þ.á m. tæki til rannsóknar á líkamsvökvum sem geta mengast af bakteríum við vissa sjúkdóma. Að sögn Arinbjarnar Kolbeinssonar, yfirlæknis, flýtir tækið mjög fyrir niðurstöðum rann- sókna og innleiðir grundvallar- breytingar og endurbætur á veiga- miklum „kliniskum“ bakteríurann- sóknum, sem verið hafa í meginat- riðum óbreyttar í meira en heila öld. Tækin sem kvennadeild Rauða krossins gaf til Landspftalans nú, eru svokölluð „U-matic“ myndseg- ulband, þriggja kerfa sjónvarps- Verkamannafélagið Árvakur á Eskifírði, samþykkti á fundi félags- ins 28. júlí sl. mótmæli gegn „aðför ríkisstjórnarinnar að launafólki í landinu," eins og segir í frétt frá félaginu. f fréttinni segir einnig að afnám samningsréttar sé gróf árás á mannréttindi og að stefna ríkis- stjórnarinnar í verðlagsmálum tæki og „Bactec“ tæki til rann- sóknar á blóði, mænuvökvum og öðrum líkamsvökvum, sem meng- ast geta af bakteríum við vissa sjúkdóma. Unnur Scheving Thorsteinsson, formaður kvennadeildarinnar, af- henti tækin, og þakkaði Sigmund- ur Magnússon, yfirlæknir, gjafirn- ar fyrir hönd rannsóknarstofu f blóðmeinafræði. Við það tækifæri sagði Sigmundur m.a. að kennsla í blóðmeinafræði hafi ávallt átt erf- itt um vik, þar sem aldrei hafi ver- ið hægt að sýna blóð- eða merg- sýni við kennslu, nema með þvf að taka myndir úr smásjá og fá þær sýni ljóslega að ætlunin sé að láta launþega bera eina þau áföll sem orðið hafa í íslensku efnahagslífi. Fundurinn skoraði einnig á allt verkafólk að standa saman um að hnekkja þessum ólögum og hvatti ASÍ að hefja undirbúning að kynningarstarfsemi á áhrifum kjaraskerðingarinnar m.a. með skipulögðum fundarhöldum um landið. framkallaðar á venjulegan hátt. Með tilkomu sjónvarpskvik- myndavélar á smásjá ásamt tækj- um þeim sem RK gaf, væri hægt með litlum fyrirvara að sýna myndir af blóði eða merg þegar sjúkdómstilfelli eru rædd og því nýttust fleiri tilfelli til kennslu og fróðleiks. Arinbjörn Kolbeinsson, yfir- læknir, þakkaði svo gjafirnar fyrir hönd rannsóknarstofu í bakteríu- fræðum og sagði þá m.a. að tækið flýtti mjög fyrir niðurstöðum rannsókna, og hefði það þegar komið fram á þeim tveimur mán- uðum sem tækið hefði verið notað hér á landi, en niðurstöður fást nú allt að sólarhring fyrr, en hægt var með eldri aðferð. Það væri mikilvægt þar sem tækinu væri einkum beitt við sjúkdómsgrein- ingu mikið veikra sjúklinga. Að lokum þakkaði forstjóri rík- isspítalanna, Davíð Á. Gunnars- son, gjafirnar fyrir hönd Ríkis- spítalanna, og minnti á í ræðu sinni, hve snaran þátt áhuga- mannafélög, og þá sérstaklega ís- lenskar konur, hefðu átt í upp- byggingu Landspítalans. Framlög einstaklinga og áhugamanna- félaga væru í raun orðin verulegur þáttur í tækjavæðingu sjúkra- hússins, og í þeim efnum væri hlutur RK stór. Afnámi samnings- réttar mótmælt Sigmundur Magnússon, yfírlæknir, lýsir tækjabúnaðinum fyrir Rauða kross konum. Rauða kross konur ásamt Davfð Á. Gunnarasyni, forstjóra ffflrif ftalmni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.