Morgunblaðið - 04.08.1983, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST1983
„Hanr\ var me^ hsefri rnönnum pegar ég
g'rftist honum.''
... að taka sig á og
láta af öllum ósið
og leti.
TM Rea U.S. Pat Off.-all rights reserved
©1983 Los Angoles Times Syndicate
Ég hélt ég myndi ekki ná hnerran-
um!
HÖGNI HREKKVÍSI
Af Sveini Pálssyni,
lækni og náttúrufræð-
ingi og ferðabók hans
Skúli Magnússon, Keflavík,
skrifar:
„Velvakandi.
Um þessar mundir stendur yfir
í útvarpinu lestur á köflum úr
ferðabók Sveins Pálssonar. Hefur
Tómas Einarsson ásamt öðrum
annast þann flutning.
Sveinn Pálsson (f. 1762, d. 1840)
var Skagfirðingur að ætt. Hann
stundaði nám í læknisfræði og
náttúrufræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Árin 1791—1794
ferðaðist hann um ísland fyrir
náttúrufræðifélag í Danmörku og
stundaði athuganir á náttúru
landsins, gerði veðurathuganir, og
fékkst auk þess við lækningar.
Sveinn bjó um tíma undir Eyja-
fjöllum, en fluttist seinna að Vík í
Mýrdal, og bjó þar til dauðadags.
Árið 1799 varð hann fjórðungs-
læknir Sunnlendinga og náði um-
dæmi hans yfir Árnes- og Rang-
árvallasýslu, auk þess Vestur-
Skaftafellssýslu og Vestmanna-
eyjar. En hans var stundum vitjað
úr Austur-Skaftafellssýslu og
jafnvel úr Reykjavík. Umdæmi
Sveins var eitt hið erfiðasta á
landinu. Allar ár óbrúaðar, hvergi
vegir, en yfir vegleysur einar að
fara. Má fara nærri um hvort
læknisvitjandir væru ekki erfiðar
Sveini. Lenti hann oft í hrakning-
um og víkur hann m.a. að því f
sjálfsævisögu sinni, sem hann rit-
aði á efri árum. En Sveinn var
afarmenni og þoldi vel erfiðið.
Afar fáir skólagengnir læknar
voru þá á landinu og þörfin mikil,
en lítið var um greiðslur frá sjúkl-
ingum vegna fátæktar almenn-
ings. Sveinn efnaðist því ekki, en
átti í fátækt lengst af og stundaði
náttúrufræðirannsóknir sínar
með fábreyttum tækjum.
I náttúrufræði skaraði hann
langt fram úr öðrum samtíma-
mönnum sfnum islenskum. Gerði
hann ýmsar merkar uppgötvanir
sem nægt hefðu til að afla honum
frægðar erlendis, ef hann hefði átt
þess kost að rita um þær í erlend
rit. Sveinn er t.d. talinn einn aðal-
höfundur kenningar um eðli og
myndun jökla. Skrifaði hann sér-
stakt rit, Jöklarit, sem prentað er
í ferðabók hans. Ennfremur ritaði
hann sérstakt Eldrit, þar sem
fjallað er um eldgos. Er það einnig
prentað í ferðabókinni.
Ferðabók Sveins var rituð á
dönsku og lá handrit hennar óút-
gefið og lítt kunnugt almenningi
þar til 1945, að Steindór frá Hlöð-
um, Pálmi Hannesson og Jón Ey-
þórsson gáfu bókina út, en þeir
höfðu þýtt hana úr frummálinu.
Er bókin mikil að vöxtum og við
fyrstu kynni ekki árennileg til
lestrar. Eru víða í henni latnesk
fræðiheiti, sem Sveinn notaði að
hætti vísindamanna. En flest
þeirra eru þýdd, svo að leik-
mönnum er hún aðgengileg. Við
frekari kynni er ferðabókin full af
fróðleik um land og þjóð. Sérstak-
lega um náttúrufar, en um siði og
þjóðhætti gat Sveinn lítið hirt, þar
sem hann var einsamall á ferðum
sínum og ofraun að ætla einum
manni að skrifa samfellda lýsingu
lands og þjóðar við þær aðstæður
sem höfundi voru búnar. Að vísu
er sumt nú úrelt af ályktunum
Sveins, sem von er, en hann stóð
þó að mörgu leyti frr.mar forver-
um sínum þeim Bjarna Pálssyni
og Eggert Olafssyni, sem ferðuð-
ust um ísland 1752—1757, og
skrifuðu að því loknu hina kunnu
ferðabók sína. Meðal uppgötvana
sem Sveinn gerði í jarðfræði var
fundur gabbrósins á Suðaustur-
landi.
Sveinn getur vfða um sjúkdóma
og meiðsli í ferðabók sinni. Á ferð-
um sínum umhverfis landið
1791—1794 fékkst hann mjög við
lækningar, en auk þess skrifaði
hann ýmislegt hjá sér þar að lút-
andi. Er einkar fróðlegt fyrir
okkur nútímamenn að skyggnast í
sjúkdómslýsingar Sveins, og sjá,
að forfeður okkar áttu við sömu
mein að stríða og við f dag erum
þjáð af. Þá var tækni og þekking
mjög í molum og stundum þurfti
skólagenginn læknir að grípa til
gamalla húsráða. Grös skipuðu þá
enn sess meðal læknislyfja eins og
fram kemur í ferðalýsingunum.
Eftir sjúkdómsiýsingum að dæma
virðist Sveinn hafa verið skarpur
athugandi. Á þessum árum var
enginn munur á milli læknisfræði
og sálfræði. Læknirinn fékkst við
hvort tveggja. Sálfræði var enn
ekki til sem sérstök fræðigrein. En
skyldurækinn læknir eins og
Sveinn var lét sér fátt mannlegt
óviðkomandi.
Hann var bæði læknir og sálu-
sorgari. Á þessum árum voru sér-
greinar læknisfræðinnar enn í
bernsku. Sjúkrahús voru þá ekki
hér á landi. Fyrsta sjúkrahús f
nútímamerkingu þess orðs, tók
ekki til starfa í Reykjavík fyrr en
skömmu eftir miðja 19. öld. Geð-
sjúkrahús ekki fyrr en 1907. En
Vorum á góðri leið með
að ná heimsmetinu þegar
hægri öflin tóku völdin
»S\JO pú LÉ6T HANM HEVCA PAPJ ■ ■ -
EN GL EyPTU $AMT EKKI SNEP/LIMKI .*
Frjálslyndur sjálfstæðismaður
skrifar:
„Heiðraði Velvakandi.
Þar sem enginn hefur þakkað
Gunnari Thoroddsen fyrir grein-
argerð hans um glæsilegan árang-
ur síðustu ríkisstjórnr, finn ég
mig tilneyddan að gera það. Enn
hefur það sannast, að alvarlegasti
efnahagsvandi hverfur eins og
dögg fyrir sólu eða breytist í
huggulegustu glansmynd, þegar
Gunnar víkur að honum orði. Spil,
sem allir tapa á, verður að spili
sem allir græða á. Þess vegna var
það svo, að þegar Gunnar fékk að
njóta sín við stjórnvölinn, var
nöldrið í stjórnarandstöðunni og
„blaðrið í Steingrími" eini vand-
inn, sem á þjóðinni brann. Verð-
bólgan var alltaf á hraðri niður-
leið f ræðum forsætisráðherra og
allt í góðu gengi. Meðan þjóðin
fagnaði, tókst henni fyrirhafnar-
laust að ná þeim heiðri að verða
Evrópumethafi í verðbólgu og
skuldasöfnun. Við vorum áreiðan-
lega á góðri leið með að ná heims-
metinu, þegar hægri öflin tóku
völdin.
Vill ekki einhver listamaður
gera minnisvarða um þessa um-
burðarlyndu, víðsýnu og frjáls-
lyndu efnahagsstjórn? Þann
minnisvarða ætti að sníða eftir
mynd af íslensku krónunni, sem
Morgunblaðið birti 19. apríl sl. og
nauðsynlegt er að birta með þessu
bréfi. Hér sést það svart á hvítu,
hversu stórkostlegum árangri
stjórninni tókst að ná. Lesendur
geta glöggt séð, að ckki vantaði
mikið upp á að nýkrónan yrði að
engu eins og öll önnur vandamál."